Dagur - 06.06.1929, Qupperneq 1
DAOUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfélagi Eyfirð-
inga.
• • e « <• • •
r. :
t
Afgreiðslan
er hjá Jóni Þ. Þ&r,
Norðurgötu 3. Talsími 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
• • • • •
• • •-• • • • • • •
XII. ár.
• ••••••• ••-•-• • • • • •• •
Akureyri, 6. Júní 1929.
24. tbl.
>• •• •-•
••••••
íhaldsblöðin hafa gert rógsóp
mikið að Kaupfélagi Skagfirðinga
og Jandstjórninni í sambandi við
byggingu frystihúss á Sauðár-
króki. Er sú saga til þess máls,
að í Skagafirði var stófnað til fé-
lagsmyndunar, er nefndist Frysti-
fédag, og var tilgangur þess sá, að
ltoma upp húsi, til þess að frysta
í því kjöt 'fyrir héraðsbúa. Átti
félag þetta að vera sérstakt og
sjálfstætt samvinnufélag, er allir
framleiðendur héraðsins hefðu
opinn aðgang að, ef þeir vildu,
án tillits til þess hvort þeir verzl-
uðu í samvinnufélagi eða hefðu
viðskifti sín hjá kaupmönnum.
Fyrir voru tvö samvinnufélög í
héraðinu, Kaupfélag Skagfirð-
inga og Sláturfélag Skagfirðinga.
Stofnun Frystifélagsins gekk
fremur skiykkjótt. Á stofnfundi
þess voru 32 menn; 31 tjáðu sig
vilja ganga í félagið, en af stofn-
endunum voru þó aðeins fjórir,
sem fullnægðu að öllu settum inn-
gönguskilyrðum og gátu talist
löglegir félagsmenn.
Þegar útséð var um það, að fé-
lag þetta gat ekki bætt úr vönt-
uninni á frystihúsi, leitaðist
Kaupfélag Skagfirðinga fyrir um
lán á eigin ábyrgð til frystihús-
byggingar, og þegar sú málaleit-
un var til lykta leidd með loforði
um lán síðar, samþykti félags-
fundur að byggja húsið og jafn-
framt var Sláturfélagi Skagfirð-
inga gefinn kostur á að vera með
hlutafélaginu um byggingu frysti-
hússins og frystingu á kjöti og
var stjórn Sláturfélagsins sam-
dægurs tilkynt þetta bréflega.
Þessu tilboði K. S. hefir stjórn
S. S. aldrei svarað.
Óvinir Kaupfélags Skagfirð-
inga, sem jafnframt eru haturs-
menn landsstjórnarinnar, hafa
haldið því fram í blöðum fhalds-
ins, að stjórnin hafi sýnt mikið
gerræði í Jjví að veita K. S. einu
Viðlagasjóðslán til frystihúss-
byggingar, en útiloka S. S. frá
því að verða sömu gæða aðnj ót-
andi. Telja kumpánar þessir að
þarna hafi verið framin morðtil-
raun á Sláturfélagi Skagfirðinga,
og hafa þeir gert hark mikið út
af því. Jón Þorláksson hefir jafn-
vel lagst svo lágt, að gerast róg-
sprauta þessara manna í Morgun-
blaðinu. Er hér um venjulega
blekkingaframleiðslu að í’æða,
gerða í því skyni að ófrægja
landsstjórnina og Kaupfélag
Skagfirðinga. Sannleikur þessa
máls er sá, að Sláturfélag Skag-
firðinga hefir aldrei sótt um Við-
lagasjóðslán til frystihússbygg-
ingar, en aftur á móti liefir K. S.
sótí um slíkt lánf og ætti það þá
að vera eðlilegt og auðskilið, að
það félagið fái lánið, sem um það
sækir, en ekki hitt, sem aldrei
hefir um það sótt!
Eins og fyr er greint, bauð
kaupfélagið sláturfélaginu að
vera með um byggingu frystihúss-
ins og frystingu á kjöti; var slík
samvinna félaganna innbyrðis-
mál þeirra og landstjórninni ó-
viðlíomandi. En stjórn S. S.
reyndist þá svo skammsýn að slá.
á útrétta hönd kaupfélagsins með
þeirri ókurteisi að fyrirlíta til-
boðið með algjörðri þögn — svara
því engu. í stað þess er lostið upp
þeirri lygi innan sláturfélagsins,
að Jónas ráðherra hafi sent þau
boð gegnum kaupfélagsstjórann,
síra Sigfús Jónsson, »að lánið til
kaupfélagsins væri bundið því
skilyrði, að Sláturfélagið yrði
ekki meðeigandi í frystihúsinu«.
Þrátt fyrir þessa framkomu
hefir Kaupfélag Skagfirðinga
sýnt það drenglyndi að standa
enn við tilboð sitt til S. S., jafn-
framt því sem það ætlast til, að
húsið verði opið til afnota öllum
sauðfjárframleiðendum héraðsins, •
sem aðstöðu hafa til að nota þáð,
og með sömu kjörum og kaupfé-
lagsmönnum.
Fyrir þrákelkni og geðvonsku
einstakra manna virðist sá dapur-
legi endir ætla að verða á þessu
máli, að Skagfirðingum verði í-
þyngt með því að byggja tvö
frystihús á sama staðnum og
stofna á þann hátt til sundrungar
og óánægju innan héraðsins. Er
það látið í veðri vaka að hjá
þessu verði ekki komist vegna
meinbægni Kaupfélags Skagfirð-
inga og ófyrirleitni landstjórr.ar-
innar. Eins og að framan er sýnt,
eru þetta tylliástæður einar,
sprottnar af óhreinum hvötum
sundruiigar og friðrofa. Er iJt
þegar svo ófögur æfintýri gerast,
og þeir sem að þeim standa, elcki
öfundverðir.
-----o------
Bamaskólinn nýi. Byrjað er að grafa
fyrir grunni. hans á Stóruvallatúni.
Landsýningin
1930.
Eins og öllum almenningi mun
kunnugt, er hafinn undirbúning-
ur um iand alt til þátttöku lands-
sýningarinnar 1930. Nefndir hafa
verið skipaðar í flestum hreppum
landsins, til að undirbúa sýning-
ar heima í hreppunum. Og á ný-
afstöðnum sýslufundum hafa ver-
ið skipaðar nefndir, sem hafa eiga
umsjón og framkvæmdir í málinu
í sýslunum. Að minsta kosti er
það svo hér í Eyjafjarðarsýslu.
»Orðin eru til alls fyrst«. Og
það er auðvitað gott og blessað,
að nefndir séu skipaðar. En litlu
geta þær áorkað, nema almennur
áhugi vakni fyrir málinu. Það
gildir sama lögmál í þessu sýn-
ingarmáli eins og allstaðar, þar
sem einlrverju þarf að hrinda í
framkvæmd, að margar hendur
vinna ljett verk og sameiginlegur
áhugi vinnur stórvirki. Og eg
vona fastlega, að menn og konur
hér í Eyjafjarðarsýslu leggi þessu
máli lið. Eg hefi orðið þess vör,
að margir álíta að ekkert sé fram-
bærilegt til sýningar, nema það sé
mjög fínt — og sjaldgæft. Þetta
er mesti misskilningur. Auðvitað
er gott ef einhverjir geta látið af
mörkum hluti, sem mikil vinna er
lögð í, hagleikur og list. En vel
unnir hversdagshlutir eru engu
síður sjálfsagðir. Enda mun
verða langmest af þeim.
Vel má vera, að hreppasýning-
ar komist ekki á í öllum hreppum
sýslunnar á þessu vori. En það
ætti ekki að koma að sök. Það er
ekki annað en að hefjast handa
næsta haust og koma á hreppa-
sýningum seinni part næsta vetr-
ar. Héraðssýningu er ákveðið að
halda á Akureyri á næsta vori og'
þar valdir þeir hlutir, sem sendir
verða á landssýninguna.
»Bera bý
bagga skoplítinn
hvert að húsi heim;
en þaðan koma Ijós
hin logaskæru
á altari hins göfga Guðs«.
Eg býst við, að mörgum finn-
ist, að þeir hafi »skoplítið« af
mörkum að leggja til sýningar.
En gott er að hafa hugfast, að
lítill hversdagshlutur skipar sitt
rúm og hjálpar til að fullgera all-
myndarlega landssýningu 1930.
Guðrún Jóhannsdóttir.
Ásláksstöðum.
í
Pórólfur Beck
skipstjóri á Esju, andaðist í
Reykjavík á mánudaginn var.
Veiktist hann á leið héðan til
Reykjavíkur, og var leitað lækn-
is á Patreksfirði. Lagði læknirinn
svo fyrir, að skipið færi með
hann beina leið til Reykjavíkur,
sem og var gert, og hafði sjúk-
dómurinn þann enda, sem áður
er greint. Heyrst hefir, að sjúk-
dómurinn hafi verið heilahimnu-
bólga.
Við andlát Þórólfs Beck er
stórt og vandfylt skarð fyrir
skildi. Hann var í senn bæði ötull
og gætinn skipstjóri, einkar fær
og vel að sér í sinni ment og hinn
vinsælasti maður. Fyrir skömmu
hafði hann farið 100 ferðir um-
hverfis landið og altaf farnast
vel. Er mikill mannskaði orðinn,
þar sem hann er fallinn í valinn.
Munu allir þeir mörgu, er honum
kyntust, minnast hans með hlýj-
um hug.
-----o------
Um uppeldismál.
Eftir
Jón Sigurðsson kennara.
(Niðurl.).
Lestrarnámið er undir-
Ustrar- staða al]s bóknámS) og
því mikið undir komið
hversu að því er unnið.
Samkvæmt lögum er heimilum skylt
að annast lestrarkensluna og létta henni
af skólunum að nokkru leyti. En eg
er sannfærður um, að íslenzk heimili
hafa þar stórum brugðist því trausti
sem borið var til þeirra. Qg þó að,
sorglegt sé að segja, þá get eg sagt
það af þriggia vetra reynslu, að það
er sjaldgœft að börnin, sem árlega
eru tekin inn i barnaskóla Akureyrar,
séu læs. Flest eru ver eða betur
stautandi. En einmitt hér liggur höf-
uðástæðan fyrir þvf, hvað skólanum
okkar verður lítið ágengt, í því að
menta börnin. Pað hefur veríð sagt,
að heimilin hafi einmitt vegna skól-
anna vanrækt lestrarkensluna og varp-
að áhyggjum sínum í því efni upp á
kennarann og skólann, en þetta er
aðeins fyrirgefandi, ef foreldrarnir eru
sjálf ólæs, sem vonandi er að sé ótítt.
Eg veit að margir foreldrar svara:
»Við sendum börnin til smábarna-
kennarans til að læra að lesá.« En
það er hið sama, Skólinn er skóli