Dagur - 04.07.1929, Page 1

Dagur - 04.07.1929, Page 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirö- inga. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XII. ár. Akureyri, 4. Júlí 1929. Þjóðmálafundirnir. Pólitíska gesti bar hér að garði seinni hluta næstl. viku. Pað voru þeir Magnús Guðmundsson 1. þing- maður Skagfirðinga, Ólafur Thors 2 þingm, Gullbringu- og Kjósar- sýslu og Haraldur Guðmundsson þingmaður ísfirðinga. Höfðu þeir áður en hingað kom mætt á fund- um þeim, er Framsókn hafði boðað til vestur i sýslum og komu þar auðvitað fram sem fulltrúar fyrir sína flokka. I síðasta blaði var vikið nokkrntn orðum að fundi þeim, er haldinn var í Hegranesi 25. f. m. og verður hér frá honum skýrt nokkru nánar, jafnframt og getið verður funda þeirra, er íhaldsmenn (»sjálf- stæðismenn«) boðuðu til hér. Var annar sá fundur haldinn hér á Akureyri 28. f. m. og hinn á Hrafna- gili næsta dag. A báðum þeim fundum mættu þingmenn Eyfirðinga sem fulltrúar Framsóknarflokksins. Framsóknarmenn höfðu tekið þá reglu upp á fundum sínum að skifta ræðutímanum jafnt á milli stjórnmálaflokkanna þriggja þannig, að fulltrúar flokkanna töluðu í vissri röð hver af öðrum í hálfan kl. tíma og svo koll af kolli. Síðar voru svo ræður manna takmarkað- ar við skemri tíma. Sigldu hinir svo í kjölfar andstæðinga sinna um til- högunina á fundurn sínum. Að mestu fóru fundir þessir vel fram. Pó varð nökkur misbrestur á því hér á Akureyri. Björn Líndal bóndi á Svalbarði var einn af ræðu- mönnum á fundinum þar og fékk eitt af þessum geðofsaflogum, sem hann er haldinn af, og Akureyring- ar kannast vel við. Vakti þetta æs- ingar meðal manna og spilti fund- inum nokkuð, en þó vonum minna vegna þess, að andstæðingar Lín- dals tóku geóofsa hans með tiltölu- lega mikilli stillingu. Af hinum aðkomnu ræðumönn- um er það að segja, að Magnús Guðmundsson talar slétt en fremur áhrifa- og tilþrifalítið og hagar hann orðum sinum prúðmannlega og stillir þeim vel í hóf. ólafur Thors er honum gjörólíkur. Hann hefir rödd og málfar í góðu lagi, en talar af svo mikilli ákefð og fyrirhyggjuleysi, að það er eins og tryltur náttúrukraftur og ó- beislaður sé þar á ferðinni. í rök- leiðslum öllum lætur hann vaða mjög á súðum. Ærsl hans og gauragangur í ræðu er þó misjafn eftir því hvaða hljómgrunni slíkt mætir hjá áheyrendum. Hlátra- sköll og lófaklöpp eru honum mat- ur og drykkur í ræðustól. Fái hann ekki þessa næringu, van- megnast hann. Kom þetta skýrt fram á fundunum hér. Á Akur- eyrarfundinum var gleiðgosa- bragurinn yfir honum, því þar fann hann, að viss hópur manna tók látum hans þakksamlega. Sama leik ætlaði hann að taka upp á Hrafnagilsfundinum, en varð þess skjótt var, að fundar- mönnum gast miður vel að gaura- gangi hans, og þá féll hann sam- an og linaðist upp. Haraldur Guðmundsson er kunnur að því að vera mælskur með afbrigðum. Rödd hans er sterk og djúp og vel vanin, og hann beitir henni af mikilli æf- ingu. Orðfimur er hann í bezta lagi og að sama skapi aðsópsmik- ill í ræðustól. Þegar móðurinn er á honum, og hann snýr vopnum sínum að íhaldsmönnum, gengur þeim erfitt að halda kyrru fyrir, ókyrrast þeir í sætum og taka að grípa fram í, en venjulega versn- ar hlutur þeirra við það. Almenna athygli hefir það vak- ið, að á fundum þeim, sem hér hafa verið haldnii', hafa íhalds- þingmennirnir varast að nefna að fyrra bragði stofnun og stefnu- skrá hins nýbakaða »Sjálfstæðis- flokks«. Mætti þó ætla, að þeim hefði verið þetta efst í huga, en það hefir reynst á alt annan veg. Bernharð Stefánsson varð fyrstur manna til þess að benda á þetta á Hegranessfundinum og þótti það fyrnum sæta, að sjálfir »sjálf- stæðismennimir« vöruðust að út- skýra nýja stefnuskrá nýstofnaðs flokks síns og gera grein fyrir nafnbreytingu flokksins. Lagði hann ýmsar spurningar fyrir þingmenn hins nýskírða flokks þessu viðvíkjandi. Magnús Guð- mundsson kvað engan tíma til að fara út í þetta á þeim fundi, en lofaði að útskýra þetta alt í Eyja- firði og »kristna Eyfirðinga«. Hvernig efndirnar hafa orðið, er Eyfirðingum nú kunnugt. Að vísu komust þeir Magnús Guðmunds- son og ól. Thors ekki hjá því að minnast á nafnbreytinguna og stefnuskrána á fundum hér, þeir voru knúðir til þess af andstæð- ingunum, en hitt er öllum funda- mönnum kunnugt, að á hvorugu gátu þeir nokkra viðunandi skýr- ingu gefið. Hið eina, sem hægt var að draga út úr ræðum þeirra um þetta efni, var, að þeir hefðu skift um nafn á flokknum af hræðslu við andstæðinga sína eða einskæru hugleysi, og af því að þeir hefðu verið komnir að raun um, að ungir menn fráfældust í- haldsflokkinn vegna nafnsins. Óttinn við það að standa opinber- lega við íhaldsstefnuna er því grundvöllur hins frelsandi sjálf- stæðis þessara manna. Hreystiyrði Magnúsar Guðmuuds- sonar í Hegranesi, um að snúa Ey- firðingum til réttrar trúar verða heldur brosleg eftir för hans hingað. Pað var sem sé augljóst, að eina áhugamál Magnúsar og Ólafs á Hrafnagilsfundinum var það að hafa fundinn sem allra styztan. Munu þeir hafa orðið þeirri stundu fegnastir, þegar honum var lokið. Svo fór um kristaiboðsferð þá Á Hegranesfundinum tók Jósep Björnsson mjög í sama streng og Bernharð Stefánsson. Vítti J. B. harðlega hnupl íhaldsmanna á sjálf- stæðisnafninu og óheilindi þau, er fælust í flótta þeirra frá sínu fyrra og rétta nafni. Á Akureyrarfundinum líkti fjár- málaráðhetrann íhaldsflokknum við mann, sem klæjaði sí og æ og væri því altaf að hafá skyrtuskifti, en klæjaði þó jafnmikið eftir sem áður. Eitt af helstu umræðuefnum Ól. Thors var samband Framsóknar- flokksins við jafnaðarmenn á þingi. Komst hann svo að orði, að Fram- sókn hefði tekið við stjórn 1917, en jafnaðarmenn hefðu komist til valda, því þeir réðu öllu. Hann kvað jafn- aðarmenn hafa kúgað Framsókn til þess að vera á móti lögum um vinnu- dóm. Bernharð Stefánsson benti honum þá a, að vinnudómsfrum- varpið hefði ekki verið gert að flokks- máli í Framsóknarflokknum, sem meðal annars sæist á því, að tveir menn úr Framsókn hefðu verið með- flutningsmenn að frumvarpinu. í öðru lagi benti B. S. Ól. Thors á, að jafnaðarmenn hefðu komið fram með frumv. um rannsókn á rekstri togaranna, sem þeim hefði verið mikfð kappsmál að samþykt yrði, en hefði þó ekki náð fram að ganga vegna mótspyrnu Framsóknarmanna. Ef nú að Framsókn væri undir þeirri kúgun, er Ó1 Th. væri að lýsa, þá skoraði Bernharð á Ólaf að skýra það, hversvegna sú kúgun hefði ekki komið fram þegar um frv. um rannsókn á rekstri togaranna hefði verið að ræða. Ólafur Thors gafst alveg upp við að skýra þetta og viðurkendi á þann veg með þögninni, að ummæli hans um kúg- unina hefði verið fleipur eitt Öllum þeim, sem sýndu okkur sam- úð og hjálp við andlát og jarðarför Guðrúnar Sigurgeirsdóltur og heiðruðu minningu hennar á annan hátt, vottum við alúðar þakkir. Foreldrar og systkini. Svipaða útreið fékk Ól. Th. á Hegranessfundinum, þegar hann kvaðst ætla að sanna það, að Jónas Jónsson dómsmálaráðherra væri sósíalisti. Dró hann þ.á upp úr vasa sínum gamalt Alþýðublað og las upp margtuggin ummæli Jóns sál. Thoroddsen um bændaveiðar Jónasar Jónssónar til handa jafnað- armönnum. Steingrímur skólastjóri á Hólum kvað Ólaf Thors hafa gleymt niðurlaginu í þessu sönnun- arskjali; þar væri staðhæft að Magn- ús Guðmundsson 1. þingm. Skagf. væri annar útsendari á bændaveið- um fyrir sinn flokk, en sá væri munurinn, að Jónas hefði fengið kjarnann úr bændastéttinni, hinn þroskaðri hluta hennar, en Magnús aðeins úrhrakið, Pá deildi sami ræðumaður hart á íhaldið fyrir þá stefnu sína að safna sem mestum auð á hendur fárra manna, en sýna aftur á móti samvinnustefnunni fulla andúð; kvað hann þetta tvent eiuk- um fæla sig langar leiðir frá íhald- inu. Þá má ekki gleyma beinahjali í- haldsmanna. Jón á Reynistað lýsti því mjög átakanlega, hvað jafn- aðarmenn sætu að mörgum bein- um hjá Framsóknarstjóminni, en svo nefndi hann greiðslu fyrir unnin störf. Eftir þá ræðu stakk Haraldur Guðmundsson upp á því, að íhaldsmenn syngju »í Ba- bylon við vötnin ströng vér sátum fullir sorgar«, til þess að láta í ljósi sorg sína, því ræða Jóns hefði verið einn óslitinn harma- grátur, ekki út af beinamissi, því það væri ekki rétta nafnið yfir bitlinga íhaldsmanna, meðan fyr- verandi stjórn sat að völdum. Embættismenn með 9—10 þús. kr. árslaun hefðu á þeim tíma liaft aukabita, sem numið hefðu 3 þús. kr. meira heldur en föstu launin; þar hefði því ekki verið um bein að ræða heldur um spik- feita kjötbita, sem þeim hefði fundist heldur sárt að láta taka frá sér. Þannig hefði Magnús Jónsson hafið málaferli eftir sk'ipun miðstjórnar fhaldsflokks- ins, þegar hann féll út úr banka-

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.