Dagur - 04.07.1929, Blaðsíða 4

Dagur - 04.07.1929, Blaðsíða 4
112 DAGUR 28. tbl. Fréttir. U. M. F. A. fer skemtiferð í vöru- bílum fram í Garðsárdal kl. 9 á sunnu- dagsmorgun. Goðafoss kom á laugardagskvöldið vestan um frá Reykjavík. Meðal far- þega hingað voru Benedikt Elfar söng- maður og Sigvaldi Þorsteinsson kaupm., hefir hann að undanförnu verið erlend- is til lækninga og er nú orðinn heill heilsu. PingmennimiT Jón Þorláksson og Jón Baldvinsson voru hér á ferð fyrir skömmu til fundahalda á Austurlandi. Árni Jónsson Varðar-ritstjóri var og í för með þeim. Fulltrúar af Stórstúkuþinginu, er héðan fóru suður, komu heim um síð- ustu helgi. Um sama leyti kom knatt- spyrnuflokkurinn heim. Kristján Karlsson bankastjóri kom hingað með Nova síðast. Dráttarbrautarfélag var stofnað hér í bæ fyrir nokkrum dögum. Stofnendur voru 21. 1 stjórn félagsins eru Ingvar Guðjónsson, Guðmundur Pétursson og Jónas Þór. Þúsund ferm. lóð hefir fé- lagið leigt hjá bænum sunnan Torfu- nef sbryggj unnar. Símastöðvar, 3. flokks, hafa nýlega verið opnaðar á Moldhaugum í Krækl- ingahlíð, Möðruvöllum og Þúfnavöllum í Hörgárdal og Þverá í Öxnadal. Hjónaband: Ungfrú Þorbjörg Stefáns- dóttir og Jóhann Haraldsson nætur- vörður á símastöðinni hér. Knattspymumót fslands var háð í Reykjavík fyrir skömmu. 1 því tóku þátt 4 félög í Reykjavík: Knattspyi-nu- félag Reykjavíkur, Valur, Víkingur og Fraip. Auk þess 2 félög utan Reykja- víkur: Knattspyrnufélag Akureyrar og Knattspyrnufél. Vestmannaeyja. Kapp- leikirinir fóru sem hér greinir: 1. kappleikur. Víkingur og K. A. Vík- ingur sigraði með 3: 0. 2. kappleikur. Valur og Vestm.ey- ingar. Valur sigraði með 4: 0. 3. kappleikur. K. R. og Fram. K. R. sigraði með 7: 1. 4. kappleikur. Víkingur og Vestm.ey- ingar. Vestm.eyingar sigruðu með 4: 1. 5. kappleikur. Valur og K. A. Jafnt með 0: 0. 6. kappleikur. Vestm.eyingar og Fram. Vestm.eyingar sigruðu með 2:1. Var þá Fram úr leik. 7. kappleikur. K. R. og Víkingur. K. R. sigraði með 7: 2. Var þá Víkingur úr leik. 8. kappleikur. Valur og K. A. Valur sigraði með 4: 0. Var þá K. A. úr leik. 9. kappleikur. K. R. og Vestm.eying- ar. K. R. sigraði með 3: 0. 10. kappleikur. K. R. og Valur. K. R. sigraði með 3: 1. Bar þá K. R. úrslitasigur af hólmi og vann íslandsbikarinn. Af ofangreindri skýrslu kemur í Ijós, að vinningar hafa verið sem hér grein- K. R. með Valur með Víkingur með Vestmannaeyingar með Fram með Akureyrjngar meÖ 20 vinninga. 9 — 6 — 6 — 2 — 0 — Súlan, nýja flugvélin, kom hingað frá Rvík kl. að ganga 7 í gærkvöld og flaug áfram austur um eftir rúmrar kiukkustundar viðdvöl. í þetta sinni hafði hún enga farþega, en dálítinn póst hafði hún hingað. Kvenfélagið Franitíðin hefir gefið út minningarspjöld til ágóða fyrir Gamal- mennahælissjóð Akureyrar. Eimskipafélag fslands. Eins og kunn- ugt er, hefir Eimskipafélagið ekki borgað hluthöfum sínum neinn arð síð- an 1920. Voru það afleiðingar af hús- byggingu félagsins í mestu dýrtíðinni og skipasmíðum þess á sama tíma. Nú horfir nokkru öðruvísi við en áð- ur, því arður félagsins árið sem leið hefir orðið óvenjulega mikill, eða nokk- uð yfir % miljón kr. Ákveðið er að verja 300 þús. kr. af þeirri upphæð til afskrifta og greiða hluthöfum 4% arð. Af öllum skipum félagsins hefir orð- ið arður sem hér segir: Gullfoss 133 þús. kr. Goðafoss 217 þús. kr. Brúarfoss 126 þús. kr. Lagarfoss 48 þús. kr. Selfoss 76 þús. kr. Leikhúsið. Vegna þess að komu Goða- foss hingað seinkaði lítið eitt, gat danski listleikarinn Poul Reumert og ungfrú Anna Borg ekki komið leiksýn- ingu sinni á hér í leikhúsinu fyr en seinni partinn á sunnudaginn. Byrjaði hr. Reumert á upplestri, las fyrst kvæðið Sveinn Dúfa, sem allir Islend- ingar kannast við af þýðingu Matthí- asar; þar að auki nokkur smákvæði og Ioks kafla úr leiknum Andbýlingar. Að því búnu hófst leiksýningin. Leikurinn heitir Galgemanden og er í einum þætti cg aðeins tvær persónur í leiknum, út- lifaður og hálfgalinn ofursti og blíð og saklaus stúlka, sem er ráðskona hjá honum. P. R. sýnir svo snildarlega hið æðiskenda sálarstríð ofurstans, að leik- ur hans verður ógleymanlegur. Leikur Önnu Borg er fágaður og hreinn, sem hlutverkinu sæmir vel. Aðsóknin var góð, og menn tóku upp- lestrinum og leiknum með þeim fögnuði og hrifningu sem vera bar. Að leiksýn- ingunni lokinni, ávarpaði hr. Ágúst Kvaran leikendurna með nokkrum vel völdum orðum. Pétur Jónsson óperusöngvari hefir sungið í Reykjavík undanfarið við ó- hemju hrifningu áheyrenda. Kemur hann hingað með Islandi li. þ. m. og syngur þá hér. Textar verða allir á ís- lenzku. Prentsmiðja Odds Bjömssonar. Herkúles. Bændur, athugið vel hvort þér getið komist af án vélavinnu við heyskapinn. Kaupið HERKULES heyvinnuvélar þær svíkja engan. Fjöldi meðmæla frá ánægðum notendum víðsvegar um land alt, er til sýnis á skrifstofu vorri. Samband ísl. samvinnufélaga. MIX er mest REYKTA tóbakið hér á landi. M U N D L O S-saumavélar eru BEZTAR. fást í Verzluninni NORÐURLAND. taka að sér að gera uppdrætti aðhúsum, reikna út járnbenta steinsteypu og veita leiðbeiningar um alt, er að verkfræði lýtur. BOLLI * SIGURÐUR THORODDSEN, verkfræðingar, Reykjavik, Pósthólf 74. Stmar 2221, 1935. ^ðvörun. Með því eg hefi, bæði í fyrra og nú, orðið fyrir svo miklum skemd- um á engjum mínum af völdum ferðamanna, verð eg að lýsa því yfir, að eg banna hérmeð alla um- ferð af pjóðveginum niður undan Bægisá og að brúnni á Öxnadalsá. Verði þessu banni mínu eigi hlýtt, sé eg mig néyddan til að sækja hvern þann til sekta, er samt sem áður brýtur á móti því. Bægisá, 28. júní 1929. Theodór Jónsson. Ritstjórar: Ingimar Eydal. Gilsbakkaveg 5. Friðrik Ásmundsson Brekkan. Aðalstræti 15. Eftirtaldar Reyktó bakstegundir frd British American Co., Lon- don, telj'a reykingamenn beztar: Olasgow Mixture, Waverley Mixture, Richmond Mixture, St. Brunos Flake, Moss Rose, Elephant Birdseye, Garrick Mixture, Capstan Mixture, Capstan Navy Cut, (pressað). Viking Navy Cut, Traveller Brand. Einkasalar d Islandi Tóbqksverzlun íslands Reykjavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.