Dagur - 04.07.1929, Blaðsíða 3

Dagur - 04.07.1929, Blaðsíða 3
28. tbl. DAGUR 111 Þaö er ekki furða þó maður standi hálf-undrandi yfir því æfin- týri, að herra Poul Reumert skuli vera kominn hingað til lands. Þessi maður, sem öll leikhús heimsins standa opin fyrir, skuli vera kominn hingað til okkar, sem ekkert leik- húsið eigum. Það er næstum eins og æfintýri. Og manni verður eins og ósjálf- rátt að líta til æfintýrisins mikla, þá er fyrstu víkingarnir sigldu hing- að austan um haf. Og hálf-ósjálf- rátt setur maður þessi æfintýri í samband hvort við annað, þó langt sé á milli. Víkingseðli og æfintýra- þrá dró þá hingað, forfeður vora, endur fyrir löngu. Hingað í seið- andi óvissuna. Norður i nóttina og daginn. Og víst er hann víkingur, þessi rúmlega fertugi, glæsilegi listamaður. Víkingur í heimi listar- innar, skáldskaparins, æfintýrisins, því öll list, allur skáldskapur er sef- intýri. — Og við hérna norður frá, við vor- um svo lánssöm að eiga ungfrú Önnu Borg, þó ekkert eigum við leikhúsið. Og hún svo lánssöm að vera í Höfn í vetur, og verða fyrir vali hr. Poul Reumert, svo sem kunnugt er, þegar honum reið á og þurfti á öruggri hjálp að halda, við að sýna löndum sínunr einn af smá- gimsteinum leikskáldskaparins á hinu konunglega leikhúsi Kaup- mannahafnar. Og hún brást ekki trausti hans. Því rnætti íslenzka þjóðin vera stolt af. Hún vakti á sér eftirtekt, ekki eingöngu vegna þess að hún skyldi verða fyrir valinu, sem annars mætti virðast ærið nóg tilefni, heldur og fyrir það hve að- dáanlega henni tókst að fara með hlutverk sitt, hve vel hún sómdi sér við hlið snillingsins. Með einu á- hlaupi gerir hún alldrjúgt landnám í heimi listarinnar. Þar á hún heima. Á því er enginn efi. — Þessir góðu gestir komu hingað með e.s. Goðafoss á laugardags- kvöldið. Hafði hr. Ágúst Kvaran aðallega gengist fyrir því, að þau sýndu hér einu sinni, og var svo í fyrstu ákveðið að það yrði á laug- ardagskvöldið. En skipinu seinkaði, svo eigi var unt að hafa sýninguna fyr en kl. 3 á sunnudag. Gafst mönnum þar tækifæri til að hlýða upplestri hr. Reumert, og að því búnu léku þau áðurumgetinn smá- leik, »Galgemanden«, eftir finskan rithöfund. Húsið var þéttskipað áhorfendum. Leikendurnir klappaðir fram hvað eftir annað, og sæmd blómurn, og að síðustu mælti hr. Ágúst Kvaran til þeirra nokkur vel valin þakkar- og kveðjuorð. Eg hafði nýlega séð hr. Reumert leika í fjórum hlutverkum, þrisvar í Galgemanden áður en' eg sá hann hér. Eg reyni ekki að lýsa aðdáun minni né þeirri unun, er list hans hefir veitt mér. Og meðferð ungfrú Önnu Borg á sínu hlutverki! Svo látlaust, barnslega mjúkt, alvarlega ákveðið og grát-ljúft. Við munum eftir heimsóknum frú Stefaníu Guð- mundsdóttur hér áður fyr. Þær rifj- ast svo vel upp fyrir okkur nú. Og við blessum þann dag, afmælisdag- inn hennar, sem færði okkur dóttur hennar, þó ekki væri nema til ör- stuttrar dvalar. En sú stutta dvöl færði okkur heim sanninn um það, að hún ekki einasta er hold af móð- ur sinnar holdi og blóð af hennar blóði, heldur og sál af hennar sál. Við þökkum þessum góðu gestum fyrir komuna. Hennar verður lengi minst. 3. júlí 1929. S. B. fæddur 15. okt. 1845.— Dáinn 15. okt. 1928. Atgeir dauðans iðinn heggur Unga og gamla* fjær og nær. Frumstofnana flata leggur, Föstum yfirtökum nær. Barrvið styrkan beygði að lokum, Blásnar rætur sleit og tróð Hans, er lífs í renni-rokum Rakleitt beinn og og keikur stóð. Dvergasals und hamri háum Hann dró fyrstu andartök. Vöggu hans úr viðartágum Vaktaði móðir ljúf og spök. Gæfudísir góða drenginn Glöddu og sæmdu dýrum völ. »Hollur baggi heima fenginn.« Hélt sér því á réttum kjöl. íslands-dala æskuleiki Æfði og brekkuskeiðin djörf. Snyrtímenskan snemma á kreiki, Snillimundin hög og þörf. Ungur kvaddi æskudalinn, Áframleitinn, hugumstór. Sjálfstæð þrá í sálu alin, Sannur maður hvar sem fór. * * * Oftast glaður, eðiisþýður, Andans sjónarhringur víður. Takmark hans og tignarmerki: Trúmenskan í orði og verki. Anda frjálsan ungur hylti, Engin kredda hugann vilti. Andlega þrælkun af sér beit ’ann, Útskúfanir fyrirleit hann. Sálin skýr og sólarmegin Sannleiks þræddi beina veginn. Frjáls þú hefur ferðum hvatað, Fáir máske betur ratað. Haldgóð fræði nam* og nýtti, Námi reynslu við þau hnýtti. Vóg þau samkvæmt vitund beztu, Varfærni og sannleiks-festu Tungumælgi tamdi ei neina, Tókst því vel að skilja — greina Sorann burt, frá gulli göðu, Gagnyrðin á verði stóðu. Stilti í hóf í stífnismálum, Sneiðing tók frá vegi hálum. Rökstutt sér þá reisti vígi, Rak í vörður skrum og lýgi. Fús að rétta hjálparhendur Hverjum, sem við neyð var kendur. Sannur vinur sakleysingja, Sem varmenni kvelja og þvinga. * Sjátfmentaður. Dýrin eygðu í umsjón þinni, Örugt traust og vinarsinni. Nægtafylli nutu og hlutu, Neyðarmálum til þín skutu. Langa æfi lagði að baki, Lyfti mörgu Grettistaki. Lánaðist mikill líkamsstyrkur, Laghentur og mikilvirkur. Sjálfstæður með sæmd og hreysti Sérhver störf af hendi Ieysti. Átti ei skylt við uppskafninga, Augnaþjóna og hálfdrættinga. Öllu fögru unni af hjarta, Einlæg trú á framtíð bjarta, Bæði hér og hinum meginn, Höfn þar næði sæll og feginn. Lýsing mín, ei úr lofti gripin, Lengi mun eg kenna svipinn, Ásýnd þína og andans göfgi, Unz mig faðmar síðsti höfgi. * * * Pú víst gleymist, þá sem fleiri, Þegar horfinn ertu að sýn. En þína líka þyrftu fleiri Pessi jörð, — er ætlun mín. Ef að liggur yfir sundin Ódauðleikans strengjabrú, Ódáins við yndislundinn Insta bekkinn skipar þú. Thor Stephansson. ------0------ Simskeyti. (Frá Fréttastofu fslands). Rvík 3. júlí. New York í gær: Cramer og Gast flugu héðan til Chicago í gær. Leggja þeir af stað í Evrópuflugið innan skamms og nota flugvél með 4 mótórum. Ætla þeir fyrsta dag- inn að fljúga til Ruperthouse í Canada, annan daginn til Hobbs- camp á Grænlandi, þriðja til Reykja- víkur, fjórða til Bergen, fimta til Berlín. Förin til Ruperthouse verð- ur ef til vill hafin í dag eða á morgun. París: Bandaríkjastjórn hefir synj- að beiðni Frakka um að fresta gjalddaga 400 milj. dollara, er greið- ast eiga 1. ágúst. Hinsvegar vilja Bandaríkin gefa gjaldfrest, ef Frakk- land vill staðfesta skuldasamningana. , London: Eitt af herskipum Breta bjargaði spönsku flugmönnunum Franco og Gallarza, er voru á reki á fiugunni sunnan Azoreyja. Khöfn: Varðskipið Ægir fer reynsluferð eftir nokkra daga. Sktp- ið er 170 feta langt, 29V2 fet á breidd og 17V2 fet á dýpt; hraði ló sjómílur. Skipið er hitað með rafmagni og hefir 2 75 mm. fall- byssur. Grænlandsfarið Gotta með sauð- nautaleiðangursmennina er ekki far- ið af stað enn, en fer sennilega bráðlega. v Síðastl. föstudag varð það sorg- lega slys á línuveiðaranum Ólafur Bjarnason, að 1. vélstjóri, Ingiberg- ur Jóhannsson, beið bana við þétt- ing á gufukatli, sem bilaði. Halldór Briem, bókavörður, er látinn. Valtýr Stefánsson ritstjóri hefir ver- ið hér í bænum undanfarna daga. Hœnsnafóðrun. (Niðurl.). Á vetrum er nauðsynlegt að gefa hænsnum einhverskonar grænfóður. F*að er oft ilt að geyma það til vetr- ar, en þó má það lukkast, ef það er höfð fyrirhyggja með það á haust- in. Ágætt er að saxa ögn af vot- heyi og hræra saman við mjöl. Eg hefi pressað töðuhá í tunnur og sömuleiðis gulrófnakál, saxað það og blandað með mjöli, og hefir það gefist vel. Ef þið athugið eggin að vetrar- lagi, þegar hænsnin hafa vanalegt, einhæft fóður, þá munuð þið taka eftir því, að rauðan er lítil, og gul á lit. Ef þið svo athugið þau að sumarlagi, eftir að hænsnin hafa náð í græn grös, þá sjáið þið að rauð- an er stærri og fagurrauð á litinn. Pví rauðari sem hún er, þess meiri og betri næringarefni hefir hún. Pað er mikið grænu grösunum að þakka, en þó ekki eingöngu. Pað verður að veita hænsnunum það f inni- stöðu, sem þau þurfa að hafa, til þess að vera fær um að framleiða góð egg. Pað eru svo mismunandi næring- arefni í hinum ýmsu korntegundum, að það er aldrei gott að gefa eina korntegund eingöngu. Það, sem vantar í eina korntegund, er til í annari. Því er bezt að blanda saman sem flestum korntegundum, með því fæst algildara og betra fóður. En kornið verður altaf að vera aðal- fóður hænsnanna. Haldið hænsnunum allan veturinn sí-starfandi. Pað fæst með því að hafa þunt lag af þurru moði á gólfinu í hænsnahúsinu, og gefa kornið í það að morgninum. Pá eru hænsnin allan daginn að Ieita, og tína, enda er líka töluvert af fræi í moðinu, sem þau lfka tína, og hafa gott gagn af. En umfram alla muni þarf að vera bjart í hús- inu. Gefið svo úthrært fóður seinni- hluta dags í ílát, sem hænsnin geta ekki vaðið uppí, og hafið altaf nægi- legt drykkjarvatn, sem hænsnin hafi greiðan aðgang að. Um þetta jhefði þurft að skrifa langt mál, en eg geri varla ráð fyrir að eg fengi rúm í blöðunum fyrir langa grein, og hefi eg því hlaup- ið á efninu eins og mögulegt er. En vona þó að það geti orðið ein- hverjum að gagni. Kr. S. Sigurðsson, Erfiljóö þau um Jóhann Magnússon, er birtast hér í blaðinu, eru Degi send vestan um haf og þess getið, að Jóhann hafi verið Eyfirðingur að ætt og upp- runa, en flutst vestur um haf á fim- tugsaldri. Jafnframt er það gefið í skyn, að það sé samkvæmt ósk hins látna, að erfiljóðin séu send á æsku- stöðvar hans til birtingar. Höfundur ljóðanna er tengdasonur Jóhanns og er búsettur í Ameríku. Fundur sá á Siglufirði, er þeir Magn- ús Guðmundsson og Ólafur Thors ætl- uðu að halda þar á sunnudaginn, fórst fyrir. Munu þeir hafa verið orðnir full- saddir á fundahöldum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.