Dagur - 04.07.1929, Side 2

Dagur - 04.07.1929, Side 2
110 DAGUR 28. tbl. ■l > • • • • • -r#r# Pað tilkynnist hérmeð vinum og vandamönnum, að tengda- faðir minn, Jón Jónsson, frá Drangsnesi, andaðist þriðju- daginn 2. þ. m. — Jarðarförin er ákveðin 12. þ. m. og hefst með húskveðju frá heimili hins látna, Strandgötu 33, kl. 1 e. h. Fyrir hönd allra aðstandenda nær og fjær. Akureyri, 4. júlí 1929. Jón Kristjánsson. wt mm T - I I ' * ' I \ *m Höfum nokkra sekki ólofaða af þýzk- um saltpéíri. — Peir, sem eiga enn ó- tekinn pantaðan áburð, verða að hafa vitjað hans fyrir 20. júlí, annars verð- ur hann seldur öðrum. Kaupfélag Eyfirðinga. Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kh 10 — 6. Guðr. Funcfi-Rasmussen. ráði Landsbankans, ekki til þess að fá aftur starf sitt, heldur til þess eins að heimta kjötbitann sinn, bankaráðslaunin. Þessu beinanöldri hélt svo ólafur Thors áfram hér í Eyjafirði, og orðaði hann það þannig, að »jafnaðar- menn væru með bein í kjaftin- um«. Þá minti Haraldur hann á það, að um sitt bein væri því svo farið, að hann hefði ekki nema annan endann, Jón Þorláksson sæti við hinn endann og nagaði af beztu lyst. Magnús Guðmundsson leitaðist við á fundunum að halda fram af- rekum íhaldsflokksins, en gera lítið úr umbótastörfum Fram- sóknar. Hann talaði einkum um fjárlögin og varð auðvitað að við- urkenna þann mikla mun, að nú væru þau afgreidd tekjuhallalaus, en meðan íhaldsflokkurinn var við völd, var oftast geisilegur tekjuhalli. M. G. gerði lítið úr því, þó að fjárlögin væru nú afgreidd tekjuhallalaus reiknings- lega, því að stjórninni væri heim- ilaðar fjárhæðir utan þeirra, svo að í raun og veru væri um tekju- halla að ræða. Fann hann að því að stjórninni hefðu verið heimil- aðar 225 þús. kr. til skrifstofu- bygginga fyrir ríkið, til þess að komast hjá okurleigu þeirri, er það hefir nú við að búa. Þessi ráðstöfun er því gerð í sparnað- arskyni, enda játaði M. G. það á Hrafnagilsfundinum, að ekki mundi vera fjárhagslegur skaði að byggingu þessari, en »líklega hagur«. Samt var hann á móti því að lagt væri út í þetta vænt- anlega hagsmunafyrirtæki. Það mætti bíða! Þá var honum illa við heimildina um kaup á prentsmiðj- unni Gutenberg fynr 155 þús. kr. og ennfremur lastaði hann kaup- in á þremur jörðum í ölfusi fyrir 100 þús. kr. Þessum firrum svör- uðu þingmenn Eyfirðinga skýrt og skörulega. Sýndu þeir fram á, að nú verður ríkið að greiða hátt á 3. hundrað þús. kr. fyrir prent- un á ári og að rannsókn málsins hefir leitt það í ljós, að það er sýnn gróði að því fyrir ríkið að hafa sína eigin prentsmiðju. Um jarðirnar í ölfusi er svo háttað, að það eru næstu jarðir við Rvík, sem fáanlegar eru til kaups, þar sem um jarðhita er að ræða. Var því mikil hætta á því, að af þeim orsökum lentu þær í kaupbraski fyr eða síðar. Mjög leituðust þeir Magnús og Ólafur við að stæra sig af því, að íhaldsmenn hefðu létt af sköttum á þinginu 1926. Fjármálaráðherr- ann sýndi þá fram á, að afleiðing- arnar af þessu íhaldsafreki hefðu' ekki orðið glæsilegur, því það hefði leitt af sér tekjuhalla og lánstraustsspjöll í útlöndum; fyr- ir því hefði hann órækar sannan- ir í stjórnarráðinu. Á þenna hátt hröktust íhalds- menn fyrir andstæðingum sínum í rökleiðslunni. Það duldist ekki á þeim þremur fundum, sem hér hafa verið gerðir að umtalsefni, að ræðumenn úr flokki Fram- sóknar báru af andstæðingum sín- um til beggja hliða í rólegri yfir- vegun málanna og öfgalausri rök- festu, þó að enginn þeirra stæði Haraldi Guðmundssyni á sporði í kraftmikilli mælsku og því síður Ólafi Thors í skvaldurmælsku. Á sveitafundunum lagði ól. Thors sig mjög fram í að hræða bændur á því, að jarðirnar yrðu af þeim teknar samkvæmt kröfu jafnaðarmanna. í Hegranesi gerði síra Arnór í Hvammi ólafi Thors slæman grikk. Klerkur kvaddi sér hljóðs, til þess að geta gefið þá yfirlýsingu, að hann væri alger- lega sammála Haraldi Guðmunds- syni um þjóðnýtingu jarða. Við þessa yfirlýsingu síns pólitíska samherja gerði ó. Th. enga at- hugasemd. Hvað mundi hafa skrölt í máltólum hans, ef svona löguð yfirlýsing hefði komið úr munni Framsóknarmanns ? Af því hún kom frá flokksbróður hans, hafði hann ekkert við hana að at- huga og þagði eins og múlbundið dýr. Er það gott dæmi um alvöru og heilindi mannsins. Á Hrafnagilsfundinum bar ól- afur Thors það á Framsóknar- blöðin, að þau bæru sífeldlega róg á milli kaupstaða og sveita. Annar ritstjóri Dags, er var staddur á fundinum, varð þar til andsvara. Eftir að hann hafði hrakið þessa lygi ól. Thors, benti hann íhaldsmönnum á, að varlega skyldu þeir grjótinu kasta, er sjálfir byggju í glerhúsi. Látlaus rógur íhaldsblaðanna um núver- andi dómsmálaráðherra væri al- ræmdur og þjóðkunnur. Sannaði hann mál sitt með þeirri alkunnu staðreynd, að íhaldsblöðin hafa látið hátt um það, að Jónas Jóns- son hafi í ákveðnum tilgangi fundið upp sarrtábyrgðina í kaup- félögum landsins, tilgangurinn með samábyrgðinni hafi verið sá, að fjötra bændur í skuldum, leggja þeim pólitískan fjötur um fót, gera þá að ósjálfbjarga þræl- um kaupfélagsstjóranna, sem væru verkfæri í hendi Jónasar. Á þenna hátt væri hægt að ráða við samvinnubændur við kosningar. Nú væri það vitanlegt, að samá- byrgð kaupfélaganna væri til orð- in með stofnun Kaupfélags Þing- eyinga árið 1882. Hún væri því nú orðin 47 ára gömul. Aftur á móti hefði Jónas Jónsson fæðst árið 1885, eða þremur árum síðar en samábyrgðin fæddist. Sam- kvæmt kenningu íhaldsblaðanna, hefði því J. J. verið svo bráð- þroska, að hann hefði fundið upp samábyrgðina bændum til bölvun- ar þremur árum áður en hann fæddist! »Við steinlágum við síðustu kosningar«, sagði ól. Thors í einni ræðu sinni. Hann kvað þá hafa legið á letinni og lyginni og þótti það vel mælt. Lyginni vildi hann reyndar klína á andstæðing- ana, en það var fljótt leiðrétt fyr- ir hann og henni vífeað til síns rétta heimkynnis. Letina kvað hann íhaldið hafa fóstrað í skauti sínu. íhaldsmenn hefðu verið handónýtir við að útbreiða kenn- ingar sínar meðal lýðsins. Nú er það auðvitað mál, að þessi út- breiðslústarfsemi flokksins hefir fyrst og fremst verið falin blöð- um hans. Ekki getur ól. Thors borið því við, að blöð flokksins hafi verið fá eða lítil að fyrirferð. Að fjölda og stærð báru þau langt af blöðum andstæðinganna. Ólaf- ur Thors hlýtur því með þessu letiskrafi sínu að eiga við rit- stjóra íhaldsblaðanna. Það er MINNtNGARSPJILD til ágóða~ fyrir Gamalmennahæiissjóð Akur- eyrar fást hjá bóksölum bæjarins. mála sannast, að íhaldsflokkur- inn hefir verið sérlega óheppinn með val ritstjóra að blöðum sín- um, þar hefir verið hver klaufinn öðrum verri; en þessi óhepni er engin tilviljun; stefna flokksins og málstaður allur hefir verið á þá leið, að enginn pennafær hæfi- leikamaður hefir viljað vera í þjónustu hans; að því starfi hafa valist leigðir, sannfæringarlitlir brauðþjónar, liðhlaupar og lands- hornafólk. En ól. Thors verður að gá að því, að meinið liggur dýpra en hann hyggur, það liggur fyrst og fremst í ásigkomulagi flokks- ins sjálfs; ritstjórar flokksins eru ekkert annað en spegilmynd hans. Hér hefir nú verið drepið á hitt og annað, er fram kom á þeim þremur fundum, er ritstjóri Dags var staddur á, og hefir þó vitan- lega orðið mörgu að sleppa, og verður vikið að sumu af því síðar. Litlar líkur eru fyrir því, að fundir þessir hafi breytt nokkru verulegu í afstöðu manna til stjórnmálanna í landinu og síst á þá lund, að Framsóknarflokkur- inn hafi gengið saman. Ef til vill hefir sumum fundamönnum orðið það ljósara en áður, að sjálfstæð- isnafnið á íhaldsflokknum á sér engan tilverúrétt, ef nokkuð hefir brostið á þá sannfæringu áður. -----o---— Halldór JBriem, bókavörður, andaðist í Rvík á laugardaginn var. Hann var fæddur á Espihóli í Eyjafirði 5. sept. 1852. Foreldrar hans voru Eggert Briem sýslumað- ur og kona hans Ingibjörg Eiríks- dóttir. Halidór Briem útskrifaðist úr lat- ínuskólanum f Reykjavík 1871 og úr prestaskólanum 1875. Fór hann að því búnu til Ameríku, settist að í Nýja íslandi, gerðist ritstjóri blaðs- ins »Framfari«, er var fyrsta blað íslendinga vestan hafs, og gegndi því starfi þar til í ársbyrjun 1880. Gerðist hann þá prestur þess safn- aðar í Ný]a íslandi, sem fylgdi kenn- ingum síra Jóns Bjarnasonar gegn »norsku synodunni*. Árið 1882 sneri hann alfarinn heim til íslands og gerðist kennari við hinn ný- stofnaða Möðruvallaskóla. Pví starfi hélt hann allan þann tíma, er skól- inn var á Möðruvöllum, og einnig eftir að hann fluttist til Akureyrar, fram til ársins 1909. Þá var hon- um veitt 2. bókavarðarstaðan við Landsbókasafnið í Reykjavík. Vestan hafs kvæntist Halldór • Briem enskri konu, að nafni Susie, f. Taylor, og lifir hún mann sinn. Halldór Briem hefir látið eftir sig kenslubækur í stærðfræði og mál- fræði og þykja þær lipurlega samd- ar. Ekki var honum að sama skapi sýnt um kenslustörf, sem hann var fróður og vel að sér í mörgum greinum. Hann var hinn dagfars- prúðasti maður og vandaður til orða og verka.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.