Dagur - 26.07.1929, Blaðsíða 2

Dagur - 26.07.1929, Blaðsíða 2
122 DAGUR 31. tbl. Til sölu er erfðafestuland að stærð rúmar 5 dagsláttur, með peningshúsi og hlöðu tilheyrandi dánarbúi M. J. Kristjánssonar. Semja ber við Jakob Karls- son, Akureyri. Akureyri, 25. júlí 1929. Dómhildur Jóhannesdóttir. m* ENSKAR HÚRUR á fullorðna og drengi. MILLISKYRTUR fjöldi tegunda. KARLMANNASOKKAR ullar, bómullar og silki. AXLABÖND fyrir fullorðna og drengi. Alt nýkomið í geysi-miklu úrvali. Kaupféiag Eyfirðinga. aaBUBBaiiiaiHiaa lega hrundu í framkvæmd, en sem íhaldsmenn nú eru farnir að eigna sér. Framan af fundinum virtist svo sem íhaldsmenn hefðu talsvert meiri ítök meðal fundarmanna en Framsókn, fór því fram um hríð og hefðu íhaldsmenn að sjálf- sögðu farið þaðan hinir ánægð- ustu, ef Gísli í Skógargerði hefði ekki orðið til þess — óviljandi þó líklega — að snúa hugum þeirra og beina þeim í framsóknaráttina. Ræða Gísla var að mestu hörð og ómakleg árás á Kaupfélag Hér- aðsbúa, og við hana snerust hugir fundarmanna móti Gísla og 1- haldinu, enda tóku þeir Bjöm á Rangá og Sveinn á Egilsstöðum hann svo rækilega fram úr skaft- inu og ráku hann öfugan upp í það aftur, að Gísla varð ógreitt um vörnina og gat ekki fundið orðum sínum stað. Guldu fundar- menn þeim Birni og Sveini báðum augljósar þakkir fyrir maklega meðferð þeirra á Gísla. 6. Fundur á Fossvöllum 5. júli. Af þeim fundi er fátt að segja. Halldór Stefánsson og Páll Her- mannsson mættu »sjálfstæðis«- hetjunum þar á hólmi. — Fund- urinn var fásóttur, og að því er bezt verður séð, var hrifningin lítil yfir heimsókn fhaldsmanna. Jón Baldvinsson mætti ekki. 7. Fundur á Mývum í Skriðdal 6. júlí. Þar mættu Jón Þorláksson og Árni Jónsson; Ingvar Pálmason fyrir Framsókn og Jón Baldvins- son fyrir jafnaðarmenn. Fundur- inn var fásóttur af mönnum utan Skriðdals, en Skriðdælir fjöl- mentu. Af fundarmönnum töluðu þeir Þorsteinn Jónsson kaupfé- lagsstjóri á Reyðarfirði og Þórð- ur bóndi Kristbjarnarson á Hall- bjarnarstöðum. Fóru fhaldsmenn mjög halloka á þessum fundi, því leikslokin urðu þau að í raun og veru múlbatt Þorsteinn Jóns- son alt hið »sjálfstæða« íhald, sem þarna var mætt, með einni tíu mínútna ræðu. Þess má geta hér, að Jón Þor- láksson áskildi séráhverjum fundi að flytja 15 mínútna ræðu, »hlut- lausa« — eins og hann komst að orði — í fundarlokin. Hlutleysið var þó ekki meira en það frá hans hendi, að hann oft notaði þennan tíma að meiru eða minnu leyti til að reka ónot í mótstöðumenn sína á fundunum, er hann vissi að þeir fengju ekki svarað. Aðalinntakið var þó venjulega staðhæfing, sem gekk í þá átt, að Framsóknar- flokkurinn engan tilverurétt hefði og ætti hann að skiftast upp á milli jafnaðarmanna og íhalds. Bað hann svo fundarmenn jafnan með nokkrum hjartnæmumorðum, að athuga vel þessar heilnæmu kenningar sínar, er heim kæmi og síðan velja, hverjum þessara tveggja flokka þeir vildu fylgja. Á fundinum á Mýrum bar svo við, er Jón Þorláksson hóf upp raust sína og bað fundarmenn um að flytja þetta verkefni heim með sér, að einn fundarmanna, Gutt- ormur Pálsson á Hallormsstað, skaut því að honum, að fundar- menn mundu eigi hafa fyrir því, að flytja slíkar fjarstæður heim með sér, og fanst það glögt, að Jóni brá við — mun hafa fundið að Guttormur hefði satt að mæla, þó þungt væri undir að búa. — I- haldsmenn áttu engin ítök á þess- um fundi . — 8. Fundur á Búðum í Fáskrúðs- firði 9. júlí. Það hafði verið boðað til fund- ar á Búðum þann 8.. j úlí. En Jóni Þorlákssyni mun ekki hafa þótt ráðlegt að senda Árna einan til Vopnafjarðar, enda mun hann og hafa þúrft að nota hann til lakari verkanna á suðurfundun- um, fundinum í Búðum var því frestað um einn dag. Á Búðum mættu þeir Jón Þor- láksson og Árni Jónsson fyrir í- haldið, Jón Baldvinsson fyrir jafnaðarmenn, en Ingvar Pálma- son og Sveinn í Firði fyrir Fram- sókn. — Um þennan fund má yf- irleitt segja svipað og um fundina á Norðfirði og Eskifirði, að f- haldsmenn voru í greinilegum minnihluta. — Fundurinn var all- fjölmennur. — Magnús sýslu- maður var á þessum fundi, en hann var þar aðeins til sýnis, tók ekki til máls, enda var sýslungum hans nú orðið fullkunnugt um hugarfar yfirvalds síns. 9. Funckpr í Breiðdalsvík 10. júU. Þar voru komnir hinir sömu ræðumenn og á Fáskrúðafjarðar- fundinum. Fundurinn var fremur laklega sóttur, þótt þingdagur væri, sýslumaður hélt þar mann- talsþing þennan sama dag, enda eiga Breiðdælingar erfiða fundar- sókn að Breiðdalsvík og fundar- staður er þar hinn lélegasti. — Svo virtist sem ihaldsmenn ættu allmikil ítök á þessum fundi. 10. Fundur á Djúpœvogi 11. júlí. Fundur þessi var all fjölmenn- ur. Áður en hinn eiginlegi um- ræðufundur hófst, hélt Jón Þor- láksson fyrirlestur um þjóðhags- fræði. Virtist fundarmönnum finnast fátt um fyrirlestur Jóns, og voru þeir mjög ókyrrir í fund- arsalnum, meðan á honum stóð. Auk hinna venjulegu ræðumanna, sem voru hinir sömu og á fyrri fundunum, tók Jón Stefánsson kennari til máls og deildi allhart á íhaldið út af nafnabreytingunni. Kvað hann fhaldið aldrei mundu verða annað en íhald, undir hvaða nafni sem það sigldi. Fundurinn stóð yfir í 5 klst. og kom það greinilega fram að Framsóknarflokkurinn var í yfir- gnæfandi meirihluta. Kunnugur. ----o— Simskeyti. (Frá Fréttastofu íslandi). Rvík 23. júlí. Rússar og Kínverjar hafa lent í skærum á landamærum Síberíu og Mansjúríu, þótt hvorugt ríkið hafi sagt hinu stríð á hendur enn; stór- veldin reyna málamiðlun. Berlín: Her Rússa hefir hafið á- kafaskothríð við Súífenfljót í Austur- Mansjúríu. Chiangkaishek hefir sent Kínaher áskorun um að berjast móti hinum rauða Imperialisma. Rússar hafa safnað 100 þús. mönnum við Amurfljót. Stórkostleg samskot fara fram á Rússlandi til væntanlegrar styrjaldar. Kinverjar hafa handtekið atla Rússa, eldri en 16 ára, í Char- bin. París: Ping Frakka hefir staðfest skuldasamningana við Bandaríkin, með aðeins 8 atkvæða meirihluta. Pýzka flugvélin, D. 1422, kom hingað til Rvikur 17. þ. m, öllum að óvörum. Hún lagði upp mið- vikudagsnóttina kl. 1,45 frá Sylteyju í florðursjónum, kom til Færeyja kl. 9,45, fór þaðan kl. 3 eftir hád. og eygði íslandsjökla kl. 6; fór fram hjá Vestmannaeyjum kl. 7,10 og lenti hér kl. 8,30 um kvöldið. Hafði hún þá farið 2000 km. 4 menn voru í bátnum, flugið var skólaflug. Vélin hafði 2 hreyfla. - Héðan fór hún kl. 9,45 árdegis í gær, lenti í Færeyjum eftir 4xh klst. flug og flýgur þaðan til Edinborg- ar í dag. Landakotskirkja var vígð að utan f gær, að innan í dag. Fyrir nokkru kom til Reykjavíkur 5 manna bifreið frá Akureyri; fór yfir Kaldadal. Frá Hesteyri er símað, að 36 þús. mál síldar hafi verið lögð þar upp. ------o---- Fréttir. Júlíus Sigu/rðsson bankastjóri varð sjötugur 18. þ. m. Júlíus hefir verið borgari þessa bæjar rúman seinni helm- ing æfi sinnar og gegnt ýmsum opin- berum störfum; forstjóri Landsbanka- útibúsins hefir hann verið, frá því fyrsta það tók til starfa hér. Óðinn kom hingað á föstudaginn var með tvö norsk síldveiðiskip, er hann tók í landhelgi á Þistilfirði. Bæði skip- in voru aðeins kærð fyrir veiðarfæra- brot. Síra Ólafwr Ólafsson fríkirkjuprestur kom fyrir nokkru hingað til bæjarins í bifreið sunnan úr Reykjavík. 1 för með honum var Guðmundur hæstaréttarlög- maður sonur hans og konur þeirra. Nova kom að austan frá útlöndum á þriðjudaginn. Með skipinu voru prest- arnir síra Ásmundur Gíslason á Hálsi og síra Hallgrímur Thorlacius í Glaum- bæ. Komu þeir af prestamóti, er haldið var í Danmörku. Pétur Jónsson læknir, sem gegnt hef- ir héraðslæknisembættinu í Skagafirði síðan í febrúar í vetur, kom hingað ti! bæjarins í síðustu viku og hefir aftur hafið læknisstarfsemi hér. — Héraðs- læknirinn, Steingrímur Matthíasson, er fyrir nokkru farinn til útlanda. Kuppleikur fór fram í Gautaborg á sunnudaginn var milli svenskra og norskra knattspymumanna. Svíamir unnu með 2: 0. Sambandsping Ungmennaféiaga Islands. Sambandsþingið var haldið í Þrasta- skógi dagana 18., 19. og 20. júní s. 1. Sátu það 22 fulltrúar víðsvegar af landinu. Þingið hafði að þessu sinni aðallega til meðferðar þau mál er að einhverju leyti eru viðkomandi þjóðhátíðinni á ÞingvöII- um næsta ár. Þar á meðal að félögin gangist fyrir að háð verði þar bændaglíma að gömlum íslenzkum sið, — að þjóð- dansar (vikivakar) verði sýndir, að fólk klæðist þar sem flest íslenzkum þjóð- búningum o. s. frv. Rætt var einnig um heimaiðju, íþróttir, skógrækt og ýms inn- anfélagsmálefni. Stjórnarkosning fór eng- in fram með því að þingið var aukaþing, situr sama stjórn — Kristján Karlsson, Ouðm. Jónsson frá Mosdal og Sigurður Oreipsson. Oistihúsið »Þrastalundurc er Elín Jóns- dóttir hefir bygt í Þrastaskógi eftir samn- ingi við Sambandsstjórn er prýðilegt hús og ákjósanlegur dvalarstaður fyrir ferða- menn. Var Sambandsþingið þar haldið. Simun av Skarði lýðskólastjóri frá Fær- eyjum, Jóhannes Velden prófessór í hljóm- list frá Tjekkoslovakíu.Freysteinn Ounnars- son kennari og fleiri gestir heimsóttu þingið, einnig nokkrir ungmennafélagar úr Reykjavík og viðar að-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.