Dagur - 26.07.1929, Síða 4

Dagur - 26.07.1929, Síða 4
124 DAGUR 31. tbl. Fréttir. Slysfarir miklar hafa verið í Noregi á síðustu dögum. Á Oslohöfn sigldi fjarðarbátur á bát frá hollenzku her- skipi, svo að hann sökk; fór öll báts- höfnin í sjóinn. og varð nauðulega bjargað. — Fjórir menn druknuðu í baði í Noregi og einn maður fórst þac af bílslysi. — Á sunnudaginn var brunnu byggingar norska blaðsins Morgenavisen í Bergen til kaldra kola. Ein kona brann inni. Dánwrdægur. Fyrir nokkru er látin að heimili sínu Svalbarði Anna Líndal, dóttir þeirra Líndalshjóna, ung efnis- stúlka. Jarðarför hennar fór fram í fyrradag. Látnir eru nýlega Konráð R. Stefáns- son læknir í Reykjavík og Ágúst Þor- steinsson fyrv. kaupmaður. Konráð læknir andaðist erlendis. Veiðibjallan nefnist flugvél, sem fiugfélagið hefir fengið til landsins í viðbót við Súluna. Er veiðibjöllunni ætlað að hafa eftirlit með síldargöng- um fyrir Norður- og Vesturlandi. Hing- að til Akureyrar kom hún á sunnudag- inn og flaug þann dag 9 skyndiferðir yfir bæinn og hafði 4 farþega í hverri ferð. Stóð hver ferð yfir í 15 mínútur og kostaði 15 krónur. Sterkur hiti hefir verið hér suma daga að undanförnu og ágætir þurkar. Átakanlegt slys. Á mánudagsmorgun- inn var ung kona, Guðbjörg Guðmunds- aóttir, til heimilis í Oddeyrargötu 13, að kveikja undir þvottapotti. Vildi þá svo til að logi hljóp í olíudunk, er hún var með og orsakaði sprengingu, svo að rúður brotnuðu og hurðir hrukku opnar í húsinu, en loginn læsti sig um konuna á svipstundu. Tvær konur voru nærstaddar og komu til hjálpar og brendu sig eitthvað báðar, en ekki hættulega að því sem sagt er. Við óp Guðbjargar þusti fólk að og tókst að slökkva eldinn, en svo var konan skað- brunnin á höfði, brjósti, handleggjum og höndum, að hún var þegar flutt á sjúkrahúsið. Þoldi hún þar miklar kval- ir og andaðist seinni hluta næsta dags eftir sárustu þjáningar. Guðbjörg sál. var gift Bjarna Páls- syni bifreiðarstjóra. Prestafundurinn, er haldinn var hér í síðustu viku, sátu 17 prestar og tveir kandidatar í guðfræði. Prestarnir voru þessir: Úr Húnavatnssýslu: Jón Páls- son, Bjöm Stefánsson og Gunnar Árna- son. Úr Skagafirði: Hálfdan Guðjóns- son, Amór Ámason, Tryggvi Kvaran og Lárus Amórsson. Úr Eyjafirði: Stefán Kristinsson, Friðrik Rafnar, Ingólfur Þorvaldsson, Sigurður Stef- ánsson, Gunnar Benediktsson og Matt- hías Eggertsson. Úr Suður-Þingeyjar- sýslu: Knútur Arngrímsson, Þormóður Sigurðsson og Þorvarður G. Þormar. Úr Norður-Þingeyjarsýslu: Páll Þor- leifsson. — Kandidatarnir voru Stein- þór Guðmundsson og Kristinn Stefáns- son. — Þrír opinberir fyrirlestrar voru fluttir og voru ræðumenn og ræðuefni sem hér segir: Síra Gunnar Árnason: »Trú og vísindi«. Séra Páll Þorleifsson: »Dr. Jóhannes Miiller í Elman og skýr- ingar hans 4 fjallræðunni«, Síra irntok taka sér að gera IIIIIUUII uppdrætti að húsum, reikna út járnbenta steinsteypu og veita leiðbeiningar um alt, er að verkfræði lýtur. BOLLI i SIGURÐUR IHORODDSEN, verkfræðingar, Reykjavik, Pósthólf 74. Simar 2221, 1935. ENSKU REYKTÓBAKS- TEGUNDIRNAR Richmond. Wáverley. Glasgow. Capstan. Garrick eru góðkunnar meðal reykend- anna um land alt. í heil|isölu hjá Tóbaksverslun Islands. Tryggvi Kvaran: »Nauðsyn þekking- ar«. Ritstjóri Tímans, Jónas Þorbergsson, kom hingað til bæjarins í bifreið frá Hvammstanga 12. þ. m. Kom hann úr fundaleiðangri um Borgarfjörð og Snæ- fellsnes. 'Héðan fór J. Þ. austur í Þing- eyjarsýslu á fornar stöðvar og hygst að hverfa aftur, til Rvíkur með Brúar- fossi næst. 1 fjarveru hans annast Ragnar Ásgeirsson garðyrkjufræðing- ur ritstjóm Tímans. Jarðskjálftakipjmr fádæma snöggur kom í Reykjavík í fyrrakvöld. Var hann svo harður, að reykháfar hrundu, mun- ir köstuðust niður af hillum og veggj- um og fólk flýði hrætt út úr húsum. Ekkert slys mun þó hafa orðið á mönn- um Atburður þessi skeði meðan stóð á vígslu Landakotskirkju. Knrlukór Reykjavikur, kom með Gull- fossi á sunnudagsmorgunin og söng hér á sunnudags- og mánudagskvöld fyrir troðfullu húsi í bæði skiftin og almenna hrifningu áheyrenda. Á mánudaginn fór flokkurinn fram í Kristnes og skemti sjúklingunum með söng. Var þetta fallega gert af söngflokknum, enda var því tekið þakksamlega. Vegna þrengsla í blaðinu í dag, verður nánari frásögn um söng flokksins og hingað- komu að bíða næsta blaðs. Leyningshólaför. Á sunnudaginn fóru 30 sjúklingar á Kristnesi skemtiför fram í Leyningshóla. Bifreiðastöðin Bifröst flutti ferðafólkið fram og aft- ur ókeypis og var það höfðinglega af sér vikið. Hjónabönd: Ungfrú Valgerður Björnsdóttir bankaritari og Hannes Guðmundsson læknir í Reykjavik. — Ungfrú Helga Egge'rtsdóttir (Jochums- sonar) og Ludvig Kaaber bankastjóri i Rvík. Ungfrú Baldvina Baldvinsdóttir frá Siglufirði og Jón Jónasson öku- niaður hér 1 hæ, Lifil jörð eða land, með góðum ræktunarskilyrðum, sem næst Akureyri, óskast keypt. Tilboð með uppl. um ræktun, húsa, girðingar og fleira, sendist ÁRNA JÓHANNSSYNI í K. E. A. fyrir 20 ág. n.k. Farkennara vantar í Arskógshrepp. Umsóknir sendist skóla- nefnd, eigi síðar en um miðjan september n, k. Sænsk handverkfæri Skóflur allskonar, gaflar, undirristuspaðar, höggkvíslar, rákajárn, gref, garðhrífur o. fl. o. fl. Sænskt stál er bezt, SAMBAND ISL. SAMINNVUFÉLAGA. Herfi Diskaherfi, Hankmoherfi, Fjaðraherfi, Rúlluherfi, Rúðólfsherfi og Ávinnslu herfi. Samband íslenzkra samvinnufélaga. M a 11 ö 1 Bajersktöl || P i I s n e r 2ezt. — Ódýrast. Innlent. Gullfoss kom hingað að sunnan á sunnudagsmorguninn með fjölda far- þega. Skipið fór aftur að kvöldi næsta dags. Á leiðinni hingað tafðist þaö í ís og þoku 4 Húnaflóa. Elephanf CIGARETTUR (Fíllinn) eru Ijúffengar og kaldar. Mest reyktu cigarettur hér á landi. M U N D L O S-saumavélar eru BEZT A R. fást í Verzluninni NORÐURLAND. Ritstjórar: Ingimar Eydal. Gilsbakkaveg 5. Friðrik Ásmundsson Brekkatt. Aðalstrseti 15. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.