Dagur - 15.08.1929, Page 2

Dagur - 15.08.1929, Page 2
134 DAGUR 34. tbl. 8* H£ W&Q' Vatn<;lpið.«;liirnr svnrt ncr jralvinseruð. HÍ Vatnsleiðslurör svört og galvinseruð. Tengistykki af öllum tegundum. Skólpleiðslu — rör 2,5” og 4”. Vatnslásar — svartir, nikkeleraðir og emaileraðir. Hand-vaskar og eldhús-vaskar af ýmsum gerðum. Kaupfélag Eyfirðinga. liiiiiiiiiilliiiiiiiiiiffl Ættingjum og vinum tilkynnist, að Sigurrós Dorleifsdóttir andaðist á sjúkrahúsinu á Akureyri hinn 10. þ. m. — Jarðarför hennar fer fram að Munkaþverá mánudaginn 1Q. þ. m. og hefst kl. 2 e. h. nefndan dag. 14. ágúst 1929. Aðsiandendur. vísindamönnum, þóttsamvizkusamir séu, ef þeir ganga að verki sínu með fyrir- fram ákveðinni skoðun, sem þeir ætla sér að sanna. — Efalaust mundi Aðils sjálfur hafa fundið villuna síðar og kannast við hana, ef honum hefði auðn- ast að lifa. — Sumstaðar er þessi æfi- saga ágætlega skemtileg, og hinar mörgu vísindalegu sannanir og tilvitn- anir, sem allstaðar koma fyrir, hindra ekki leikmanninn í að lesa hana og njóta hennar. Síðari kaflinn, sem heitir »Bogen«, er algerlega um Postilluna og strang- vísindalegur; er bókin gagnrýnd og borin saman við önnur rit. Kemur það í ljós, að Jón biskup hefir notað önnur rit mjög mikið, er hann samdi ræður sínar. Hann er því sem höf- undur ekki eins frumlegur í hugsunum sínum og margir menn halda, en eftir er hinn frábæri stíll hans, og finst mér að höfundur hefði getað verið fjölyrtari um hann. — Annars skal eg fúslega viðurkenna, að mig skortir all mikið þekkingu til að dæma þennan kafla bókarfnnar. — Að endingu birtir höfundur sem Fylgiskjöl (Bilag) allmörg skjöl, sem sanna ýmislegt viðvíkjandi frásögninni — þ. á m. bréfaskiftin milli Odds lög- manns og Gyldenlöve stiftamtmanns og milli biskupsins og stiftamtmanns- ins etc. — Sýna þau mjög glöggt per- sónur þeirra Odds og biskups. hvers um sig og lýsa innræti beggja, svo að enginn þarf að vera í vafa um hvernig málefni þeirra hafa verið í raun og veru. Þegar eg virði þetta stóra verk fyrir mér, finst mér að vér íslendingar höf- um fulla ástæðu til að gjalda höfund- inum þakkir fyrir, og eg vildi óska þess, að sem flestir vildu verða til þess að kynna sér það. — Bókin er í raun og veru ómissandi fyrir alla kennara, sem eitthvað fást við andlega sögu íslands og að sjálfsögðu ætti hún að vera til á öllum bókasöfnum. — í þessu sambandi skal þess getið að þeir, sem snúa sér til Dansk-ísl. félagsins, geta fengið hana fyrir 12 kr. d. E. A. B. A vídavangi. Talandi dæmi. í >Lesbók MorgunbIaðsins« frá 4. þ. m. er grein um Hjaltland. í greininni er meðal annars skýrt frá gufuskipafélagi, sem hefir bækistöð sína í borginni Aberdeen í Skot- landi. Frá viðskiftum þessa félags við Hjaltlendinga er skýrt á þessa leið: »Hjaltlendingar stofnuðu fyrir fá- um árum eigið gufuskipafélag, en þá setti skotska félagið öll flutnings- gjöld svo niður, að kaupmenn fengu vörur sínar fluttar fyrir sama sem ekkert gjald. Petta var freistandi fyrir þá, sem hvorki eru ríkir né kunna samheldni. Og þessvegna fór skipafélag þeirra Hjaltlendinga á hausinn, og þá setti skotska félagið flutningsgjöldin upp undir eins. Hjaltlendingar eiga nú aðeins tvö smáskip, sem sigla á milli hafna i Eyjunum.c Dæmi þessu lík gerast alstaðar, þar sem aðstaða auðsöfnunarmanna og þroskaleysi almennings leyfa það. Lækningin við slíkum mein- semdum er aðeins ein: Samvinnu- þroski almennings og félagsdygðir einstaklinga, sem ekki láta ginnast af skyndihagnaði augnabliksins. Jón Dorláksson póknast skrílnum. Blaðið Vörður skýrir frá fundi þeim, sem haldinn var að Skeggja stöðum í Flóa 28 f. m. Samkvæmt venju íhaldsblaðanna »puntar« Vörð- ur upp á framkomu ræðumanna í- haldsflokksins. Einna athyglisverð- ust er sú frásögn blaðsins, að nokk- ur hluti fundarmanna hafi verið skrill, og að Jón Þorláksson hafi talað þannig, að skríllinn hafi lagi hlustirnar við. Auðvitað var hér um að ræða »bo!saskríl«. En skyldi nú ekki einhverjum af flokksmönn- um Jóns finnast hann »taka niður fyrir sig« með því að vera að biðla til hinna marghötuðu »bolsa« á þann veg að kitla eyru »skrílsins« í ræðum sínum? Hafisinn þéttist á Húnaflóa, eftir því sem fregnir herma. »Island« varð að snúa frá honum á vesturleið á laugardaginn, skilaði allmörgum farþegum, er ætluðu til Vestfjarða, til Siglufjarðar, og fór austur og suður fyrir land til Reykjavíkur. Tunnuskip frá Einkasölunni, er ætiaði til ísafjarðar, varð einnig að snúa aftur vegna Usins. HÚSM/EÐURNflR OG SflMVINNUFÉLÚGIN. í ,Brugsforeníngsbladel‘ (7/5 1929) stendur eft- irfarandi ræða ,fyrir minni kvenna.'. - Hugs- anir þær, sem í henni felast, geta átt erindi til húsmæðra hvar sem er í heiminum. Kona nokkur sat einhverju sinni heima og var að hugsa. — Henni hafði dottið nokkuð í hug, sem henni þótti merjdlegt. Það var hugsun, sem gat gefið hverjum kaupmanni og hundr- uðum verksmiðjueigenda fullsælu fjár. Hún varð forviða en um leið fagnandi, og hún gat naumast trúað því, að hennar einföldu hugsanir hefðu svo mikinn sannleik að geyma. Nú skuluð þið taka eftir hver hugsun hennar var: »Eg er aðeins kona eins og konur eru flestar. • Eg er hvorki fræg né sérlega gáfuð að neinu leyti. Enginn hefir reist mér eða mínum líkum neinn minnisvarða. Og þó er það eg, sem ræð yfir fjármagni heimsins. Pað er eg, sem skapa markaðinn. Eg kaupi þrjá fjórðu hluta af öllum búðarvarn- ingi. Eg sé um að flestar verksmiðjur hafi eitthvað að gera. Eftir því, sem eg breyti smekk mín- um eða hugsunarhætti, fer það, hvort hin stóru verzltmarfyrirtæki blómstra eða verða gjaldþrota. Fað er sjaldgæft að nokkur leiti ráða minna. Eg er sjaldan forstjóri eða á sæti í stjórnum fjármálafyrirtækja. Og þó er eg æðsti dómari í öllu við- skiftalífinu. Eg, og enginn annar, hefi vald til að segja j4 og NEI. Svo að segja allar auglýsingar og öll verzlunar- list er til ónýtis, ef aðstoð mína vantar. Eg hefi meira vald, en það skinvald, sem kjörseðillinn veitir kjósandanum. Eg greiði atkvæði mitt með peningum. Eg hefi mínar eigin hugsanir, tilfinningar, dutlunga og mínar eigin óskir. Sá, sem þekkir þær og getur uppfylt þær, verður ríkur, því til hans sæki eg. Eg geri menn að miljónamæringum, og eg reisi hin miklu verzlunarhús og hallir, sem ganga í arf frá einni kynslóð til annarar. Eg er — kaupandinnh Pannig hugsaði hún, og hún hafði rétt fyrir sér. Fyrir hverri húsmóður liggja daglega tvær spurningar, sem hún verður að svara: Hvað þarf eg að kaupa í dag og hvar á eg að kaupa það? Þessar tvær spurningar, hversu litilfjörlegar, sem þær kunna að virðast, hafa þó einhver hin víðtækustu áhrif, ekki ein- ungis fyrir líf einstaklingsins, heldur einnig fyrir alt viðskiftalíf heimsinsD Pegar Iitið er á þær ótal miljónir króna, sem á ári hverju er varið til varningskaupa, þá sýnir það sig, að það eru konur, sem aðallega ráðstafa þessum ógnar upphæðum. — Þetta má þó ekki skilja svo, að konur eyði þessu fé til eigin þarfa, heldur eru það húsmæðurnar, sem kaupa til þess að fullnægja þörfum fjölskyldunnar. Með þessu er konum fengið vald í hendur, sem þær mega ekki nota sér hugsunarlaust, ef vel á að fara, og þeim, hverri fyrir sig, er ant um að bæta lífskjör fjölskyldu sinnar og frelsa heimili sín frá fjárhagsvandræð- um. Þær húsmæður, sem þetta heyra, munu nú kannske hrista höfuðið og segja sem svo, að hér sé víst farið með einhverjar ýkjar, og að smáupp- hæðir þær, sem hver einstök hefir milli handa, til að annast kaup til heimilisins, geti ekki haft stórvægilega þýðingu fyrir hið mikla viðskiftalíf heimsins En þeim vil eg svara þannig: Spyrjið kaupmennina um álit þeirra Reynið að athuga, hvernig þeir leggja sig í lima til þess að gera yður til hæfis. Á öllum mögulegum — bæði hugsanlegum og óhugsanlegum — stöðum reyna verzlunarrekendur að vekja athygli húsmæðranna (viðskifta- manna sinna) á sér. Hvar sem er í heiminum bugta verzlunarrekendur sig og beygja fyrir húsmæðrunum. — Það er spegillinn, sem sýnir yður vald það, er þér hafið í viðskiftalífinu! En nú er því þannig varið, að verksmiðjurekendur og kaupmenn fram- leiða ekki og selja ekki vörur, til þess að fullnægja þörfum heimilanna, heldur til þess að græða fé. — Skóverk- smiðjueigandinn t. d. framleiðir ekki skófatnað vegna þess að annars yrðu svo eða svo margar manneskjur að ganga berfættar, en aðeins vegna þess að hann græðir — eða hefir von um að græða — á framleiðslunni. Gæti hann ekki skapað neinn gróða handa sjálfum sér, mundi hann loka verk- smiðjunni án þess að kæra sig minstu baun um, hvort fólk gengi á sokka- leistunum eða ekki. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því, að í landi eins og Danmörku hafa um 310,000 húsmæður afráðið að styrkja ekki lengur fjársöfnun og skrauthalla- smíðar einstakra stóriðnrekenda og stórkaupmanna, heldur skifta við sölu- búðir og verksmiðjur, sem þær eru meðeigendur í sjálfar, og með því verða þær einnig meðráðendur í rekstr- inum, og hver og ein fær hlutdeild í nettogróðanum af verzlun og framleiðslu í hlutfalli við upphæð þá, er hún hefir að verzla með. Þannig sparast talsvert fé árlega fyrir hvert einstakt heimili. Um allan heim eru til miljónir hús- mæðra, sem líkt þessu, hafa komið auga á, að þær bera mest úr býtum með því móti að vera sínir eigin kaup- menn og verksmiðjurekendur. — Þessar konur leggja sinn skerf daglega fram til eflingar, samvinnufélagsskapnum, og reyna, hvar sem þær geta, að fá vini og kunningja, sem þeim er ant um, til þess að fara að dæmi þeirra og styrkja þá viðskiftastefnu, sem er heil- MORS0 miðstöðvareldavélar eru BEZTAE að dómi þeirra sem reynt hafa. — Ávalt fyrirliggjandi hjá TÓMASIBJÖRNSSYNI AKUREYRL. /

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.