Dagur - 03.10.1929, Blaðsíða 1

Dagur - 03.10.1929, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. XII. ár ár. j Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri, 3. október 1929. 41. tbl. Mentaskölinn. Þegar núverandi kenslumála- ráðherra tók við völdunum, var Hinn almenni mentaskóli á ýmsan hátt í ólagi og niðurlœgingu eins og oft hefir verið rakið í Fram- sóknarblöðunum. Síðan hefir ó- sleitilega verið að því unnið að bæta úr göllunum, og hafa þær umbætur einkum stefnt að því að gera aðstöðu bæði kennara og nemenda til starfsins stórum betri en áður var. Það er og kunnugt, að þær um- bætur, sem kenslumálaráðherrann hefir komið til leiðar á Menta- skólanum, hafa valdið miklum hrellingum og ógleði meðal vissra manna innan íhaldsflokksins. Það lítur út fyrir að þessir menn hafi unað því vel, að skólahúsið væri sem verst útlítandi, að blaut föt væru geymd inni í kenslustofun- um, að andrúmsloftið væri þar heilsuspillandi og jafnvel að kensla færi fram í gluggalausu fjósi. Þessar málpípur ihalds- flokksins þreytast ekki á yfirlýs- ingum um það, að Hinn almenni mentaskóli sé þeim mjög svo »hjartfólgin stofnun«, en þó nær kærleikur þeirra ekki lengra en það, að þeir þola jafnvel ekki að bætt sé þar úr vanhúsaskorti, hvað þá meira. Ástæðan er öllum vitanleg: Þeir geta ekki unt Jón- asi Jónssyni heiðursins af því að hafa af'plánaö vanrækshisyndir Ihaldsstjórncvrinnar gagnvart Mentaskólanum. Þó kastar fyrst tólfunum um ofsa íhaldsblaðanna nú, þegar ræða er inn setningu í rektorsem- bættið í Mentaskólanum. Um em- bættið sóttu þessir 6 menn: Þorleifur H. Bjarnason, settur rektor. Sigurður Thoroddsen. ólafur Dan Daníelsson. Bogi ólafsson. Jón ófeigsson. Pálmi Hannesson. Ekki færri en 5 af kennurum Mentaskólans hafa þannig sótt um rektorsembættið. Þetta mikla kapphlaup kennara Mentaskólans um stöðuna mun einkum hafa valdið því, að kenslumálaráðherr- ann vildi ekki gera upp á milli þeirra, en hvarf að því ráði að setja Pálma Hannesson rektor skólans frá 1. okt., »uns önnur ráðstöfun verði gerð«, Út af þessari bráðabirgðaráð- stöfun rektorsembættisins haga í- haldsblöðin sér eins og þau séu ær og örvita. Þau eggja til ófriðar og beinnar uppreistar í skólanum. Meðal annars segir Mbl.: »Erum við allir orðnir svo svínbeygðir, að enginn þori að hreyfa hönd eða fót?« — »Mentamenn þjóðarinn- ar verða nú að sýna fyrir sitt leyti, bæði í orði og gerð, að þeir uni ekki þessari síðustu sví- virðingu«. Ekki er um að villast, að hér er verið að reyna að blása til upp- þots af andstyggilegustu tegund. »Þorir nú enginn að hreyfa hönd eða fót ?« Það þýðir: Nú skulum við, mentamennirnir bæði berja og sparka, þ. e. haga okkur eins og skríll. Hvað finst mönnum um slíkt menningarástand? Og sá, sem blæs á þenna hátt í uppþots- lúðurinn og eggjar til skrílslegs athæfis, er sagður hvorki meira né minna en prófessor í guðfræði! Þá segir síðasti »fsl.« meðal annars um þetta efni: »Kennar- arnir munu ekki taka hinum ný- bakaða rektor öðruvísi en sem fjandmanni sínum«. Þessi getsök í garð kennara Mentaskólans er með fádæmum svívirðileg. Að ó- reyndu verður að telja hana á engum rökum bygða; en reynist hún rétt, þá er það sönnun þess, aö enginn þeirra mátti verða rek- tor Hins almenna mentaskóla. Það verður að teljast. hættulegt, að þeir menn, sem hafa það innræti að líta á keppinaut um stöðu sem fjandmann sinn, gerist leiðtogar æskulýðsins í »hjartfólginni mentastofnun«. En »ísl.« harmar það, að slík lubbamenni, sem hann er að lýsa, hafi ekki hlotið þá virðulegu tignarstöðu. Getur naumast hjá því farið, að kennararnir, sem getsökinni er beint að, kunni blaðinu litlar þakkir fyrir. íhaldsblöðin láta svo, sem það eigi að vera ófrávíkjanleg regla, að embættisaldur eigi að ráða í veitingum embætta. Samkvæmt því hefði átt að veita Þorleifi H. Bjamasyni rektorsembættið, því þjónustualdurhans er langsamlega hæstur allra umsækjendanna. En 4 aðrir kennarar skólans, sem um stöðuna sóttu, hafa litið öðrum augum á þetta. Ef þeir hefðu tal- ið Þ. H. B. sjálfsagðan í embætlið, þá heíðu þeir auðvitað ekki sótt, en stutt í þess stað að því, að elsti kennarinn settist í embættið. Með umsóknum sínum hafa þeir því óbeinlfínis lýst því yfir, að þeir telji sig að minsta kosti ekki siður hæfa í stöðuna en þann, sem hæstan hefir þjónustualdurinn. Það er því auðsýnilegt, að slcoð- anir kennaranna, sem sótt hafa um embættið, koma þvert í veg fyrir röksemdir íhaldsblaðanna. En úr því að embættisaldur þarf ekki að ráða að mati að minsta kosti fjögra kennaranna, sem um stöðuna sóttu, þá liggur í augum uppi að kenslumálaráðherrann hefir á þeim grundvelli frjálst val og getur vítalaust veitt þeim yngsta stöðuna eins og hverjum öðrum. En annað hafa þeir, sem úlfaþytinn gera, ekki getað fund- ið P. H. til foráttu en það, að hann væri of ungur, nema ef telja skyldi aðfinslur Mbl. út af því, að hann hefði drukkið kaffi með jafnaðarmönnum norður á Akureyri! En sú mótbára getur ekki orðið tekin til greina, til þess er hún of morgunblaðsleg. Það má ganga að því vísu, að hverjum sem kenslumálaráðherr- ann hefði veitt rektorsembættið við Mentaskólann, þá hefðu í- haldsblöðin illskast út af því. Setjum svo, að Þ. H. B. hefði ver- ið veitt það, þá hefðu blöðin talið það ósvinnu að ganga fram hjá jafn mætum skólamanni og Jóni ófeigssyni og talað um Þorleif sem gamlan, óstarfhæfan mann, kominn af fótum fram. Ef aftur á móti Jóni ófeigssyni hefði ver- ið veitt embættið, þá hefðu sömu blöð húðskammað kenslumálaráð- herrann fyrir það að hafa móðg- að Þorleif, þenna gamla, ágæta heiðursmann, og vís hefðu þau þá verið að lýsa J. ó. sem lítilfjör- legu dindilmenni, því það er nú orðið á allra vitorði, að þessi mál- gögn eru fús til að súpa í botn hverja andstygð, ef þau halda að með þvx geti þau unnið Jónasi Jónssyni ráðherra eitthvexrt mein. Vegna þessara strákslegu aðfax-a blaðanna, er íhaldsmálstaðurinn altaf að tapa í augum gætinna og skynsamra manna. Það er í- haldsflokknum sjálfum verst. Það er ekki af umhyggju fyrir kennunim Mentaskólans, ekki af umhyggju fyrir velferð þeirrar stofnunar, að nú er reynt að koma af stað æsingum og uppþoti í sambandi við setningu Pálma Hannessonar í rektorsembættið. Það er heldur ekki sprottið af ó- trú jpess, að P. H. geti ekki verið Vinum og vandamönnum tilkynnist, að okkar hjartkæri bröðir og sonur, flNDRÉS SÆMUNDSSON, andaðist á sjúkrahús- inu á Siglutiröi 1. p. m. - Jarðarförin verð- ur ákveðin siðar. Móðir og brœður. /óhann Frímann: Mansöngvar til miðalda. . Bókaverzlun þorst. M. Jónss. Akureyri 1929. Efni ljóðanna er sótt um langan veg °g þó skamman. Það er Völs- ungasaga, hin snjaliasta og stórbrotnasta af fornaldarsögupi Norðurlanda. Hvergi eru norrænir drættir dýpra ristir en þar. Þar er heitast unnað og grimmast hatað f fornum sögum. Þar er sverðið bitrast, fákurinn fráastur, dáðirnar djarfastar og svikin bölvísust. Ait er þar heilt, mikilúðigt og stór- brotið. Skapaþráðum kynþáttarins, er lengst sótti á útjaðra heims og djarfast deildi við haf og himinn, mun hvergi betur brugðið. Ár hafa skipast í aldir. Öldur nýrra kynslóða risið og hnigið. Þær hafa slétt ójöfnurnar af ströndinni, aðeins dýpstu sporin greinast. Svo langt er til Sigurðar Fáfnisbana og Brynhildar. En svo greiðfær er sá óravegur íslenzkum hug, að enn situr mörg heimasætan í hugtúnum á Hindar- fjalli, og enn ríða ungir sveinar eldinn á Grana. Vart raun nokkur saga hafa verið vel til starfans fallinn, þó að hann sé ungur að árum. Því ekki að láta reynsluna skera úr um hæfi- leika hans til starfsins? Þora í- haldsmenn það ekki? Eni þeir hræddir við, að sú reynsla leiði annað í ljós, en þeim er geðfelt? Eru þeir hræddir um, að hann reynist vel og þess vegna ríði á að eitra fyrir hann þegar í upp- hafi? Þessum spurningum mun xnega svai'a játandi. Aðfarimar og blærinn á skrifum uppþots- rnanna berá þess vott, að þeir skeyti ekki um, þó að Mentaskól- inn drafni niður í óhirðu og brenni síðan til kaldra kola í ó- friðarbáli, sem þeir sjálfir em að kynda, ef það gæti orðið til hnekkis því mikla trausti, sem Jónas Jónsson nýtur meðal mikils hluta þjóðarinnar. Þá væri hinu langþreyða marki þessara brennumanna íslenzku þjóðarinn- ar náð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.