Dagur - 31.10.1929, Blaðsíða 1

Dagur - 31.10.1929, Blaðsíða 1
f DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. Afgreiðslan er Kjá J6ni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsimi 112. Uppsögn, bundin við ár«- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri, 31. október 1929. 45. tbl. XII. ár. I Parfur maður. Einn hinn þarfasti maður, sem nú er uppi með þjóð vorri, er Kle- mens Kr. Kristjánsson á Sámsstöð- um í Rangárvallasýslu. Eins og kunnugt er, hefir hann á undan- förnum árum gert tilraunir með kornyrkju, sem hefir tekist svo vel, að akrar hans gefa beztu vonir um að nýr atvinnuvegur, akuryrkja, geti risið hér upp og rutt sér til rúms. Fábreytni atvinnuveganna hefir stað- íð íslenzku þjóðinni fyrir þrifum. Ein kynslóðin af annari hefir alið þá trú í brjósti, að íslenzka mold- in gæti ekki borið aðra ávexti en töðu og úthey, og að kvikfjárrækt- in væri þvf sú eina grein landbún- aðar, er til mála gæti komið í þessu >kalda landi«. Akuryrkjan á Sáms- stöðum er að leiða það í ljós, að hér hafi verið um hjátrú eina að ræða og að skilyrði til kornyrkju (rúgur, bygg og hafrar) séu fyrir hendi hér á landi og geti orðið stunduð til hagsbóta þjóðinni. Hver veit nema akuryrkjutilraunir Kl. Kr. séu vísir þess, að áður en langir tímar líða, framleiði íslend- ingar sjálfir nægilegt korn til eigin nota? Fyrsta skiiyrði þess að svo megi verða, er, að bændur bregð ist vei við þessu máli og taki að gera tilraunir með ræktun korns á jörðum sínum, þar sem skilyrði eru fyrir hendi. Að sjálfsögðu þurfa allar slíkar tilraunir að fara fram með hinni mestu nákvæmni og vera gerðar af þekkingu. Pess vegna þurfa bændur að njóta leiðbeininga sérfróðra manna á þessu sviðú Fyrir nokkru hafa borist nýjar fregnir af ræktunartilraunum Kle- mensar, sem ættu að vekja almenna eftirtekt. Pað er hvorki meira eða minna en að Klemens sé að farast það furðulega stórvirki i fang, að breyta hinum víðáttumiklu söndum sunnanlands í akra og tún. Enginn má þó ætla, að þetta verði gert í skjótri svipan, enda geta menn lát ið sér minna nægja. Pessi nýjasta tilraun Klemens er í því fólgin, að þann tók fyrir 2000 fermetra land- spildu uppi á söndum Rangárvalla, fyrir norðan Stóra-Hof. Er þarna örfoka sandur, og er sandlagið um 4 þuml. að þykt, en undir því er leirlag. Þessu umbylti Klemens með plógi, þannig að leirlagið lenti ofan á sandinum og varnaði það sandfoki. Síðan var sáð f blettinn höfrum, byggi og rúgi, en eftir endilöngu svæðinu var sáð gras- fr*i. Tilbúinn áburður var borinn í blettinn. í júlílok var svæðið at- hugað, og leit þá byggið og hafrarn- ir mjög vel út og rúgurinn og grasfræið einnig komið vel á veg. Að öllu samanlögðu leit út fyrir að tilraunin ætlaði að hepnast mjög vel. Takist tilraun þessi vel, sem allar líkur eru fyrir, er talið að fundið sé hið hagkvæmasta og ódýrasta ráð, til þess að rækta upp eyði- sanda Suðurlandsundirlendisins, sem mikil vandræði hafa af staðið. Er talið, að kostnaðurinn við að undir- búa sandana til sáningar sé aðeins 5. eða ö. hluti þess, er til þarf við algenga móajörð. Hér er um hina merkilegustu til- raun að ræða og sannarlega þess verða að henni sé gaumur gefinn. Peir, sem fyrir því beita sér og að því vinna að breyta eyðisöndum lands vors í akra og grasbreiður, eru hinir sönnu sjálfstæðismenn þjóðarinnar. ■ ■ O' ■ Húsmœðraskóli á Hallormsstað. Síðan núverandi landstjórn kom til valda, hefir farið ný lífsalda um skóla- mál vor. Gömlu skólarnir hafa verið endurbættir eftir því sem hægt hefir verið á svo skömmum tíma og nýir skólar settir á stofn, skólar, sem þjóðin hefir þráð um marga áratugi, sveita- skólar. Eins og kunnugt er, er þetta aðallega verk núverandi kenslumálaráð- herra, Jónasar Jónssonar, sem hefir sýnt frábæran dugnað og framsýni í skóla- málum landsins. Mun íslenzk alþýða lengi minnast verka • hans á þessu sviði. Einn slíkur skóli er nú að rísa upp á Hallormsstað við Lagarfljót. Par er nú verið að byggja húsmæðraskóla, er rúmar 20 námsmeyjar. ' Naumast getur fegurra skólasetur en Hallormsstað. Þar er, eins og kunnugt er, mesta skóglendi landsins. Staðurinn hefir verið prestssetur frá því um miðja 14. öld þar til seinni hluta 19. aldar, en rétt eftir aldamótin síðustu var jörðin tekin til skógræktar. Hallormsstaðabær stendur sem næst í miðju skógarins, en grösugt og víðáttumikið land alla vegu út frá bænum. Rétt fyrir neðan tún og engjar liggur Lögurinn, lygn og breiður, en ströndin öll skógi vaxin. í suðvestri blasir Snæfell við og teygir sig tignarlega upp í himinblámann. Uppaf bænum rísa háir fjallkambar, »Hádegis«- og »Dagmálafjall«, en nokkru utar er «Bjargið«, há og traust hamraborg, sem myndast hefir á þann hátt, að við jökulumbrot hefir klofnað úr fjallinu 2 km. löng og 1200 m. breið landspilda, en af jarðraski þessu hafa myndast mjög einkennilegir hólar, sem nú eru allir skógi vaxnir. Við rætur þessara hóla er hinn nýi húsmæðraskóli reistur. Hvergi á land- inu getur að líta fegurri stað. Fer vel á því að slíkur staður skyldi valinn til skólaseturs ungmeyjum þessa lands. Fegurð umhverfisins hefir sín sálrænu áhrif. Niður frá skólahúsinu liggja grös- ugar engjar. Hefir skólinn fengið til umráða stórt land, svo að hann getur í framtíðinni haft sjálfstæðan búskap. Fyrir skólahússbyggingunni stendur Guðjón Jónsson byggingameistari, og er ánægjulegtað sjá hve prýðilega þar er til alls vandað. Með tveimur skólastofnunum, hinum endurbætta alþýðuskóla á Eiðum og hinum nýja húsmæðraskóla á Hall- ormsstað, er ungmennum Austurlands séð fyrir góðum menningarskilyrðum í framtíðinni. Sá menningarmeiður, sem upp vex af starfi þessara skóla beggja, mun pera ríkulega ávexti á Austurlandi, en frami eins landshluta er um leið frami landsins alls. Ferðamaður. ----—o------ Húsabiiif r í sveitum. VIII. Þar sem jarðsteypuhús hafa verið bygð í Noregi og Svíþjóð, hefir reynslan sýnt, að nauðsyn- legt er að verkið sé framkvæmt í þurviðri, og komi rigning á með- an á verkinu stendur, verður að byrgja vandlega yfir mótin, svo að vatn komist ekki niður í vegg- ina, sem þá geta eyðilagst af of miklu vatni, aftur á móti eru veggirnir ekki sérlega viðkvæmir fyrir votviðrum úr því þeir eru orðnir harðir. — í Svíþjóð er gert ráð fyrir, að hægt sé að byggja á sumarmánuðunum. Hér gæti naumast orðið að ræða um jafn- langan tíma og þar, en menn yrðu aðallega að byggja hús sín að veggjum og helzt koma þeim und- ir þak fyrri part sumars — rétt fyrir túnaslátt — í júní og byrj- un júlímánaðar, enda væri það mjög hæfilegur tími til þess að þau gætu þornað vel fyrir haust- ið; en eigi er hægt að ganga frá veggjunum innan og utan, fyr en þeir eru þurrir. í Noregi hafa menn bikað veggina að utan úr sjóðandi steinkolatjöru, vér það þá algerlega fyrir vætu, og er gott að strá sandi á tjöruna, meðan hún er heit á veggjunum, það styrkir þá og gerir það að verk- um, að kalk festist betur á þeim; ofan á tjöruna er kalkmálað eða kalkað. í Svíþjóð virðist sem menn oftast nær hafi látið sér nægja að kalka veggina að utan, þótt bikunin einnig sé þekt þar. Þegar um íbúðarhús er að ræða, er talið bezt annaðhvort að klæða með veggfóðri (veggjapappír, »tapet«) á veggina, eins og þeir koma fyrir, eða að kalkmála þá og strjúka yfir með »vatnsglasi« í hæfilegri blöndu (25%) til að festa kalk og liti; í eldhúsum mun þó sjaldan vera notað annað en kalk og »vatnsglas« — á það að gera veggina gljáharða, svo væta vinni ekki á þeim og hægt sé að þvo þá eftir vild. — Auðvitað er líka hægt að þilja húsin innan, en það hefir talsverðan aukakostnað í för með sér, enda virðist það muni vera algerlega óþarft. Þar sem um peningshús er að ræða . — sérstaklega svínastíur, eða önnur hús, þar sem búast má við miklu sliti á veggjum og jafn- vel vætu — eru þau oft húðuð með sementi að innan, að minsta kosti upp að miðjum veggjum, til þess að fá slitflöt og einnig til að verja þá gegn vætu. Gólfin má einnig búa til úr samskonar jarðblöndu og veggina, og eru þau stöppuð á líkan hátt; mikið er látið af, hversu hlý og þrifaleg slík gólf séu.* En þau er skiljanlega aðeins hægt að nota í hús eða herbergi, þar sem um enga gólfvætu getur verið að ræða, eins og t. d. í íverustofur undir gólfdúka eða svefnherbergi, en alls ekki í þvottahús né pen- ingshús, aftur á móti eru þau til- valin í hlöður og geymsluhús fyr- ir jarðávexti og önnur matvæli. Einnig loft og þök er hægt að- búa til á líkan hátt, en blandan er þá aðallega úr leir og vel elt og er þá höfð mjúk sem deig. — Hér á landi mundi það verða þök, sem helzt væri hægt að búa til á þenn- an hátt; enda væri mikið unnið * Sá, sem þessar línur ritar, hefir séð mörg slík gólf í hlöðum erlendis; tiðkuðust þau mjög fyrrum, á meðan þreskt var kom með slögum á hlöðu- gólfi. Eru þau hörð sem steinn, næst- um gljáandi, en viðfeldin undir fæti og hlý og taka úr hljóði, þegar geng- ið er á þeim. Þáu geta endst um ald- ur og æfi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.