Dagur - 14.11.1929, Blaðsíða 3
47. tbl.
DAGUE
191
Nýjar Kvöldvökur
9.—12. hefti.
Nýjar Kvöldvökur enda XXII.
árgang- sinn méð þessu hefti. N,-
Kv. hafa alla jafna verið mjög
vinsælt rit af alþýðu manna um
land alt, og þegar litið er yfir
þennan ái'gang, virðist vera full
ásiæða til að ætla, að þær vin-
sældir muni ekki fara þverrandi:
þær eru bæði f jölbreytt og skemti-
legt rit og auk þess mjög ódýrt:
árgangurinn, 12 arkir að stærð,
kostar aðeins 5 kr.
Ef efnisyfirlit þessa árgangs er
borið saman við undanfarna ár-
ganga, kemur það í ljós, að inn-
lenda efnið hefir vaxið í saman-
burði við þýðingarnar. Hvert
þessara 4 hefta flytur eina sögu
eftir íslenzkan höfund. íslenzku
höfundarnir, sem smásögur eiga í
þessum ái’gang eru þeir Guð-
mundur Hagalín, Jónas Rafnar,
Jón Björnsson og Steindór Stein-
dórsson. Gefur þetta dálitla hug-
mynd um stefnu ritsins eins og
það er nú. — Góðir bókmenta-
þættir hafa og birzt í ritinu og
hefir það á því sviði haft góðum
kröftum á að skipa, og um þýð-
ingarnar, sem birzt hafa, má yf-
irleitt segja, að val þeirrá hafi
tekist vel.
I>etta síðasta hefti árg. hefst
með góðri grein eftir ritstjórann
um Einar H. Kvaran skáld, er
hún rituð í tilefni af 70 ára af-
mæli skáldsins 6. des n. k. — Þá
er smásaga eftir Steindór Stein-
dórsson frá Hlöðum, »Æfintýrið
í skóginum«. — Steindór er nýr
höfundur, en ekki virðist þessi
saga gefa glögga hugmynd um,
hvers af honum má vænta í fram-
tíðinni. »Sfmon Dal«, skáldsaga
eftir Anthóny Hope, er hófst í
síðasta hefti, heldur áfram. »La
Mafia« eftir Rex Beach endar og
í heftinu byrjar síra Friðrik J.
Rafnar að segja sögu hins heilaga
Frans frá Assisi. Ritstjórinn
skrifar um bækur og að síðustu
má nefna vísur eftir Jón Jónsson
Skagfirðing — auðsjáanlega lag-
lega hagmæltan mann — og ýmis-
legt fleira.
J. F.
-----o------
Ýmsar bœkur,
sem blaðinu hafa verið sendar.
Frá Bókaverzluninni Emaus hefir oss
verið send bók sem nefnist: »Vor-
menn Íslands á 18. öldinni«, eftir Bjarna
jónsson kennara. Bók þessi hefir
að innihalda 5 æfisögur merkra
manna og brautryðjenda íslenzku
þjóðarinnar á 18. öld, þeirra Skúla
fógeta, Jóns Eiríkssonar, konfer-
enzráðs, Eggerts Ólafssonar skálds,
Bjarna Pálssonar landlæknis og
Björns Halldórssonar prófasts í
Sauðlauksdal.
Bók þessi er að mörgu leyti
ágætlega fallin til lestrar fyrir al-
þýðu manna; hún er ekki strang-
vísindaleg, en vel rituð og af sam-
vizkusömum manni, sem auðsjá-
anlega hefir sett sér það mark-
mið, að skýra frá æfiþáttum þess-
ara merkismanna þannig, að þeir
gætu orðið æskulýð núlifandi
kynslóðar til hvatningar og fyrir-
myndar til eftirbreytni. Auk þess
vill hann leiða hug lesandans til
æðri hugsjóna og sýna, að til sé
guðleg forsjón, sem vakir yfir
landi voru og þjóð, og sem hefir
vakið henni upp ágætismenn á
þrengingartímabilum hennar. —
Bókin er samt sem áður kjarngóð
og heilbrigð og það er óhætt að
taka undir með höfundi hennar
og óska, að hún mætti verða
»vormönnum hins unga íslands til
hvatningar og leiðsagnar«. — En
það mætti benda höf. á að það er
hreinasti óþarfi.að auðkenna svo
mikið, sem hann gerir, það spijlir
útliti bókarinnar og leiðir athygl-
ina burt frá efninu. -— Sama
bókaverzlun hefir sent oss þrjár
aðrar bækur, sem hún hefir gefið
út: »LífiÖ er mér Kristur —
Fimm prédikanir« eftir Bjarna
Jónsson dómkirkjuprest, »Fremst-
ir í röð«, smásögur frá kristniboð-
inu fyr og síðar, eftir Bjarna
Jónsson kennara — og' Passíu-
sálmar Hallgríms Péturssonar;
eru þeir prentaðir í samræmi við
hina vísindalegu útgáfu Finns
Jónssonar, er Hið íslenzka Fræða-
félag í Kaupmannahöfn gaf út
(1924).
Frá Bókaútgáfu Axels Thor-
steinssonar höfum vér fengið
senda litla, en enganveginn ó-
merka bók; nefnist hún »Saga frá
Sandhólabygðinni« og er eftir æf-
intýraskáldið heimsfræga, Ii. C.
Andersen, en Steingrímur Thor-
steinsson hefir þýtt. í raun og
veru eru nöfn höfundar og þýð-
anda því hin beztu meðmæli, sem
hægt er að gefa bókinni. En því
má bæta við, að hún hefir mörg
hin beztu einkenni beggja þessara
skálda. Yfir henni hvílir þýður
raunablær, en þótthún sé raunasaga
lýsir góðleiki höfundarins sér svo
vel í henni, að maður er glaður
við lesturinn. — Þess má einnig
geta, að það hefir naumast verið
nein tilviljun að Steingrímur
Thorsteinsson valdi sér það verk-
efni að túlka H. C. Andersen fyr-
ir löndum sínum, þar hefir það
sjálfsagt verið náinn skyldleiki
sálnanna sem mestu réði. —
»Andi hinna óbomu, ritað af
tveim starfsmönnum« nefnist bók,
sem blaðinu ennfremur hefir ver-
ið send. Frú Svafa Þórhallsdóttir
hefir kostað útgáfuna og hún hef-
ir þýtt bókina úr ensku. Að því er
bezt verður séð, er vel frá þýð-
ingunni gengið. — Annars er erf-
itt að segja nokkuð um verulegt
gildi slíkrar bókar, þar sem kenn-
ingar þær, er hún flytur, eru
bundnar við skoðanir sérstaks
trúarflokks.
óvilhallur dómur þess, sem
ekki er innvígður, hlýtur að vera
sá, að þar sé margt ágætlega
hugsað og af fullri skynsemi tal-
að, en aftur er annað, sem ekki
virðist geta náð nokkurri átt, þar
sem ekki er tekið nokkurt tillit til
staðreynda, hvorki sögulegra né
i. o. e. t. i. o. e. t.
Haustþirig
Umdæmisslúkunnar Hr. 5 verður háð á Akureyri dagana föstudaginn 15. og
sunnudaginn 17. þ. m. og hefst fyrri daginn kl. 8 e. h. í Samkomuhúsinu
Skjaldborg.
Umdæmisstúkustigið verður veitt á föstudagskvöldið, strax eftir þingsetningu.
Rétt til stigsins hafa allir þeir, er tekið hafa trúnaðarstigið. Ringfulltrúar mæti
stundvíslega. Allir umdæmisstigmenn hafa rétt til að sitja þingið.
Akureyri n/n 1929.
Halldór Friðjónsson
umdæmisritari.
lífeðlisfræðilegra. Prédikunarandi
sá, er ræður í framsetningunni,
gerir líka sitt til að draga úr á-
hriíum bókarinnar.
----o-----
Simskeyti.
(Frá Fréttastofu Íslandí).
Rvík 13. nóv.
Guatemala: Santa Maria-gos-
inu er lokið. 600 fórust.
Berlín: Junkei*verksmiðjurnar
hafa bygt mestu landflugvél í
heimi; vænghaf hennar er 45
metrar; mótorarnir hafa til sam-
ans 2400 hestöfl; burðarmagn
2400 kg. Flugvélin er ætluð til
voruflutninga til Asíulanda og
hefir nokkra farþegaklefa.
Reynsluflugið gekk ágætlega.
Verðmæti útflutningsins til
októberloka er 57.486.510 kr. Þar
af í október 12.240.000 kr. Inn-
flutningur í septemberlok var lið-
lega 49 miljónir kr.
Botnvörpungar hafa að undan-
förnu selt ísfiskafla með góðu
verði í Englandi.
Leikfélagið er að byrja að sýna
Lénharð fógeta. Haraldur Björns-
son leikur Lénharð og stjórnar
sýningum.
Tveir útlendingar af fisktöku-
skipi hafa verið dæmdir til sekta
hér fyrir illa meðferð á skepnum.
Kristján Kristjánsson söngvari söng þ.
6. þ. m. í Nýja Bíó við ágæta aðsókn
eins og við var að búast. Söngvarahæfi-
leikar og eiginleikar Kristjáns eru nú orð-
nir svo þektir, að óþarfi er að lýsa
þeim hér, en ekki naut hann sín í öllu
svo vel sem þá er hann getur verið
beztur, enda hafði hann verið svo óhepp-
inn að verða snögglega lasinn rétt áður
en söngurinn skyldi byrja. En samt sem
áður mun það hafa verið almannarómur að
söngurinn sem heild hafi tekist vel. Bezt fór
hann með lögin: Percy Kahn: Ave Maria,
Grieg: Jeg vil ha mig, og Gastaldon:
Donna Clara — þar naut maður f fullum
mæli hinnar fallegu, þýðu og þjálfuðu
raddar söngvarans. —Gunnar Sigurgeirs-
son og Karl Runólfsson (í Ave Maria) að-
stoðuðu — Þetta var fyrzti »konsertc, sem
haldinn hefir verið í hinum nýja sal við
Strandgötu. —
Búnaðarritiö er nýlega út komið og
flytur margvíslegar skýrslur um starf-
semi Búnaðarfélags íslands og reikninga
þess. Dr. H. Lotz ritar um Hvann-
eyrar-sýkina og dýralæknarnir Sig. Ein.
Hlíðar og Jón Pálsson um dýrasjúk-
dóma,
r,
ca 100 st. af nýjustu tízku
seljast fyrst um sinn með
10 til 50 prc. afslœtti.
Brauns Verzlun.
Páll Sigurgeirsson.
JAJX
= Hand I
= SÁPA s
Aðeins með því að nota
Lux handsápuna, sem fram-
leidd er á sama hátt og hin-
ar dýrustu sáputegundir, verð-
ur hörundið silkimjúkt. Pað
er aðeins hin sérstaka aðstaða
og efni þau er framleiðendur
Lux handsápunnar hafa tök á,
sem geta gert það auðið að
framleiða svo frábæra sápu
við vægu verði. — Finnið hvé
froða hennar er þægileg fyrir
hörundið. Andið að yður hín-
um unaðslega ilm
hennar.
ULLAR
KJÓLATAU
mjög ódýrt í
Brauns Verzlun
Páll Siurgeirsson.
T aurúllur
og
þvottavindur
nýkomnar.
Kaupfélag Eyfirðinga.