Dagur - 21.11.1929, Blaðsíða 3
48. tbl.
DAGDS
195
E. ó. og leggist á eitt um að leiða
mál þetta til sigurs á þeim'grund-
velli, er hann stingur upp á.
Stúdentafélag R.víkur
hélt aðalfund sinn fyrir nokkrum
dögum og varð hann ærið sögu-
legur. Iiofðu íhaldsmenn hafc við-
búnað mikinn og umstang á und-
an fundinum af hræðslu við það,
að Pá'mi Hannesson rektor mundi
hafa allmikið fylgi í féláginu i
formannssæti. Leiddi viðbúnaður-
inn fil þcss að 60 nýir fél&gar
bættust í hópinn, sem ílestir
munu hafa verið andstæðingar
rektorsins. Þegar á fundinn kom
fór alt 4 bál og brand, og lá við að
allur þir.gheimur berðist. Árni
Pálsson og ólafur Thors gengu
þar fram með slíkri frekju og ó-
skammfeilni í garð Pálma Hann-
essonar, að slík framkoma mun
vera einsdæmi á mannfundum.
Gekk skapæsing Á. P. svo langt,
að hann froðufeldi og varð mál-
laus um stund. — Sennu þessari
lauk svo, að Thor Thors var kos-
inn formaður félagsins með 121
atkv., en Pálmi Hannesson hlaut
69 atkv. En þrátt fyrir þenna sig-
ur, úna íhaldsmenn hið versta við
sinn hlut, og þykir hlutur P. H.
hafa orðið betri miklu, en þeir
væntu.
út af ófriði þessum, hefir verið
stofnað nýtt stúdentafélag í
Reykjavík.
Leikfélag Akureyrar
hóf starfsemi sína að þessu sínni
með því ,að sýna okkur í »Tvo
heima«. Hefir áður verið drepið
á efni leiksins hér í blaðinu. —
Frumsýning var á Föstudags-
kvöldið var, og síðan leikið aftur
á sunnudagskvöldið; í bæði skiftin
var aðsókn mjög góð, og virtust
leikhúsgestirnir taka leiknum, þó
nokkuð muni skiftar skoðanir um
leikritið sjálft og meðferð sumra
leikendanna á hlutverkunum. Lík-
lega munu þó allir sammála um,
að Ágúst Kvaran (Örn héraðs-
læknir) og frú Svafa Jónsdóttir
(Unnur) leysi hlutverk sín prýði-
lega af hendi. Einnig fóru Páll
Vatnsdal (Grímur safnaðarfull-
trúi) og Guðbjörg Bjarnadóttir
(Katrín umrenningur) mjög vel
með sín hlutverk.
Hreinasta unun er að horfa á
málverk Freymóðs Jóhannssonar
í þessum leik. Ætti fólk erindi í
leikhúsið, þó ekki væri til annars
en sjá þau.
í næsta skifti verður leikið ann-
að kvöld.
Léikhúsgestur.
Leiörétting. Leiðinleg villa hefir slæðst
inn i greinina um Nýjar Kvöldvökur i
síðasta blaði, þar sem stendur að ritið
sé 12 arkir að stærð og kosti 5 kr. —
Það á auðvitað að vera að ritið sé 12
tvöfaldar arkir — eða 24 arkir að stærð
og kosti 5 kr. — Þetta eru lesendur
beðnir að athuga.
A V A R P.
Við undirrituð, sem kosin vorum
á síðasta sýslufundi Eyjafjarðarsýslu,
til þess að koma samvinnu á innan
sýslunnar til undirbúnings lands-
sýningar 1930, leyfum okkur hér
með að heita á sýslubúa, menn og
konur, að leggja sýningarmáiinu lið.
Sérstaklega beinum við orðum okk-
ar til nefndanna, sem skipaðar hafa
verið í hreppum sýslunnar til undir-
búnings málinu. Við treystum þeim
til þess að haida málinu vakandi og
vekja áhuga fólks fyrir því, hver í
sínu umhverfi. Nú með vetrinum
þarf að hefjast handa. Enginn má
láta sitt eftir liggja.
Pað er svo ráð fyrír gert, að sýn-
ingar verði haldnar heima í hrepp-
unum snemma i apríl. Standa sýn-
ingarnefndir hreppanna fyrir þeim.
Skömmu síðar verður svo haldin
héraðssýning á Akureyri og þar
valdir þeir munir, sem sendir verða
á landssýningu. í sambandi v'rð
landssýninguna er ráðgert að hafa
útsölu á heimaunnum smámunum.
Væri æskilegt, að úr hverjum hreppi
kæmu frá 25 — 50 slíkir hlutir.
Sýslubúar! Styðjið sýningarmálið
i orði og verki. Pað ætti að vera
metnaðarmál allra, að sýningardeild
Eyjafjarðarsýslu yrði sem myndar-
legust á landssýningunni 1930.
Geir Þorniar. Guðrún Jóliannsdóttir.
Sigríður Jónsdóttir.
SimskeytL
(Frá Fréttastofu Islands).
$
Rvík 20. nóv.
Látinn er Guðmundur Jónsson
v
Landsbankadyravörður.
Hvidbjörnen tók botnvörpung-
in ólaf frá E,vík og flutti til ísa-
fjarðar; var hann sektaður um
12.500 kr. og alt ■ gert upptækt.
Dóminum áfrýjað.
Aflasala botnvörpunga í Eng-
landi góð.
Nýstofnað er hér félag róttækra
stúdenta sem afleiðing af rótinu
er ,varð, þegar Thor Thors var
endurkosinn formaður Stúdenta-
félags Reykjavíkur. Stofnendur
hins nýja félags eru um 60.
Innflutt í október fyrir 4.759.090
krónur
Látin (er frú Steinun, kona síra
Magnúsar Helgasonar.
Fyrir samning laga við hátíða-
ljóðin fær Páll ísólfsson 1. verð-
laun, en Emil Thoroddsen 2.
verðlaun.
Berlín: Bæ j arstj órnarkosning-
ar eru afstaðnar í Þýzkalandi.
Socialistar og kommúnistar fengu
meiri hluta í Berlín, en ekki búist
við samvinnu milli þeirra. Social-
istar hafa að undanförnu unnið
með miðflokkunum í bæjarstjórn.
Enginn flokkur hefir hreinan
meirihluta. Annars staðar hafa
socialistar sumstaðar tapað, en
annars staðar unnið mikið á.
Laus staða.
Bœ/arg/aldkerastaðan á Akureyri er laus til
umsóknar. Umsóknir sendist fyrir 31. desember
þ. á. Staðan verður veitt frá 1. febráar 1930.
Bœjarstjórinn d Aknreyri 21. nóvember 1929.
Jón Sveinsson.
í M A T I N N:
Hakl^að kjöt,
Lainba —
Nauta —
Svína —
Salt —
Hangið —
Magálar,
Kindalifur,
Medisterpylsa sölt.
Jarðepli,
Hvítkál,
Rauðkál,
Rauðrófur,
Oulrætur,
Purrur,
Piparrót,
Gr. baunir,
Baked Beous (nýtt hér).
KJÖTBÚÍJIN.
Jóseí J. Björnsson fyrrum alþm., kenn-
iri á Hólum verður ijötugur 26. þ. m.
Morgunn * — júlí — desember — er
kominn út. í honum er margskonar
merkilegur fróðleikur um sálarrann-
sóknir eftir Eggert P. Briem, Einar H.
Kvaran og Florizer von Reuter. Enn-
fremur »ritstjórarabbc og margt fleira.
löunn, síðasta, flytur grein um Oscar
Wilde eftir Guðm. Kamban; »Lifandi
kristindómur og eg« (niðurlag) eftir
Rórberg Pórðarson, »Guðmundur Frið-
jónsson og viðnámið«, eftir Ragnar E.
Kvaran o. fl.
Valta er nýlega út komin með rit-
gerð um Guðmund Friðjónsson, eftir
Guðm. Finnbogason; Ásgeir Ásgeirs-
son skrifar um baðstofur, Kristinn E.
Andrésson um Svartstakka í Suður-
Tírol, Níels P. Dungal um blóðflokka,
Jón Jónsson læknir um sönglist íslend-
inga og Ágúst H. Bjarnason um trú
og vísindi. Að síðustu er »orðabelg-
ur« og ritfregnir.
Eimreiöin, síðasta h. flytur ritgerð
eftir Guðm. prófessor Hannesson, er
hann nefnir »Goðastjórn«. Ennfrem-
ur birtist í þessu hefti »Reykjavíkur-
stúlkan«, erindi eftir Guðmund Kamb-
an, Rasputin, ’eftir Eið Kvaran, grasa-
ferðir, eftir Jóhannes Friðlaugsson, guð-
fræðingar og þjóðin, eftir Ragnar E.
Kvaran o. m. fl., þar á meðal »Flótt-
inn úr kvennabúrinu« (ferðasaga frá
Afganistan).
Skímir er kominn út fyrir nokkru.
í honum er grein um handritamálið,
eftir Halldór Hermannsson, um Vil-
hjálm annan, eftir Árna Pálsson, um
Úlfljót, eftir Einar Arnórsson, um
Hávamál, eftir Guðmund Finnbogason
o. m. fl.
Dánardxgur. Merkiskonan Auöbjörg
Jónsdóttir á Illugastöðum á Vatnsnesi
andaðist þ. 19. f. m. 76 ára að aldri.
Auðbjörg sál. var talin með fremstu
konum sinnar sveitar, gáfuð, höfðing-
lynd og hjálpsöm; hún var dóttir Agn-
ar Guðmundsdóttur Ketilssonar á 111-
ugastöðunv
Innrömmun.
Fjölbreytt úrval rammalistar.
Fljót afgreiðsla.
Oddeyrargötu 23.
F. H. Berg.
Æ?
Minna erfiöi’
pvotladaginn.
HÚSMÆÐUR]! Notið Sun-
light sápuna til að' hjálpa yður,
því firein og mjúk froða
hennar nær burt öllum ó-
hreinindum. Sunlight sápan
gerir þvottinn hvítan sem
mjöll, án nokkurs erfiðis. Hún
er óviðjafnanleg til að þvo úr
henni lök, nærfatnað og
gluggatjöld.
Lever Brothers Lld.,
t&O íy Port Sunlight, England,
T<
Jólagjafir.
f'eir sem hugsa sér að fá
jólagjafir hjá mér, ættu að panta
þær sem fyrst, því nú fer að
líða að jólum.
íslenzkar jólagjafir eru altaf
sjálfsagðastar. Komið og skoðið.
3. Pormar,
tnyndskeri. Brekkugötu 5,