Dagur - 21.11.1929, Blaðsíða 1

Dagur - 21.11.1929, Blaðsíða 1
D A O U R kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Ámi J óhanns- son í Kaupfélagi Eyfiró- inga. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þór, Noröurgötu 3. Talsimi 112. Uppsögn, bundin við árm- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. • • • •-•-•■••• •- XII. ár. # « #' • ««#-#--# • • • • • • • # • • •-•- -#T#-#^ #-• ♦-•- • • # • • #••• • • Akureyri, 21. nóvember 1929. 48. tbl. >-•-♦-••-•- •••••• Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Ný kvæöi. Reykjavík. 1929. Þegar ný bók kemur fyrir al- mennings sjónir, hlýtur að sjálf- sögðu sú spurning að vakna með- al bókavina, hvernig hún sé -—- hvort nokkrár líkur séu til þess, að henni auðnist að reynast eitt- hvað annað og meira en venjuleg dægurfluga, sem annaðhvort fell- ur niður andvana við lesturinn, eða í bezta lagi getur skemt les- anda sínum eina stund, en er svo dæmd til að safna ryki á hillu eða í skáp og vera gleymd um alla ei- lífð. — Því er ver og miður að þannig er því varið með margar — jafnvel flestar — þeirra mý- mörgu bóka, sem árlega koma út víða um heim. Og enda þótt vér íslendingar látumdálítiðdrýginda- lega yfir bókmentagróðri vorum, og það stundum í svo ríkum mæli, að svo virðist sem sumum hverj- um finnist, að vér stöndum með þeim fremstu 1 röð, þá er nú sannleikurinn sá, að vorar bækur eru enganveginn undantekningar frá reglunni, nema síður sé. En svo er þó fyrir þakkandi að einn- ig vér eignumst bók og bók, sem ber þess augljós merki, að andi hinnar eilífu listar hefir leikið um hana í höndum skapara hennar og að henni er ætlað lengra líf og æðra hlutverk en öllum fjöldan- um. Á þessu hausti höfum vér eignast eina slíka bók, en það er »Ni/ lcvæði« eftir Davíð Stefáns- son. Þegar slík bók kemur fram — hver sem höfundur hennar annars er — er ástæða til að gleðjast, til að fyllast aðdáunar og þakklætis, til að viðurkenna gildi hennar í fullum mæli, til þess að sem flest- um samtíðarmönnum geti orðið það ljóst, að þeim í henni er gefin lind til ljúfra nautna og andlegrar gleði og endurnýjunar, ef þeir að- eins kunna að meta hana og taka við henni eins og annari gjöf frá heimi listarinnar. En þó sorglegt sé, er því oft svo varið með beztu listaverkin — sérstaklega þegar um ljóð er að ræða — þau sem sköpuð eru til þess að standast eldraun tímanna, að það er kom- andi kynslóðum ætlað að ausa af þeim sífelt nýjum lindum sér til andlegrar endurnæringar, en sam- tíðarmenn þeirra vel flestir hafa gengið fram hjá þeim í athuga- leysi og ósnortnir, þeir hafa þar á móti verið að dá dægurflugurn- ar, sem þeir þó voru búnir að gleyma að morgni. Fyrir skömmu var hægt að lesa í blaði einu tvo ritdóma. Fjallaði annar þeirra um bók, sem er sjaldgæf að öllu listrænu eðli, og hinn um !bók af venjuíégri gerð, engan veginn bráðónýta, en held- ur ekkert framúrskarandi að neinu leyti. Kom það skýrt í ljós, að ritdómarinn var langtum hrifnari af hinni síðari bókinni. Það er í sjálfu sér ekki hægt að áfella manninn fyrir það, enáhinn bóginn er það leiðinlegt, er slíkt dómgreindar- og þekkingarleysi kemur opinberlega fram, því það hlýtur að verða til þess að villa fyrir í stað þess að leiðbeina; og þegar litið er á dóma þá, er birzt hafa um þessa nýju ijóðabók Davíðs Stefánssonar og þeir born- ir saman við dóma, er birzt hafa um aðrar bækur, sem út hafa komið á þessu hausti, þá lítur svo út, sem væri hún að engu eða litlu leyti fremst í röð, að minsta kosti hefir það sézt, að sumir ritdómar- ar hafa þótzt vera færir til að veita skáldinu talsverðar átölur —- jafnvel öðrum fremur — og eng- inn hefir orðið til að varpa hon- um upp á meðal »stjarnanna«, eins og gert hefir verið með, suma aðra. — Tilgangurinn með þess- um línum er þá heldur engin slík stjörnusköpun; en þar á móti vírðist ekki úr vegi að benda á þá siaðreynd, að séu nokkrir meðal núlifandi skálda vprra, sem verð- skulda að list þeirra sé ætlað langt iíf, og að hún eigi eftir að verða ókomnum kynslóðum til andlegr- ar nautnar og endurnýjunar, þá vei'ður í nafni alirar sanngirni að teljq Davíð Stefánsson þar fremstan í flokki. — Hver ný ljóðabók frá hans hendi er því viðburður í bókmentalífi voru, og það viðburður, sem í sjálfu sér er svo mi’kiJs verður, að hann krefst þess, ?ð lionum sé veitt sérst.ök athygli. — Um Ijóðabókina »Ný kvæði«, væri ef íil vill nóg að segja eina einustu setningu: Þetta eru Ijóð! — Sagan segir, er Eysteino As- grimssrn hafði kveðið »Lilju«, liafi það orðið málsháttur: »öll skáld vildu Lilju kveðið hafa« — og hver mundi ekki vilja óska sér slíkrar andagiftar og tilþrifa í ljóðlist sem þeirrar, er kemur fram hjá Davíð? Þegar kvæðin í þessari nýju b'ók hans eru borin saman við kvæðin í eldri ljóðasöfnum hans, kemur það mjög glögglega í 1 jós, að hér er að ræða urn talsverða breytingu, jafnvel þótt undi 'íón- armr — það berandi í listinoi — séu hinir sömu. — Hugsunin er öll skýrari, hver ljóðlína djarfari og ákveðnari, hér er því í raun og veru um framför að ræða, einkum þegar þess er gætt, að hið Ijcð- ræna eðli kvæðanna enganveginn nefir minkað; en hér koma fram nýjar hliðar, sem áður voru að meira eða minna leyti huldar í mistri óljósra hugsana. Áður var það leikur æskunnar í ljóði — draumar um ónumin lönd í heimi listarinnar. Nú eru löndin fundin — og lífsreynsla fulltíða manns og þroskaðs listamanns anda varpar skiftandi ljósi og lit verpum skuggum yfir hið fundna; en alt er skýrt í deiglu glóandi þjáninga, hert í heitu blóði og fægt undir sólbrosum sköpunar- gleðinnar. Davíð Stefánsson sat frá önd- verðu við fætur meistaranna og lærði, því varð hann fullnuma í list sinni og í því ytra fremri flestum öðrum. En það kom fyrir að hægt var að finna áhrif, sem urðu frumleikanum yfirsterkari, án þess þó að hægt væri að bregða honum um eftirlíkingar. — Nú kemur hann fram einn og óstudd- ur. Hann heldur trygð við það, sem fyr endurnærði, glæddi og studdi hina ungu list hans, en hin þroskaða list hans byggir á sjálfri sér. — Það sem einkum vekur eft- irtekt í þessum nýju kvæðum er »dramatiskur« þroski meiri og sterkari en áður kom í ljós. Mætti í því sambandi benda á margt í safninu; en sérstaklega finst mér ástæða til að vekja athygli á hinu mikla kvæði um Nero (»Meðan Rómaborg brann lék Nero á sítar og söng —«). Er það óe'fað sér- stætt kvæði í íslenzkum bókment- úm, og væri vel þess vert, að um það væri ritað sérstaklega, það er stórfenglegt og fagurt — skylt því er kvæðið »Hrærekur konung- ur á Kálfskinni«... Apnars er það erfitt að nefna einstök kvæði í þessari ljóðabók. Við lesturinn • finst manni hvað eftir annað, að það kvæðið, sem maður les, sé — hljóti að vera — það bezta; og fjölbreytnin er mik- ii —- harpa Davíðs hefir aldrei einstrengjuð verið. — Eg hefi heyrt mann segja um kvæðið, »Þetta er kvæðið um konurnar þrjár«, að hærra yerði trauðla komist, kvæðið sé svo fagurt — en hvað á þá að segja um kvæði eins og »Nú sefur jörðin«, »01íuviðui’- inn«, »Konan, sem kyndir ofninn minn« — og mörg önnur? Sérstök eftirtekt skal vakin á kvæðunum »Rússneskur prestur« og »Harún Alraschid« — hið síðarnefnda vakti hjá mér endurminningar um austurlandaljóð Levertins, sem sjálfur var austurlandabúi að ætt og öllum tilfinningum, þótt örlög- in gerðu hann að sænsku skáldi og fagurfræðingi — nær verður því naumast komist austurlenzkri glóð af íslenzku skáldi. Af ofanskráðum samanburði á þessari nýju bók Dávíðs við eldri kvæði hans verður það ljóst, að honum hefir farið mikið fram, síðan »Kveðjur« komu út — en það er þó ekkert framar vonum. — Honum hefir verið spáð glæsi- legri framtíð sem ljóðskáldi og þao ei’ gleðilegt, að þær spár hafa ræzt svo fljótt og svo fullkomlega sem raun er á orðin. í erlendu tímariti stóð fyrir nokkrum árum um Davíð Stefáns- son eitthvað á þá leið, að ástæða væri til að ætla, að list hans mundi verða til þess, að endurnýja mál- meðferð og stíl íslenzkrar ljóða- gerðar — og það verður ekki ann- að sagt, en að þessi orð séu að koma fram. — Þegar í.öndverðu urðu menn þess varir, að eitthvað alveg nýtt kom inn í ljóðlist vora með Davíð, en nú fyrst er hægt að glöggva sig á, í hverju þetta nýja er fólgið: án þess að glata gömlu verðmæti í háttum ljóðanna, hefir honum fremur öðrum núlifandi skáldum tekist að hreinsa hinn dauða þunga, sem oft hefir fylgt íslenzlíri Ijóðagerð og sogið merg- inn úr listinni, burtu úr mál-með- ferð ljóða sinna, c5g um leið hefir hann nýskapað frumlegan stíl, sem er hans eiginn, en þessi stíll hans er í einu háleitur og einfald- ur, hreinn og fagur. Friðrilc Ásmuvdsson Brekkan.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.