Dagur - 28.11.1929, Blaðsíða 1

Dagur - 28.11.1929, Blaðsíða 1
/ DAOUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Koatar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfiró- inga. XII. ár. \ Afgreiðslan er hjá Jdrn' f>. Norðurgötu 3. Talaími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanna fyrir 1. d»a. Akureyri, 28. nóvember 1929. 49. tbl. Hér með tilkynnist, að jarðarför móður minnar, Margrétar Stefánsdóttur, sem andaðist 21. þ. m. er ákveðin þriðju- daginn 3. des n. k. og hefst kl. 11 f. h. — stundvíslega — í Möðruvallakl.-kirkju. Síðan verður líkið flutt að Hlöðum óg jarðsungið í heimilis- grafreitnum þar. Stefán Marzson. Bogi Th. Melsteð Sio. Eggerz og sjáltstíeðisniálii. Á Alþlngi 1918 lýsti Sig. Eggerz yfir fylgi sínu við sambandslaga- frumvarpið með mjög fjálglegum orðum. Meðal annars botnaði hann ræðu sina um málið á þessa leið: >Vil eg svo að endingu lýsa því yfir, að eg mun óhikað greiða frum- varpinu atkvæði mitt og hvetja flokksbræður mína um land alt til að gera hið sama«. Af þessu er það Ijóst, hve harð- ánægður Sig. Eggerz var með sam- bandslögin 1918. >Óhikað< segist hann greiða þeim atkvæði sitt, ó- hikað segist hann hvetja flokks- bræður sína um land alt til fylgis við þau. Enginn skuggi af efa um ágæti sambandslaganna er í huga hans. En >skjótt hefir sól brugðið sumri< má hér um kveða. Sólskins- hugsanir S. E. frá 1918 hafa nú snúist upp í ömurlegar vetaráhyggj- ur í sálu hans. Nú um sinn hefir hann talið það sína háleitustu köll- un að koma þjóðinni í skilning um, hvilíkur háskagripur sambandslögin séu fyrir hana. Samkvæmt hans eigin kenningum eru lög þessi, sem hann 1918 var svo óðfús í, að ís- lenzka þjóðin veitti viðtöku og tæki tveim höndum orðin háskaleg- asta skaðræði. Pessi pólitísku sinnaskifti S. E. eru þungur áfellisdómur yfir hon- um sjálfum, manninum sem 1918 greiddi skaðræðinu >óhikað« at- kvæði sitt og hvatti aðra til að gera hið sama! Óhugsandi er að Sig. Eggerz geti nokkurn tíma fyrirgef- ið sjálfum sér slíka hræðilega yfir- sjón, þvi að sjálfsögðu er hér um yfirsjón að ræða, en ekki hitt, að hann hafi vitandi vits verið að leiða þjóðina á glapstigu. En kynlegt verður þaðað teljast, hvað S. E. er þögull um þessa skelfilegu yfirsjón sína, að telja sambandslögin ágæt 1918, en sem 10 árum síðar er orðið að hreinum voða í augum hans. En hvað er það, sem veldur þessum sinnaskiftum S. E.? Eftir því sem honum segist sjálfum frá, er það óttinn við yfirgang og á- sælni sambandsþjóðarinnar, Dana, þvf þeir séu margfalt rikari en fs- lendingar og 30 sinnum fleiri; gætu þvi gleypt okkur með húð og hári, ef þeim svo sýndist. En voru ekki hlutföllin milli auð- æfa Dana og íslendinga og mann- mergðar þessara þjóða svipuð 1918 eins og þau eru nú? Voru ekki Danir 1918 margfalt auðugri og mannfleiri en íslendingar? Vissu- lega. En þá þagði Sig. Eggerz um hættuna. Hvílik blindni! Pað væri nú ekki svo undravert, þótt nýtt Ijós hefði runnið upp fyrir Sig. Eggerz, ef hann á þess- um árum, síðan sambandslögin gengu í gildi, hefði þreifað á ein- hverskonar yfirgangi frá Dana hálfu eða þó ekki væri annað en að hann hefði lítilsháttar orðið var við ásælni frá þeirra hendi í gæði lands vors, en eins og allir vita, og hann sjálf- ur mun viðurkenna, hefir á engu sliku bólað að þessu. En hvað er að marka það, segir S- E. Sam- bandslögin eiga eftir að gilda í nokkur ár, og á þeim tíma geta Ðanir skollið yfir okkur. Af þessu er það augljóst, að þessi dauðans ótti á sér enga stoð í virkileikanum, heldur er aðeins ímyndaður ótti á ferðinni, hræðsla við það, að eitt- hvað kunni í myrkrunum að búa, sem geti verið skaðlegt. Bendir þetta á pólitíska hjartveiki á háu stigi. Hið kátbroslegasta við þetta alt er það, að heill stjórnmálaflokkur, íhaldsflokkurinn, hefir gert sér upp hjartveiki með Sig. Eggerz. Pessi látalætis hræðslusýki er gerð að grundvelli undir stofnun þess flokks, er kennir sig við >sjálfstæði<. Er það nokkuð langt gengið að gera sér á þenna hátt upp veiki í þeirri von, að kjósendur landsins muni sjá aumur á sér og fara að kenna í brjósti um sig. ------------- Island og Djóöabandalagiö. Dr. Björn Pórðarson lögmaður í Reykjavík hefir ritað athyglisverða grein um það mál i Andvara. Heldur hann því þar fram, að ísland geti enga betra tryggingu fengið fyrir hlutleysi sínu, eða betri viðurkenn- ingu fyrir sjálfstæðinu en þá, ef það gerðist meðlimur bandalagsins. Telur hann einnig, að íslendingar mundu á ýmsum sviðum geta lagt margt nýtilegt til á þingum þess. Pegar Jónas Jónsson dómsmálaráð- herra var erlendis í sumar, mun hann hafa kynnt sér mál þetta nokkuð og gert fyrirspurnir um það. Hver veit nema íslandi hlotnist sá heiður að verða tekið i Pjóða- bandalagið á þvf merkisári i sögu þess, er bráðum fer í hönd, og verði viðurkennt sjálfstætt og hlut- laust ríki af öllum þjóðum heims. Eins og getið var um í næst síð- asta blaði, andaðist Bogi Th. Mel- steð í Kaupmannahöfn þ. 13. þ. m., rúmlega 69 ára að aldri. Pótt örlögin höguðu því þannig, að Bogi Melsteð aldrei varð einn meðal þeirra mest umræddu, hvorki á vísindabraut sinni, eða sem stjórn- rnálamaður, þá hefir þjóð vor samt með honum mist einn af sínum beztu sonum, mann, sem unni ættlandi sínu og þjóð heitt og fölskvalaust og ávalt var reiðubú- inn að fórna kröftum sínum og starfsþoli henni til viðreisnar, án þess að sjá til endurgjalds eða jafnvel þakklátssemi; enda varð hið sýnilega endurgjald, er hann hlaut í lífinu, fremur lítið og þakklætið þó oft minna. Eins og kunnugt er, var Bogi Melsteð sagnfræðingur og liggur mikið eftir hann í þeirri grein, þó hon- um auðnaðist ekki að sjá höfuðverk sitt, hina stóru íslandssögu, koma út að öllu leyti. 1 fslenzkum stjórnmálum tók hann einnig mikinn þátt, og var hann ðtull Heimastjórnarmaður^og barð- ist gegn >Valtýskunni< svo nefndu, á tneðan hún var uppi. En ávalt og í öllu sýndi hann sig sem einn hinna réttsýnustu og þjóðiæknustu manna. Mun fáum Ijóst hér á landi, hversu mikil áhrif hann í raun og veru hafði á sambandsmálið, bæði fyr og síðar, og úrslitasamningana um það mál, þótt lítið bæri á. Sýnir það glögglega, hverju maður fær áorkað án þess að skara fram úr öðrum í mælsku, ritsnild, eða öðr- um slíkum hæfileikum, þegar sið- göfgi, réttsýni og sannleiksást mannsins eru hafin yfir allan efa bæði vina og mótstöðumanna. — Bogi Melsteð var enginn flærðar- maður, en sannsögull og hreinskil- inn, siðferðisþrek og siðgæðisþroski hans var talsvert meiri en venjulega gerist, enda var það vissan um að Bogi Melsteð segði aldrei visvitandi ósatt orð, er aflaði honum þess trausts, að danskir stjórnmálamenn, er að samningum stóðu við fslend- inga, öðrum fremur sóttu hann að ráðum. Beitti hann þá þekkingu sinni til að skýra fyrir þeim og sannfæra þá með sðgulegum rökum um, að fyrir framtíð beggja þjóð- anna væri farsælast að ísland yrði hliðstætt Danmörku sem sjálfstætt ríki. Pessu til sönnunar birtast hér kaflar úr tveim bréfum, öðru frá núverandi dómsmálaráðh. Dana, fyrv. forsætisráðherra C. Th. Zahle, en hinu frá fyrv. forsætisráðherra I. C. Christensen, báðir þessir menn stóðu, sem stjórnendur Danmerkur, að samningum við fslendinga um alllangt skeið. — (Brékaflarnir eru teknir úr ritgerð er Valdemar Erlends- son læknir ritaði fyrir nokkrum ár- um um B. Th. Melsteð). Kaflinn úr bréfi Zahle ráðherra hljóðar svo í þýðingu: >Mörg samtöl fylgdu eftir fyrstu viðræðu okkar, og smám saman komst á með okkur samvinna, þar sem við báðir bárum fult oghrein- skilið traust hvor til annars. Pekk- ing Boga Melsteðs á íslenzkum staðháttum og mönnum og hinir rólegu dómar hans komu mér að miklu gagni. Hann verðskuldar innilegt þakklæti frá minni hendi fyrir margra ára samvinnu i máli, sem miklu varðaði fyrir þá ágætu þjóð, sem hefir alið hann, og fyrir hið fagra föðurland hans<. Kaflinn úr bréfi I. C. Christen- sens er á þessa leið: >Meðal þeirra mörgu ágætis- manna íslenzkra, sem eg um dag- ana hefi komist i kynni við og rætt við um fsland og Danmörku, er mag. Bogi Melsteð einn þeirra helztu. Hin heita og ósérplægna ást hans á ættjörðu sinni, réttlæti hans og göfuglyndi og hin marg- þætta þekking hans í sögunni, hefir ávalt gert viðræður okkar arðber- andi . . .< Pegar ðll afstaða þessara tveggja manna til málanna, bæði fyr og siðar, er athuguð, fá orð þeirra sögulegt gildi og varpa Ijósi yfir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.