Dagur - 28.11.1929, Blaðsíða 2

Dagur - 28.11.1929, Blaðsíða 2
198 nXGBK 49. tbl. I Hi Afar fjölbreytt úrval af karlmanna-fatnaði, vetrarfrökkum, rykfrökkum, og regnkápum, — nýkomið. Kaupið ekki jólafatnaðinn fyr en þið hafið litið á úrvalið. ■» Kaupfélag Eyfirðinga. BiiiiiiiiiiiiiiiiilliiiftS Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kh 10-6. Ouðr, Funch-Rasmussen. þessa hlið persónu og starfsemi Boga Melsteðs. Pó voru það ekki aðeins stjórn- mál íslands, sem Bogi Melsteð lét til sfn taka heldur allar framfarir er til viðreisnar gátu horft fyrir landið og þjóðina. Hann var einn af þeim fyrstu sem barðist fyrir stofnun mjólkurbúa, og í þeim tilgangi sendi hann skilvindur til landsins, einnig ritaði hann um og beitti sér fyrir betri verkun á saltkjöti, og hefir hann því lagt sinn skerf til að þessi nytsemdarmál komust á rekspöl. Ennfremur hefir hann verið einn af þeim fyrstu sem börðust fyrir betri vegalagningu, brúagerð, hafnargerðum; samvinnufélögin áttu i honum einn af talsmönnum sín- um, og nú, þegar alþýðuskólamáli Suðurlandsins á giftusamlegan hátt er ráðið til lykta, verðskuldar Bogi Melsteð að minningu hans sé haldið á lofti í sambandi við það mál. Þannig mætti telja lengi, því alhliða viðreisn og viðgangur allra menn- ingarmála bæði andlegra og verk- legra voru alla jafna efst í huga hans. Síðast en ekki sfzt ber að minn- ast Boga Melsteðs í hinu íslenzka Fræðafélagi í Kaupmannahðfn. Var hann einn af stofnendum þess — ásamt Finni jónssyni próf. og fleiri góðum mönnum — og aðalmáttar- stoð starfsemi þess alt til æfiloka. Einkum ber að geta þess, að hann kom svo föstum fótum undir félagið efnalega, að það hefir getað færst í fang útgáfu ýmsra ágætra rita, sem sum hver annars að líkindum hefðu eigi getað komið út; hefir hann með þessu unnið þjóð sinni og heiðri hennar ómetanlegt gagn. Ritstjóri árbókar félagsins hefir hann einnig verið, en hún hefir jafnan verið efnismikið og gott rit. Átti hann ekki lítinn þátt í því sjálfur með ritgerðum sfnum. — Hann bar hag þessa félags fyrir brjósti til þess síðasta, eins og líka rit- dómur sá sýnir, sem birtist á öðr- um sað hér í blaðinu, barst hann hingað um líkt leyti og dánarfregn höfundarins. — Fyrir skömmu birt- jzt hér ( blaðinu stutt ritgerð um aðra nýútkomna vísindabók, er félagið hefir gefið út. Oet eg ekki í þessu sambandi stilt mig um að birta nokkur ummæli um þá bók, er fylgdu síðari ritgerðinni: »Pótt dr. Jón Helgason hefði ritað bók sína á öðru máli eru næstum engin likindi til þess, að hann hefði getað komið henni út. Svo erfitt (er allstaðar að fá þær bækur prentaðar, sem borga aðeins lítinn hluta af prentunarkostnað- inum. Pað er eitt af helztu hlutverkum Fræðafélagsins, að styðja íslenzk vfsindi. Enn er félagið aðeins 17 ára og hefir eigi getað gert mikið, en er það eldist og eflist er von- andi að það geti gert meira«, Pessi orð Boga Melsteðs sjálfs segja meira en löng lýsing um skilning hans á hlutverki félagsins og áhuga hans fyrir framkvæmdum þess. Bogi Melsteð var tryggur maður, vinfastur, hjálpfús og svo vandaður í orðum og athöfnum, að vandaðri mann getur naumast. — Hann hugsaði meira flestum öðrum um öll velferðarmál þjóðar sinnar bæði andleg og verkleg. — En heitasta ósk hans mun þó hafa verið sú, að hver einstakur íslendingur vandaði svo alt líferni sitt, að þjóðin sem heild kæmist á hærra siðmenningar- og siðgæðisstig, áleit hann það einu öruggu leiðina til sjálfstæðis, framfara og sanns þroska. — En traust sitt alt hafði hann hjá Ouði, því að hann var innilegur trúmaður. F. A. B. ------o—---- Safn Fræðafélagsins 8. bindi. Finnur Jónsson, Œfisaga flrna Magnússonar. Kmhfifn 1930. Verð 10 kr. Hinn 7. janúar í vetur eru liðnar tvær aldir síðan Árni Magnússon and- aðist. Hann var einhver hinn mesti maður í íslenzkum fræðum, sem uppi hefir verið. í íslenzkri málfræði var hann á undan sínum tíma. Hann var þjóðrækinn maður og þarfur íslandi á ýmsan hátt. Handritasafn hans hefir haft hina mestu þýðingu fyrir ísland og islenzk fræði og norræn. Styrktar- sjóður hans hefir komið ýmsum íslenzk- um fræðimönnum að liði, Pað er þvf FUNDUR í Framsóknarfélagi Akureyrar kl. 8>/2 á laugardaginn, í »Skjald- borg« — Mætið. Stjórnin. bæði eðlilegt og skylt, að hans verði minst í byrjun næsta árs, og það þvi fremur, sem ekkert hefir verið ritað rækilega um hann eða stofnun hans á íslenzku. Hið íslenzka fræðafélag fór því fyrir nokkrum árum þess á leit við þann mann, sem nú er kunnugastur hand- ritasafni Árna Magnússonar, ritum hans og stofnun, að hann semdi æfisögu hans. Eins og nærri má geta verður hún mjög fróðleg. Hún er bráðum fullprent- uð, og má telja hana 18 arka bók með myndinni af Árna, er verður fremst í henni. Allur hinn ytri frágangur er vandaður eins og á öðrum bindum Safnsins. Pað er von Fræðafélagsins að bók þessi verði komin til umboðsmanna félagsins í Reykjavík, Akureyri og á ísafirði fyrir jólin, svo að menn geti eignast hana fyrir tveggja alda minn- ingardag Árna Magnússonar. En sökum þess að 7. bindi Safnsins er nýkomið út, verða báðar bækur þéssar svo að segja samferða. Fræðafélagið ætlar að ýmsir bók- hneigðir menn á íslandi muni ega erfitt með að kaupa tvær svona stórar bækur á einum vetri. Til þess að bæta úr þessu og greiða fyrir vinum félags- ins, er svo ákveðið að allir heimilis- fastir menn á íslandi, sem keypt hala 1. bindi ai Safni Fræðafélagsins og borgað pað, skuli lá B. bindið ókeypis. Einnig skuiu þeir, sem kaupa 7. bindi af Safninu iyrir lok febrúarmánaðar og borga pað út i hönd, fá 8. bindi ókeypis. Petta giidir að eins gegn borgun út í hönd. En eftir lok febrúarmánaðar verða bindi þessi einungis seld hvort með sfnu verði, 7. bindi fyrir 18 kr. og 8. bindi fyrir 10 kr. Bogi Th. Melsteð. .....O — Sinnaskifti Knud Berlins. íhaldsblöðin eru farin að skýra frá ástæðunni fyrir því, að Knud Berlin, þessi erkióvinur íslenzks sjálfstæðis, sé kominn á þá skoðun, að bezt sé að lofa íslendingum að sigla sinn eigin sjó og höggva i sundur taugina, sem bindur þá við Dani. Skýringin er í þvi fólgin, að K. B. hafi kiknað fyrir ofurmagni >Sjálfstæðisflokksinsc, að hann hafi bliknað og blánað fyrir hinum hvössu sjónum Jóns Porlákssonar, Magnúsar Guðmundssonar, Sigurðar Eggerz og annara stórmenna »Sjálf- stæðisflokksinsc. Öllum er það vit- anlegt, að foringjar »Sjálfstæðisins< þykjast vera dauðhræddir við Dani, og nú kemur það upp úr kafinu, að Danir séu engu óhræddari við íslenzku sjálfstæðishetjurnar! Pessi magnaða hræðsla á báðar hliðar ætti að vera nokkuð örugg trygging fyrir þvf, að sambandsslit komi af sjálfu sér á sínum tíma. Er þá enn fengin ný sönnun fyrir réttleysinu um tilveru »Sjálfstæðisflokksins<. ■■ ■ ■ —o Áheít á Strandarkirkju. Þegar van Rossum kardináli hafði ferðast hingað til lands fyrir nokkrum árum, lét hann þess getið við útlenda blaðamenn, að íslenzka þjóðin væri mjög velviljuð og jafnvel hneigð til kathólsku og ennþá mætti finna hjá alþýðu manna, og jafnvel sumura mentamönnum, talsverðar leifar af kathólskum hugsunarhætti. Prátt fyrir nálega 400 ára lúthersku. Þessi um- mæli vöktu í sinni tíð gremju og andmæli. En það virðist þó svo, að þjóðin sé á síðari árum að sanna þessi ummæli hins merka kathólska kirkjuhöfðingja. Á eg þar við áheitin á Strandarkirkju í Selvogi. I kathólskum sið voru áheit algeng mjög. Póttu kirkjur góðar til slíkra hluta og verða vel við áheitum. Krossar og helgir dómar verða einnig vel við ýmsum óskum rnanna, svo sem kross- inn helgi í Kaldaðarnesi. Gjörðust þar jartein mikil og lækningar. Eftir siðabót minkaði mikið um áheit og kraftaverkatrú, enda var unnið gegn þeim af alefli af kirkjunnar mönnum. Þó varð áheitunum aldrei útrýmt með öllu. Og nú á síðari ár- um virðist trúin á Strandarkirkju hafa aukist mjög, enda mun hún vera eina kirkja landsins sem nokkuð verulega er heitið á. Síðan um 1920 hafa heit- gjafirnar til kirkju þessarar numið stórfé, sum árin milli 10 og 20 þús. krónum. Koma heitgjafir þessar úr öllum áttum, jafnvel frá útlöndum, og öllum stéttum, ríkum og fátækum. Mér er ekki kunnugt, hve algengt hefir verið hér nyrðra að heita á Strandarkirkju fyr á árum. En hin síðustu 2 ár er augljóst að áheitatrúin fer vaxandi hér. Að minsta kosti ber- ast mér peningar hvað eftir annað nú síðustu vikurnar, sem eg er beðinn að greiða kfyrir til Strandarkirkju, og upphæðirnar fara altaf vaxandi, Síðast bárust mérígærkr. 100 frá J. P. X og fyrir fáum dögum 5 kr., tvennar 10 kr. og 15 kr. frá N. N. Skömmu áður hafði eg sent biskupi 60 kr. nafnlausar og í vor afhenti eg honum 40 kr. frá fólki úr Ólafsfirði. Petta eru samtals 240 kr. síðan í maíraán- uði, og sagt er mér að meira sé á leiðinni, Sjálfsagt eru líka fleiri heit- gjafir héðan, en þær sem mér berast. Um gjafir þessar og áheitatrú er í sjálfu sér ekkert ilt að segja, og sízt vil eg verða til þess að draga úr fólkinu það sem henni liggur að baki. Hugsunin að launa fyrir uppfyllingu óskar sinnar er í sjálfu sér fögur. En eg vildi benda á annað, og það er, að Strandarkirkja er ekki orðin neitt þurfandi fyrir gjafir þessar. Hún er orðin iangrikasta kirkja landsins og hefir eiginlega ekkert við fé þetta að gera eins og er, enda búið að mestu að svifta hana fjárráðum og leggja þau í hendur stjórnarinnar. Væri nú ekki hugsanlegt að beina áheitunum í aðrar, meira þurfandi áttir? Við Akureyringar hyggjum á kirkju- byggingu og erum fjárþurfa. Því ekki að heita á hina ventanlegu Akureyrar- »

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.