Dagur - 28.11.1929, Blaðsíða 3

Dagur - 28.11.1929, Blaðsíða 3
49. tbl. DAGUH 199 • • » » <»-•-• kirkju? Það hefir verið gert og bless- ast vel. Fleiri stofnanir eru þurfandi fyrir fé og maklegar alls góðs. Eg hefi nýlega séð, að hugsað er hér um stofnun sjómannastofu á Akureyri. F*að er þarft verk. Sjúkrasjóður og bóka- safnssjóður Kristneshælis eru févana. Nemendasjóður Gagnfræðaskólans er hjálparheila fátækra fróðleiksfúsra ung- menna. Pví ekki að styðja þessar stofnanir, eins og kirkju suður í Sel- vogi, sem við eigum engar skyldur við og ekki er þurfandi fjárins ? Eg býst nú við að mæta þeirri mótbáru, að ekki þýði að heita á annað en Strandarkirkju, hún sé búin gegnum aldir að sýna og sanna mátt sinn. í því efni verður hver auðvitað að trúa því, sem honum finst bezt, en eg held, að hvaða góð stofnun eða fyrir- tæki sem er, verði jafnvel við óskum manna, ef trúin er á aðra hlið, hvort sem er Strandarkirkja eða Akureyrar- kirkja hin nýja. Akureyri 27. nóv. 1929. Friðrik J. Rafnar. Ú tlent. Sims keyti. (Frá Fréttastofu íslands). Rvík 27. nóv. París: Clemenceau er látinn (88 ára að aldri), var jarðaður i gær við hlið föður síns i dálitlum lundi í Vendeehéraði án kirkjulegrar at- hafnar eða nærveru prests. Clemen- ceau stendur uppréttur í gröfinni og horfir til hafs svo sem hann sjálfur hafði lagt fyrir. — Minning- arathöfn fór fram i þinginu, og öll frakkneska þjóðin syrgir þennan míkla mann sinn. Shanghai: Rússar halda áfram sókn í Mansjúriu. Kínverjar eru á undanhaldi og hafa mist fjölda manna, fallinna og særðra. Essen: Skáli einn á markaðstorgi hér sprakk af ókunnum ástæðum. 24 menn biðu bana og 26 særðust. Aflasala f Englandi er áframhald- andi góð; togarinn Karlsefni kom siðastur og seidi fyrir 1920 sterl.p. Böggild aðalræðismaður Dana í Canada er látinn af hjartabilun. • (Böggild var sendiherra Dana i Reykjavík um hríð). Lik Boga Melsteðs kom heim með e. s. íslandi og á að jarða það í Klausturhólum á fimtudag (i dag). Kveðjuathöfn fór fram i dóm- kirkjunni. Niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar Rvíkur fyrir 1930 eru 3,705,240,00 krónur. Útvarpsstjórastaðan auglýst laus, árslaun 7500,00 kr. — í hinu nýja húsi landssímans, sem bygt verður við Austurvöll, á að verða útvarps- salur. En hvort útvarpsstöðin verður komin upp fyrir Alþingishátíðina fer alveg eftir veðri í vetur. Rikisstjórnin hefir falið Pálma Loftssyni útgerð »Esju<, varðskip- anna, >Hermóðs< o. fl. skipa frá áramótum. Pálmi á einnig að end- urskoða og gera tillögur til endur- bóta um hið gamla, úrelta fyrir- komulag og rekstur flóabátanna. Guðbjöm Björnsson kaupmaður hér i bæ tók aér far með Drotningunni aíðait til Reykjavikur, til þess að ieita sér lækninga við þrálátum magakvilla, er hann þjáiit at. Erfingjar keisarans. A sínum tíma setti Nikulás II. rússa- keisari upphæð, sem svarar til 20 mil- jónum króna, í banka í Ameríku; hefir hann líklega ætlað að hafa þessa pen- inga til vara, þegar í harðbakkana slægi heima fyrir, og gripa til þeirra, ef svo færi að hann yrði að fara frá völd- um og hröklast úr landi. Nú er það kunn- ugra en frá þurfi að segja, að rúss- nesku byltingamennirnir sáu svo um, að keisarinn aldrei þurfti á hvorki þessu fé né neinu öðru að halda f þessum heiini. En nú sem stendur vekja miljónir keisarans samt eftirtekt, því nú hafa komið fram þrír aðilar, sem deila um arfinn fyrir dómstólunum í Ameríku. — Romanov-fjölskyldan, sem er gamla keisaraættin og nú lifir landflótta, krefst auðvitað að taka arf eftir keisarann, en hið sama gerir einnlg rússneska Sovjet-stjórnin, sem telur sig vera réttan aðila til arfs eftir fyrirrennara sinn. Priðji arfskrefjandinn er kona nokk- ur, sem gengur undir nafninu madame Tjaikolski. Henni skaut upp í Berlínar- borg fyrir nokkrum árum, og fullyrðir hún, að hún sé enginn önnur en stór- furstaynja flnaslasia, yngsta dóttir keis- arans; kvaðst hún hafa komist undan, er blóðbaðið á keisarafjölskyldunni fór fram, en það þótti lítt trúlegt, enda hafa aðrir ættingjar keisarans, sem á lífi voru, ekki villað kannast við hana. — þetta erfðamál er eitt hið flókn- asta, og síðast er fréttist var ekkert víst um úrsiit þess. Egyptaland sjálfstætt. Fyrir nokkru síðan vakti það athygli manna úti í heiminum, að England og Egyptaland höfðu gert samning sín á milli, sem gerði Egyptaland að fullvalda ríki. Eins og kunnugt er komst Egypta- land á sfnum tíma undir veldi Tyrkja, en er Tyrkjaveldi tók að hnigna á seinni hluta 19. aldar, vora raargir við- búnir að skifta reitum »hins sjúka manns«. En Tyrkir urðu lífseigari en við var búist, þó tókst stórveld- unum að hrifsa tii sín ýmsa feita bita — m. a. náðu Englendingar öllum yfirráðum yfir Egyptalandi, jafnvel þótt landið að nafninu til lyti Tyrkjasoldáni fram að heimsstyrjöldinni. Síðan styrj- öldinni lauk, hefir farið þjóðernisvakn- ingaralda yfir landið, og landsmenn hafa iátið í ljósi vaxandi óánægju með afskifti og yfirráð Breta f landinu. Hafa oft verið óeirðir og dylgjur, og varð samkomulagið litlu betra þótt Bretar gæfu landinu skinsjálfstæði. Peir höfðu herlið i landinu samt sem áður og yfirráðum þeirra var enganvegin lokið. — Eftir þessum nýja samningi, sem verkamannastjórnin enska nú hefir gert við Egypta, eiga Englendingar smám saman að flytja herlið sitt burt úr landinu, og ekki hafa þar lið til annars en að gæta Suezskurðarins. Bæði ríkin skuldbinda sig til að styðja hvort annað bæði í friði og stríði, og England hefir skuldbundið sig til að stuðla að því, að Egyptaland fái inn- göngu í Alþjóðabandalagið. — Petta virðist nú alt lofa góðu, hverjar sem efndirnar kunna að verða f framtíðinni. LagarfOSS kom hingað um ifðuatu helgi að austan og frá útlöndum. Hatldór Ásgeirssoo kjötbúðantjóri, tók sérfartil útlanda með akiplnu »Nornan< í siðuatu viku, Trésmiðafélag Akureyrar heldur fund i lðnaðarmannahúsinu föstudaginn 29. nóvember kl. 8 e. h Verkefni: kauptaxtinn og vetrarstarfsemi félagsins. — Áriðandi að allir félagsmenn mæti stundvíslega. StjÓmín. F r éttir. Dánardægur. Hinn 21. þ. m. andaðist að heimili sínu, Spónsgerði í Arnarnes- hreppi Margrét Stefánsdóttir, ekkja eftir Marz Kristjánsion, sem dáinn er fyrir mörg- um árum. Voru þau hjónin, Marz og Mar- grét, búandi frammi í Eyjafirði og síðar úti í Kræklingahlíð. Varð þeim 10 barna auðið, en aðeins tvö þeirra eru á lífi, Ste- fán bóndi í Spónsgerði og Quðrún hús- freyja í Baldurshaga í Qlæsibæjarhreppi. Margrét sál. var fædd árið 1844 og var því orðin hálf níræð að aldri. Þrátt fyrir sinn háa aldur, hafði Margrét íulla fótavist og dágóða heilsu fram til hins síðasta- Hún var hin mesta trúleikskona, sistarfandi, svo að henni féll aldrei verk úr hendi. Vann hún öll sín verk hávaðaiaust og af einstakri skyldurækni, en var engin út- sláttarkona á neina iund. Síra Sigurður Einarsson, $á hinn sami er íhaldsblöðunum hefir orðið alltíðrætt um að undanförnu, hefir flutt erindi bæði í Reykjavík og Hafnarfirði nú fyrir skömmu. Erindi þetta nefnir hann »Tveir uppreisn- armenn og æskulýður Mið-Evrópu< og fjallar um forstöðumenn tveggja skóla, er annar tékkneskur en hinn þýzkur. Erindi sr. Sigurðar hefir fengið mikla aðsókn og einróma lof. Áheit á Sirandarkirkju. í sumar úg haust hafa blaðinu verið sendar eftirfylgjandi upphæðir tii Strandarkirkju: Frá N. N. 10 kr., frá N. N. 15 kr., frá J. Þ. X. 100 kr., frá Á. 50 kr. Höfum vér afhent sóknarprestinum þessa peninga og hann Iofað að koma þeim til skila. Kefnd sú, er skipuð var í fyrra, til þess að hafa eftirlit með kornvörubirgðum verzl- ana hér í bæ, kom saman á föstudaginn var. Fyrir lágu skýrslur, er bæjarstjóri hafði safnað, um birgðirnar hér í nóvember. Reyndust þær svo miklar, að ekki þótti ástæða til að grípa til neinna sérstakra ráðstafana i þessu efni. Langsamlega mest- ur forði var hjá K. E. A. og þar næst hjá Höepfners-verzlun. Kolabirgðir reyndust og svo miklar, að ekki gerðist heldur þöri ráðstafana í þá átt. Pað var fyrir áeggjan og tilstilli Kaup- félags Eyfirðinga, að nefnd þessi var sett á fót, og að kornvörubirgðir verzlana eru nú undir opinberu eftirliti, enda gengur það á undan í þvi að byrgja sig upp af umræddum vörum. Á bæjarstjórnarfundi íyrra þriðjudag var samþykt með eins atkvæðis mun að gera það að skilyrði fyrir styrkveitingu til Leik- félags Akureyrar, að bæjarstjórnin kjósi þriggja manna nefnd, til þess að hafa ihlutunarrétt um val þeirra leikrita, sem félagið tekur til sýninga. Mælist það mis- jafnlega fyrir að setja starfsemi félagsins í þenna hátt undir opinbert eftirlít. Lady Hamiiton nefnist mynd, er Nýja Bió sýnir um þessar mundir. Er hún i 12 þátt- um og án efa einhver stórfenglegasta og áhrifamesta mynd, er hérhefir verið sýnd. Er enska sjóhetjan, Nélson, ein aðalper- sónan og Lady Hamilton ástmey hans önnur. Er meðal annars sýnd hin stór- felda sjóorusta við TrafalRar, þar sem Nelson féll ligri hrósandi. Grá hryssa er í óskilum á Eyjafjarðardal. Mark: Stýft fjöður og biti aftan hægra, ó- markað vinstra. Eigandi vitji hennar til undírritaðs og borgi áfallinn kostnað. Ounnar Jónsson, Tjörnum. VI M hreinsar öll óhreinindi (á heimil- unum. Notið það til að gera skínandi fagra, potta, pönnur, bað- ker, skálar, tígulsteina, krana, veggi, linoleum-gólfdúka, leirílát, gier, hnífa og gafla. Lever Bros. Ltd., Port Sunlight, England. WV 3 3. Dansleikur gengst kvenfélagið Framtíðin fyrir að haldinn verðí hér í bæ 1. des. Ágóðinn rennur í byggingarsjóð gamai- mennahælisini. Ársrit Nemendasambands Laugaskóla, gefið út á þessu ári, hefir Degi verið sent. Rit þetta stendur hinum fyrri Ársritum sambandsins alls ekki að baki og hafa þau þó ekki verið af vanefnum gerð. Tómas Tryggvason skrifar um Fljótsheiði, Laufey Einarsdóttir (ráð- herra) um Guðrúnu Ósvífursdóttur, Bragi Sigurjónsson um Guðmund Frið- jónsson og Kristján Júlíusson um Theó- dór Friðriksson. Þessar fjórar ritgerðir, sem nú hafa verið nefndar, taka yfir rúmar 70 blaðsíður ritsins, sem alls er 10 arkir að stærð, og eru þær allar prýðilega úr garði gerðar að efni, efnis- meðferð og lipurri en þó þróttmikilli hugsun. Veita þær lesaranum mikla á- nægju og eru skólanum til ósvikinnar sæmdar. — Pá birtast nokkur kvæði eftir Kára Tryggvason, Völund Guð- mundsson, Sigfríði Jónsdóttur, Ingi- björgu Tryggvadóttur og Pál H. Jóns- son. Enn er f ritinu kveðja til Nenenda- sambandsins frá Póroddi Guðmundsyni, er stundar nám í Noregi. Laugamanna- annáll eftir Konráð Erlendsson kennara, sitt af hverju um Laugaskóla eftir skóla- stjórann, Arnór Sigurjónsson, og ýmis- legt fleira. Síðast er svo skýrsla um skólann veturinn 1928 — 1929. Voru 32 nemendur f eldri deild, 48 í yngri deild og auk þess 8 óreglulegir nem- endur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.