Dagur - 12.12.1929, Síða 2

Dagur - 12.12.1929, Síða 2
208 BSGOB 52. tbt. Sj k JMyir ávextir Epli, íágæt tegund . . . . kr. 1.20 kg, Appelsínur.15 au. og 25 au. stk. Vínber...... . . . kr. 2.00 kg. Þurkaðir ávextir allar tegundir. Kaupfélag Eyfirðinga. mtmmmmmmmm Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10-6. Guðr. Funch-Rasmussen. gæfni, áður en hann kvað upp á- fellisdóm sinn yfir henni. Út yfir tekur þó meðferð O. F. á síðustu sögunni, »Mannleg nátt- úra«. — Sagan er skemtisaga — en um leið talsvert meira en venju- lega er lagt í það orð. Um hana verður að segja hið sama og um báðar hinar fyrri, að hún er rök- rétt — hinum sálfræðilegu rökum hennar skeikar hvergi. — F*ví skeyt- ir O. F. engu, hann sér aðeins hina ytri hlið, að samtölin séu eðli- leg (nú, það er í sjálfu sér mikið). Aftur á móti verður orðbragð, og liklega hugsunarháttur, sjómann- anna, sem skýrt er frá, honum að ásteytingar3teini. Er það uppgerð, eða er það alvara? - En hvort sem heldur er, verður ekki annað sagt, en það sé nokkuð mikill tepruskapur, að hneykslast eða lát- ast hneykslast, á samtölunum, sem fram fara milli sjómannanna — »mjög hráa klámsðgu*, segir hann að skipstjóri segi mönnum sínum, og ennfremur: »í þessari sögu ber hráætið skáldskapinn ofurliði*. Eg býst við, að hann með »hráu« og »hráæti« skilji það sama og átt er við með dönsku orðunum »raat« og »Raahed< — og í þessu sam- bandi yrði það þá, að sagan væri eitthvað sérstaklega klúr í orðum — en ef farið er að athuga orða- Jag sögunnar, verður það eftir þeim skílningi dálítið einkennilegt, að þeg- ar dregin eru frá nokkur blótsyrði, sem / sjómenn láta falla, finst ekkert klúryrði í sögunni. Nú gæti mað- ur auðvitað búist við, að sjómenn kvæðu dálítið frekar að í sinn hóp en gert er, mætti þá — og með meira rétti — setja það út á sög- una, að um of væri dregið úr! Þegar á alt er litið, virðist þessi helgihjúpur, sem O. F. dregur yfir s'g. °g sá gamal-jómfrú-tepruskap- ur, sem kemur fram í dómi hans um þessa sögu, fara honum frem- ur illa — og geti hann ekki þolað orðbragð Hagalíns, eins og það kemur fram hér, mun honum ganga illa að þola orðbragð margra þeirra, sem þó hafa verið taldir til heldri skáldanna, Hvað mundi hann t, d. segja um Shakespeare, Anatóle France og Strindberg? — til þess nú ekki að nefna skáld eins og Hamsun, Heidenstam, Sigrid Und- set, Sinc'air Lewis eða Albert Eng- ström, og eru þó ótalin fjölda- mörg önnur skáld — og þar á meðal fléiri þeirra, er unnið hafa Nobels- verðlaunin — sem G. F. hlyti að fælast eins og fjandann og fordæma, ef hann hefði tekið sjálfan sig og dóm sinn um Hagaiín alvarlega. — Pótt eg hafi nú verið nokkuð langorður um þennan ritdóm Ouð- mundar Friðjónssonar og bók Guð- mundar Hagalíns í sambandi við hann, vil eg nú að lokum benda bæði honum og öðrum á, að í raun Og veru stendur bókin ekki né fell- ur með áliti hans — eða mínu — á henni, en með hinu innra verðmæti, sem í henni sjálfri felst. Dómur, sem kveðinn er upp yfir henni eft- ir röngum forsendum og af hrein- um misskilningi, gerir þar hvorki frá né til að öðru leyti en því, að hann getur vilt .fyrir almenningi í svipinn. — En sökum þess álits, sem eg hefi á Guðmundi Friðjóns- syni, þykir mér það leiðinlegt, að einmitt hann skyldi verða tii þess að kveða upp slíkan dóm um þessa bók, að eg hefi orðið að á.íta það beina réttlætisskyldu að mótmæla honum. Friðrik flsmundsson Brekkan. i Símskeyt i. (Frá Fréttastofu íslands). Rvík 11. des. Uppreistarmönnum i Kína vex stöðugt fylgi. Nankingstjórninni er hætta búin. London: Ofsastormur hefirgeys- að á Bretlandseyjum, síðan á laug- ardag. Er það langmesti stormur, sem sögur fara af þar; stormhraðinn alt að 175 km. á klukkustund. Útlit er fyrir, að stormurinn haldi áfram. Skip hafa strandað tugum saman. Stóru milliálfuskipin hafa komið stórskemmd til hafna. Eimskipið Radyr hefir farist með 25 manns. ítalskt skip fórst í Gascogneflóa; 36 menn druknuðu, en 5 var bjargað. 7 menn hafa farist í landi. Rvfk: Bæjarsíjórnarkosningar eru þegar að verða aðalumræðumál manna og blaðaumræður að byrja Fallegar jólagjafir! Áfar fjölbreytt ÚRVAL nýmóðins handtöskum og veskjum fyrir dömur og börn, peningabuddur, seðlaveski, ferðakoffort, mjög skrautlegir vasar og krúsir, ilmvatn, púður og sápur, jólatrésskraut, sérlega fallegt, barnaleikföng, krystalsvasar og skálar, gullfalleg cigarettuveski, manicurekassar, ilmvatnssprautur, klukkur og ótal margt fleira nýkomið og afar ódýrt í Ryek B-Deild. um þær. Aðalflokkarnir 3 koma fram með lista og möguleiki fyrir sérstökum kvennalista. Heyrst hefir, að listi Framsóknarflokksins verði þannig skipaður efstu mönnum: Hermann Jónasson lögreglustjóri, Páll Eggert prófessor, frú Aðalbjörg Sigurðardóttir, Guðmundur Thor- oddsen prófessor o. s. frv. Mjólkurbú Flóamanna er tekið til starfa og farið að selja afurðir hér. -----o----- F réttir. Héraðssköli í Eyjalirði. Samband ung. mennafélaga í Eyjafirði efnir nú til happ- drættis til ágóða fyrir héraðsskólasjóð sinn. Fylkja félögin sér hér um góðan málstað, og ætti það því að vera metnaður hvers héraðsbúa að veita þeim hvatning og fylgi til fulls sigurs. — Auk þess er ínun meiri gróðavon fyrir þá, sem freista gæfunnar í þessu happdrætti, en svo mörgum öðrum >lotterium<, sem þó duga lélegri hugsjónum. Meðal fleiri góðra muna verður dregið um húnvetnskan reíðhest, komungan (400 kr.), málverh eftir Freymóð Jóhannsson (300 kr.), nýja ljósmyndavél o. fl. Happdrætti þetta er bundið þessum reglum: « 1. Tala útgefinna happdrættisseðla er 3000. (Hver seðill seldur á 1 kr.). 2. flðgóöi allur rennur til Héraússkólasjóðs U. M. S. E. 3. Dregið verður í happdrættinu undir lögreglueftirliti NotarÍUS publÍCUS í Eyja- fjarðarsýsiu fyrsta sumardag 1930. 4. Númer seðla þeirra, er út verða dregnir, skulu birt í fjöllesnu blaði á Akureyri. Reglur þessar eru samþyktar af hlutað- eigandi yfirvaldi. Góðir menn ættu að kaupa hugmynd þessa, með þvi að kaupa seðlana. Þá mun og héraðsskólinn vænlegur til áheita, engu síður en margar aðrar væntanlegar menn- ingarstofnanir. Brúarfoss kóm hingað á þriðjudags- kvöldið og fór í morgun- Bæjarstjórnarkosnjngin hér í bæ er ákveðíð að fari fram þann 14. jan. næstk, og eiga framboðsiistar samkvæmt því að vera fram komnir í siðasta iagi kl. 12 á hádegi á gamlársdag. Sdngur Hreins Pálssonar á sunnudaginn var afbragðsvel sóttur og var söngmann- inum tekið með miklum fögnuði af mann- fjöldanum, höfðu margir orð á þvi, að fegurri, þróttmeiri og náttúrlegri söng hefðu þeir aidrei heyrt. Hin ósvikna rödd og meðferð H. P. hreif áheyrendur. Mun honum óhætt að efna til söngskemmtunar á ný; menn þreytast ekki á að hlusta á hann. Fyririestur >um dauðaun< flutti Valde- mar Steffensen læknir i Samkomuhúsinu á laugardagskvöldið var. Efni fyrirlestrarins var vísindalegs, en ekki trúarlegs, eðlis. Aðsókn var mikil, og gerðu menn góðan róm að þessu erindi læknisins. Sigvaldi læknir Kaldalóns heur tekíð veit- ingu Keflavíkurhéraðs þrátt fyrir mótmæli Læknafélagsins. Mælt er, að félagið hafi gert hann rækan fyrir óþægð við sig, en hann lætur hvergi kúgast, enda var það vitaniegt áður, að hann æskti mjög eftir að fá þetta læknishérað. Málaferli syðra. Mæit er, að tveir lækn- ar, Matthías Einarsson í Reykjavík og Bjarni Snæbjörnsson í Hafnarfirði, hafi höfðað mál á hendur dómsmálaráðherra út af illri meðferð á þeim í grein í Tím- anum. Stendur sú grein í sambandi við uppreisn Læknafélagsins gegn rikisvaldinu og er lesin af mikilli áfergju um land alt. Pá hefir Pálini Hannesson rektor höfðað mál gegn íhaldsblöðunum syðra fyrir ilimæli um sig. Kvöldskemtun hafði kvenfélagið Fram- tíðin í Nýja Bíó á þriðjudagskvöldið. Til skemtunar var söngur, hornaspil og kvik- mynd. Ágóðinn rennur til glaðningar gam- almenna og barna fyrir jólin. Hjónaband. Ungfrú Friðfinna Hrólfsdóttir og Viktor A. Kristjánsson, tn heimilis hér í bæ. eru bezt. — Fást hjá Tömasi Björnssyni, Akureyri.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.