Dagur - 19.12.1929, Page 1

Dagur - 19.12.1929, Page 1
D AOUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanxis- son í Kaupfélagi Eyfirö- inga. ••••T I. ár. • • t t • •- XII. -+ • • • Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þ4r, Noröurgötu 3. Talsfmi 112 Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin tO af- greiðslumanns fyrir 1. dee. - • -•-•-•- Akureyri, 19. desember 1929. • -■♦■ #"•■'♦-• # #'■## # ? 54. tbl. ► -#-♦-• ♦ ♦-♦-♦ ♦-♦-•-♦ ♦-♦-< -♦■♦-♦-♦■ ♦ < -♦-♦■■♦■■♦■♦ -♦-♦♦■♦ i Lögin og borgararnir. í bl. »Verkam.« sem út kom fyrra þriðjudag stóð grein, sem nefnist »Verstu útgjöldin*. Var þar réttilega á það bent, að verstu og þyngstu útgjöldjn stæðu ekki í sambandi við hin opinberu gjöld, útsvörin til bæjarins o. s. frv. heldur væru þau fólgin í ýmsum hégóma, sem fólk leyfði sér að hafa um hönd, og þá sérstaklega því, sem fleygterút fyrir áfenga drykki. Um áfengisútsölustaðinn hér i bænum segir höf. greinarinnar í því sam- bandi á þá leið, að ekki gæti það talist nein furða, þótt einhverjir yrðu til að láta »greipar sópa um þennan mesta óþrjfablett bæjarins og brytu þar ailar flöskur og bæru á sæ út.* Bl. »íslendingur« (13. des. s.l.) gerir nokkrar athugasemdir við þessi ummæli, og kallar blaðið þau »hvatningu til verknaðar, sem kæmi þeim er drýgðu hann beipt í tugt- húsið og stimplaði þá sem glæpa- menn.f Jafnvel þótt þetta sé nú að öllum líkindum nokkuð freklega til orða tekið, þá getur það engum vafa verið bundið, að »ísl.« hefir rétt fyrir sér í því, að væri sá verknaður framinn, sem minst er á i umræddri grein í »Verkam.«, þá væri það lögbrot, og það er ekki ástæða til ætla annað, en að því yrði hegnt sem lög frekast stæðu til. En nú stendur svo einkennilega á, að þegar hinar mismunandi skoðanir, sem koma fram í þessum tveim blöðum, eru athugaðar og bornar saman, þá hlýtur sú spurning að vakna, hvort lögin séu tii vegna borgaranna eða borgararnir aðeins til að hlýðnast lögunum. — Pað getur nefnilega staðið svo á, að verknaður, sem er beint brot gegn gildandi lögum, sé siðferðislega réttmætur, og hverjum, sem líta vill á málefnin hlutdrægnislaust og frá skynsamlegu sjónarmiði, hlýtur að verða það ljóst, að verknaður sá, er höf. greinarinnar í »Verkam.« hvetur til, og sem »ísl.« aðvarar í mót, gæti verið það. Yrði það þá að skoðast sem réttmæt sjálfsvörn borgaranna, til þess að hrinda af sér böli og þyngslum, sem lögin gætu ekki losað þá við. Aðvörun »ísl.« gæti einnig skilist á þann veg, að tilfinningin fyrir réttmæti verknaðarins gæti orðið til þess að draga úr ótta manna við afleiðing- arnar, ogað þeir þessvegna mundu hætta sér of langt og stofna til vandræða fyrir sjálfa sig og aðra. — Út af fyrir sig væri það engan veginn rétt að víta blaðið fyrir þessa aðvörun, getur hún að sjálfsögðu verið vel meint, því auðvitað ber öllum borgurum ríkisins að virða lög þess og aldrei rasa fyrir ráð fram né grípa til óyndisúrræða að nauðsynjalausu. En nú eru aðrar hliðar málsins sem vert er að athuga; og liggur þá beinast við að spyrja: Úr því borgararnir eru sérstaklega varaðir við þessu lögbroti, sem undir viss- um kringumstæðum væri hægt að réttlæta siðferðislega, hvernigstendur þá á því að þeir svo sjaldan eru opinberlega varaðir við öðrum lög- brotum, sem er á almanna vitorði að framin eru þrásinnis hér í bæn- um, og sem í eðli sínu eru þannig, að þau vel gætu neytt siðsama borgara til að grípa til örþrifaráða í sjálfsvarnar-skyni ? — Fyrir utan ýmislegt ógeðslegt og óheilbrigt, sem stendur í sambandi við áfeng- isútsöluna og bent var á í greininni í »Verkam.«, er ómögulegt að mótmæla því með nokkurri sann- girni, að hún er bein og óbein orsök til fjölmargra lögbrota, sem framin eru, vegna þess að þau þrífast að nokkru leyti í skjóli hennar og að nókkru leyti í blóra við hana. Pað et kunnara en frá þurfi að skýra, að drykkjuskapurinn er tals- vert mikil! hér i bæ, og má þá auðvitað gera ráð fyrir að mestur hluti þess áfengis, sem menn neyta, sé komið gegnum áfengisútsöluna, þó að auðvitað megi gera ráð fyrir ólöglegum innfiutningi áfengis líka, þar sem dæmin sýna, að eftirlitið með að áfengislögunum sé framfylgt er mjög slælegt. Afleiðingin af þessu hvorutveggju, áfengisaustrinum og hinu lélega eftirliti, er, að algengt er að sjá mjög ölvaða menn á al- manna færi eða slaga eftir götum bæjarins sjálfum sér til vansa og öðrum til áreitnis, og varðar þó slíkt framferði við lög; það er á almennings vitorði, að á hótelum bæjarins, flestum eða jafnvel ðllum, er áfengi haft um hönd eftirlits- laust og vítalaust af hálfu löggæzlu- manna; ennfremur hefir oft verið undan því kvartað, að samkomur, sem haldnar eru hér í bæ eða í sveitum hér nærlendis, geti ekki farið sómasamlega fram sökum hneykslanlegs framferðis ölv- aðra manna, sem troða sér þar inn og spilla friði og góðum siðum. Mætti þannig telja lengi upp, þvl af nógu er að taka. En öllum er það vitanlegt, að alt þetta og margt annað, sem stendur í sambandi við það, ekki einungis er brot gcgn allri siðmenningu og almennu vel- sæmi.en er einnig beinlínis brotgegn gildandi lögum landsins. — Pví er borgurunum ekki bent á það og afleiðingar þær, er það getur haft — og lögum samkvæmt á að hafa — fyrir þá? Svarið virðist vera það, að þegar um eftirlit með áfengislögunum er að ræða, lítur helzt út fyrir að lög- gæzla bæjarins og héraðsins stein- sofi með öðru auganu en dragi hitt svo vandlega í pung, að hún með því þurfi ekki að sjá annað en það, sem hún vill sjá. Ef maður nú hugsaði sér, að einhverjir borgarar bæjarins, einn góðan veðurdag færu að hugsa sem svo: »Úr því lögunum er ekki hlýtt, og mönnum helzt uppi að brjóta þau, án þess neitt sé aðhafst, til þess að halda uppi góðri reglu, þá virðist ekki annað vera fyrir hendi, en að við tökum til okkar eigin ráða.« Og að þeir svo færu inn í áfengisútsöluna og »brytu þar allar flöskur og bæru á sæ út», og losuðu bæinn þannig við þann ófögnuð, sem á óheiilastund var þröngvað upp á þjóðina af erlend- um yfirgangi — hvernig mundu þá verðir laga og réttar taka þvi? Lík- lega létu þeir þá ekki á sér standa, til þess að vernda hið löghelgaða ástand i landinu? Sé svo, er við- vörun »ísl.« alveg réttmæt — og auðvitað ættu ailir að geta skilið, að engin þörf er á að vara menn við lögbrotum, sem látin eru afskifta- laus! -----o----- Ritfregnir. »Dropar«. Hið failega og smekklega jólahefti »Dropar«, sera frú Guðrún Erlingsson gaf út fyrir tveimur árum sfðan náði míklum vinsældum, enda var það fjölbreytt að efni og læsilegt mjög, prýtt góðum myndum eftir ísienzka listaraenn og aliur frágangur var hinn bezti. En það einkennilegasta við heftið var þó það, að alt lesmál í því — sögur og kvæði — var frumsamið eftir íslenzkar konur — og í raun og veru var það mjög frumleg hugsun að gefa þannig út safn þess, sem konur, eldri og yngri, í landinu rituðu, f þeim tilgangi, að það yrði þjóðinni til skemtunar og uppbyggingar um jólin — hátíð heimilanna. Pessi tilraun frú Guðrúnar fyrir jólin 1927, mun af eðlilegum ástæðum hafa mælst svo vel fyrir, að það hefir gefið henni ástæðu til að gefa nú út nýtt hefti samskonar af »Dropum«. Petta hefti er að því leyti líkt hinu fyrra að það birtist í sama ytri búningi, er jafn fallegt og smekklegt að frágangi, myndirnar eru eftir íslenzka listamenn, einsog t.d. Einar Jónsson og Jóhannes Kjarval, og efnið er frumsamið af íslenzkum konum, og verður við það að kannast, að þær geta dúkað og fram- reitt »jólaborð« einnig í andlegum skilningi. Auðvitað er hér ekki um stórfeldan skáldskáp að ræða, enda mun það í sjálfu sér ekki hafa verið tilætlunin. En alt er það læsilegt og aðlaðandi. — Og eins og *í fyrra heftinu eru það bæði hinar eldri og hinar yngri, sem þarna taka höndum saman — má þar fyrst og fremst nefna systurnar, Ólíuu og Herdísi Andrésdætur og Ólöfu frá Hlöðum. — Á meðal hinna yngri er það einkum ein sem vekur eftirtekt, enda á hún það lang eftirtektarverðasta, sem heftið hefir að geyma, en það er Svanhildur Porsteinsdóttir (Erlingsson- ar) með smásögu sína »Sigrún«. í fyrra hefti »Dropa« hafði Svan- hildur talsvert langt æfintýri, og þótt það í skáldlegu gildi gæti ekki jafnast á við hin gullvægu æfintýri föður hennar, þá var þó þegar í því eitt- hvað, sem eins og sór sig í ættina. — Pessi saga hennar er raunsæissaga — en vel, hispurslaust og djarflega sögð raunasaga ungrar stúlku, en samtímis verður sagan óður hinnar óeigingjörnu ástar. Sýnir Svanhildur Porsteinsdóttir með henni, að hún er góður frásagnari og að hún hefir gert sjálfstæðar sál- fræðilegar athuganir, sem hún getur sett fram í skáldskap. Væri óskandi að hún kæmi aftur fram á sjónarsviðið með sögur — og væri þá vert að óska um leið að hinn mikli og glæsilegi föður- arfur hennar bæri hana ekki ofurliði, en yrði henni stöðug andleg stoð og hvatning. »Dropar« ættu að vera kærkominn jólagestur á sem flest íslenzk heimili. JónMaynússon: Hjarðir. Reykjavík 1929- Fyrir nokkrum árum kom út kvæða- safn, sem nefndist »Bláskógar«. Höf- undur þess var áður pþektur eða lítt þektur haftdverksmaður í Reykjavík. Jön Magnússon að nafni. Síðan höfum vér átt kost á að lesa kvæði eftir þennan sama höfund i tímaritum, og má víst fullyrða það, að hann stöðugt vann sér meiri vinsældir við frekari viðkynningu. »Bláskógar« vakti þegar talsverða eft- irtekt, svo það undrar í raun og veru engan sem nú les »Hjarðir« þótt þar komi í Ijós skáldskapur, sem að vísu

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.