Dagur


Dagur - 19.12.1929, Qupperneq 3

Dagur - 19.12.1929, Qupperneq 3
54. tbl. DAGUE 215 #-#--#-#-#--#-•-#-# -• #-• •--#-#- • • • • # #-•-#-•-# # # •■# • ■#■ •-#- #- • #-#-#- #-• • #-• # • # #-#-#-#-# #-#-#-#-#-#-#-#-#-•-•-# #-# -# • #-# « o #•## #- Verzlun Péfurs H. Lárussonar SKÓBÚÐIN. Mikil verðlœkkun á eldri tegundum. Margt nýtt með Iágmarks- verði. Nýjar gerðir af »Columbus« karlm. skóm. 10-20°|0 afsláttur á karlm.- og kven- SOKKUM. Legghlíf- ar. Ö k 1 a s o k k a r. DEILMN. 10°|0 afsláttur á suðu- súkkulaði. Mikið úrval af konfektks. og át- súkkulaði. Kex, Sultu- tau, Gr. baunir. Br. & malað kaffi. SPIL. Til húsgagnafágunar: Liq- uid Veneer. Tóbaks- vörur: Vindlar, reyk- tóbak, cigarettur. Reykiarpipur. Ávextir. Langfjölbreyttasta urvalið í fallegum og nýmóðins karlmannabindum og slaufum, silkitreflum og allskonar fallegum ' er hjá BALD. RYEL. Langbeztar og ódýrastar karlm. SKINNHÚFUR einkar hentugar kuldahúfur nýkomnar til BALDVIN RYEL. Fr éttir. »Djóðlegar inyndir« og »Myndabók barna En hér er það orðið að venju, hver étur eftir öðrum, að úthrópa sjúkrahúsið fyrir sólarleysið. Þess ber þó að gæta að öll birta er sói- árbirta og getur jafnt sjúkum sem heilbrigðum vegnað vel þó ekki skíni ætíð sól. Annars er það álitamál, samkvæmt upplýsingum höfundarins, hvort sólin hefði gagnað sj úkrastofunum úr því ekki var sérstakt gler fyrir útbláa geisla. Hvað snertir aðbúð og hjúkrun skal eg annars geta þess, sem eg hefi oft orðið var við, að þeir sem sjálfir eru augnaþénarar og sóð- ar eru háværastir um aðfinningar og mestir gikkir, þó vel sé við þá gert. En oft hefir það glatt mig, að útlendir lseknar, sem hingað hafa komið, hafa mjög lokið lofs- oi'ði á sjúkrahúsið og þá ekki síð- ur margir útlendir sjómenn, sem þar hafa legið. Ýmsir þeirra hafa jafnvel kveðið svo'um, að þó þeir hafi legið á ýmsum sjúkrahúsum víða um heim, þá hafi livergi farið betur um þá en á Akureyrar- sjúkrahúsi. Eg læt nú þetta nægja að sinni og vil svo þakka greinarhöfundin- um fyrir, að hann gaf mér svo gott tilefni til að svara opinber- lega og bera blak af mér út af öllu því níði og baknagi, sem eg hefi orðið var við í garð sjúkrahússins og mín, því það verð eg að segja, að þó eg sé nokkuð harðgerður, þá hefi eg þolað fyrir það þyngri sorgir en margan grunar. Að endingu er eg höf. þakklát- ur fyrir að hann tekur fyrstur undir það með mér hér í blaðinu að reisa þurfi nýtt og vandað sjúkrahús, en eg lít svo á, að það sé ekki vegna birtuleysis eða loft- leysis í þessu gamla, heldur af því að herbergjaskipun þess er mjög óhentug og það er orðið of lítið. Stgr. Matthíasson. ------o---- Karlakór Akureyrar hinn nýi söngflokkur, sem hr. Ás- kell Snorrason hefir æft og stjórnað, söng í fyrsta sinn opin- berlega í Samkomuhúsinu s. 1. iaugardagskvöld. Áheyrendur voru margir og, eftir því sem bezt varð dæmt, þakklátir. Þegar á það er litið hversu nýr þessi söngflokkur er og hvernig hann er samansett- ur verður ekki annað sagt en að árangurinn af starfi söngstjórans sé aðdáunarverður. Það eru marg- ar góðar raddir í flokknum, og þegar söngstjórinn hefir haft tækifæri til að æfa til fullnustu og geía ráð viðvíkjandi myndun tónanna, verða þær ennþá betri. Flest lögin, sem sungin voru hljómuðu bæði vel og með tilfinn- ingu. Stundum virtist sem tenor- raddirnar væru dálítið hásar og dró það nokkuð úr hljómfegurð- inni. — Bezt fanst mér flokknum takast með hin kraftmiklu lög: »Á ferð«, »Skarphéðinn«, »Sam- sætislok« og »Rötnams Knut«. — Hr. Áskell Snprrason og »Karla- kór Akureyrar« hafa farið vel af stað, og má vænta sér mikils af áframhaldsstarfsemi þeirra. E. F. B. -----o------ S i m s k ey t i. (Frá Fréttastofu Islandrx). Rvík 18. des. kl. 8.30. London: Botnvörpungar, sem saknað var í Englandi, eftir að ofviðrinu slotaði, eru allir komnir fram. Bíldudal: í nótt brunnu 3 hús í Bíldudal; voru þau áður eign P. J. Thorsteinsson. Eitt var stórt íveruhús. Ókunnugt um eldsupp- tök. — Fregnir ógreinilegar enn. Kirkjumálanefndin hefir unnið að sumum, en fullgert önnur eft- irtaldra frumvarpa: Um kirkju-. ráð, veitingu prestakalla, kirkjur, höfuðkirknasjóð, höfuðkirkjur, bókasöfn prestakalla utanfarar- styrk presta, embættiskostnað presta, húsabyggingar á prests- setrum. Berlín: Ríkisstjórnin hefir fengið traustsyfirlýsingu í þing- inu. Vestmannaeyjum: útsvör eru áætluð 174.765 kr.; eru þau 37 þús. kr. lægri en í fyrra; fjár- hagsáætlunin afgreidd. Bæjar- stjórnarkosning fer fram 4. jan. Báðir bankarnir hafa lækkað forvexti um[/2%. Egill Hjálmarsson hefir játað, að hann hafi framið morðið, áður en hann stal peningunum. Sjómenn hafa felt tillögur um kjör sjómanna á línuveiðurum. Tillögurnar miðuðust við það, að premían skyldi fara eftir verð- gildi fiskjarins. Sjóínenn felldu tillögurnar með samhljóða at- kvæðum. Rvík 18. ds. kl. 11.15. isafirði í gærkveldi: í gærkvöld brann íbúðarverzlunarhús á Bíldu- dal, ásamt tveimur útihúsinn. Einnig kviknaði 1 símastöðinni, en varð slökkt, án þess. mikill skaði yrði. Ókunnugt um eldsupp- tökin. Búð og skrifstofu var lokað kl. 71/2, en húsið stóð í björtu báli kl. 8%. Hannes Stephensen og fjölskylda hans bjó í húsinu. Ör- litlu af innanstokksmunum bjarg- að, en engu af vörum né verzlun- arbókum. Innanstokksmunir voru óvátryggðir, en verzlunarvörur eitthvað tryggðar. Hús þetta var eitt af stærstu verzlunarhúsum á Vestfjörðum og endurbyggt að miklu leyti nýlega. Bjargráðafé- lag Arnfirðinga hafði þar verzl- un. íslandsbanki hefir átt húsið að þessu, en nýi eigandinn átti að taka við því um áramót. Skíp. Drottningín kom hingað á fimtu- dagskvöidið og fór aftur á laugardags morgun. Meðal farþega hingað voru Pétur A. Ólafsson, Einar Olgeirsson og frú hans. Með skipinu tók sér far aftur vestur Snorri Sigfússon kennari; ætlar hann að dvelja vestur á fiateyri um jólin, en kemur aftur upp úr nýárinu. Esja kom hingað á sunnudagskvöld og fór aftur á Mánudagskvöld. nefnast bækur tvær, er Degi h&fa verið sendar. Birtast í þeim báðum sýnishorn af teikningum eftir Árna Ólafsson í Reykja- vík, og fylgja teikningunum smásögur, vísur og æfintýri. Hin fyrnefnda bók er fyrir unglinga og fullorðna, en hin síðari ætluð börnum eins og nafnið bendir til. — Höfundurinn var um eitt skeið nemandi hjá Pórarni heitnum Porlákssyni listmálara. Siðastl. hausl hafði hann sýningu í Rvik á málverkum og teikningum eftir sig, og hlutu þær lofsamleg ummæli i dagblöð- unum. — Bækur þessar munu vera kær- komnar börnum og unglingum að minita kosti. nJÓIablað drengja« nefnist rit eítt ný- komið út, prentað í Reykjavík; er það gefið út að tilhlutun skátafálagsins V æ r- i n g j a r. Efnisyfirlit er sem hér segir: Hvatning til æskunnar, eftir sr. Árna Sigurðsson. Á norðurhveli jarðar, eftir Vilhjálm Stefáns- son. Væringjavísa, eftir J O. J. Göngur, eftir Einar Ól. Sveinsson. Jamboree 1929, eftir J. O. J. Úr fjalladagbók, eftir J. O. J. Jólagestur, saga eftir Selmu Lagerlöf. Drengskapur, eftir Sigurð Nordal prófessor. Jólatréð hjá Holm lækni, saga eftir Rein- hard. Vetrarsöngur, eftir A. Sigm. Sörli, saga eftir A. V. Tulinius. Alþjóðastefna, eftir Pawall. Sæunn og mýsnar, saga eftir Jón H. Guðmundsson. Að grafa sig í fönn, eftir Stgr. Matthíasson iækni. Rit þetta prýða margar myndir, er það ágætlega úr garði gert og hið eigulegasta á allan hátt. Dánardægur. Á föstudaginn andaðist hér á sjúkrahúsinu eftir uppskurð frú Sigurlína Einarsdóttir Ijósmóðir frá Öldu í Saur- bæjarhreppi. Hún var gift Tómasi Bene- diktssyni oddvita frá Hvassafelli. Hún var rúmlega hálf fimtug að aldri og hafði gegnt Ijósmóðurstöffum yfir 20 ár. Dánardægur. í gær andaðist að þeimili sínu, Hrafnagili, Porsteinn Indriði Pálsson, faðir Hólmgeirs bónda þar, en móður- bróðir Sigurðar Kristinssonar og þeirra bræðra. Porsteinn sál. var á öðru árinu yfir sjö- tugt. Hann var orðlagður fjör- og gleði- maður og góður trésmiður. Hjartabilun varð honum að bana. Hjúkrunariélagið »Hlíf« héit kvöidskemt- un til ágóða fyrir starfsemi sína í Nýja Bíó á þriðjudaginn var. Karlakór Akur- eyrar, undir stjórn Áskells Snorrasonar, söng; jón Signrðsson kennari flutti erindi um Tirol og á eftir var sýnd kvikmynd — var skemtunin góð og aðsókn sæmileg.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.