Dagur - 30.01.1930, Side 3

Dagur - 30.01.1930, Side 3
DAGUR 23 Súkkulaði fœst í Kaupfélagi Eyfirðinga. Tindholms-harmonium eru fyrirliggjandi í úrvali. Eins og að undanförnu eru þau seld með ákjósanlegustu afborgunarskilmáliim, og verðið lægra en á I. flokks orgelum. Þorst. Thorlacius. Fréttir. 6. tbl. auk þess stílhreinar og myndar- iegar. — Þær eru fyrir utan Dan- mörku algengar í suðurhluta Svíaríkis. Á minni jörðum eru húslengj- urnar ekki nema þrjár — og og stundum ekki nema tvær — en eru ávalt iátnar standa hornrétt hver við aðra, til þess að marka »garðinn«. Norður-þýzkir bóndabæir eru oft bygðir þannig, að alt er undir einu og sama þaki; er þá íbúðin í öðrum enda hússins, peningshús og hlaða í hinum — korn (ó- þreskt) og hey er og geymt á loft- inu. — Þesskonar byggingar eru fremur ódýrar en oft heldur leið- inlegar útlits. — Józkir »hús- menn« hafa sumir tekið þetta byggingarlag upp. Þá væri hugsanlegt að sænskt og norskt byggingarlag gæti átt við hér. — Upp-sænskir sveitabæ- ir eru oft reisulegir. fbúðarhúsið liggur út af fyrir sig og hlaða og peningshús í kring, án þess eig- inlega að mynda garð eins og í Skáni og í Danmörku, oft eru þau þó »vinkil«-bygð. Hér á landi ættu menn að fylgja dæmi frændþjóðanna í því að byggja fremur lág hús en há til sveita. Há hús, margbrotin, með kvistum og öðru útflúri eru bæði óhentug og ljót — ein hæð og loft af veggjum, er það sem mun reyn- ast bezt og hagkvæmast, því ekki þarf að vera að spara lóðimar undir húsin á meðan landrýmið er af ekki meira skornum skamti en vér höfum það. ---—,-o... Hornreka á fjárlögunum. Eins og getið er hér á öðrum stað í blaðinu, bera nokkrir þing- menn úr íhaldsliðinu fram frv. um raforkuveitur til almennings- nota, hið sama og í fyrra. Málið var til fyrstu umræðu nú x vik- unni. Txyggvi Þói’hallsson foi’sæt- isráðhrra hafði orð fyrir Fi’am- sókn; tók hann málinu þýðlega, en spurði flutningsmennina, hvar ætti að taka alla miljónatugina, sem til þess þyrftu að korna því í framkvæmd og bað þá að benda á þá uppsprettu. Svarið var fyrst á þá leið, að taka mætti eitthvað at því fé, sem ætlað væri til brúar- gerða. Að undanförnu hefir 1- haldsflokkurinn borist mjög á í málæði um bættar samgöngur á landi, en með þessu svari kemur í ljós, að flokkurinn býr yfir svik- um gegn yfirlýstri stefnu sinni, þar sem hann vill láta fara að klípa af brúai’fénu og verja því til raforkuveitu um land alt; sú leið mundi og nokkuð seinfær. — Þegar búið var að hrekja flutn- ingsmenn málsins úr þessu vígi, bjuggu þeir til annað nýtt, er var á þá leið, að þegar vel áraði og tekjuafgangur yrði, mætti verja honum til framkvæmda raforku- veitanna. Þannig hugsa þeir sér að gera þetta heita hugsjónamál sitt aQ homreku á fjárlögunum. Lýsir þetta alveg frábærri lítil- þægni og hugsanaslappleik. .» • .• • • • • •• •--* ••••••-•< Kvikmyndir og kirkjan. Jónas Jónsson dómsmáiaráðherra ber fram frumvarp um 10°/o nýjan skatt á kvikmyndahús, er renna á i svonefndan >höfuðkirknasjóð« og verða ein tekjulind hans. Er frv. þetta til orðið og flutt í samráði við kirkjumálamálanefndina. Á þenna hátt er ætlast til að starf kvikmyndahúsanna verði lyfti- stöng fyrir byggingar höfuðkirkna f landinu. Akureyringar geta ekki lengur unað við kirkju sína, sem bæði er langtum of lítil og illa sett. Pess- vegna hlýtur að verða ráðist í bygg- ingu nýrrar kirkju við hæfi bæjarins nú í nánustu framtíð. Fjárskortur hefir tafið fyrir því nauðsynjamáli. Nái mál þetta fram að ganga, mundi það verða hvalreki á fjöru kirkjubyggingarmálsins hér í bæ. Má því ætla að Akureyrarbúar fylgi þvi eftir með fasthygli. «> ... S ims key t i. (Frá Fréttastofu lalandv). Rvik 28. jan. Leitin að mótorbátnum Ara úr Vestmannaeyjum varð árangurslaus. Ætlað er að báturinn hafi sokkið við línuna. 5 menn fórust. Bátur úr Súðavik fórst á föstu- daginn i aftakaveðri. Fjórir menn fórust. Mann tók nýlega út af Draupni. ALPINGI. Frumv. um stofnun Flugmálasjóðs var vísað til sjávar- útvegsnefndar. Sjóðurinn á að stofn- ast með því að leggja aukagjald á hvert síldarmál og hverja tunnu saltaðrar sildar, meðan flugvéiar eru notaðar til sildarleitar. Herpinótaskip eiga að greiða 10 aura af hverju máli og tunnu. Allmörg önnur frumv. eru komin til annarar um- ræðu og nefnda. — Pegar fjármálin voru til umræðu, fylgdi fjármálaráð- herra þeim úr hlaði með ítarlegri ræðu. Tekjur ríkissjóðs 1929 urðu lö. 139.000 kr., en voru áætlaðar 10.888.000 kr. Útgjöldin urðu 14.500.000 kr., en voru áætluð 10.851.000 kr. Tekjuafgangur er því 1.639.000 kr. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefir úrskurðað, að Guðmundur Magnús- son komi i stað Porsteins Víglunds- sonar í bæjarstjórnina, en Porsteinn verði varamaður, og Magnús Magn- ússon komi í stað ísleifs Högna- sonar, er verói varamaður. Guðm. og Magnús voru á báðum verka- mannalistunum og höfu samanlagt hærri atkvæðatölu en Porsteinn og ísleifur. Skemtilcvöld Gagnfræðaskólans. Sökum þrengsla í síðasta blaði var ekki hægt að geta um leiksýn- ingu Gagnfræðaskólans, sem var endurtekin tvisvar í Samkomu- húsinu. Nú er það eins og dálítið »eftir dúk og disk« — en þess skal þó minst að bæði leikval og leik- sýning fór svo vel úr hendi að það var nemendum Gagnfræðaskólans, leikendum og leiðbeinanda til hins mesta sóma. — Lálillll er Björn Sigurðsson fyrv. bankastj. Halldór Ásgeirsson kjötbúðarforstjóri kom heini úr utanför sinni með Qoðafoss á fimtudaginn var. Halldór Friðjónsson hefir, fyrir hönd full- trúaráðs verklýðsfélaganna, kært til baejar- stjórnar yfir bæjarstjórnarkosningunni 14. þ. m. Kæran var lögð fram í fyrradag, er var síðasti dagur kærufrestsins. Bæjarstjóri á Seyðisfirði er kosinn Hjálm- ar Vilhjálmsson frá Hánefsstöðum, ungur lögfræðingur. Hann var einn í kjöri. -------O------- Fyrirspurn. í grein einni í »Verkamanninum« 18. þ. m. um K. E. A., er meðal annars sagt, »að ókleift sé að komast úr félaginu vegna þeirra ákvæða í lög- um félagsins, sem binda menn þar æfilangt'. Par sem þessu málgagni »rauðra byltingarmanna* er orðið mjög tamt að tala um K. E. A., mun því vera ljúft að svara eftirfarandi spurningu með skýrri og tregðulausri tilvitnum í »samþyktir« félagsins: Hvaða ákvæði eru það í lögum K. E. A., sem binda menn þar æfilangt og gera mönnum á þann hátt ókleift að komast úr félaginu ? Skorað er á »Verkamanninn< að birta ákvæði þessi innan tilvitnunar- merkja. »Eb ræð ekkerl við mína menn.« Fyrir bæjarstjórnarkosningarnar f fyrra hóf »Verkamaðurinn« árásir á K. E. A. og setti félagið á bekk með verstu óvinutn sfnum, Kveldúlfi og Höepfner. Pegar ábyrgðarmaður blaðs- ins, herra Erl. Friðjónsson, var spurð- ur um, hvort þessar árásir væru gerð- ar að hans vilja, var svarið: »Eg ræð ekkert við mfna menn«. Af skrifum »Verkamannsins« undan- farið er það Ijóst, að flokksmenn E. F. hafa enn tekið af honum ráðin. Bæjarstjórnarkosning fór fram í Rvfk á laugardaginn var. Atkvæði voru lesin upp á mánudaginn og næstu nótt, en ekki var þeim lestri iokið fyr en kl. 6 á þriðjudagsmorgun. Kosningin hafði verið sótt af afar miklu kappi og greiddu kjósendur atkv. nokkuð á 12. þúsund. Fulinaðarúrslit verða þau, að A-listi, sem var listi Jafnaðarmanna, fékk 3897 atkvæði og kom að 5 mönnum; B-listi, eða listi Framsóknarmanna, fékk 1357 atkvæði og kom að 2 mönnum ; C-listi, er sumir nefna »Sjálfstæðis«-lista, hlaut 6034 atkv. og kom að 8 mönnum. Sérstaka eftirtekt mun vekja hið geysi- lega aukna fylgi Framsóknar i höfuð- staðnum. Um síðustu stjórnarskifti var talið, að Framsókn tilheyrði um 200 kjósendur í Reykjavík. Við bæjarstjórnar- kosninguna nú kemur f Ijós, að fylgið við flokkinn hefir 6 eða 7 faldast á þessum árum. Harðsnúið lið! *Bæjarbúi«, sem stendur »álengdar« grobbar af því í »Verkamanninum«, hvað kommúnistaliðið hér í bænum hafi verið harðsnúið við kosningarnar. Pessi harðneskja flokksins segir Bb. að komið hafi fram í því, að ókleift hafi reynst að aka 10 sálum flokksins á kjörstaðinn, til þess að kjósa, og fyrir »sofandahátt« »Verkamannsins« hafi tapast sæti í bæjarstjórninni. Ekki er að furða þó »Bæjarbúa« finnist til ura þessi harðvítugheit(l) og bæti því við, að svona »blóðrauðir flokksmenn* þurfi »hvergi að vera smeykir við framtíðina.* Obels \ munntóbak ar best.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.