Dagur - 27.02.1930, Side 1

Dagur - 27.02.1930, Side 1
D-A O U R kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árgs Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Ami Jóhanns- son í Kaúpfélagi EyfirO- • inga. Afgreiðslarv er hjá Jóni Þ. Þér, Nórðurgötu 3. Talsimi 112. Uppsögn, bundin við árm- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. • -« •-•-•- XIII. ár; »•■• •-• • ••• •••••••• •_ • • • • - Akureyri, 27. febrúar 1930. 10. tbl. •»^»•••^♦••••^•••••••< Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum að Jóhannes Sigurðsson, bóndi að Ytra-Hóli í Fnjóskadal, andaðist á heimili sínu 19. þ. m. Jarðarförin er ákveðin mánudaginn 3. marz, og hefst með húskveðju á heimili hins látna kl. 1 e. h. Ytra-Hóli í Fnjóskadal 26. febrúar 1930. Ekkja, börn og tengdabörn. JARÐARFÖR Valborgar litlu dóttur okkar, sem andaðist 21. þ. m., er ákveðin frá kirkjunni föstudaginn<28. þ. m. kl. 1 e. h. Akureyri 26. febr. 1930. Sigrún Ingimarsdóttir. Steinpór Jóhannsson. Hér með tilkynnist að Rósa Guðjónsdóttir andaðist 21. þ. m. Jarðarförin fer fram 6. marz kl. 12 á h. að Möðruvöllum í Hörg- árdal. Djúpárbakka 24. febr. 1930. Pétur Jóhannsson. Ný starjsgrein á samvinnustofni. Sm/örlíkisverksmiðja K. E. A. tekur til siarfa í dag. Framleiðsla og notkun fárra neytsluvara mun hafa aykist jafn mikið og á þei'rri vðru, sem menn nefna smjöriíki, því fullvíst er, að smjörlíkisnotkun hefir margfaldast í landinu á fáum árum. Ekki þarf langt aftur í tímann til að minnast þess, að smjörlíkisnotkun var mjög lítil. Var þá fyrst einungis notað erlent smjörlíki, en eftir því, sem árin hafa liðið, og neytsla smjörlík- is vaxið, hefir framleiðsla þessi smámsaman fluzt í hendur inniend- ra manna og féiaga, en þó er enn- þá verzlað mikið með erlent smjör- tfki. Sem dæmi um hinn hraðfara vöxt í notkun smjörlíkis — sem telja má nú eina af lifsnauðsynjum almennings — þá hefir Kaupfélag Eyfirðinga eitt saman selt á árinu 1925 9000 kg. sml. 1929 25,000 ->- Pessi mikla söluaukning kemur þó ekki öll af vaxandi notkun ein- staklinga á þessari vöru, heldur einnig af vaxandi tölu neytenda í Akureyrarbæ og Eyjafjarðarsýslu, sem kaupa nauðsynjar sínar hjá K. E. A,- virðist og margt benda á, að sú tala muni vaxa mikið á þessu nýbyrjaða ári. Af þessum sérstöku ástæðum, sem hér eru fyrir hendi, ákvað K. E. A. síðastliðið ár að byggja smjör- líkisverksmiðju, og skyldi markmið hennar vera fyrst og fremst að fram- leiða alt það smjörlíki, sem við- skiftamenn félagsins þörfnuðust, í öðru lagi, að það smjöriíki, sem verksmiðjan framleiddi yrði að öliu leyti fyrsta ftokks oara og gæti full- komlega staðist samkepni við gæði og geymsluþol þess erlenda smjör- líkis, sem nú er á markaðinum, og, ef mögulegt reyndist, að lækka verð- ið á þessari vöru dálítið frá þvi sem nú er. Nú er bygging þessarar verk- smiðju næstum því fullger og er nú að taka til starfa eins og áður er sagt. Verksmiðjan er byggð úr steini og stendur að nokkru leyti á eign- arlóð féiagsins sunnan Kaupvangs- strætis. Er stærð hússins 10.5 X 16.5 mtr. að utanmáli, og er bygg- ing þessi tvær hæðir á rúmgóðum kjallara. Er gert ráð fyrir að síðar komi þriðja hæðin ofan á og er því þak hússins nú nálega flatt að ofan, í kjallara hússins eru frystivélar verksmiðjunnar ásamt hráefnageym- slu. K fyrstu hæð er stór vinsluskáli 6 X 16 mtr. að stærð með 5 metra iofthæð; tekur hann þannig yfir báðar hæðir hússins; á honum eru sex stórir gluggar á suðurhlið. Góif og veggir skálans eru lagðir með leirflísum. Til hliðar við vinsiuskálann á neðri hæð hússins er að vestanverðu rúmgóð forstofa, er þar aðalinngang- urinn í húsið. Næst við forstofuna eru tvö lítil herbergi; er starfsfólki verksmiðjunnar ætlað að skifta þar um föt, áður en það byrjar vinnu sína að morgninum og eins þegar það hættir vinnu. Við hlið þessara herbergja er vatnssaierni, snirting og bað. Parnæst kemur rúmgóð kaffi- og borðstofa fyrir starfsfólkið. Austast víð þessa hlið hússins er geymsluklefi fyrir fullunnið smjör- liki. Á efri hæð hússins, við hlið skál- ans, cru stórar svalir; fer þar fram gufubræðslan og öli blöndun þeirra hráefna, sem höfð eru í smjörlikið. í skálanum eru allar vinnuvélar verksmiðjunnar, og ganga þær allar fyrir rafmagnsstraum. — Öll gufa og heitt vatn, sem verksmiðjan þarf. til notkunar, er leitt með jarðleiðsl- um frá Mjólkursamlagi félagsins, sem stendur dáiítið neðar og hinu- megin við sömu götu. Er þetta gert bæði til sparnaðar og hrein- lætis. Flestar af vinsluvélum verksmiðj- unnar eru smíöaðar af vélaverk- smiðju Paasch & Larsen, Petersen í Horsens í Danmörku, og eru þær allar af fulikomnustu og bestu gerð, sem völ er á. Hér.að framan hefir verið gefin örlítil lýsing af þessari nýju verk- smiðju, mætti um þetta segja margt fleira, en aðeins skal því við bætt, að hér virðist ekkert hafa verið til sparað, til þess að þetta nýja fyrir- tæki K. E. A. gæti náð tilgangi sínum. Ennfremur má geta þess, að fé- lagið hefir ráðið tii sín útlendan sérfræðing i þessum greinum O. E. Nilsen að nafni; á hann að veita verksmiðjunni forstöðu fyrst um sinn; hefir hann starfað 15 ár við tilbúning smjörlíkis; er hann fastur starfsmaður hjá smjörlíkisverksmiðju samvinnufélaganna í Svíþjóð, sem er stærsta og bezta smjörlíkisverk- smiðja á Norðurlöndum. Nú, er verksmiðja þessi tekur til starfa, kemur fram á innlendum sölumarkaði ný tegund af smjör- líki, sem efalaust mun verða fyrsta flokks vara, með miklu meira geymsluþoli,en áður hefir þekst hér á landi. Mun siíkt efalaust afla vörunni álits og vinsælda meðal neytenda, bæði hér á Akureyri og eigi síður á þeim stöðum út um land, sem vegna stopulia skipaferða hafa þurft að liggja með miklar birgðir af smjöriíki, sem hefir vilj- að súrna og skemmast við geymsl- una. ■ —o------ Fyrirlestrar irú A. $. Eins og augiýst var í síðasta blaði, flutti frú Aðaölbjörg Sigurðardóttir fyririestur á sunnudaginn var undir nafninu »gamli og nýi tírainn*. Rakti hún á ýrasan hátt ítarlega feril þeirra stórfeldu breytinga, er orðið hafa í ytra og innra lífi þjóðar og einstak- linga á síðari tímum. Margir af eldri kynslóðinni litu svo á, að ilest væri á leið norður og niður vegna lausung- ar, alvöruleysis og taumlauss sjálfræð- is æskulýösins. Á allt öngþveiti nú- tímans var frúin óvenjulega bjartsýn og taldi líklegt, að jatnvei í því, er eldri kynslóðin nefnir hrasanir og syndir æskunnar, felist vaxtarbroddar nýrrar menningar. Lagði hún mikla áherslu á, að eliin yrði að taka breyt- ingagirni og sjálfræðisþrá æskunnar með samúðarhug og sem fylstum skiln- ingi. Pví miður brestur hér rúm til að rekja efni þessa erindis að nokkkru ráði, enda var það svo víðtækt að ekki var við að búast að á það feng- ist fullkominn heildarsvipur í rúmrar klukkustundar ræðu. Síðari eða síðasta fyrirlestur sinn hér flutti frú Aðalbjörg á þriðjudags- kvöldið. Var fyrri hluti hans um fram- sóknarþrá’ og sigra mannsandans á hinni ytri náttúru, fræðandi lýsing þess hvernig vestræn vélamenning hefði gert mönuum jörðina undirgefna. Nægtabrunnar náttúrunnar væru svo ríkir, að þessvegna ætti öllum að geta liðið vel efnalega. Þrátt fyrir það væri þó sá hnútur enn óleystur að útrýma fátæktinni. Ekki væri ólíklegt að því marki yrði náð, en þó svo færi að allir hefðu nóg til líkamlegra þarfa og þæginda, mundi mennina, eftir sem áður, hungra og þyrsta eftir andlegri tullkomnun og sælu. Pess vegna væri þeim mest þörf andlegs leiðtoga. Sín sannfæring væri, að Indverjinn Krishnamurti væri slíkur leiðtogi, sem vísað gæti mannkyninu leiðina til full- komnunar og andlegs frelsis. Siðari hluti þessa erindis voru svo skýringar á kjarnanum í kenningum Krishnamurt- ■is, en þeim kenningum getur hver einn, sem vili, kynst í þeira ritum hans, sem þýdd hafa verið og gefin út á íslenzku. Fyrirlesta sfna flytur frú A. S. frá- bærlega vel. Aðsókn var mjög góð

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.