Dagur - 27.02.1930, Blaðsíða 2

Dagur - 27.02.1930, Blaðsíða 2
38 DAGUB 10. tbU bh *m Nýkomið fjölbreytt úrval af Karlmanna-vetrarfrökkum. < sumarfrökkum. —»— regnkápum. Drengja-vetrarfrökkum. Kven-kápum og Ryk-frökkum. Kaupfélag Eyfirðinga. mmHimummmhm My ndastof an Gránufélagsgötu 22 er opin alla daga frá kl. 10—6. Guðr. Funch-Rasmussen. að þeim ölium og þó einkum þeim síðasta. Munu flestir eða allir telja það mikinn feng að hafa átt þess kost að hlusta á ræður þessarar gáfuðu og andríku konu og óska þess, að slíkt mætti þeim sem oftast þlotnast. Að endingu skal þess getið, að alls- herjar tjaldbúðarfundur verður haldinn í Ommen í Hollandi á næsta sumri dagana 29. júlí til 7. ágúst. Par flytur Krishnamurti ræður. Á þann fund er öllum frjálst að koma. Peir, sem kynnu að hafa f hyggju að sækja fund þennan og komast á þann hátt í per- sónulegt samband við mannkynsfræð- arann, geta snúið sér til frú Aðalbjarg- ar, sem leiðbeinir mönnum og gefur upplýsingar um það efni I. E. Pér íerst, Flekkur. Á Undalsfundinum á fimtudags- kvöldið las Brynleifur Tobíasson nokkur orð upp úr blaðinu »lng-. ólfur*, til þess að sanna að' B. L hefði í ræðu sinni vikið út af vegi sannleikans og skýrt rangt frá um- mælum blaðsins í garð borgarstjóra Reykjavíkur. Björn Líndal andmælti því, að Brynleifur læsi þetta upp sjálfur og óskaði eftir því, að fund- arstjóri gerði það. Varð þetta ekki skilið á aðra leið en svo, að Líndal byggist við að B. T. myndi falsa upplesturinn sér í hag en B. L. í óhag. Ýmsa Akureyrarbúa mun reka minni til þess, að á hinum fræga þingmenskuferli Lindals þóttist hann eitt sinn á mannfundi einum hér í kjördæmi sínu, vera að lesa upp ummæli Tryggva Pórhallssonar úr >Timanum< og átti sá upplestur að vera Tr. P. til svívirðingar. A sama fundinum varð B. L. ber að þeirri '»þjóðmálalygi<, að blaðið, sem hann var að lesa úr, var >Vörður< og ummælin upplesnu voru ettir þáverandi ritstjóra blaðsins, Kristján Albertsson. Pegar Líndal var kom-' inn í þessa óþægilegu klípu, greip hann til þess fangaráðs að látast Fyrirheitna landið. Vörður, félag ungra íhaldsmanna, hélt opinberan umræðufund í Nýja- Bíó, fimtudaginn 22. þ. m. Hafði það fengið Björn Líndal tii að flytja þar erindi nokkurt, er hann nefndi »Fyrirheitna landið<. Er Líndal manna sýnst um það, að velja glæsilegar fyrirsagniri Fýsti marga að heyra, hvar það lægi, landið, sem ungir íhaldsmenn á Akureyri hygðu að ná undir leiðsögn Lín- dals. — Varð því mannmargt og húsfyllir lengstum. Hóf Llndal máls og las upp all- langt erindi. Kvað hann menn löng- um hafa dreymt Mn fyrirheitin lönd, Við undirritaðir endurskoðunarmenn bæjarreikninga Akureyrar vottum það hérmeð, að bæjargjaldkeri Jón Guðlaugsson hefir árlega fært bænum til tekna vextina af innstæðu rafveitunnar f íslandsbanka, eins og öðrum innstæðum rafveitu og bæjarsjóðs. Frá þessu hefir og meðundir- ritaður Böðvar Bjarkan skýrt á fundi bæjarstjórnár 18. þ. m. Akureyri, 26. febr. 1930. Karl Nikuldsson. BÖðvar Bjarkan. Skorað er á blaðió »Verkamaðurinn«, að birta þessa yfirlýsingu í næsta tölublaði sínu. fón Guðlaugsson. vera orðinn hálfblindur og ætlaði að afsaka sig með sjónleysinu. Síðan eru liðin nokkur ár, og ber ekki á öðru en B. L. hafi enn allgóða sjón, og lítur því út fyrir, að .hann hafi beinlínis logið á sig sjóndepr- unni, hvort sem það getur heyrt undir þjóðmálalygi eða ekki. í sambandi við hjal Líndals um þjóðmálaiygina má og minna á það, að honum varð það eitt sinn á að fara með ósannindi'á opinberum fundi um Jónas Jónsson dómsmála- ráðherra í sambandi við kettolls- málið, og ennfremur skýrði hann rangt frá um enska olíusamninginn hér á árunum; hvortveggja ósann- indin sönnuðust eftir á með vott- orðum. Pó að ungir »sjálfstæðismenn< muni þetta ef til vill ekki, þá hljóta hinir eldri að muna það. Og víst v er um það, að Líndal sjálfur hefir engu af þessu gleymt. Ein af sleikitungum Lindals hér f bæ hefir skýrt frá því opinberlega, að fyrirlestur hans hafi endað á þessa leiði »Gleymið því aldrei, þið ungu menn og konur, að eina beina leið- in til hins fyrirheitna lands mann- úðarinnar, réttlætisins og kærleikans, er vegur dregskaparins og sannleik- ans<. Orkað gæti nú tvfmælis, hvort B. L. sé vel kjörinn til þess að leiðbeina öðrum á vegi sannleikans. Sá, sem tekur að sér þá leiðsögu, ætti helzt að byrja á því að gera hreint fyrir eigin dyrum. Minnugur. er flytu í mjólk og hunangi, og smjör drypi af hverju strái. Hefðu sumir talið þau liggja öðru megin torsóttra hafa, en aðrir uppi í jökl- um og óbygðum. Hefðu menn nú leitað af sér allan grun um þetta og ekkert fundið. En ógætilega hefði verið farið, oft og einatt. Væri leiðirnar varðaðar beinum angur- gapanna. er ekki hefðu fylgt ráð- um hygginna manna, er heima hefðu setið, en þotið út í óvissuna. Væri óvíst, að nokkuð hefði hafzt upp úr öllu þessu brölti. Hitt væri ráð, að fara rólega og hægt að öllu og tryggja sér »forða til næsta máls«. Væri það fyrsta og merki- legasta menningarviðleitni mann- anna og elzta boðorðið: »Pú skalt ekki stela«. Forsjálu meyjarnar lof- aði ræðumaður mjög. Kvað þær hafa þótt kvenna beztar i sínu ung- dæmi, en nú væri meyjahugur manna breyttur til hins verra. Kvaðst hann nú segja það eitt, er hann vissi >sannast og réttast* og myndi hvorki »blikna né blána«. Lygabylgja mikil sagði ræðumað- ur að risi nú í landinu, og hefði hún skolað sér upp í ræðustól ungra ihaldsmanna. Pótti mönnum það vel mælt og drengilega, en undruðust hinsvegar hve létt og fimlega Líndal flyti á þeirri báru( Kvað hann þjóðmálalygar magnast mjög i landinu, og væri Knúti Ziemsen nú nóg boðið. Hefði hann höfðað mál á Gísla Guðmundsson, ritstj. Tímans og Ingólfs, kosninga- blaðs Framsóknar í Rvik við síð- ustu bæjarstjórnarkosningar þar. Ekki hafði hann séð Ingólf og óvis voru málalokin. Einnig hefði verið logið upp á Jón á Reynistað, »einn hinn almætasta og albezta þing- mann«. Pótti Lindal mæla þar spak- lega á íhaldsvisu. Pó kvað hann enn ótalið hið versta. Tryggvi Pór- hallsson hefði lýst því yfir í þing- inu, að skipuð væri nefnd tii að athuga rafvirkjun i sveitum. Hefði Morgunblaðið lýst því yfir að þetta væri ekki rétt, engin nefnd hefði verið skipuð. Sagði lögmaðurinn að hér væri ekki alt með feldu. Hér lægu fyrir tveir ósamhljóða vitnisburóir. Annaðhvort hefði nefnd- in verið skipuð eða ekki skipuð. Annaðhvort iygi forsætisráðherrann eða Morgunblaðið. Greip nú Lín- dal guðmóður. Vatzt hann fram á gólfið, otaði blýantstubbnum að á- heyrendum og fór hamförum. Mæltu þeir, ei fróðir voru, að eigi myndi Elli hafa leikið meir að Pór, en Líndal að Lygi. Kvað hann það þjóðarsmán, er seint myndi fyrnast, ef forsætisráóherra hefði logið. Væri það hörmuleg spílling, ef átt hefði sér stað. Kvaðst hann eigi vita, hve langt mætti ganga ef þetta Félag ungra ri heldur fund í »Skjaldborg« kl. 1 e h. á sunnudaginn. væri svo, en biðja kvaðst hann fundinn að taka vel eftir því, að hann segði ef. Enginn mætti mis- skilja orð sín. H a n n segði aðeins það, er hann vissi »sannast og rétt- ast«. Ráð-kvaðst Líndal sjá til þess að afstýra þjóðmálalygum. Væri það blað, sem ríkið gæfi út, óg allir mættu í skrifa, en ekki annað en það, er þeir vissu »sannast og rétt- ast«. Mætti hafa einskonar sann- leiks og drengskaparnefnd, er réði því, hvað þar birtist. Práttfyrir alt, þjóðmálalygar og bolscheviama, samvinnu og síldareinkasölu, komst þó ræðumaður að þeirri niðurstöðu, að aldrei hefði heiminum vegnað jafnvel og nú. Lauk erindinu með þessum fögru og frumlegu orðum, er, Norðlingur — er mjög stundar fyndni nú upp á síðkastið — segir, að af megi marka anda þess: »Oleymið því aldrei, ungu menn og konur, að eina beina leiðin til hins fyrirheitna lands mannúðarinnar, réttlætisins og kærleikans, er vegur drengskap- arins og sannleikans«. Var gerður vonum minni rómur að svo hjart- næmum orðum. Er islendingseðlið enn all harðsvírað, þvi ekki minn- ist sá, er þetta skrifar, að hafa séð nokkurn vikna. Jafnvel kærleiksrík- ar og réttlátar íhaldsfrúr þraukuðu með þurra vanga. Einar Olgeirsson talaði næst. Rakti hann nokkuð skoðanir jafn- aðarmanna um fyrirheitna landið. Pá bar hann harðlega á móti ýms- um ádeilum Líndals í garð jafnað- armanna, svo sem því, að skotnir væru menn daglega í Rússlandi vegna trúarbragða. Mæltist honum að vanda vel og skipulega. . Tóku nú ýmsir til máls. Jóhann Scheving veitti Lindal. Sagðist hann vera maður heimskur, enda hefði hann alltaf garnan að hlusta á Lfn- dal. Voru þeir mjög sammála Líndal og hann. Mátti og ógerla í millum sjá, hvor þeirra mælti fleiri orðum á sama tíma. Báðir voru háfleygir og skrúðmálugir, en Scheving karl- mannlegri og óklökkvari i máli. Er hann og öllu hugkvæmari um iík- ingar og myndvísi. Enda hefir hann skrifað leikrit og fengið prentað, en Lindal eigi. Sagði Scheving, að nú væri hart barist á velli stjórnmál- anna, og hefðu íhaldsmenn »lagt niður skottiðx í þeirri viðureign. Fór þá kliður um salinn, og dáðu-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.