Dagur - 06.03.1930, Blaðsíða 1

Dagur - 06.03.1930, Blaðsíða 1
D AOUR kemur út á hverjum fimtu- d*£i. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- soj) í Kaupfélagi Eyíiró- inga. •••••• XIII . árl | Afgreiðslan er hjá J&ni Þ. Þ6r, Norðurgötu 8. Talslmi XU. Uppsögu, bundin við ár«- mót, aé komin til af- greiðslumanna fyrir 1. dea. Akureyri, 6. Marz 1930. • ^ •• * • ^ • • • •^^^ t í 11. tbl. \ Islandsbanki. Síðustu atburðir í islandsbanka- málinu á Alþingi eru sem hér greinir: Á fimtudaginn var lögðu 3 Framsóknarþingmenn, þeir Ás- geir Ásgeirsson, Bjarni Ásgeirs- son og Lárus Helgason fram frv. um verzlunar- og útvegsbanka. Aðalatriði þess frumv. voru á þessa leið: Ríkissjóður leggi íslandsbanka til 3 miljónir kr. í forgangshluta- fé með þeim skilyrðum: 1. For- gangshlutafé, mmst 2 i/2 miij. komi annai'staðar frá. 2. Póst- sjóður Dana láti inneign sína hjá íslandsbanka gánga næst hluta- fénu um áhættu. 3. Hagkvæmir samningar f áist við aðalskuld- heimtumenn íslandsbanka erlend- is um greiðslu núverandi skulda. 4. Eldri hlutabréf verði metin og nafnverð þeirra fært niður í sam- ræmi við matið. — Forgangs- hlutafé ríkissjóðs skal greitt að hálfu af núverandi skuld íslands- banka við ríkisjóð og að hálfu af nýju fé, sem ríkisstjórninni heim- ilast að taka með láni. — Þegar stjórn Landsbankans óskar, skal íslandsbanka skylt að draga inn seðla, sem þá eru í urnferð. — Um ráðstafanir guiiforðans og endur- kaup Landsbankans á viðskifta- víxlum skal farið eftir sömu regl- um og hingað til hafa gilt. Fjár- málaráðherra skai héimilt að leysa íslandsbanka undan greiðslu- skyldu á innlánsfé og öðru inn- stæðufé bankans í hlaupandi við- skiftum, sem inni stóö 3 l'ebr., þannig, að taki til innstæðufjár- ins alls eða tiltekins hundraðshluta af því um tiltekinn tíma, en þó eigi lengur en 6 mánuði. Heiti ís- landsbanka frá 1. jan 1931 verði: Verzlunar og útvegsbanki íslands. Á laugardaginn var frumvarp þetta á dagskrá í neðri deild, en samkvæmt ósk stjórnarinnar var það tekið út af dagskrá. Á mánu- daginn var það enn á dagskrá, en þá hafði Framsóknarflokkurinn í heild sinni ákveðið að fara aðra leið í málinu, og tóku því þremenningarnir sitt frv. aftur. Frumvarp það, er þeir Sveinn ólafsson og Hannes Jónsson fluttu um skiftameðferð bankans, beið 3. umræðu í efri deild á með- an á bankarannsókninni stóð. í fyrradag lagði fjármálaráðherra fram breytingartillögur við frum- varpið, og eru þá aðalatriði máls- ins sem hér segir: Stofna skal hiutafélag, er heita skal Sjávarútvegsbanki isiands h.f. og hafa skal það verkefni að starfrækja banka, styðjandi sjáv- arútveg, iðnað og verzlun lands- manna. Hlutafé skal nema ailt að 2y2 miljón kr. Af því leggur rík- issjóður fram l/2 milj., en við- bótarinnar skai afla með hluta- fjársöfnun innanlands samkvæmc opinberu útboði, þegar fulltrúa- ráð ákveður að fengnu samþykki fjármálaráðherra. Féð, sem ríkis- sjóður leggur tii, heimilast að taka að lárii. — Um þetta hljóðar 1. kafii frv., og er hann alls í 9 greinum. 2 kafli er um fiskiveiða- sjóð á þá leið, að atvinnumála- ráðherra skai heimilt að gera samning við Sjávarútvegsbanka íslands h.f. um það, að bankinn taki að sér stjórn og starfrækslu fiskiveiðasjóðs íslands þannig, að sjóðurinn sé sérstök deild í bank- anum o. s. frv. 3. kafli er um íslandsbanka. Ríkissjóður leggi isiandsbanka til 3 miljónir kr. í forgangshlutafé, og greiðist féð af núverandi skuld íslandsbanka við ríkissjóð. Hluta- fjárframlag ríkissjóðs sé bundið eftirfarandi skilyrðum: 1. Framlagt verði 1 ]/% milj. kr. forgangshlutafé með fjársöfnun innanlands af öðrum en aðalskuld- heimtumönnum bankans; sam- þykki fjármálaráðherra þarf til þess, að forgangshlutaféð megi fara fram úr 2 milj. kr. 2. Hag- kvæmir samningar fáist við að- alskuldheimtumenn íslandsbanka erlendis um greiðslu núverandi skulda þannig, að eigi minna en 41/2 nrilj. af þeim skuldum verði annaðhvort forgangshlutafé, eða gangi næst forgangshlutafé að á- hættu. 3. Núverandi hlutafé ís- landsbanka skal aískrifað sem tap, og hlutabréfin því felld úr gildi. — Þegar þessum skilyrðum eí' fullnægt, skal íslandsbanki renna inn í Sjávarútvegsbankann og hætta að vera til sem sjálf- stæð stofnun. Tekur þá Sjávarút- vegsbankinn við öllum eignum, skuldum og ábyrgðum íslands- banka og kemur að þessu leyti i hans stað. — Verði skilyrðum þessum ekki fullnægt, skal bú ís- landsb. tekið til skiftameðferðar. Allur Framsóknarflokkurinn stendur saman um þessi úrslit máisins. Meðaliö verkar ofuol Á útkjálkunum, þar sem fáförult er, verða menn fegnir komu pósts- ins. Eru þá landsmálablöðin tekin upp og sezt að lestri. En hvað er það, sem við lesum? Pað er mest- megnis barátta um velfarnað og ófarnað þjóðarinnar. Samstarfandi Framsóknarmenn, sem standa að »Degi* og »Tíman- umc, berjast fyrir hverskonar um- bótum í atvinnulífi þjóðarinnar, sem til velfarnaðar horfir. Hinir — and- stæðingarnir — berjast ymist fyrir kyrstöðu á andlegu og verklegu sviði, eða sérhagsmunum litilla hluta af þjóðarheildinni; slíkt hefir þegar reynzt ófarnaður. Peir síðarnefndu géfa út hálfan annan tug blaða. Skyldi þeim finn- ast hugsjónir sínar svo lágar og lítilsvirði, að minni blaðakostur dugi ekki þeim til útbreiðslu? Skárri er það nú skamturinn, og ekki vanta efnin í hann. En ein- kennilegt er það, að þessi fimtán dropa inntaka, sem þeir ætlast til að sem fiestir gleypi, og þá auðvitað Framsóknarmenn líka, virðist ekki verka á almenning eftir tilætluðum vonum. Peir eru altaf að tapa fylgi, þrátt fyrir þessa ríflegu inntöku, sem þeir senda með hverjum pósti út um land. Síðustu kosningar bæjarstjórna benda jafnvel í þá átt, að nokkrir, sem gleypt hafa þessar inntökur, hafi mist þær upp eða niður, orðið sjúkir á eftir og ekki getað mætt við kjörborðið. Vonandi þó, að meðal þetta verki ekki sem andarneíjuiýsi. Pað væri ákaflega óþægilegt, bæði fyrir verkamenn og íhaldið; sérstakiega þegar ganga skal til kosnmga og allan herinn þarf að útblása. Pað má virðast undarlegt, að meðalið skuli geta verið óholt, þar sem ýmsir hálærðir menn standa að samsetningu þess, svo sem læknar, háskólakennarar og guð- fræðingar, eins og Magnús, sem sagt er að krossi sig og iesi latn- eskar bænir, ásamt þvi að leggja blessun sína á meðalið í hvert skifti sem það er sent út um land. Menn þeir, sem standa að sam- setningu lyfsins, liggja ekki á liði sínu, heldur safna þeir frumefnun- um i það hvaðanæfa utan úr heimi, jafnvel sækja þau niður í dýpstu sorphauga, ef þeir álíta þau betri þar. Gefur þá að sjá í iljar þeim, er þeir vinda sér öfugir áhaugana, svo mikii er ósérhlífni þessara manna, auðvitað í eigin þágu. Fyrir eigi mörgum missirum voru þeir nær þrotnir að efnum. Hvað skeður þá? Jú, sama viðleitnin og áður. Peir brugðu sér í forðabúr Framsóknar og afhentu sér þar sjálfir efni eftir geðþótta. Voru þá karlarnir kampakátir og hugðu gott til blöndunar, En þessi samsetning varð hvít, þar sem gömlu inntök- urnar voru skollitaðar. Petta sló ótta á »bruggarana«. Porðu þeir því ekki að senda þetta meðai almenningi út um land, heldur var einni og einni inntöku af því laumað með pósti út til þeirra andlega skyldustu vina, með þeirri orðsendingu, að þetta væri sams- konar meðal og þeir ætíð hefðu haft. Ekki vantar hugulsemina og heilindin! Vanti þá efni í lyfið, sem mannlegir hæfileikar ekki megna að ná, geta þeir brugðið sér í ýmiskonar líki, eins og sagt er að einstöku persónur hafi getað á fyrri dögum, T. d. hefi eg heyrt sagt, að fræðimaður einn hafi, nú fyrir skemstu, brugðið sér í togara líki, og farið hamförum með sína drít- ugu botnvörpu, á grunnmiðum Kaupfélags Eyfirðinga, og þá auð- vitað f landhelgi félagsins. Petta gerði hann til þess aðailega að afla frumefna í inntökurnar handa hátt- virtum kjósendum. Ef til vill hefir hann, þá um leið, ætlað að ávaxta »pundið«. Hvernig lízt þér á, lesari góður? Peim óar ekki við öllu, >þessum stóru*. Ef vera kynni, lesari minn, að þú vissir ekki hvað frumefnin í inntökunum heita, þá get eg ofur- lítið frætt þig. Mér hafa borist nokkrir dropar af lyfinu, fékk eg þá tækifæri til þess að rannsaka innihaldið, áður en eg endursendi. Rannsókn þessi sýndi mér fjögur sterkustu frumefnin, sem kallast: níð, róflur, blekking og lygi. Petta eru nú sæmilega sterk efni, Pað þarf því enginn að undrast það, þótt nokkrum kunni að verða bumbult af slíku iyfi, ef þeir neyta þess í óhófi, enda sýnir fylgistap íhaldsins og verkamanna, ýmist í lands-, bæja- eða sveitamálum, að þeir hafi gleypt fullmikið af þessari eigin framleiðslu. Enginn má þó skilja orð mín þahn veg, að eg ætli alla andstæðinga Framsóknar óvana að taka inn eða éta ofan í sig ýmislegt miður heilnæmt, síður en svo. Valtýr, Árni og Jón sanna einmitt, að þeir séu slíku vanir. Svo virðist sem Pálmi hefði getað látið þá félaga, V., Á. og J. gleypa allan síðasta árgang blaða þeirra* Geta menn étið ógeðslegra? Ef ti* vili hefði þá brostið kviðrúm. Eng.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.