Dagur - 06.03.1930, Blaðsíða 2

Dagur - 06.03.1930, Blaðsíða 2
42 DAGUB ll.’tbl i Reiðhjól. i !#• »ARMSTRONO« eru reiðhjólin semuendast bezt. »ARMSTRONG« eru reiðhjóiin sem allir vilja nota vegna þess hve Iétt þau eru. »ARMSTRONG« reiðhjólin fást hjá okkur. Hgm Pantanir afgreiddar út um land, hvort sem er í samsettum eða ósamsettum reiðhjólum. #01 SS» Kaupfélag Eyfirðinga. «8 aii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiið Myndastofan Oránufélagsgötu 22 er opin alla daga frá kl. 10—ö. Guðr. Funch-Rasmussen. inn efast um lystina. Árni reyndist lystargóður með afbrigðurn ídrafið hjá Dönum, þarna um árið, þegar hann gieymdi ullarhárinu heirna, en áleit sig vera kominn til Vestur- heims. Góðir hálsari Látið eigi tælast af þessum gruggblönduðu inntök- um, þótt þér fáið þær gefins. Pær eru eitur, og verka öfugt við heil- brigðan hugsunarhátt. Dorri. r neisKiii Það er gömul saga, að vitrir menn og framsýnir eru dæmdir geggjaðir af heimskingjum sam- tíðarinnar. Þegar Robert Fulton hafði smíðað gufuvélinar sem knúði áfram skip, sögðu heimsk- ingjarnir: »Hann er vitlaus«. Þegar Kólumbus lagði út á hafið og fann nýja heimsálfu, sögðu heimskingjar samtíðarinnar: »Hann er geggjaður«. Sagan er auðug af slíkum sleggjudómum helmskunnar. Lítilsigldir og hugsj ónasnauðir íhaldsmenn reyndu fyrir nokkru að bera út þá lygi, að dómsmála- ráðherra Jónas Jónsson væri orð- inn heilsulaus ræfill vegna eitur- notkunar. Brátt komust þeir að raun um, að þetta lítið drengilega vopn beit ekki. Þá var að finna upp annað nýtt. Þeir fóru þá sömu leiðina og lítilsigldu heimskingj- arnir á dögum Fultons og Kólum- busar. Þeir dæmdu dómsmálaráð- herrann geggjaðan mann. Nú eru þeir leynt og ljóst að reyna þetta nýja ofsóknar- og rógvopn sitt, reyna að fá almenning til að trúa því, að J. J. sé genginn af göflun- um, sé geðveikur maður. Og for- sendurnar fyrir þessum geðveik- isdómi íhaldsins eru hinar fárán- legustu, t. d. sú, að í Tímanum hafi birzt »opið bréf« frá ráðherr- anum til eins af læknunum í Reykjavík; maður, sem skrifi öðr- um opið bréf, geti ekki verið með Simskeyti. (Frá Fréttastofu íslands.) Rvík 3. marz. Látlausar rigningar undanfarin 7 dægur hafa víða valdið flóðum. ölfusá flóði yfir bakka sína um- hverfis Tryggvaskála á laugar- dagskvöldið; var húsið alt umflot- ið af vatni í gær, og var 30 senti- metra djúpt vatn á gólfinu inni í húsinu og varð aðeins komist að því á bátum. Vatnið rennur fyrir sunnan eystri brúarstöpulinn í stríðum straum; hvolfdi þar bát í gær og lá nærri að tveir menn drukknuðu. — Á Skeiðum er afar mikið vatnsflóð um alt ólafsvalla- hverfi; margir bæir eru þar um- flotnir; hundrað fjár hefir farist í flóðinu, ennfremur nokkur hross og hey stórskemst. Ekkert sam- band hefir verið við marga bæi. Vegir hafa skolast burt á köflum vestan Bitru og austan Skeggja- staða. Steinbrú á læk fyrir austan Bitru er alveg í kafi, sést aðeins á handriðið. Ekkei't slíkt flóð hefir komið eystra í 64 ár. — Ef fram- hald verður á úrkomunni, er einn- ig stórhætta á ferðum í Borgar- firði af flóði úr Hvítá og Norður- á. Vegurinn um Ferjukotssýki er sennilega alveg eyðilagður. Aur- ski'iður hafa fallið hjá Svínafelli í Öræfum; tók ein þeii-ra hesthús með 6 hestum í, og fórust 4 þeirra. Lá við, að skriðan tæki einn bæ- inn. Afgreidd eru lög um að land- kjörsdagur verði 15. júní. Jafnaðarmenn bera fram frv. um átta stunda vinnudag í verk- smiðjum. Fréttir. öllum mjalla! Er nú fróðlegt fyr- ir menn að kynna sér þetta »opna bréf«, til þess að vita hvort í því komi í ljós nokkur geðveikis- merki, hefir og komið fram að marga fýsir að ganga úr skugga um þetta, því tölublað það, sem »opna bréfið« birtist í, hefir selst í þúsundatali í lausasölu, og al- staðar er viðkvæðið hið sama, að bréf þetta beri vott um aít annað en geðveiklun. Þessi geðveikis- dómur íhaldsins á hendur J. J. sýnist því ekki ætla að bera ann- an árangur en þann, að auðga Tímann um nokkur hundruð krón- ur, að því viðbættu að verða til æ- varandi smánar þeim mönnum, sem hér eru að verki. Fer hér sem fyr, að dómar heimskunnar og ill- girninnar um brautryðjendur samtíðarinnar koma höfundunum sjálfum í koll um það lýkur, en ekki þeim, sem átti að vinna mein. Fyrvrlestur sinn um miðilsfundi í Eng'landi og Danmörku endin-tók frú Aðalbjörg Sigurðardóttir í Samkomu- húsinu á mánudagskvöldið. Einnig hefir hún flutt erindi úti á Möðruvöllum og frammi á Grund. Frúin fór í dag með Nova. Jón H. Þorbergsson biður þess getið, að það, sem eftir sér sé haft í fundar- skýrslu í síðasta blaði, telji hann úr lagi fært og villandi frá skýrt. Brauðgerðarhús Axels Schiöths hefir K. E. A. tekið á leigu til næstu 5 ára frá 1. marz að telja. Jafnframt byrjaði félagið brauðsölu í hinu nýja verzlun- arhúsi sínu, auk þess sem sala fer fram í brauðgerðarhúsinu sjálfu. Traustsyfirl'ýsing til dómsmálaráð- herrans, vegna síðustu árása andstæð- inganna, byrjaði að liggja frammi ti! undirskrifta í Reykjavík á mánudaginn. Mörg hundruð manna af öllum flokk- um rituðu þegar undir yfirlýsinguna. Ráðherrann hefir að undanförnu legið rúmfastur í þungu kvefi. Mælt er, að 28 læknar í Reykjavík hafi gefið Helga Tómassyni geðveikra- lækni vottorð um, aé hann væri ekki geggjaður. Frumvcurp um loftskeytanotkun veiði- skipa hefir verið afgreitt með rök- studdri dagskrá. Trúlofun sína hafa ophiberað Guð- rún Kfisjánsdóttir frá Draflastöðum í Sölvadal og Kristinn Einarsson frá Fjósakoti. Fimleikasýning var í Samkomuhúsinu á fyrra sunnudagskvöld. L Sýndu þar tólf sveinar úr Leikfimiiféiagi Akureyrar íþróttir sínar undir stjórn Magnúsar Péturssonar leikfimiskennara. Var fullt hús áhorfenda, sem létu á margvíslegan hátt ánægju sína í Ijósi yfir framgöngu ungu mannanna og árangri kenslunnar eins og verðugt var, Eru þeir menn þarfir, sém vinna að aukn- um áhuga og vaxandi íþróttalífi æsku lýðsins. Leihfélagið. Eins óg getið var um i síð- asta blaði æfir leikfélagið nú sem stendur mjög fjörugan franskan gamanleik, Æfin- týrið. Leikur þessi hefir aldrei verið sýnd- ur áður, hér í bænum. Þótt efni leiks þessa sé í sjálfu sér hvorki mikið né margbrotið, þá er prýðilega far- ið með það, leikurinn ér vel bygður, og sum hlutverkin alveg sprenghlægileg, það eru því líkindi tii að hann verði vinsæll og vel sóttur. Porsteinn M. /ónsson bóksali fór til Rvíkur með Novu í fyrradag, til þess að leita sér lækningar við þrálátri hæsi. Látinn er hér á sjúkrahúsinu Sveinn Helgason, bróðir Einars garðyrkjufræð- ings f Reykjavík, Askov Lýðháskólí Vejen, Danmark. Almenn lýðháskólakensla fyrir stúlkur í sumarmánuðina maí — júlí. Nánari upplýsingar gefa Jacob Appel og J. tTh. Arnfred. Oamanvísur söng Chr. L. Möller í Nýja Bíó í gærkvöldi. Aðsókn var góð, því Möller nýtur almennra vinsælda sem gam- anvísnasöngvari. Möller endurtekur gaman- vfsnasöng sinn á sama stað i kvöld og hefir nú fengið nýjan vísnaflokk til að syngja og einnig sett aðgöngueyrir niður. ----0—-— Merkilegt sampngutæki. Stjórnarráðið hefir fyrir nokkru síðan keypt fyrir ríkisins hönd snjóbíl, sem þegar var farið að nota og hefir reynst ágætlega. Forsætis- ráðherra og samgöngumálanefndir þingsins, 9 menn alls, fóru í reynslu- för austur í sveitir í bíi þessum, og þaut hann áfram í stórfenni með 15 til 20 km. hraða á kiukkustund. Bíll þessi er Citroen-bíll óg er keyptur af Samb. ísl. samvinnufél., sem hefir einkaumboð fyrir ísland á þeirri bifreiðategund. Verðið á snjóbil þessum var aðéins litið eitt hærra en á öðrum bílum sðmu tegundar. ----o---- t Ouðrún lóhannsdóttir frá Hreiðarstaðakoti. >Silfurkerin sökkva í sjó, en soðbollarnir fljóta.« Það er sameiginleg ósk allra þeirra, er unna landi sínu og þjóð góðs gengis í framtíðinni, að fósturjörðin eignist sem flesta nýta menn og konur. Þess- vegna gleðst hver góður maður, þegar hann verður var við og kynnist efnilegu ungmenni. Ungmenni, sem með athöfn- um sinum og lífsháttum ásamt fleiri þektum ytri einkennum gefa fylstu á- stæðu til að vona að hér sé góður liðs- auki í vændum. En svo þegar þessi von bregst, þegar efnilega ungmennið er hrifið burt og hverfur sjónum vorum og sýnilegum návistum, þá fyllist hug- ur vor hljóðleik og sorg. Þetta er gömul og ný reynsla. Guðrún sál. Jóhannsdóttir frá Hreið- arstaðakoti var flutt á Kristneshæli seinni partinn í fyrravetur, þá allhress, og þó hún væri búin að vera heilsutæp um undanfarin missiri, þá bjóst eg ekki við að æfi hennar yrði svo skömm, sem raun varð á. Eg vonaði miklu fremur, að tg ætti eftir að sjá hana aftur hér í átthögum sínum meðal ást- vina sinna og kunningja starffæra og glaða og jafnvel albata meina sinna. Eg hafði kynst Guðrúnu sál. all- mikið nú hin sfðari ár, og sú kynning hafði sannfært mig nm að hér væri að vaxa upp efnileg og góð stúlka, sem —ef líf og heilsa entist — mundi græða sár og þerra tár og skipa sæti sitt með sæmd og prýði. Guðrún sál. var prýðilega greindur unglingur, en hitt bar þó af, hve góð- söm hún var. Eg verð að segja það

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.