Dagur - 27.03.1930, Page 3

Dagur - 27.03.1930, Page 3
15. tbl. DAGUB 59 ÞAÐ riLKYNNIST hér með, að eg er tekinn til starfa í hinu nýbygða verkstæði mínu við Strapdgötu (austan við verziunarhús Einars Gunnarssonar)'. SÍMI: NR. 152. Akureyri 27. marz 1930. S'J'EINDÓR JÓHANNESSON JÁRNSMIÐUR. Húseignirnar við Aðalstræti nr. 62: íbúðarhús, ný- viðgert og mikið endurbætt, geymslu- og gripahús, með heyiotti, tilheyrandi EIQNARLÓÐ, að stærð 1029 fer. faðm. (þar með talinn stór matjurtagarður), alt til sölu með tækifærisverði, og laust til íbúðar 14. maí n. k. — Greiðsluskilmálar mjög aðgengiiegir Þorv. J. Vestmann. r FLORA er frábært sem viðbit. FLÓRA er afbragð til að steikja í. r FLORA er ágætt til bökunar. FLORA fæst í Kjötbúðinni, biauðbúðinni í Hafnarstræti 23 og öilum vei birgum matvöru- verzlunum í bænum. veikin sama, sem varö móðurinni að bana, iagt dótturina í rúmið. Guðný barðist svo við dauðann 9 sólarhringa, en iíkami hennar vai'ð undir í þeim viðskiftum. Hún andaðist, 10 dögum á eftir móður sinni, sunnudaginn 23. þ. m., einmitt á meðan Akureyrar- búar fyltu stærsta samkomuhús sitt til að hugleiða um dauðann, hvað hann væri, og hvernig væri að deyja. Guðný var eini bæjarbú- inn, sem fékk sannanir í því efni þann dag. Þótt ólína væri fjörug og létt á sér í ellinni og vinir hennar sam- gleddust henni með það að mega ganga á milli barna sinna eftir vild og njóta hjá þeim hvíldar eft- ir erfiði dagsins, þá samgleðjast þeir henni líka við burtförina yíir á land lifenda, þar á hún líka vin- um að mæta og fær þar hviidar að njóta. Guðnýju aftur á móti hefir snögglega verið kippt í burtu frá óloknu æfistarfi, og þar sem hún stóð er nú skarð, sem eigi verður fylt. Svo er jafnan, þegar móðir deyr frá börnum í æsku. Vinirnir samhryggjast því ástvinuin henn- ar og biðja þeim styrks af hæðum og þeirrar trúar, að móðirin sé þess megnug að hjálpa börnum sínum, leiðbeina þeim og vernda þau, þótt með öðrum hætti sé en áður, frá þeim heimi, þar sem hún nú lifir. K. ----o---- F r éttir. Jón A. Hjaltalín. Hinn 21. þ. m. voru liðin 90 ár frá fæðingu hins merka manns, Jóns A. Hjaltalíns skólastjóra. Að forfallalausu flytur næsta tölublað Dags grein um þerfha látna merkis- mann, eftir Sigurð Guðmundsson skóla- meistara, Bjcvrni Bjarnason læknir skemti bæj- arbúum með söng í Akureyrar-Bíó á föstudagskvöldið var. Eftir aðsókn og þó einkum viðtökum að dæma, átti söng- ur læknisins miklum vinsældum að fagna; þykir rödd hans bæði mikil og falleg. Söngmaðurinn varð að endur- taka mörg lögin. Alþýöufræðala Stúdentafélagsins. Fyrirlestur »um dauðann, dómsdag og annað líf« flutti síra Friðrik Rafnar í Samkomuhúsinu síðastl. sunnudag. Til- heyrendur yoru eins og húsið rúmaði. Iía/rlakór Akureyrwr syngur næstk. föstudagskvöld kl. 8V2 í Samkomuhús- inu, undr stjórn Áskels söngkennara Snorrasonar. Söngskráin er fjölbreytt, textar allir á íslenzku, að undanteknum einum, og' meirihluti laganna æskuvinir fulltíða manna og roskinna. Af nýjum lögum má nefna tvö eftir söngstjórann, sem tveir mjög' merkir tónfræðingar hafa lokið lofsorði á. Söngflokkur þessi lét til sín heyra í fyrsta skifti í desember í vetur og þótti fara vel á stað. Síðan hefir flokkurinn verið mikið æfður, og má því búast við mikilli framför og góðri skemtun ann- að kvöld. Gamanvlsur syngur Jón Norðfjörð í kvöld í Nýja Bíó. Eru það alt nýir bragir, sem nú eru á ferðinni, og' að sögn all-fyndnir. — Þetta er í fyrsta sinn á þessum vetri, sem Jón Norðfjörð skemtir með gamanvísum. En aðsóknin hér í bænum að söng hans áður hefir sýnt það, að honum hefir tekist vel að skemta áheyrendum sínum — og er þá tilgangnum náð. Geysir söng' á þriðjudagskvöldið í Nýja Bíó við góða aðsókn. EIdhústlagsimvræöur á Alþingi hófust á mánudaginn. Magnús Guðmundsson hóf eldhúsverkin, en auk hans höfðu i fyrrakvöld talað af stjórnarandstæðing- um Magnús Jónsson, P. Ottesen, Sig. Eggerz og Ólafur Thors. Til andsvara höfðu þá verið ráðherrarnir allir og enn fremur Magnús Torfason. Talið er, að eldhúsver'k þessi muni endast vikuna út og verður að sinni ekki greint frá vopnaviðskiftum, en geta má þess, að urm-æður eru enn sem komið er taldar vera fremur hóflegar og' með kurteis-. ara móti og »geðveiki« ekki nefnd á nafn(l) Dómsmálaráðherrann liefir nú náð sér að fullu eftir hálsveikisleguna. Jónas Þorbergsson fyrv. ritstjóri kom heim úr utanlandsför sinni með Drottn- ingunni síðast. Ferðaðist hann um Norðurlönd, Þýzkaland og England og kynti sér útvarpsstarfsemi í öllum þeim löndum. Félag ungra Framsóknarmanna held- ur fund í »Skjaldborg« næstk. sunnu- dag, kl. 1 e. h. Freirmóður Jóhannsson málari hefir ákveðið að fara héðan úr bænum og dvelja í Reykjavík um lengri tíma. Fer hann með »Drotningunni« næst. Fyrst og fremst ætlar hann að undir- búa og halda sýningu á málverkum sín- um fyrir sunnan; og auk þess hefir þess verið farið á leit við hann, að hann standi fyrir hinni væntanlegu heimilis- iðnaðarsýningu, sem halda á í Reykja- vík í sambandi við Alþingishátíðina, og kveðst liann ætla að verða við þeim til- mælum, og er það vel farið, því áhugi smekkvísi og dugnaður Freymóðs gera hann sérlega vel hæfán til að hafa ein- mitt það starf með höndum. Eins og kunnugt er hefir Freymóður » verið framkv.stjóri Leikfélagsins hér í bænum í vetur. Hefir hann séð um all- an útbúnað leiksviðsins og málað tjöld. Má í því sambandi minna á hin ágætu tjöld til leiksins »Tveir heimar«. — Starf Freymóðs sem leikstjóri hefir auðvitað haft ýmsa örðugleika £ för með sér, og í fersku minni eru deilur þær, sem urðu í sambandi við leikjaval hans og félagsins í vetur. Þó sá, sern þetta ritar væri Freymóði engan veginn allskostar samdóma í þeim mál- um, þá skal það viðurkent að Leikfé- lagið og leikstjórinn verða að vera frjáls í vali sínu og starfsemi, eig'i hún að geta tekið nokkrum verulegum þroska. Sem framkvæmdastjóri Leikfélagsins hefir Freymóður sýnt svo mikla ósér- plægni, óþreytandi elju og' dugnað, að engum, sem eitthvað hefir fylgst með starfi hans þar, hefir getað blandast hugur um, að það var hugsjónastarf, sprottið af hinni »heilögu glóð« lista- mannsins. Allir bæjarbúar mega kunna honum þakkir fyrir starfið í vetur, óska hon- um góðs gengis með þau störf, sem hann nú byrjar, og að hann megi heill heim aftur koma, svo að vér megum njóta krafta hans hér framvegis. . B. ------o------ Ritfregn. Saga Snœbjarnar i Her- gilsey — riluð af hon- um sjálfum. Fyrra hefti. Útgefandi Þorst. M, Jónsson. Akureyri. 1930. Pað er æfinlega ástæða til að fagna því, þegar eitthvað nýtt og þá um leið nýtilegt bætist við bók- mentir vorar, eitthvað, sem að ein- hverju leyti auðgar þær og gerir þær ijölskrúðugri. Vel samdar æfisögur merkra manna, ritaöar af þeim sjálfum eða öörum, eru ávalt skemtiiegar og fróðlegar bækur. — Viða i heimin- um eru slíkar bækur jafnvel meira metnar bæöi af alþýöu og fræði- mönnum en t. d. skáldsögur, eíns og þær gerast upp og ofan; og er þaó allott alveg réttmætt. i vel samdri ætisögu — ekki sizt þeirri, sem ntuð er af manninum sjáifum, geymist margskonar tróðleikur, at- hugun og reynsla, semltrauðla verð- ur betur skýrt tra á annan hátt, hún verður ott heimildarrit um litshætti og kjör genginna kynslóða, um at- hafnaiíf þeirra, hugsana- og tilfinn- ingalíf, eða með öðrum orðum, sé um alþýðumann að ræða, eins og hér er, einskonar forðabúr fyrir þjóðminningatræðina. Heklu-SHljBflíkÍ er bragðgott og ÓDÝRT. Kostar kr. 1.50 kilóið. Saga Snæbjarnar í Hergilsey héfir alt þetta til að bera. Pað máetti e. t. v. setja það út á hana, að hún sé ekki nógu fast bygð, fylgi ekki nógu vel eftir því markmiði að skýra frá lífi Snæbjarnar sjálfs, svo að hún stundum virðist verða að mörgum samsiða þáttum. En þegar alt er at- hugað, verður það þó mikið vafa- mál, hvort þetta getur talist nokkur galli, Snæbjörn hefir auðsjáanlega ekki sett sér það takmark, fyrst og fremst að skýra frá lífi sínu og at- höfnum i þrengri skilningi. En hann er áreiðanlega maður, sem hefír haft bæði augu og eyru opin, og hefir viljað iýsa þvi merkilega og ein- kenmlega sem hann hefir tekið eftir eða heyrt. Sagan hefir þvi talsvert marga þætti um ýmsa menn, — sér- staklega sterka menn bæði í ytri og innri skilningi — sjósóknara, hetjur í hinu daglega erfiði og stríði við náttúruöflin. — Sumir þessir menn, sem myndum er brugðið upp af, verða lesandanum hjartfólgn- ir og ógleymaniegir. — Öll gefur sagan sérlega glögga og skýra mynd af lifinu við Breiðatjörð og á Breiða- fjarðareyjum og af öllum hugsunar- hætti þar á dögum höfundarins — það eitt út af fyrir sig er nægilegt til að gefa henni verðmæti. Pað yrði of langt mál að rekja efni bókarinnar hér í einstökum at- riðum, enda óþarft. — Bókin er fraleitt gallalaus, en kostirnir virð- ast þó véra yúrgnæfandi, að minsta kosti fyrir þá, sem kunna að meta þá — og hún er, þegar á alt er lit- ið, frísk og hressandi, sterk og eggj- andi, þar kveður við orustugleði og áragnýr úr þúsund ára baráttu ís- lenzkra fiskimanna við Ægi. Pað er hressandi sjávarselta úr brimlöðrinu milli Breyðafjarðareyja í hverjum kafla. Pað, sem út er komið af sögunni er aðeins fyrripartur hennar, en ó- hætt er aó fullyrða, að síðari hlut- inn, sá sem í vændum fer, sé beint áframhald. Hefir hann að geyma ýmsa merka viðburði frá síðari ár- um höfundaríns, þ. á. m. Englands- ferð hans, er enskur togari flutti hann tii Englands. Fs Ó. ö.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.