Dagur - 03.04.1930, Blaðsíða 1
DAOUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfélagi Eyfirð-
inga.
XIII. ár
1
Afgreiðslan
er hjá Jóni Þ. Þ6r,
Norðurgötu 3. Talsími 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
Akureyri, 3. Apríl 1930.
T
16. tbl.
r
Adrepa
um sýningarnar i ár og að ári*
Það kann að virðast að borið sc
i bakkafullan lækinn, ef minst ér á
sýningar þær, sem kalla má að
fyrirskipað sé að halda um land alt
á yfirstandandi ári. En það er þó
ekki unt að komast hjá því með
öilu fyrir þá, sem v e r ð a að láta
þetta mál til sín taka, af því að það
er skylda þeirra að gangast fyrir
því, hrinda því áleiðis af sjálfs sín
orku, og fá aðra, sem allra flesta,
til að veita því fylgi sitt. Pað er
heldur ekki auðvelt fyrir þann að
leiða málið hjá sér, sem að visu
hefir enga sérstaka skyldu að rækja
í því efni, en skilur það ög sér í
hendi sinni, að sómi hverrar sveitar,
hvers héraðs og lands og lýðs í
heild liggur við, að þessi grein,
eins og hver önnur, á hinum stór-
felda fagnaðar meiði alþjóðar, verður
að vera lifandi, frjó og ávaxtarsöm
á hinu mikla ári minninganna og
vonanna, 1930.
Um það geta verið skiftar skoð-
anir hvort landssýning væri nauð-
synleg í þessu sambandi. Má þó
ætla að meiri hluti alþjóðar líti svo
á. Að minsta kosti meiri hluti þeirra,
sem kallast hinu yfirlætismikla nafni:
.málsmetandi menn, karlar og konur.
Peir, sem eggja alla alþýðu lög-
eggjan, að láta hendur standa fram
úr ermum í þessu efni. Og eins og
nú er komið tímpm og diáttum
öllum, þá má sérínilega telja að
ekki sé unt að komast hjá að sýna
í verkinu, á hvaða stígi vér stönd-
um og hvað við getum seilst upp
í hæðirnar. En þó svo væri, að
landssýning hefði engin nauðsyn
verið, þá e r hún einu sinni ákveðin
og úr þvf svo er, þá er það
um leið orðin þjóðarskylda að gera
alt, sem gera þarf og unt er, til
þess að hún geti farið sem bezt úr
hendi og oróið oss til sóma. En
til þess að tryggja það, sem auðið
er, að alisherjarsýningin fari sem
bezt fram, og beri ljóst og greini-
legt vitni um menningarstig vort í
verklegum efnum, þá þarf að afla
henni fanga hvaðanæfa. Undir hana
verða að renna stoðir frá hverju
héraði og þorpi þessa lands. En
til þess að svo verði, hljóta hreppa-,
héraðs- og sýslnasýningar undan að
ganga, þar sem hvert bygt ból
Grein þessi var rituð á útmánuðum i
fyrra, þó ekki komi hún fyr en nú fyrir
Bjónir almenningi.
verður að láta nokkuð af mörkum;
þar sém hver sá, er teljast vill
maður með mönnum, verður að
leggja sinn skerf fram á borðið, eða
styðja málið með liðsyrðum sínum
og áhrifum.
Vera má, að 4nenn beri ekki á
móti þessu. Vera má jafnvel, að
menn kannist við. þetta. En að
gjalda þessu jákvæði og hafa þó
engan undirbúning tii neins, svo
sem vera má um allmikinn þorra
manna, það samrýmist illa. E f vér
viðurkenuum nauðsyn þess, að taka
einhverju máli tak, svo um muni;
vitum, að engi læpuskapur eða
linkutök stoða, en göngum þó að
með hangandi hendi og svo sem
til málamynda, þá er auðsætt að
'vér teljum þörfina ekki allbrýna.
Auðsætt, að eldur þeirrar nauðsynjar
brennur ekki á okkur sjálfum. Auð-
sætt, að það, sem hefir verið til
vor talað um málið og fyrir því,
snertir oss eigi djúpt. Auðsætt, að
oss liggur í léttu rúmi hverjar fram-
kvæmdir verða og árangur, því
annars mundum vér fúslega leggja
rikan skerf tíma vors og krafta f
sölurnar, og vera sem á glóðum
yfir tómlæti tólks og áhugaleysi.
Til sýningarmálsins er þa afstaðan
sú, að vér, konur sem karlar, við-
urkennum nauðsyn þess, í orði
kveðnu; vitum að það skal hafa
framgang innan lítils tíma, en höld-
um þó sem fastast kyrru fyrir, og
vinnum ekki að sýningarmálurn eða
munum með liðsyrðum eða hjálpar-
höndum, svo orð fari af.
Jæja, konur góðar, — því til ykkar
er hér leikur gerður, sérstaklega —
það er hægur vandi, að vera með
aðfínslur og ádeilur og það gagnar
oft lítið. Koini þær fram alment, þá
færu þær fyrir ofan garð og neðan,
og enginn tekur þær til sín. Pá eru
þær eins og það dauða fjúkið, sem
engum aftrar að fara ferða sinna.
Séu þær hvassar og ákveðnar, þá
særa þær og firta. En séu þær úr
hófi frekar í sumum atriðum, þáer
því hinu sama á loft haldið til að
sýna ósanngirni og öfgar höfundar,
en það látið liggja í láginni
milli hluta, sem réttmætt var. Nú
veit eg, að enginn reiðist þeirri
ádeilu, sem hér er flutt, því hún
er svo hógvær. Eg veit lika and-
svör ykkar og afsakanir þess, að
lítið sé gert til fyrirgreiðslu og
undirbúnings sýningarmálanna af
ykkar hálfu. Eg veit að sumar
ykkar mundu geta sagt með fullum
rétti: >Sannast að segja snertir þetta
sýningar»vesen« mig ekki djúpt,
því er þess ekki að vænta, að eg
50 ara
afmælis Gagnfræðaskólans
á Akureyri
verður minnzt i vor. Verða hátiðahöld á Möðruvöllum og
Akureyri dagana 31. mai og 1. júní.
ALLIR, er nám hafa stundað við skólann, pótt eigi hafi
peir lokið prófi, hafa rétt til pátttöku, en tilkynna verða peir
hana undirrituðum hið fyrsta.
Gagnfræðaskólanum á Akureyri, 3. apríl 1930.
Sicj/uT? ttr ðvtSiviintclc'^ou.
Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum, að okkar ástkæri
eiginmaður faðir og tengdafaðir, Pálmi Jósefsson frá Samkomu-
gerði, andaðist hinn 29. marz s. 1.
Jarðarförin fer fram mánudaginn 7. apríl frá Akureyrarkirkju,
hefst kl. 1 eftir hádegi.
Akureyri 1. april 1930.
Aðstandendurnir.
ÍMIIII.. .............IIIIM ........IMIMllll ...........I .....
láti það mikið til mín taka. En
sjálfsagt er að þeir, sem hafa áhuga
fyrir því, þeir, sem eru eins og á
nálum yfir því, hvern framgang það
fái, að þ e i r láti það sjást f verk-
inu.« Egþekki ykkur nokkurnveginn,
sem hafið þenna hugsunarhátt, og
méf kæmi ekki á óvart, þótt þið
fyltust áhuga, þegar það er um
seinan; þótt þið sæjuð eftir að hafa
ekki stutt gott málefni, þegar ekki
er hægt annað að gera, en naga
sig í handarbökin, sem er sú ömur-
legasta iðja, er nokkur getur fyrir
sig lagt. En eg skil hinar enn betur,
sem hugsa og segja: »Vér vildum
svo voða-gjarna veita þessu máli
ekki einungis liðsyrði, heldur og
hjálparhönd, svo um munaði. En
oss er það bara ómðgulegt svo
nokkurt gagn sé að. Vér höfum
engan tímann. Hann fer allur i
þessa óumflýjanlegu, eilífu snúninga.
Vér höfum svo fáum á að skipa.
Öll vor orka eyðist í það eitt, að
standa straum af þvi, sem dagurinn
í dag krefst af okkur, og svo því,
er á brast fyrri daginn. Hvað megn-
um vér að búa i haginn, og vinna
fyrir fram? Framsókn vor verður á
þessu sviði, sem öðrum, harla slæ-
leg, og brautargengi lítið. En vér
þykjumst skilja nauðsyn þessa
máls.«
Af ylckur vænti eg sarpt nokkurs,
þvi góðfús skilningur skapar áhuga,
áhuginn vilja, og viljinn dregur
hálft hlass. Af önnum köfnu fólki
má vænta drýgstu afkastanna og
það leggur á sig aukastörfin og
eftirvinnuna.
En geðfeldust eru mér svör þeirra,
er mæla svipuðum orðum, sem gamla
konan á dögunum: »Sýningin var
ákveðin af einfaldri þörf, en úr þvi
að eigi varð komist hjá að efna til
hennar, þá er það tvöföld nauðsyn,
að hún takist vel og verði okkur til
sóma sökum almennrar þátttöku, er
sýni það, að menn hafi lagt fram
krafta sína þegar i upphafi. Á þessu
er svo brýn þörf, að margt annað
verður að sitja á hakanum. Við
verðum að vanrækja eitt og skjóta
öðru á frest, ef ekki vill betur til,
gæti það veitt okkur góðan sýning-
argrip. Við verðum að hafa það
eins og fólkið á bænum hjá honum
fóstra mínum, einn göðan veður-
dag 4 túnaslættinum, þegar ég var
12 vetra telpa. Pangað kom í heim-
sókn úr öðrum landsfjórðungi bróð-
ir hans með konu og börnum þeirra,
að kvöldtagi þegar svo var ástatt
að öll taðan var útþur á túninu og
skyldi bindast daginn eftir ef veður
leyfði. Nú leyfði veður, en þann
dag var ekki rótað við bólstrunum