Dagur - 01.05.1930, Blaðsíða 2

Dagur - 01.05.1930, Blaðsíða 2
82 DAGUR 22. tbl. Nýkomnar byggingavörur. Linoleum-dúkar — geysimikið úrval Veggfóður, yfir 60 tegundir. Vegg- og gólf-flísar, mikið úrval, Eldavélar, svartar og emaileraðar. Ofnar, þvottaskálar, eldhúsvaskar margar tegundir, handvaskai, vatnssalerni o. fl. o. fl. Kaupfélag Eyfirðinga. Myndastofan i Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10—6. Guðr. Funch-Rasmussen. Meðlimatala félagsins er nú nokk- uð yfir 45,000, sem standa saman sem eitt einasta stórt neytenda- heimili. K. F. S. — eða »Konsum«, sem félagið nefnist i daglegu tali, á þannig um 240 verzlunarbúðir, sem selja almenningi nauðsynjavörur. Margar þessara búða eru svo smekk- legar að ytra útliti, að þær prýða göturnar, og þegar komið er inn i þær sýna þær sömu einkenni. — Fyrir þann, sem ókunnur er fyr- irkomulaginu, getur það verið dá- lítið villandi í fyrstu, að hann ár- angurslaust litast um eftir búðar- borðinu. — Pað er nefnilega ekki til í mörgum þeirra, heldur eru hinar fjölbreyttu og freistandi vör- ur settar fram í glergeyma, þar sem kaupandinn getur séð þær og skoðað, og búðarþjónarir eiga hægt með að ná þeim, svo að afgreiðslan gangi fljótt og ánægjulega. — Alt annað inni í búðunum er eftir þessu, hagkvæmt og fallegt. Veggirnir eru klæddir með ítölsku »stúk«, og hinn blálegi litur þeirra er mjög þægilegur fyrir augað. Til þess að gera sér hugmynd um, hversu mikils neytendafélag sem þetta þarfnast af vörum, geta eftirfarandi tölur e. t. v. verið góð- ar: Sú vörusort, sem meðlimirnir þarfnast mest af, er mjÖl,en af því er selt, samlagt í öllum búðunum, d0-70,000 l<g. á viku. Mjölið kemur frá mylnu- verki, sem kallast >Tre kroner* og er eign sambands sænskra sam- vinnufélaga (Kooperativa Förbundet) — félagið skiftir því hér svo að segja við sjálft sig. — Kaífi, sem selt er úr búðunum á viku, nemur um 9,000 kg. og svarar það til 10,800 kg. af óbrendu kaffi — auð- vitað þarf ekki að taka það fram, að kaffið kemur gegnum Samband- ið frá »Nordisk Andelsforbund* (Samband samvinnufélaga á Norð- 1 urlöndum). Af sykri er selt um 60,000 kg. á viku, af smjörlíki um 20,000 kg. á viku. Smjörlíkið kem- ur frá smjölíkisverksmiðju Sam- bandsins í Norrköping, sem nú er stærsta og fullkomnasta smjölíkis- verksmiðja landisins. - Að lokum má nefna áð ostsalan er um 9,000 kg. á viku. Ef vér hættum nú hér, mundu Iesendur kannske fara að gera sér f hugarlund að Stockholmsbúar lifi á jurtafæðu einni saman, en svo er þó ekki, því kjötvörur í stórum stíl eru einnig seldar í búðunum. — í hverri viku fær félagið til slátr- unar 140 nautgripi, 350 kálfa, 260 sauðkindur og 550 svín. Félagið lætur sér þó ekki nægja að vera aðeins sðlufélag, sem út- vegar meðlimum sínum sem beztar vörur með sem lægstu verði, en til þess enn betur að ná þessum tilgangi sínum hefir það gerst fram- leiðandi, það hefir þannig komið sér upp sinni eigin kjötvöruverk- smiðju og auk þess á það og rek- ur stærstu brauðgerð, sem til er á öllum Norðurlöndum. Og sá, er kemur þar inn, fellur næstum því í stafi yfir öllum þeim stórfelda vélaútbúnaði, sem þar er, og yfir þeim hraða og þeirri fullkomnun sem þar ræður. — Brauðgerðin hef- ir samt sem áður svo mikið að gera, að hún hefir ekki við að framleiða alt það brauð, sem selt er í 190 brauðbúðum, er standa í sambandi við hana; hún hlýtur því að stækka hið allra bráðasta. P^gar á alt er Iitið má með sanni kveða svo að orði um kaup- félagið >Stockholm«, að það sé beinlínis »bygt yrði« hin mögru fjöl- skyldubú í Stockhólmi. — Pað eru þessar fjölskyldur, sem af frjálsum vilja hafa tekið höndun saman, til þess að leysa þann vanda, hvernig ibúar höfuðstaðarins geti fengið nauðsynjar sínar beztar og ódýrastar. (»Brugsforeningsbl«. — stytt)- --------o----- Á viðavangi. Harmur »lsl.«. (haldsblaðið hérna í bænum kvein- ar yfir því, að rikisstjórnin hafi gert Eystein Jónsson að skattstjóra í Reykjavík, þar sem völ hafi verið margra lögfræðinga ívStöðuna, sem mænt hafi löngunarfullum augum eftir henni. Réttast .væri fyrir íhaldsblöðin sjálfs sín vegna og flokks síns, að tala sem minst um skattstjórastarfið. Pess er ekki langt að minnast að mannaskifti urðu í þessari stöðu og að starfinu hafði áður gegnt einn af þektustu lögfræðingum lands- ins og sem þar á ofan var undir handarjaðri íhaldsins. Kom þá í ljós, að hann hafði ekki gegnt starfinu betur en svo, að framtölin höfðu verið mjög svo óábyggileg og sum þeirra jafnvel svo ófullkómin, að þau voru að engu hafandi. Varð nýi skattstjórinn, sem núverandi ríkisstjórn hafði sett í starfið, að leiðrétta villurnar og gekk rösklega fram í því. það kom sem sagt i ljós, að framin höfðu verið stór- feld skattsvik af ýmsum burgeisum Reykjavíkur. þegar þeim hélst þetta ekki lengur' uppi, urðu þeir sár- gramir og fengu Magnús fyrrum dós. til þess að bera upp kveinstafi sína á þingi yfir því, að nýja stjórnin leyfði þeim ekki að svíkja skatt. En Magnús fékk þannig löguð svör hjá fjármálaráðherra, að hann /sá þann kost vænstan að leggja niður skottið og renna af hólmi. Síðan þessum skattsvikabrunni var lokað, hafa blöð fhaldsins verið í úfnu skapi, og kvein »ísl.« nú síðast mun af þessum rótum runnið. » Vörn fyrir Magnús. »fsl.« reynir að verja þá blekkingu eða heimsku Magnúsar Ouðmunds- sonar, er hann taldi ríkisskuldirnar 51/2 milj. kr. hærri en þær eru. Hliðstæða við röksémdafærslu >fsl.« er á þessa leið: Ef »ísl.« skuldar A. 1000 kr., fær síðan 1000 kr. lánaðar hjá B. og borgar A., þá skuldar »fsl.« 2000 kr.(!) Oott reikningshöfuð við »ísl.«(! Fjandskapur við Mentaskólann. það er auðséð á landkjörsskrafi »ísl.«, að greyið er hrætt við fylgi kjósenda við Jónas Jónsson dóms- málaráðherra, ella teldi það sig ekki þurfa að ráðast á hann með offorsi og brigslyrðum. Hræðsla blaðsins er á fullum rökum bygð. — Eitt af því, sem blaðið brigslar J. J. um, er, að hann hafi reynst aðalmenta- stofnun landsins, Mentaskólanum í Reykjavík, fjandsamlegur. Nú er það á allra vitund, að mjög miklar umbætur hafa verið gerðar á mentastofnun þessari, síðan J. J. fór að hafa afskifti af henni. Áður hafði skólinn verið illa hirtur utan og innan, enda kveðið mikið að berklaveiki i honum á þeirn ár- um. J. J. byrjaði á því að láta setja rafdælu i skólann, sem þrýstir hreinu lofti inn í hvern bekk. þá var blautu fötunum, sem spiltu mjög loftinu, útrýmt úr kenslustofunum. Enn má nefna það, að i skólanum var að- eins helmingur þeirra salerna, er heilsufræðin heimtaði. Úr þessu lét J. Jj bæta, þrátt fyrir hina megnustu andspyrnu úr fhaldsliðinu. Margar aðrar smærri og stærri umbætur hafa gerðar verið á skólanum undir stjórn J. J. og á allan hátt hefir hann verið skinnaður upp eftir fhaldsvanhirðinguna, og allar hafa umbæturnar mætt andstöðu i íhalds- liðinu, þó að ekki hafi þær verið taldar fjandskapur gegn skólanum fyr en »ísl.« kveður upp úr með það nú nýskeð. fhaldsmálgagnið telur það fjandskap við skóiann að dæla í hann hreinu lofti; í þess augum er það einnig fjandskapur við skólann að fjölga þar salernum, eftir þvf sem heilsufræðin krefur, og enn birtist fjandskapur J.J. til skól- ans í þvi að leyfa ekki að blautum fötum sé dyngt inn í kenslustofurnar í kenslustundum. Nærri má geta, að »ísl.« telur það lýsa mikið fjandsamlegum hug J. J. til Mentaskólans, að hann hefir látið opna ágætt bókasafn, sem skólinn hefir lengi átt, en áður var harðlæst. Skal því nú skotið undir dóm allra réttsýnna manna, hvaða flokk sem þeir heyra til, hvort nokkurn- tíma hafi sést á prenti aulalegri sleggjudómar en þeir, er »ísl.« ber á borð í þessu máli. Hver getur fallist á þá herfilegu vitleysu, að kærleikur til einnar mentastofnun- ar eigi að birtast í því að svo sé til hagað, að hún sé gerð aðtilval- inni berklasíöð með því að hafa sem verst andrúmsloft í henni og að hafa helmingi færri salerni en brýn þörf er á? Sú rökrétta á- lyktun hlýtur að að verða dregin út úr hinum heirnskulega vaðli »fsl.« Annars er það ekki hlutverk Dags að fá »ísl.« til að taka eitthvað skysamlegar á málum en hann ger- ir, ef honum er það nokkur alvara að vinna flokki sínum gagn nú fyrir landkjörið. Blaðinu er það svo sem velkomið, frá Framsóknar hálfu, að vaða elginn áfram og tala sem mest óráð. íhaldsmönnum sjálfum stend- ur næst að koma vitinu fyrir blaðið sitt, ef þeim er það áhugamál, að það geri fhaldsflokknum sem minnst ógagn fyrir 15. júní. -------0------ í Nýja-Bíó s.l. sunnudag hefði verið þess verð að þar hefði vetið alveg fult hús. Rödd Birkis er fremur mikil og svið hennar all viðtækt — og hann kann það sem hann fer með. Efnismeðferð og framburður text- anna er í bezta lagi hjá honum, og allar raddbreytingar og áherzlur réttar og ágætar. Báðar aríurnar, »Mefistofelis« og »Tosca«, söng Birkis eins og vera ber með miklum krafti og næmri tilfinningu. »Betlikerlinguna«, sem hann varð að endurtaka, söng hann einnig með mjög næmri tilfinningu og hrífandi, en bezt hljómaði þó rödd hans í »Ridonami la calma«. Birkis og Sigurður O. Björnsson sungu alveg ágætlega saman þrjár duettur;—»Gunnar og Kolskeggur* sérstaklega fór svo vel, að það verðurað teljast hámark söngskrár- innar þetta kvöld. Hr. Vigfús Sigurgeirsson aðstoð- aði á pianoið ög gerði það yfir- lætislaust og smekklega að vanda. — Og »Geysir« leysti sitt hlutverk af hendi með venjulegu samræmi, svo unun var að fyrir áheyrendurna. L F. B. Leiðrétting. í 19. tbl. þar sem skýrt var frá listum til landkjörs, hefir misprentast A-listi Framsókn, i að vera A-listi jafnað armenn. — Listi Framsðknarfl. er B-Usti. — f*ví miður gleymdist að setja þessa leiðréttingu $ naesta bl. á eftir, þar sem hún áttl að koma. •— J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.