Dagur - 22.05.1930, Page 1

Dagur - 22.05.1930, Page 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. ' • • • - XIII. ár: Akureyri, 22. maí 1930. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. 28. tbl. Landkjörið IV. Skakkur skínnaleikur. í átökum þeim, er átt hafa sér stað milli Jónasar Jónssonar ann- arsvegar og andstæðinga hans ^hinsvegar, hefir orðið heldur skakk ur skinnaleikur. Einn af andstæð- ingum J. J. lýsti þeim átökum á þann veg, að hann líkti sjálfum sér við dverg, en J. J. við risa. Voru þetta réttar og vel tii fundnar sam- líkingar. J. J. hefir borið svo af andstæðingunum að allri andlegri atgerfi og vígfimi raka og máls á ritvelli og í ræðustól, eins og risi gnæfir yfir dverga. Vinnuorka J.J., hugsanagnægð og hugkvæmdaauð- legð, hefir verið á svo háu stigi, að ofvaxið hefir verið skilningi andstæðinganna, sem átt hafa í höggi við hann. þröngsýnar dverga- sálir fhaldsins hafa ekkert botnað í þreki og krafti afburðamannsins. Pess vegna hafa þær reynt að gera sér í hugarlund, að hér væri ekki alt með feldu, og að J. J. hlyti að örfa sig til starfa í bili með ein hverri eiturmagnan. Þessar eitur- kenningar íhaldsins verða ærið hjá- kátlegar. þegar þess er gætt, aðJ.J. hefir alla æfi verið stakasti hófs- maður á allar nautnir, mun t. d. aldrei hafa neytt tóbaks eða vins svo að. nokkru nemi og því siður annara sterkari eiturtegunda. Þetta verður aftur á móti ekki sagt um flesta þá, sem fremstir hafa staðið að ófrægingum í garð J. J. Og um suma þeirra er það kunnugt, að þeir eru reglulegar drykkjubullur, eins og sá sem gaf sjálfum sér þenna vitnisburð frammi fyrir fjölda manns og stærði sig af: »Fullur í dag og fultur í gær og fullur á morgun*. í viðureign sinni við andstæðing- ana hefir J. I. farist eins og risan- um mundi farast við dvergana. Hann hefir tekið þá í bóndabeygju, krept þá I knút, vöðlað þeim saman, varpað þeim flötuni mörgum í senn og skiiið þá eftir f kösum, ósjálf- bjarga og gjörsigraða. í hverju deilumáli hafa leiksiokin orðið hin ömurlegustu fyrir vesalings íhaldið. Rök íhaldsmanna hefir J. J. jafnan lagt í rústir; í hverri orustu hefir hann afvopnað andstæðinga sína; að leikslokum hafa vopn þeirra legið dreifð og brotin á vigvellin- um. Svo fer jafnan þegar afburða- maður á f höggi við miðlungsmenn og þar fyrir neðan. í baráttu íhaldsmanna við J. J. hefir einkum gætt þolleysis þeirra í hverri raun. Eftir fyrsta ósigurinn hafa þeir jafnan gefist upp og runnið af hólmi. Þ o 11 e y s i hefðu þessir stjórnmálamenn átt að marka á sinn pólitíska skjöld. Nálega hverja stjórnarathöfn J. J. hafa þeir gert að árásarefni. Þeír hafa biásið sig mjög út í fyrstu, ætt fram með ópi og óhljóðum og bitið í skjalda- rendur að hætti fórnra berserkja. En framhaldið hefir ekkí verið eftir byrjuninni. Eftir skamma stund hefir alt fallið í dúnalogn í herbúðum íhaldsflokksins. Nýr herblástur hefir verið hafinn, með enn meiri háreisti en áður. En svo hefir honum lokið jafnskyndilega og hann hófst. Þann- ig hefir þetta gengið koll af kolli. Sífeldir herblástrar og svo — búið. Svona þollausir og lítilsigldir her- menn eru ekki vænlegir tii stórsigra, alira sizt þegar aðalmótstöðumaður- inn er afburðamenni, sem gnæfir yfir andstæðinga sína, blástursmenn- ina, eins og risi yfir dverga. Niður- rifsstefna íhaldsmanna hefir reynst blástur og annað ekki; Hugsjónaaf- rek afburðamannsins og brautryðj- andans þola vel slikan dvergablástur, enda sýna verkin merkin. Hér á eftir skulu nú tilfærð nokkur dæmi ofangreindum ummælum til sönnunar. V. Tervanimálið. Það var ekki smáræðisherblástur, sem gerður var, þcgar fhaldsmenn tóku mál þetta upp. í þingræðum íhaldsmanna og blöðum þeirra var það talið hið mesta og válegasta hneyksli, sem fyrir hefði komið í stjórnarfarssögu landsins. Létu þeir svo ófriðlega, að líkast var sem þeir ætluðu að segja allri tilverunni stríð á hendur, ef ekki fengist ein- hver leiðrétting þessa máls. En minna varð úr en til var stofnað. Tildrög máls þessa og saga er al- menningi kunn af opinberum um- ræðum um það á sínum tfma. J. J. gerði þá tvent í einu, hann sýndi fram á og sannaði svo að ekki varð um vilst, að hefði verið farið að ráðum íhaldsmanna, hefði landið beðið skömm og hneisu af i augum allra siðaðra þjóða; og jafnframt leiddi hann aðaleiganda Morgun- blaðsins, Lárus Jóhannesson lög- fræðing, sem vitni í m’álinu gegn flokksmönnum hans og hans eigin blaði, þar sem J. J. notaði L. J. til þess »að lækna sina eigin hjörð, sem málgagn hans hafði gert sjúka<> Þessi lækningatilraun hreif. Allur vfgamóður rann af íhaldsliðinu og það varð brátt spakt og kyriátt. Siðan hafa landsmenn kunnað J. J. þakkir fyrir framsýni hans og gjör- hygli í Tervanimálinu og Ijúka upp einum munni um það, að hann hafi firt þjóðina mikilli smán fyrir að- gerðir sínar í því. Til fhaldsblaðanna hefir ekki heyrst svo mikið sem eiit bofs út af þessu máli í langa hríð. ---o-- Á víðavangi. Jón Þoriáksson hefir boðað til stjórnmálafundar hér á Akureyri 30. þ. m. Að kveldi þess dags eða næstu nótt er von á Jónasi Jónssyni dómsmálaráðherra hingað og að morgni hefst skóla- hátíðahald. Mun J. Þ. velja fundar- tímann með hliðsjón af þessu hvoru- tveggju. Fyrsta júní hefir J. Þ. einnig boð- að til fundar i Skagafirði. Þann dag veit hann að Brynleifur Tobíasson er bundinn við skólahátfðahald hér á Akureyri. Allt með ráði gert. Nú er komið annað hljðð i strokkinn. í vetur talaði Morgunblaðið um Lárus Jónsson lækni sem glöggan sérfræðing í geðsjúkdómum. Það var í sambandi við »kviksetningar- tilraun< á dómsmálaráðherra. Blað- ið taldi L. J. sömu skoðunar um heilsufar Jónasar Jónssonar eins og Helga Tómasson, nema hvað L. J. væri hinum gleggri að því leyti, að hann vissi uppá hár í hvaða deild á geðveikrahæli J. J. ætti að eiga heima. Þannig ætlaði Mbl. að leiða Lárus lækni sem vitni um geðveiki J. J. Reyndar kom það síðar í Ijós, að Mbl. laug þessu öllu upp, og læknir þessi hafði aldrei látið þau orð falla, er blaðið hafði eftir hon- um, en reyndi að svíkjast undan þeirri sjálfsögðu skyldu að birta leiðréttingu ;frá lækninum um þetta efni. — Nú er þessi snjalli sérfræð- ingur, að dómi Mbl., orðinn yfir- læknir á Nýja-Kleppi. En hvað skeð- ur þá? Mbl. háðast að sérfræði- kunnáttu læknisins, og annað íhalds- blað, sem að vísu er enn ómerki- legra en Morgunblaðið, segir, að hann hafi »hnýst erlendis eitthvað lítilsháttar i sálsýkisfræði, en sé vit- anlega alls ófær til að taka við Kleppi«. Er nú komið annað hljóð i strokk íhaldsins en áður var. Á meðan í- haldsblöðin héldu, að þau gætu notað nafn L. J. læknis tii styrktar geðveikisáburðinum á dómsmálaráð- herra, var hann í þeirra augum glögg- ur og snjall sérfræðingur, sem hafði prýðisgott vit á geðsjúkdómum. Þeg- ar þessi von þeirra er brostin, og Lárus orðinn læknir á Kleppi, snúa þau snarlega við blaðinu; þá hefir hann ekkert vit á þessurn málum og alls ófær til að koma nálægt geðveiklingum. Hafa íhaldsblöðin snoppungað sig sjálf heldur ræki- lega í þessu efni. Og með allri framkomu sinni í þessu óþverralega geðveikisrógsmáli eru fhaldsblöðin mjög rækilega og sem allra vendi- legast að ganga á milli bols og höfuðs áyfirlýsingu fhaldsþingmann- anna um það, að þeir væru hreinir saka í málinu, jafnframt því og þau sí og æ eru að sanna það, að geð- veikisrógurinn er frá upphafi póli- tiskur rógur, hefir verið það, er og verður. Hræddir stjórnmálamenn. fhaldsblöðin skýra um þessar mundir frá fundahöldum í Vest- mannaeyjum. Segist Morgunblaðinu svo frá að Jónas Jónsson og Har- aldur Ouðmundsson hafi farið til Eyja á varðskipinu Fylia og hafi J. J. boðað þar fund í Eyjunum kl. 1 s.d. Um svipað leyti hafi þeir Ól. Thors og Magn. Jónsson tekið sér far til Vestmannaeyja með Botníu, til þess að vera viðstaddir á fund- inum. En þegar til hafi komið kl. I, hafi J. J. ekki mætt af hræðslu við þá ÓI. Thors og M. J. og haldist við í varðskipinu ásamt Haraldi. Hafi þá ihaldsmennirnir byrjað á fundi og haldið honum til kl. 3, en þá hafi J. J. loks komið og byrjað á sínum fundi. Nú víkur sögunni til »Norðlings<, er kom út í fyrradag. Hann segir frá hinu sama eftir fréttum að sunnan að öðru leyti en þvi, að J. J. hafi boðað fundinn í Eyjum kl. 3, en ekki kl. 1 eins og »Moggi< segir. Af þessari frásögn íhalds- blaðanna verður þessi ályktun dregin: J. J. boðar fund i Vestm.eyjum kl. 3; Ól. Thors og Magn. J. verða fyrri til og koma á fundi kl. 1 og hraða honum sem mest, meðanJ.J. er fjarverandi, til þess að þurfa ekki að verða á vegi hans; loks þegar J. J. birtist, flýja þeir og nemaekki staðar fyr en austur á Seyðisfirði. Torskilin skýring. Dr. Helgi Tómasson segir í Mbl. 10. þ. m.: . . . »þegar heilsu sjúklinga minna var að mínum dómi stofnað f voða, þá neyddist eg til að skýra nánara en áður frá heim- sókn minni til dómsmálaráðherra og tildrögum hennar* . , ,

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.