Dagur - 30.05.1930, Blaðsíða 1

Dagur - 30.05.1930, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum firntu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júli. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. XIII. ár: ? Akureyri, 31. maí 1930. It •• ár.’ | Fimtugsafmæli Gagnfrœðaskóians og Jón A. Hjaltalín, skólameistari. Afgreiðslan er hjá J6ni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. *Sjá, þeirra föllnu nýtur æskan enn, sem unnu göfug störf og voru menn, sem gátu fjötur fávizkunnar leyst, fræðsluna aukið, giftu landins treyst.< Davlð Stefánsson frá Fagraskógi. Gagnfræðaskólinn norðlenzki hef- ir í dag starfað fimmtíu vetur, 28 á Akureyri, 22 á Möðruvöllum í Hörgárdal. Fæstir gera sér í hugarlund, hve skólaárin eru — eftir ætlunarverki þeirra og miði — »dýrmætur náðarinn- ar tími«, eins og einhverstaðar segir í helgum fræðum. Hvern virkan dag — nema í leyfum — viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, einatt ár eftir er þar ungum sveinum og meyjum veitt færi á að verja öllum tíma sínum og allri orku sinni í að auka kunnáttu sína og þekking, auðga skilning sinn, efia hugsunarþroska og andlegan þrótt. Þar eru sagðar sögur, ekki af álfum né útilegu- mönnum, heldur þjóðsögur vest- rænna vísinda af þvi huldufólki, er bygt hefir jörðina og land vort á undan liföndum vorra daga, en er nú horfið ofan í moldirnar, af undrum og æfintýrum upphimins og undirheima, sjávar og vatna, grasa og steina, dýra merkurinnar og mannlegs líkama, hins sýnilega og hins ósýnilega heims. Pessar sögur eru — yfirleitt — ekki lygisögur, heldur sannar sögur, þó að auka verði þær og leiðrétta sumstaðar, eftir því sem mannleg þekking vex. Samt eru þessar raunsönnu sögur og eðlilegu — líklega — hverri skáldsögu skáldlegri, ef lesa kynnu menn þær með skilningi hjartans og lifandi sál. I skólum nemur æskan, sem kunnugt er, lifandi tungur erlendra menningarþjóða. Slíkt nám veitir dýrmæt hlunnindi: kost á hlutdeild í andlegum sjóðum þeirra þjóða, er á þær tungur mæla, eftir því sem menn hafa vilja til og vitsmuni, ástæður og aðstöðu til að hagnýta sér slík gæði eða slíka sameign hins siðmenta heims. En — »margt fer öðruvísi en ætlað er«. — Rétthverfa er ekki til án ranghverfu. Á slíku hafa skól- arnir mátt kenna. Eðlilegustu nám- hvatir eru forvitni, fróðleiksþorsti og skilningsfýst. En ofmörgum leikur ekki forvitni á öðru en brestum bræðra sinna og sveitunga og þeim störfum og sýslunum, sem i hag koma eða á má græða. Pví eru skólar einatt sóttir og nám þar stundað af annarlegum hvötum. Til sambúðar nemanda og skóla er því einatt stofnað líkt og til svo- kallaðra skynsemdar-hjónabanda. Metnaðargirni, skyldurækni, hagsýni knýja oft til skólasóknar og náms- iðkanaí Skólar hafa og löngum gefið því of lítinn gaum, að nem- öndum hentar ekki sama andlega fæðan, ekki fremur en þeim fara vel sömu föt. Þeir verða neyta sömu andlegu málsverða, þó að þeim þykir þeir næsta misgóðir á bragð. Og hollustan og meltingin fer að hér sumu eftir, með hve góðri lyst þess er neytt, sem á borð er borið. Margir kennarar eru og litlir listamenn í framreiðslu fræða sinna. Kennara-list er og litlu launuð og lítils metin hjá öðrum listum, t. d. skáldlist, málaralist og leikaralist. Fæstum er enn vaxinn á því skjlningur, að góð kensla er íþrótt, og hinir beztu kennarar eru alt af, að nokkru, kennarar »afguðs náð«. Mörgu námi er og þannig háttað, að það verður alla daga einber vinna, hörð vinna, nema þá er óvenju- námgjarnir menn eiga í hlut. Nám og kenslu skörtir því oft sál og anda, sem raunalega kunnugt er. Fræðablanda skólanna er drukkin með ólyst. Við þetta bætist, að hver nemandi, er á skólabekk sezt, verður ganga undir eins konar regúlu. Margir nemendur skilja litlu fremur nauðsyn skólaaga en ungbarn skil- ur, hví það er neyða látið ofan í sig þorskalýsi. Af þessum sökum hafa skólaárin orðið mörgum mæt- um manni nokkurs konar fangelsis- vist. Af þessu stafarfað skólar hafa löngum átt litlum vinsældum að fagna, hjá því sem vænta hefði mátt um slíkar góðgerðastofnanir. Af sömu sökum sprettur einnig, að skólar hafa svo litlu fengið á orkað, hjá þvi sem þörf var á með nauðug- lega stöddu mannfólki. En þó að skólum sé stórum áfátt og ábótavant, vinna þeir ómet- anlegt gagn o: ef menningin verður gagnleg teljast og eftirsóknarverð. Og vér erum knúðir til að trúa á verðmæti hennar eða gildi, að minsta kosti á goðmögn þau og kyngi- krafta, er hún Ijær oss, ef vér kynn- um með slík þing að fara eða stýra þeim. Það er eigi menningarinnar sök, að hún er einatt drottning vor eður harðstjóri, en eigi ambátt vor eða þerna. Skólarnir vinna það gagn, að þeir eru fóstrar, verðir og eflendur andlegrar menningar, er verkleg menning rennur frá. F*að er alþjóðarmein, að skólunum tekst eigi að göfga nemendur sína að sama skapi sem þeir fræða þá, skerpa skilning þeirra og auka kunnáttu þeirra og starffærni. Vér kunnum ekki að ala upp mennina, eins vel og vér kunnum þá lærða gera og hyggna, sigursæla og göldrótta í vísindum, vinnubrögð- um, uppfundningum og margvísleg- ustu viðskiftum við náttúruna, bæði dauða og lifandi. Auðleidd eru rök að þvi, að gagn- fræðaskólinn norðlenzki eigi mikinn þátt í framförum og menningarvexti þjóðar vorrar, ekki sízt framan af, er fátt var um skóla og aðrar menningarstofnanir fáar í landinu. Hitt verður eigi sýnt, hve mikill sá þáttur er. Um þetta efni hefi ég áður komizt svo að orði: »Vér fáum alls eigi talið verk né fram- kvæmdir gagnfræðinga. Rví síður fáum vér fundið né metið ávöxtu og árangur, er verk þeirra báru sjálfum þeim, félögum þeirra, sveit og landi. Og þótt vér vissum at- hafnir þeirra og framkvæmdir, væri vant að vita hlut skólans í þeim, hvað af þeim þeir hefði eigi unnið né af stað hrundið, eða hversu sömu störf hefði öðruvísi unnin verið, ef þeir hefði aldrei skólann sótt. Hver einstakur fær bezt samið slíkan jafnaðarreikning sjálfur«. En almenn íhugun fræðir nokkuð um orkanir skólans í þjóðar þágu. »Skólar auka kunnáttu, kunnátta eykur starffærni, starffærni hefir í för með sér, að verk eru betur af hendi leyst. Pví betur unnin sem verk eru, því meiri og betri verður árangur þeirra. Kunnáttu- samur starfsmaður ber þjóðfélaginu »sem slíkur« — að öðru jöfnu — meiri arð en kunnáttulítill. Ríður á að muna þessi einföldu sannindi, er hugleidd eru áhrif skólans á menning vora og þjóðarþroska«. Eg sýndi allmörg dæmi þess í ræðu, sem eg flutti á 45 ára afmæli skólans og prentuð er í »Degi« 1925, að gagnfræðingar frá Möðru- völlum og Akureyri hafa gegnt stöðum, er þjóðfélag vort skiftir miklu, að vel sé gegnt. Verður í væntanlegu minningarriti skólans gerð grein fyrir æfi allra norðlenzkra gagnfræðinga. Fer eg hér því fám orðum um það atriði. Pess nægir að geta, að flestir forkólfar samvinnustefnunnar hafa, að minsta kosti á þessari öld, verið gagnfræð- ingar að norðan. Margir hinir merk- ustu verzlunarmenn norðanlands og víðara á landi hafa stundað nám í gagnfræðaskólanum norðlenzka. Margir hinir merkustu bændur í Suður-Pingeyjarsýslu og á Fljóts- dalshéraði eru gagnfræðingar að norðan. Minna má og á merkilega staðreynd: Næstum því allir rit- 32. tbl. >-#-#-#■#-# # stjóiar landsins hafa setið á skóla- bekk á Akureyri. Hvað svo sem sagt verður um íslenzka blaðamensku á vorum dögum, sýnir slíkt, að skólavist hefir eigi bælt norðlenzka gagnfræðanema né dregið úr þeim framsækni og kjark. Jón A. Hjaltalín veitti Gagnfræða- skólanum norðlenzka forstöðu meir en helming af liðinni æfi hans, 22 ár á Möðruvöllum, 6 á Akureyri. Honum ber manna mest vegsemdin og virðingin fyrir giftudrjúga starfsemi skólans á Möðruvöllum og fyrstu árin á Akureyri. Jón A. Hjaltalín virðist ekki verið hafa verulegur andans maður, eftir því sem vanalega er skilið við það orð. Hann var íhaldsmaður og konungkjörinn þingmaður. Hann var eígi atkvæðamaður á þingi. Hann lét þó þingsæti, af því að hann var valtýskunni svo- nefndu mótfallinn. Nemendur hans létu sér sæma að ráðast á hann oftar en einu sinni í blöðum, hon- um og skólanum til ófrægingar og ósæmdar. Og alla daga var Möðru- vellingum og Möðruvallaskóla margt til foráttu fundið. Samt hafa farið svo leikar, að vegur Hjaltalíns hefir vaxið, því lengra sem leið frá láti hans. Það hefir furðanlega tognað úr mörgum nemanda hans. Það er nú játað, að Hjaltalín sé einhver hinn merkilegasti skólamaður, er vér höfum éignazt. Hann var mikill stjórnandi og skóp nýja siðu í skólastjórn á landi hér. Sitthvað kom fyrir á Möðruvöllum, eins og eðlilegt var, einmitt af því, að nem- endur nutu þar frjálsræðis, eftir þvi sem kostur var á. Pað sést nú, að eftir Hjaltalín liggur göfugt æfistarf, sem land vort hefir skorið upp af holla ávöxtu. Jón A. Hjaltalín á drjúgan hlut i vexti þjóðar vorrar. Pótt hann væri íhaldsmaður, varð hann, í æfistarfi og embætti, fram- faramaður. Hlutur hans í vexti þjóðar vorrar er þeim mun verð- leikameiri, sem lítið ber á honum, og hann verður ekki séður berum augum. Eftir hann liggja engin bókmentaleg þrekvirki, engin laga- smíð, er nafn hans er tengt við, engin mannvirki né verklegar fram- kvæmdir, er hann átti upptök að. Hans verður naumast getið, nema i sögum óg minningum gagnfræðaskóians norðlenzka eða eftirskóla hans, Mentaskólans á Akureyri. Eftir því sem árin hafa færzt yfir nemendur Jóns Hjaltalíns, hefir þeim vaxið á honum virðing og vinarþel til hans. Eftir því sem þeir hafa þroskast, hefir þeim betur skilizt, að hinn gamli skólameistari þeirra var hæfileikamaður, mann-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.