Dagur - 05.06.1930, Blaðsíða 2

Dagur - 05.06.1930, Blaðsíða 2
118 DAJSIJR 34. tbl. in *m AVEXTIR NYIR: Ep!i, Appelsínur, Vinber. ÍVEXTIR ÞURKAÐIR: Rúsínur með steinum og steinlausar, Sveskjur, Apricosur, Epli, Blandaðir ávextir. Fíkjur, Döðlur. ÁVEXTIR NIÐURSOÐNIR: Perur, Ananas, Jarð- arber, Ferskjur, Apricosur, Blandaðir ávextir. Kaupfél. Eyfirðinga nýlenduvörudeildin. miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiis ur sem venjulegur fundarmaður; kvartaði ræðumaður yfir því, að þeir J. J. og H. O. hefðu ekki kent flokkinn við sjálfstæði heldur við íhald og kvað menn virðast gleyma því að í flokknum væri ofurlítill sjálfstæðiskvdti, hann sjálfur og ef til vill einhverjir fleiri og að þeim væri ekki sýnd nægileg kurteisi eða nærgætni með þessu háttalagi. Lýsti hann því yfir, að hann kynni vel við sig í flokknum, síðan sambræðsl- an var gerð. Fór hann að öðru leyti mjög lofsamlegum orðum um dómsmálaráðherra, en harmaði það ^ð Jón Porláksson væri ekki kominn til að andmæla^Jionum. Að síðustu andmælti hann hófiega skattastefnu Haralds Ouðmundssonar. Öll var ræða hans éinkar kurteis og prúð- mannleg. Kom þá röðin aftur að J.J. Eftir að hann hafði svarað Sig. Hlíðar nokkrum orðum, sneri hann sérað því, er hann hafði fyr frá horfið og talaði nokkuð nánar um ýms af áhugamálum og framkvæmdum Framsóknarflokksins. Nefndi hann þá fyrst síldarmálið, hvernig síldar- útvegurinn hefði verið reistur úr rústum og hinu mesta ófremdar- ástandi og gerður að tryggum atvinnuvegi, þrátt fyrir mótstöðu margra þeirra, sem njóta góðs af því og þrátt fyrir að stöðugt verður að verja þær umbætur, sem hafa verið gerðar, fyrir árásum sömu manna. Síldareinkasalan og bræðslu- stöðin væru hornsteinarnir undir því, að þeir, sem þar eiga hlut að máli, fengju framleiðslu sína borg- aða með sannvirði og að þessi at- vinnugrein yrði rekin á heilbrigðan hátt. Pá sneri hann sér að umbótum Framsóknar á sviði landbúnaðarmál- anna, nefndi fyrst verðlaun jarða- bóta og lögin um tilbúinn áburð, sem voru sett gegn megnri and- spyrnu íhaldsmanna, er Iýstu hinni mestu ótrú á því máli, þó reyndin hafi orðið sú, að tilbúni áburðurinn er nú að vinna undraverk í öllum sveitum landsins. Pá talaði hann um vélasjóðinn, Byggingar- og Iandnámssjóðinn, kæliskipið, frysti- húsin, Búnaðarbankann og breyt- ingar og fullkomnun á búnaðarskól- um landsins, alt öflugar lyftistengur fyrir landbúnaðinn eins og þegar er komið í Ijós svo að ekki verður um vilst. Að endingu sneri hann sér að uppeldis- og skólamáium, fór nokkrum orðum um þá and- stöðu, er það vakti, þegar rætt var um endurreisn mentaskóla á Norð- urlandi, sem sérstaklega yrði minn- isstætt nú og ræddi ennfremur um umbætur Mentaskólans í Reykjavík, sem sérstaklega hefir verið hneyksl- unarhella íhaldsins, en lengst dvaldi hann við alþýðufræðsluna í svéitum og kaupstöðum, þetta stórfelda og merkilega fræðslukerfi fyrir alþýðu, sem Framsóknarmenn með stjórn- ina í broddi fylkingar, hafa barist fyrir að koma á. f næstu ræðu gerði Haraldur Guðmundsson Sig. Hliðar það til- boð að nefna flokk hans ekki framar íhaldsflokk, ef Sig. Hl. vildi við það kannast, að við það flokks- nafn væru tengdar vansæmandi minningar, mintist hann í því sam- bandi á þann úrskurð forseta Neðri deildar, að orðið íhald væri ekki meiðyrði. - Sig. Hl. svaraði og gerði nánari grein fyrir afstöðu sinni til flokksins og »sjálfstæðis«- nafnsins. Næst gerði J. J. grein fyrir af- stöðu stjórnarinnar til væntanlegrar upptöku íslands í Pjóðabandalagið. Mótmæli gegn því að ísland gengi í bandalagið kæmu úr tveimur átt- um: íhaldsmenn kæmu þar fram í »sjá!fstæðis«nafni og mótmæltu sök- um þess, að Danir myndu fara þar með umboð íslendinga, væri 'sú rökfærsla hliðstæð þvi, að einhver vildi ekki ganga í K. E. A. vegna þess, að maður frá Höepfner myndi mæta sém fulltrúi þess á aðalfundi Sambands ísl. samvinnufél. Jafnaðar- menn aftur á móti mundu ekki vilja ganga í Pjóðabandalagið, af því að Rússar væru ekki í því. Gætu menn nú rólega úr því skorið sjálfir, hvaða vit væri í því að láta það tækifæri fram hjá sér fara, sem hér byðist, að íslendingar kæmu fram sem sjálfstæð menningarþjóð í alþjóðastarfsemi, vegna grunn- færnislegrar rökfærslu nokkurra í- haldsmanna og yfirspentra tilfinninga einstöku kommúnista. Einar Olgeirsson svaraði ýmsum atriðum í ræðu dómsmálarherrans og var hræddur um að hlutleysi íslendinga á ófriðartímum stafaði hætta af því, að þeir gengju í Pjóðabandalagið. Pegar hér var komið fundinum birtist Jón Porláksson. Hafði hann komið með Drottningunni nokkru eftir fundarbyrjun. Hóf hann þá máls, mátti hann tala f 33 mín,, því 3 mín. hafði hann erft frá Sigurði Hlíðar. Geistist hann fram og hóf harða hríð að dómsmálaráðherra — ekki að flokksstefnu Framsóknar — og mátti sjá að maðurinn var reið- url Kvað hann ýmsu áfátt í stjórn Jónasar, meðal annars væru 7 prestaköll óveitt og væri ekki ólík- legt að í þau kæmu síðar Fram- sóknarprestar, margir læknar væru honum stórreiðir og fyrir það ætti J. J. að láta af stjórn. Út yfir tæki þó, að hann hefði notað varðskip landsins í þeim tilgangi að kjós- endur fengju að kynnast landsmála- skoðunum frambjóðenda við land- kjörið. Fyrir það ætti hann skilið að koma fyrir landsdóm. Að end- ingu mælti hann eindregið með tveimur efstu mönnum íhaldslistans og taldi Pétri Magnússyni það til gildis, að faðir hans hefði vérið ágætismaður, og er það út af fyrir sig satt. J. J. svaraði þessari ræðu með því að hefja harða sókn á stjórnar- störf J. P. og alla stefnu íhalds- flokksins frá því fyrsta til hins síð- asta. Fór síðan nokkrum orðum um feluleik íhaldsflokksins við þess- ar kosningar, sem minti á druslu- menn Englendinga i stríðinu mikla, er þeir hengdu föt á spítur og létu verða fyrir skotum óvinanna. Pannig reyndi flokkurinn nú að fela sig á bak við Pétur Magnús- son og Guðrúnu Lárusdóttur. Sagði hann sem satt var, að J. P. hefði ruðst um í ræðustólnum líkt og naut í glervörubúð, en spá sín væri að minna yrði úr rosta hans, næst er hann talaði, og kom það á daginn að spá hans rættist. Haraldur Guðmundsson gerði góðlátlegt gaman að ræðu Jóns. Kvaðst hann ekki efast um að tveir efstu frambjóðendur C-listans væru góðar manneskjur, en í sjálfu sér væri það nú ekki nægilegt, það væri nú svo guði fyrir að þakka að það væru mörg þúsund góðar mannéskjur í landinu, svo vonlaust væri fyrir íhaldsflokkinn að fá þær allar á lista. Nú stæði svo á með þessa tvo frambjóðendur, að þau hefðu bæði setið 6 ár í bæjarstjórn Reykjavíkur en þar sem J. P. hefði ekkert haft að færa þeim til gildis á þeim vettvangi mundi mega ganga að því vísu, að frá engu væri að segja. Ástæðan fyrir því að þau væru á listanum hjá fhaldinu væri því sú að þau væru íhaldsmann- eskjur, hefðu verið góð og gegn íhaldsatkvæði í bæjarstjórn Rvíkur og mundu verða það á þingi ef til kæmi, til annars væru þau ekki ætluð. Jón Porláksson talaði nú í ann- að sinn, og var nú orðið heldur Iítið úr rosta hans, þeim er hann byrjaði með, var nú hið »grimmi- lega< áhlaup hans snúið upp f vörn, sem þó varð honum fremur ógreið, var meginið af ræðu hans vafningur um að tolltekjurnar væru ekki veðsettar — »aðeins bundnar* sem trygging fyrir greiðslu enska lánsins, en óvíst er, hvort honum hefir tekist að gera fundarmönnum skiljanlegt, i hverju munurinn fælist. j. J. sýndi i næstu ræðu sinni fram á að fyrv. fjármálaráðherra gaeti engu svarað þvi, sem hann hefði deilt á stjórn hans. En það væri nú sem venjulega með við- skifti þeirra, að þegar hann hefði tekið J. P. eitt tak þá væri hönum öllum lokið. Raunar kvaðst hann ekki oft hafa séð hann jafn reiði- legan og komið hefði fram í fyrri ræðu hans, en nú læki hann samt niður undir átökunum. Síðan svar- aði ráðherrann ádeilu J. P. viðvíkj- andi varðskipunum. Pótti honum, sem var, J. P. gerast nokkuð djarf- ur, að ætla sér að víta notkun varðskipanna í þarfir almennings, þar sem hann væri í flokki þeirra manna, sem reyndu að ónýta starf þeirra og væru sannir að sök um yfirhilmingar með landhelgissvikum togaranna. — Pá mintist hann nokk- uð á það, sem J. P. hafði deilt á afskifti hans af réttarfarinu í land- inu. Bar hann saman afstöðu nú- verandi stjórnar og íhaldsstjórnar- innar til þeirra mála, og varð sá samanburður fremur raunalegur fyrir J. P. og hans stjórn. Mintist hann á hvernig lögreglan í höfuð- stað landsins hefði verið vanrækt og vanvirt á dögum fyrv. stjórna, en fyrir aðgerðir núverandi stjórn- ar væri hún orðin það sem hún ætti að vera í hverjum menningar- bæ, og yrði hún nú til fyrirmyndar öðrum bæjum á landinu. — Svo lítílsvirt var hún á stjórnartíð íhalds- ins, að lögreglumenn urðu að fara í einkamál við menn, ef þeir vildu rétta hluta sinn gagnvart móðgun- um, einnig mintist hann á afstöðu thaldsins til bæjarfógetamálsins svo nefnda — íhaldsstjórnin — stjórn J. P. — sá þar engin misferli, enda var alt eftirlitslaust um störf em- bættismanna, endurskoðun sú er hafin var hjá bæjarfógetanum í Reykjavík var stöðvuð í miðju kafi, og enginn sá neitt athugavert. Fjár- málaráðherrann J. P. sá ekki sjóð- þurðina í Barðastrandasýslu, þrátt fyrir að hún var orðin á annað hundrað þúsund krónur, og al- kunn eru afskifti íhaldsins af Bruna- bótasjóðsmálinu, þar komu þeir heldur ekki auga á sjóðþurðina, og í Hnífsdalsmálinu svo nefnda höfðu þéir gengið svo langt að láta blöð sín ausa svívirðingum yfir rann- sóknardómarann fyrir að gera skyldu sína og framkvæma rannsókn máls- ins með dugnaði og samvizkusémi. Enn fleiri mál mintist ráðherrann á í þessu sambandi, og munu allir hafa verið sammála um að frekar væri um sókn én vörn að ræða af hans hendi, enda voru málefni þeirra J. P. og hans ólík. Af hálfu jafnaðarmanna talaði nú Einar Olgeirsson og skifti hann ádeilum sínum nokkurnveginn jafnt á milli Framsóknarflokksins og íhaldsflokksins. í byrjunarræðu sinni gat Jón Porláksson þess, að hann ætlaði ekki að deila á afskifti J. J. af mentamálum landsins, vegna þess að hann hafði tekið með sér ung- an og efnilegan mann, sem hefði betur vit á þeim málum. Kom nú röðin að þessum unga »mentamála- ráðunaut* J. P. Nefndist hann Gunnar Thoroddsen og mun vera útsktifaður úr Mentaskóla Rvíkur. Er það skemst af honum að segja, að betur gat ekki J. P< og flokkur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.