Dagur - 05.06.1930, Blaðsíða 4
120
DAGUR
34. tbl.
Simskeyti.
(Frá FB)
Rvík 29. maí.
New-York: Graf Zeppelín er nú
á leiðinni frá Suður-Ameríku til
New-York.
Ægir tók enskan botnvörpung og
flutti til Vestmannaeyja.
Fimm línuveiðarar enskir eru hér
staddir ; ætla þeir til Grænlandsveiða
og fiska í 8000 tonna gufuskip, sem
flytur aflann til Englands.
' Rvík 30. maí.
Bombay: Leiðtogar Múhameðs-
manna í Indlandi hafa samþykt á-
skorun trúbræðra sinna um að taka
þátt í baráttunni fyrir sjálfstæði Ind-
lands, m. a. með útbreiðslu bann-
aðra blaða og tímarita — og kaupa
ekki né selja brezkar vörur. Sífeldar
óeirðir og fara horfurnar hríðversn-
andi.
Oslo: Ráðgert er að lækka hern-
aðarútgjöldin úr, 46 milj.. niður í 32
milj. kr. á ári.
London: Neðri málstofan hefir felt
að lýsa vantrausti á stjórninni út af
atvinnuleysismálunum.
— Sjö beinagrindur fundust ný-
Iega í Stóru-Sandvík í Flóa, er ver-
ið var að grafa þar.
Rvík 2. júní.
Stokkhólmi: Báðar þingdeildirhafa
felt tillögur stjórnarinnar um hækk-
un korntolls; búist er við að Lind-
man beiðist lausnar og að Ekman
myndi nýja frjálslynda stjórn.
Togarinn er Ægir tók, hefir ver-
ið dæmdur í 16 þús. kr. sekt og
alt upptækt. Ennfremur hefir dansk-
ur dragnótabátur verið dæmdur í
6000 kr sekt og alt upptækt. Báðir
áfrýjuðu.
Óþurkar, en grasspretta góð. Reit-
ingsafli á botnvörpunga. Fisksalan
dræm, en mikil eftirspurn eftir fiski;
verðið þykir enn of lágt. Afli hefir
brugðist í Finnmörk og búist við,
að það hafi áhrif til hækkunar fisk-
verðs.
Flugfélagið hefir keypt tvær flug-
vélar og flugferðir hefjast um mið-
bik júní. Sigurður Jónsson stjórnar
Súlunni, en Neumann Veiðibjöllunni.
Thune forseti norska lögþingsins
kemur á Alþingishátíðina í stað
Hambro þingforseta.
------0-----
Fr éttir.
Ldtin er í gær á Kristneshæli Kon-
kordia Júlíusdóttir, húsfreyja frá
Garðakoti í Skagafirði, myndarkona,
tæplega þrítug að aldri.
Þriðjud. 27. maí andaðist að heimili
sínu Möðruvöllum í Hörgárdal húsfrú
Jónína Vilhelmína Kristjánsdóttir,
ekkja Eggerts sál. Davíðssonar og móð-
ir Davíðs Eggertssonar bónda á Möðru-
völlum og þeirra systkina. Hún var á
áttræðisaldri.
Hinn 28. f. m. andaðist að heimili
sinu hér í bænum frú Álfbeiður Árdal
ekkja Páls Árdals skálds. Varð skamt
milli þeirra hjóna. Jarðarför þeirra fer
fram á morgun.
Á sunnudaginn var andaðist á Akur-
eyrarspítala Karl Bebensee, 19 ára
piitur.
Súðin, hið nýkeypta strandferðaskip
ríkisins, kom hingað á laugardaginn
var. Skipstjórinn Ingvar Kjaran telur
Súðina gott sjóskip.
Esja fór héðan vestur um á mánu-
dagskvöldið. Meðal farþega voru Jónas
dómsmáiaráðherra, Haraldur Guð-
mundsson, dr. Guðmundur Finnbogason,
Jónas Þorbergsson og margir fleiri.
Óðinn fór austur um á þriðjudags-
morguninn og flutti marga farþega.
Þovsteinn M. Jónsson bóksali fór ut-
an með Drottningunni á laugardaginn
var til þess að leita sér lækninga við
hálssjúkdómi. Friðgeir H. Berg annast
bókaverzlunina í fjarveru hans.
Fundur Sambands norðlenzkra
kvenna hefir staðið yfir hér í bæ und-
anfarna daga.
Ræktunurfélag Norðurlands heldur
aðalfund sinn hér í bæ þessa dagana.
Heiniilisiðnaðarsýninfj hefir staðið
yfir undanfarna daga í Skjaldborgar-
salnum.
Málverkasýningu hefir Sveinn Þór-
arinsson haft í billiardsalnum á Hotel
Akureyri.
Harmonikusnillingamir Borgström og
Gellin komu hingað með Drotningunni
og héldu hér þrjá harmonikuhljómleika
á meðan hún stóð við. — Höfðu þeir
góða aðsókn og' fengu mikla og mak-
lega aðdáun; sýndu þeir það Ijóslega, að
hægt er að leika af sannri list á harm-
oniku. — Það óvenjulega í slíkum
hljómleik varþar einnig dálitlum æfin-
týraljóma yfir list þeirra. —
Þeir Otto Stöterau og Þórhallur
Árnason héldu hér einnig hljómleika
um síðustu helgi.
Geysir söng í Nýja-Bíó sl. sunnudag
í tilefni af skólahátíðinni. Aðsókn var
hin bezta, sem við var að búast; og var
það gott, að gestum frá fjarlægum stöð-
um, sem hátíðina sóttu, gafst tækifæri
til að hlýða á hinn ágæta og vel æfða
söngflokk, sem Akureyri getur stært
sig af að eiga.
Hvar er vatnsvagninn? Margir bæj-
arbúar hafa í þurkunum nú undanfarið
kvartað yfir rykinu á götunum, og er
það mála sannast, að það er alt annað
en þæg'ilegt eða heilnæmt að anda að
sér öllum þeim óþverra, sem þyrlast
upp við umferðina hérna á götunum.
Út yfir tekur þó fyrir börn, sem leika
sér eða eru á .gangi úti á götum og
gangstéttum; má svo heita að þau séu
sífelt á kafi í ryki og óhreinindum, og
er ekki óliklegt að mörg þeirra andi að
sér ólyfjan, sem verði þeim að heilsu-
tjóni síðar meir. Það verður því að
teljast ámælisvert hirðuleysi og sóða-
skapur að hafa ekki vatnsvagn í gangi
til að vökva göturnar, þegar þurkar
ganga — og eru það vinsamleg tilmæli
vor, og margra bæjarbúa með oss, að
þeir, sem völdin hafa í þessum bæ, sjái
svo um að eitthvað sé gert til þess að
draga úr versta rykmekkinum á götun-
um.
Ný útgáfa af öllum kvæðum Daviðs
Stefánssona/r. Bókaverzlun Þorsteins M.
Jónssonar hefir ráðist í að gefa út öll
kvæði Davíðs Stefánssonar, koma þau
út í tveim bindum og verður vandað til
útgáfunnar að öllu leyti. — Kvæðin
eiga að vera komin út fyrir Alþingis-
hátíðina, og verða til sölu 4 Þingvöli.
heldur fund í »Skjaldborg« mánudaginn 9. þ. m. kl. 4 e. m.
Samkvæmt ályktun síðasta Aðalfundar K. E. A. verður kosinn
einn maður í deildarráð félagsins. Deildarmenn ámintir um að
sækja fundinn.
Deildarstjórnin.
BIFRÖST. BIFRÖST.
Bifreiðastöðin Bifrast
hefir fólksbifreiðar í lengri og skemri ferðir.
SÍMI 244, SÍMI 244.
J
er óska eftir að fá vörur frá okkur heimsendar á laugardögum,
eru vinsamlega beðnir að panta þær eigi síðar en á föstudags-
kvöld.
• •
KJOTBUÐIN.
Eg’g’ Trjáviöur,
keypt á kr. 2.50 pr. kgr. borð battingar og panel er til
solu með tækifærisverði.
Lárus J. Rist.
Taða til sölu í
Sagnfrœðaskólatwm.
Barnavagnar
nýkomnir
Kaupfélag Eyfirðinga.
höfum við opnað í
Bryggjuhúsi O. Túlí-
níusar. Nýr fiskur daglega. Sími
297. Sent heim ef óskað er.
Kristján og Aðalsteinn.
um. — Davíð er sem kunnugt er eklci
einungis eitt af beztu ljóðskáldum, sem
íslenzk þjóð hefir eignast, en einnig
eitthvert vinsælasta skáld, sem nú er
uppi meðal þjóðarinnar,, það er því
mjög vel til fallið að öll kvæði hans
komi út einmitt á þessu ári, og munu
þau verða mörgum dýrmætur menja-
gripur frá hátíðinni á Þingvöllum.
15 stúdentar útskrifuðust frá Gagn-
fræðaskólanum að þessu sinni og hlutu
eink. sem hér segir:
Guðm. Guðmundsson I. ág. eink. 7,51
Valdemar Stefánsson
Kristján Steingrímsson
Steingr. Pálsson
Jón Jónsson
Árni V. Snævarr
Matthías Jónasson
Eiríkur Magnússon*
Jóhann Jóhannsson
Geir Jónasson
Gísli Ásmundsson
Sigurður Guðjónsson
Ragnar Bjarkan
Baldvin Skaftfell
Helgi Hálfdánarson
I. eink. 7,15
I.
I.
I.
I.
I.
I.
I.
I.
I.
I.
I.
II.
II.
6,98
6,94
6,75
6,71
6,71
6,43
6,43
6,31
6,17
6,03
6,02
5,15
5,06
* E. M. var óreglulegur nemandi.
til skólahátíðarinnar sé skilað
undirrituðum gjaldkera hátíðar-
innar fyrir 8. Jh m.
Allir vinnureikningar óskast
viðurkendir af hlutaðeigandi verk-
stjóra. Skrifstofa opin í gömlu
bókasafnsstofunni á hverjum degi
kl. 6—8 e. h.
Lárus Rist.
Ritstjór&r:
Ingimar Eydal.
Gilsbakkaveg 5.
Friðrik Ásmundsson Brekkan.
Aðalstræti 15.
Prentemiðja Odds Björzuso&ar.