Dagur - 14.08.1930, Síða 1

Dagur - 14.08.1930, Síða 1
D AGUR semur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. Afgreiðsian er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. dea. >• •• • • • XIII. I. ár'. J • t- Akureyri, 14. Ágúst 1930. 47. tbl. Hreldar ílialdssáiir. Eins og nærri má geta var mikið um meðal íhaldsmanna efiir að úr- siit landkjörsins urðu kunn, töldu blöð flokksins, að hann hefði unnið frægan sigur, og þá sennilega að trúarbrögðum og öllu siðgæði lands- manna væri vel borgið, að minsta kosti næsta landkjðrs-tímabil, þar sem flokknum hafði auðnast að koma frú Guðrúnu Lárusdóttur að. — Þetta gat nú auðviðað verið gleðiefni — einkum kosningasigurinn (ef hann hefði nokkur verið til) jafnvel þó trú og siðgæði væri nú látið liggja milli hluta. — En gleðin hefir ekki reynzt haldgóð. Andstæðingar íhaldsmanna hafa verið svo hlálegir, að draga úr henni. Pað hefir ekki verið hægt að neita því, að »sigurinn« var frekar ósigur; atkvæðatala íhaidsflokksins hefir ekki aukist neitt í hlutfalli við aukna atkvæðagreiðslu í landinu borið saman við síðasta landkjör— þvert á móti hefir flokknum hnign- að samanborið við Framsóknarflokk- inn, sem bætti við sig 118% at- kvæða; svo þrátt fyrir alt, er ekki hægt að tala um kosningasigur í sambandi við landkjörið hjá neinum flokk öðrum en Framsókn. Og þrátt fyrir digurbarkaleg ummæli íhalds- blaðanna, þá sýna einmitt þessi úr- slit, að vinsældir flokks þeirra eru í svo mikilli rénun, að það lítur blátt áfram út eins og spaug, þegar þau eru að raupa af væntanlegum, glæsilegum sigri við næstu kjör- dæmakosningar. — Hver ætti að gefa þeim þann sigur? — Jafnvel þótt flokkurinn nú hafi sett á sig guðræknis- og trúboðssvip, þá mega menn eiga það alveg víst, að krafta- verk muni engin verða gerð fyrir hans sakir eða tilverknað. í raun og veru lítur líka svo út, sem forráðamenn og blöð flokksins finni þetta lika vel, og skilji þá staðreynd, að einasta ástæða flokks- ins til að gleðjast var sú, að hann homst ekki í miklu meiri minnihluta, en raun varð á. — En sú gleði er ekki öfundsverð, enda er það að skilja á skrifunum núna, að myrkva dragi aftur fyrir sólina — og auð- vitað þarf sá, sem kunnugur er sálarfræði íhaldsmanna, ekki að leita lengi til að finna orsök myrkvans, en það er Jónas Jónsson dómsmála- ráðherra og aðgerðir hans. Nú hefir íhaldsflokkurinn sem kunnugt er orðið fyrir þeim ósköp- um, að þurfa að verja lögbrot og misferli hjá ýmsum sinna manna, og er það raunasaga, sem ekki er vert að rifja upp að nauðsynjalausu í heild sinni. En nú lítur helzt út fyrir að þessi varnarafstaða til slíkra manna sé orðin rótgróinn vani, sem flokkurinn og blöðin geti ómögu- lega horfið frá. Síðasta dæmið í þá átt er hið svo nefnda Bjarnarness- mál. Presti er vikið frá embætti sökum óprestlegs framferðis, sem staðfest er með undirskriftum helm- ings safnaðarmeðlima hans. Hefir prestur þessi jafnvel gengið svo langt að fara í beina ránsferð heim til eins bónda í sókn sinni, þar sem hann sendi menn út og lét þá slá tún bóndans og sló eign sinni á töðuna. — Petta eða annað eins finst ihaldsblöðunum ekkert að at- huga við — segja að prestur hafi á þennan hátt verið að leita réttar »hins opinbera*, og er helzt að skilja á þeim, að slíkir prestar eigi skilið að fá heiður og þökk allra lands- manna — og þá ekki sízt stjórnar- innar. En svo hrellir dómsmálaráð- herra alt ihald í landinu með því að víkja presti frá embætti. Og nú er grátur og gnistran tanna í her- búðum íhaldsins. Parna var komin upp þjóðhetja (á borð við Einar Jónasson sællar minningar), og svo er honum gert ómögulegt að halda ferli sínum áfram! Já, það má nú segja, einstaklingsframtakið á frem- ur örðugt uppdráttar í landinu núna! Annað atriði, sem nú hrellir íhalds- sálir lands ns, er sú fluga er Mbl. hefir komið í munn þeirra með einhverju fréttaskeyti, sem iætur í veðri vaka að dómsmálaráðherra ís- lands sé orðin fremur mikils ráð- andi i Danmörku líka. Pað er í raun og veru ekkert nýtt, að íhaldsmenn geri mikið úr Jónasi Jónssyni, og satt að segja er það að mörgu leyti fjarska eðlilegt og sjálfsagt að sá maður vaxi því allmjög í augum, þegar á það er litið, að árum sam- an hefir ekkert, bókstaflega ekkert, hugsanlegt og óhugsanlegt, verið til þess sparað, að ráða niðurlög- hans á einhvern hátt, enallar þess- ar tilraunir hafa ekki einungis mis- heppnast, heldur hafa þær beinlínis orðið til að auka fylgi dómsmála- ráðherrans og auka honum samúð allra réttsýnna manna bæði innan lands og utan. — Pað má þó í þetta sinn — og það er sjálfsagt mannúðarverk — hugga hinar döpru og hreldu sálir ihaldsins með því að skýra frá, að þetta er misskiln- ingur — eða blekking. Pað er á- stæðulaust að vera að hræða veiga- litla íhaldsmenn með þessu Mbl.- skeyti. íslenzka stjórnin hefir engin áhrif reynt að hafa á ráðningu dr. Helga Tómassonar að Vordinborg- arspítala. (Sbr. skeyti á öðrum stað í biaðinu). Hafi forsætisráðherra Dana, eða danska stjórnin, fundið ástæðu til að hindra ráðningu dr. Helga, þá mun hún vera af öðrum rótum runnin — en málið virðist í sjálfu sér vera ofboð skiljanlegt. Pað viriðíst liggja í augum uppi, að hvaða stjórn sem væri og í hvaða landi sem væri gæti ekki farið mik- ið öðruvísi að. Allir vita, í Danmörku eins og annarstaðar, af hvaða ástæð- um dr. Helgi varð að fara frá Kleppi, að þar lá á bak við eitthvert hið mesta reginhneyksli, sem hægt er að benda á í stjórnmálasögu nokk- urs lands, og að dr. Helgi var að- almaðurinn í því. Hneyksli þetta, og alt framferði geðveikralæknisins vakti mikið umtal í blöðum úti um lönd og mæltist hvarvetna illa fyrir, sem von var, og engum gatbland- ast hugur um að tilgangurinn var pólitískur. — Pað er að öllum lík- indum þetta, sá blettur sem Helgi Tómasson óafmáanlega hefir sett á sjálfan sig, sem hefir ráðið aðgerð- um dönsku stjórnarinnar i þessu máli, ef hún hefir sett sig á móti ráðningu mannsins að danskri rik- isstofnun. Hún hefir þá hreint ög beint ekki viljað setja álit sitt í hættu utan lands né innan með því að taka mann, sem nýbúið var að reka frá embætti á íslandi fyrir óverjandi voðahneyksli, í þjón- ustu danskrar ríkisstofnunar, og gefa með því tilefni til alveg rétt- mætra árása á sig; því það þarf engum að blandast hugur um, að jafnvel þótt enginn Ijóður hefði ver- ið á ráði Helga Tómassonar, þá hefði verið hægt að segja, að marg- ir danskir læknar væru honum jafn- snjallir, og þar af leiðandi stæðu nær til að hljóta stöðu við danska stofnun, hvað þáeins ognú varástatt. Annars skal rétt til gamans bent á það ósamræmi í öllum skrifum íhaldsins í sambandi við Helga Tó- masson, að þau segja, að hann hafi verið Framsóknarmaður, og hann hefir jafnvel sjálfur haldið hinu sama fram. Nú bera íhaldsblöðin það blá- kalt fram að dómsmálaráðherra sé að ofsækja Helga — og á sama tíma að hann aldrei blaki við sín- um flokksmönnum, hvað sem þeir hafist að. Pað verður dálítið erfitt að koma »Framsóknarmanninum« Helga Tómassyni þarna fyrir. En svona rekur sig alt hvað á annað í skrifum fhaldsins. -... O ' ■ ■ Ný braut Sr. Björn O. Björnsson, gamall Akureyringur, er staddur hér í bæn- um þessa dagana. Segir hann oss þær fréttir, að í prentun sé nú í Reykjavík stórt rit og glæsilegt, að ytra frágangi, sem tíðindum má þykja sæta að því leyti, að höfundar þess eru 40 Skaftfellingar og efni þess er íslenzkt útilíf, eins og það hefir mótast af skaftfellskri náttúru. Er hér að ræða um algerlega nýja braut í þjóðfræðum vorum og bók- menntum yfirleitt, að því að oss er kunnugt, þar sem alþýða manna lýsir sjálf lífi sínu úti í nátt- úrunni á því máli, sem hún sjálf notar innbyrðis, sem og vitanlega er fyrirmyndarmálið á því sviði. í sjálfu sér er efnið: samlif þjóðar við náttúru lands síns, ákaf- lega merkilegt og skemtilegt, en, til þess að gera, lítið athugað mál. Er það gleðiefni, að íslenzk alþýða skuli hafa orðið til forgöngu í þvi að safna gögnum til upplýsingar málefninu með bókinni, sem að ofan getur. Má nokkurn veginn fullyrða, að án slíkra gagna og þvílíkra geti þjóðfræðin ekki komist afl; eigi þau að verða yfirgripsmikil, vísindaleg og til verulegrar leiðbein- ingar þjóðlifinu. Að því er snertir sérstaklega bókina »Vestur-Skafta- fellssýsla og íbúar hennar«, þá er vitanlegt, að hún fjallar um það hérað íslands, sem einna íslenzkast má telja af öllu íslenzku, jafnt að því er snertir náttúru, þjóðlíf og málfar. Er náttúran þar stórbrotin mjög, og gerast þar æfintýri ófá í ferðalögum manna, veiðiskap og öðru útilífi. Er einkum vatnsföllun- um við brugðið, en auk þess eru þar mestu sandar og brunahraun landsins, sem í byggð eru, svo að ekki sé fleira nefnt, sem með fá- dæmum má telja. Eiga Akureyringar þess nú kost, að heyra nánar um þetta alt, með því að sr. Björn ætlar næstkomandi föstudagskvöld að lesa nokkrar sögur upp úr bókinni fyriralmenn- ing og skýra jafnframt í stuttu erindi frá meginskoðunum þeim, sem bókin er sprottin upp af og öðrum tildrögum hennar. Vér hlökkum til að heyra frá æfintýralandi Islands. B. <y

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.