Dagur - 14.08.1930, Blaðsíða 2

Dagur - 14.08.1930, Blaðsíða 2
164 DAGUR 47. tbl. Postulínsviirur r. Matarstell fyrir 6 og 12 manna. Kaffistell — 6 — 12 — Bollapör — mikið úrval.y Kaupfélag Eyfirðinga. ^ftiiliftiiliftiiilftliftilfti Jarðarför Elínar Sæmunds- dóttur, sem andaðist á Sjúkrahúsinu á Akureyri 10. þ. m., fer fram laugar- daginn 16. þ. m., kl. 1 e. h., frá kirkjunni. Aðstandendur. Xaldalóns-kvöld. Allir söngelskir menn í landinu þekkja Sigvalda Kaldalóns. Lög hans, sem nú um mörg ár smám saman hafa komið fyrir almennings sjónir, hafa náð miklum og mak- legum vinsældum, og það ekki ein- ungis hér á landi, heldur hafa þau líka orðið til að auka álit á íslenzkri list úti í heimi, þar sem þau hafa heyrst, og það er nú orðið allvíða. Bróðir tónskáldsins, söngvarinn Eggert Stefánsson, hefir orðið til þess að kynna bæði hann og fleiri íslenzk tónskáld i stórborgum heims* ins, hefir Eggert verið vel til þess fallinn fyrir allra hluta sakir, því það er mála sannast, að íslenzk tónlist hefir átt útvalinn fulltrúa og og dyggan útvörð í hinum, stærri löndum, þar sem Eggert er — full- trúa, sem hefír getið sér slíkan orð- stír allstaðar, þar sem hann hefir látið til sín heyra, að þess eru fá dæmi. Sannleikurinn er sá, að vér eigum fáa eða enga listamenn, sem íslendingar gætu haft ástæðu til að vera jafn stoltir af og Eggert Stef- ánssyni. Allur sá heiður, sem hon- um hefir hlotnast hvarvetna, þar sem söngmenningin stendur á hæstu stigi í heiminum, er og heiður lands- ins og þjóðarinnar, sem hefir alið hann. — F*essu hefir þó verið harla litill gaumur gefinn hér á landi; og það má undarlegt heita, að sá maður, sem hefir lyft fána íslenzkr- ar menningar jafn hátt meðal er- lendra þjóða og hann hefir gert, skuli frelcar hafa orðið fyrir aðkasti sumra þeirra, er manna fyrstir hefðu átt að verða til þess að auð- sýna honum þakklæti og viður- kenningú. Eins og kunnugt mun orðið eru þeir bræðurnir, Sigvaldi Kaldalóns og Eggert Stefánsson staddir hér í bænum þessa dagana. Hafa þeir að undanförnu haldió söngskemt- anir á Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkrók og Hólum í Hjaltadal. Hefir þeim alstaðar verið tekið með fögnuði. Hér á Akureyri ætla þeir að halda söngskemtun á laugardagskvöldið kh 9 í Samkomuhúsinu. — Syngur Eggert aðallega lög — sum ný — eftir bróður sinn, sem spilar sjálfur undir á harmonium. — Verður þetta því mjög sjaldgæf skemtun, er mönnum gefst kostur á að heyra tónskáldið sjálft aðstoða, er bróðir hans túlkar lög hans. Blaðið hefir átt tal við Eggert Stefánsson, sem hefir dvalið erlend- is undanfarið, en kom heim tii þess að vera á Alþingishátíðinni, þar sem menn þó fóru á mis við að heyra til hans, eins og reyndar fleiri annara okkar beztu söngmanna. Samt sem áður hefir Eggert lagt sinn drjúga skerf til þess að auka hróður íslands einmitt i tilefni af Alþingishátiðinni. — í Kaupmanna- höfn söng hann við þrenn hátíða- höld, sem efnt var til, til þess að minnast íslands: i »Danmarkssam- fundet*, »Dansk-islandsk Samfundc og íFraternitas-Klubbenc, á öllum þessum samkomum var Ounnar Qunnarsson rithöfundur einnig og hélt ræður fyrir fslands hönd. — Pá var Eggert fenginn til að syngja á Íslands-hátíð, sem félagið »Nor- denc efndi til í Stockholm; en v. Sydov landshöfðingi mælti þar fyrir minni íslands; bæði söngnum og ræðunni var víðvarpað og heyrð- ist því um alla Svíþjóð og víðar. Að síðustu söng Eggert íslenzk lög á Radio-konsertum í Khöfn og í Stockholmi, sem einnig voru haldn- ir í tilefni af þúsund ára afmæiinu íslenzka. — Pegar á alt þetta er litið, þá virðast það vera dálítið skrítin örlög, að Evrópa skyldi eiga kost á að hlusta á Eggert í tilefni af Alþíngishátíð íslendinga, en ís- lendingar urðu að fara þess á mis, þrátt fyrir að hann var staddur á sjálfri hátíðinni! Áður en Eggert fór heim í sumar, hafði hann, þrátt fyrir alt þetta, tíma tii að bregða sér til Berlin og syngja þar 20 lög í grammófón — þ. á. m. mörg ný Kaldalóns-lög. Þessar nýju grammófónplötur munu nú vera komnar í verzlanir hér. — Vér bjóðum þá bræður velkomna hingað til bæjarins og óskum þess, að þeir geti fengið ástæðu til að vera ekki síður ánægðir með við- tökurnar hérna, en annarstaðar, þar sem þeir hafa komið í þessariferð. B. ..- - Þér eruð aldrei viss um að þvotturinn verði ekki fyrir skemdum nema þér not- ið SUNLIGHT SÁPU. Ef þér notið hana jafnan endist fatnaður yðar Iengur, litur, mýkt og útlit helst til hins síðasta. Gæði SUNLIGHT sápunn- ar eru trygð með krónum 20000,00 og greitt þeim sem sannað getur að hún sé skaðleg. A-S 2B6-BO Ðrothers Umited. Port Suniight, England Söngskemtanir Sig. Skagfields. Sigurður Skagfield söng í Sam- komuhúsinu s. 1. iaugardagskvöld. Var söngur hans dável sóttur og má taka það fram strax að allir munu hafa farið ánægðir frá hon- um. Skagfield er Akureyringum svo kunnur, að það er óþarfi að fjöl- yrða hér um hina góðu rödd hans og meðferð viðfangsefnanna, enda hefir verið nokkuð rækilega á það hvortveggja bent hér í blaðinu síð- ast, er hann söng hér. — Hann er enn staddur á framfaraskeiði, en mér fanst hann þó tæplega njóta sín eins vel á laugardagskvöldið og við hefði mátt búast, og naumast jafn vel og síðast er hann var hér; en um það geta tilviljanir einar ráðið. Söngnum var að maklegleikurh einkar vel tekið og varð hann að endurtaka sum lögin, ti d. »Sorte hunde« eftir norska tónskáldið Alf Hurum, enda var það ágætlega sungið og af miklum þrótti — og »Bikarinn« eftir M. Kristjánsson; »Messias« eftir Hándel vakti einnig mikla hrifningu, og sama gerði aukanúmerið, er hann gaf allra síð- ast. Skagfield hélt annan konsert í Akureyrar-Bíó í gærkvöldi. Manntalsping fyrir Akureyrarkaupstað verður haldið x bæjarstjórnarsalnum í Sam- komuhúsinu n. k. föstudag 15. ágúst kl. I e, h. Námaslys i Schlesiu. Ógurlegt námaslys átti sér stað í kolanámu við þýzka námubæinn Hansdorf í Schlesíu, þ. 10. f. m. Verkamennirnir voru að bora í námugöngunum, þegar alt í einu að kolsýra streymdi inn til þeirra, sprengdi námuveggina og kæfði á svipstundu yfir 100 manns, aðeins 38 menn af þeim, sem unnu í nám- unni, komust út, en talið er að um 140—50 manns hafi farist. Allmikla eftirtekt hefir það vakið, að katólski biskupinn, sem hélt Iík- ræðunayfir 111 námumönnum, sem funcínir voru, fór mjög ómildum orðum um þau sultarkjör sem námu- menn í Schlesíu ættu við að búa, kvað hann laun þeirra vera svo aum, að þau væru of lítil til að lifa af þeim og helzt til mikil til þess að þeir beinlínis sveltu til dauðs — og þessir menn yrðu að vera í stöðugri lífshættu til þess að hafa ofanaf fyrir sér og sínum. Biskup kvað það vera óumflýjanlega skyldu þjóðfé- lagsins að bæta úr þessu misrétti. Þessi ræða er talin bera vott um, að það nú sé fullur ásetningur kat- ólsku kirkjunnar i Pýzkalandi að láta hagsmuna og velferðarmál alþýðu- einkum námumanna - til sín taka frekar en verið hefir,—Sumir kenna beinu skeytingarleysi frá þeirra hálfu, sem stjórna námunum, um slysið. Tillaga hefir komið fram um að banna með Iögum rekstur þessarar námu, sem lengi hefir verið talin mjög hættuleg, en svo fátæk, að rekstur hennar borgar sig mjög illa, þrátt fyrir sultarkjör verkamanna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.