Dagur - 04.09.1930, Blaðsíða 3

Dagur - 04.09.1930, Blaðsíða 3
50. tb!. DAGUR 177 Vefnaðarvörudeildin í DAG, FIMTUDAGINN 4. SEPTEMBER. Eru nú fyrirliggjandi miklar birgðir af allskonar metravöru svo sem: Kjólatau — ullar, silki og bómullar, — tvisttau og léreft af ótal tegundum, silki og flauel mikið úrval, peysufataklœði, káputau, fóðurtau allskonar, karlmannafatatau o. fl. o. fl. Tilbúinn fatnaður, rykfrakkar kven og karla, vetrarfrakkar karla og drengja, karlmannafatnaður í geysi miklu úrvali. Nœrfatnaður karla, kven og barna, af ýmsum gerðum, úr ull, silki og bómull. Sokkar ullar, bómullar og silki. Karlmannahattar. Karlmanna- og dreng/a-peysur. Smávörur allskonar, svo sem: Tölur, tvinni, nálar og nœlur, garn af ýmsum tegundum. Sérstaklega skal vakin athygli á okkar ódýra. ullargarni í öllum litum. Leggingabönd allskonar, blúndur, silkiborðar o. fl. o. fl. Mikið úrval af kven-vetrarkápum væntanlegt á næstunni. SKÓFATNAÐUR verður einnig seldur í vefnaðarvörudeildinni og höfum við nú með síðustu skipum fengið mikið úrval af allskonar gúmi- striga- og leður-skófatnaði fyrir kvenfólk, karlmenn og börn á öllum aldri. Nýlenduvörudeildin, í nýja verzlunarhúsinu, hefir á boðstólum allar tegundir NÝIÆNDVÖRU og KORNVÖRU. - TÓBAKS- og SÆLGÆTISVÖRUR í miklu úrvali. Ennfremur Járn- og gieroörudeildirt IIIIIWIIIIIIIIH "'Mllli,,. hefir nú fjölbreyttara úrval en nokkru sinni fyr í eldhúsvörum allskonar, gler-, leir- og postulins-vörum. Trésmíðaverkfœrum, öllum tegundum. Málningavörum og veggfóðri. Útgerðarvörum o. fl. o. fl. \ Fyrst um sinn gefum við 5°|0 afslátt af flest-öllum vörum, sem keyptar eru r\ 111 11/• í þessum þrem deildum og greiddar í peningum um leið. Félagsmönnum okkar viljum við benda á, að þeir eiga eftir sem áður rétt til arðs af úttekt þeirri, sem þeir greiða strax og fá 5°|0 afslátt af, en verða þá að láta skrifa vöruna og fá hjá afgreiðslumanninum nótu með áritaðri kvittun. Kaupfélag Eyfirðinga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.