Dagur - 04.09.1930, Blaðsíða 4

Dagur - 04.09.1930, Blaðsíða 4
178 DAGUR 50. tbl. Bíúkaðir ofnar fást með góðu verði í Kaupfélagi Eyfirðinga. F réttir. Að sunnan komu í bifreiðum hingað til bæjarins á laugardagskvöldið dóms- málaráðherra Jónas Jónsson, fræðslu- málastjóri Ásgeir Ásgeirsson, húsa- meistari ríkisins Guðjón Samúelsson og forstöðumaður áfengisverzlunar ríkis- ins Guðbrandur Magnússon. Hafa þeir dvalið hér síðan. t flugvél kom í fyrradag að sunnan síra Jón Sveinsson ásamt fylgdarsveini sínum. Hafa þeir stutta dvöl hér í bænum og hverfa skjótt suður aftur. Loksins hefir brugðið til þurks síð- ustu dagana. Vonast menn eftir að á því verði framhald og er mál til komið að tíðarfar breytist til batnaðar. Nú um langa hríð hefir enginn heybaggi náðst með sæmilegri verkun. Síldarbræðsluverksmiðja ríkisíns á Siglufirði verður vígð á morgun. Vígsl- una framkvæmir 2. þingm. Eyf. Bern- liarð Stefánsson, en ekki dómsmálaráð- herra eins og getið var til í síðasta blaði. Theódór Lilliendalil símritari fór til Beykjavíkur með síðustu ferð Nova. Er hann ráðinn starfsmaður við einkasölu ríkisins á útvarpstækjum og á að hafa umsjón með kaupum á þeim. Látinn er nýlega hér í bænum Ólafur Árnason beykis Jónatanssonar, ungl- ingspiltur prúður og vel látinn. Hann dó úr berklaveiki. Sigurður Kristinsson forstjóri er hér á ferð. Fór hann austur á Langanes fyrir nokkru og kom þaðan hingað tii bæjarins um síðustu helgi. Hann fer suður nú með íslandi. Þingkosningwr eru nýlega afstaðnar í Kanada. Conservativi flokkurinn stór- sigraði. Alls hafa conservativar hlotið 137 þingsæti, eða 29 Sæti í hreinan meirihluta. Áður fór líberali flokkurinn með völd undir forustu King forsætis- ráðherra. Liberalstjórnin hafði á síð- asta þingi aðeins eitt sæti í meirihluta, en conservativar höfðu þá 90 þingsæti. Hafa þeir því unnið 47 þingsæti i þess- um kosningum. Er nú Kingstjórnin því fallin, en Bennett, foringi andstæðing- anna, hefir myndað stjórn. Sala á klæðaverksmiðjunni Gefjun mun mega telja að hafi verið ákveðin í fyrradag, þó ekki sé enn gengið form- lega frá samningum. Kaupandinn er Samband ísl. samvinnufélaga. Kaup- verðið er 200 kr. hver 100 kr. hlutur í verksmiðjufélaginu. Hlutafjárupphæðin er alls yfir 120 þús. kr. og verður þá kaupverðið alls upp undir milj. kr. 1 samningsuppkastinu er gert ráð fyrir að helmingur kaupverðsins borgist út í janúar n. k., en hinn helmingurinn með jöfnum afborgunum á næstu 15 ár- um og 5% vöxtum. Afhending verk- smiðjunnar fer fram í þessum mánuði, ef úr kaupum verður, en til þess að þau séu fullkomlega formleg, vantar endan- legt samþykki stjórnar S. 1. S. > • • •«»«»»»««»««t>mmm Lappohreyfingin Og f r i ðarstarf se m i n. Fyrir tæpum mánuði hóf Friðar- samband noirænna kennara (Nor- diske Læreres Fredsforbund) aðai- fund sinn á Lahti lýðháskóla í Finn- landi, á meðan fundurinn stóð yfir ritaði einn þeirra, er sóttu hann, eftir- farandi grein í »Politiken«, sýnir hún dável, með hverjum augum Lappo- menn líta á friðarstarfsemina í heim- inum: »Pessa dagana heldur Friðarsam- band norrænna kennara mót og námskeið á Lahti lýðháskóla í Finn- landi. í tilefni af því bauð ritstjóri friðarblaðsins, »Frid pá jorden*, full- trúana, sem mættir voru frá öðrum Norðurlöndum, velkomna til Finn- lands í blaði sínu; og um leið benti hann á öfugstreymi það, sem á sér stað á stjórnmálasviðinu hér (í Finnlandi). Ritstjóri og útgefandi blaðsins er ungur prestur, Stenwall að nafni, á hann heima i bænum Nárpes í Austur-botni og hefir starfað þar fyrir friðarhreyfinguna í 8 ár. Pegar hann hóf starfsemi sína á þessum slóðum var friðarhreyfingin með öllu óþekt þar, en nú eru 6 tals- vert öflug friðarfélög starfandi í Austur-botni. Orein ritstjórans gaf Lappo-mönn- um tilefni til að stefna fólki úr ná- grenninu saman á einskonar leyni- fund í Nárpes; og létu þeir þar samþykkja tillögu um að fundur- inn krefðist þess, að bann yrði lagt fyrir útkomu blaðslns »Frid pá jorden« og sömuleiðis að öll friðar- starfsemi í landinu yrði bönnuð, þar sem slik starfsemi væri til síór tjóns fyrir föðurlandið og hervarnir pess. Auðsjáanlega halda þessir menn, að friðarhreyfingin, sem heimtar: »Leggið vopnin niður«, sé til tjóns fyrir hina fámennu finsku þjóð. Dæmi til slíkrar heimsku, mun vart vera hægt að finna. Síra Stenwall brá þegar við og boðaði til fundar um málið. Sýnir það út af fyrir sig, að maðurinn er hugdjarfur og hefir brennandi trú á máiefninu, því eins og ástandið er, getur hann ekkert vitað um hvaða framtíð ef til vill bíður hans. Til þess að sýna friðarvinunum í Austurbotni samúð og verða þeim að einhverju leyti til stuðnings, sendi fundurinn á Lahti þeim svo- hljóðandi skeyti: »Meðlimir friðarsambands norr- ænna kennara, mættir á aðaifundi fyrir hönd félaganna í Danmörk, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hafa með undrun og sorg heyrt um samþykt þá, er gerð var á borgara- funpi í Nárpes þ. 26. júlí. Pessi samþykt verður ekki skilin öðruvísi ensem bein hótun gegn friðarstarf- seminni í Finnlandi, hinu sænska blaði hennar »Frid pá jorden* og ritstjóra blaðsins, síra Stenwall. —■ Aðalfundurinn bendir á að starfsemi sú, er Stenwall hefir staðið fyrir í þágu friðarhreyfingarinnar, er einn liður í hinni miklu alþjóðastarfsemi, sem Pjóðabandalagið stendur að ásamt hinum vfðtæku alþjóðasam- +\fi t VIM gerir hlutina skín- andi fagra. Notið það allsstaðar í húsum yðar til að hreinsa hvítmálaða vegg' og linoleum-gólf- dúka, til að hreinsa og fága málningu og gler- ung, til að gera potta og pönnur, skálar og baðker skínandi fögur. X-V 4 1-108 LEVER BROTIIERS LIMITED, PORT SUNLIGHT, ENGI.ANn Heimavist Gagnfræðaskolans óskar tilboða um sölu á ca. 80 lítrum mjólkur á dag á vetri komandi. — Tilboðin sendist heimavistarstjóra Stefáni Egilssyni, Oagnfræðaskólanum, fyrir 20. september næstkomandi. tökum. Fundurinn ákveður þvi í einu hljóða, að votía síra Stenwall þakklæti sitt og virðingu fyrir unnin störf í þágu friðarins, og það'er sannfæring vor, að ofsókn gegn slíkri starfsemi feli í sér afneitun þeirrar menningarstarfsemi nútím- ans, sém mestan lífskraft hefir í sér fólginn og beztu lofar fyrir fram- tíðina«. Pað lýsir allvel ástandinu eins og það er í Finnlandi núna, að allir friðarvinir eru skoðaðir sem komm- unistar; alt, sem ekki er með Lappo, er talið rautt. Pað er erfitt að skilja, að menn- ingarþjóð skuli geta þolað það, að alþjóða-mannúðarhreyfing, sæti slíkri meðferð; en það lítur út fyrir, að þar sem Lappo er annarsvegar, geti menn búist við þvi ótrúlega«. ----------------o StmskeytL (Frá FB) Rvík. 2. sept. Varahlutirnir í Súluna náðu ekki hingað með Max Pemberton, en koma með næstu skipsferð. París: Flugmennirnir Costes og Bellonte lögðu af stað í gær í flug- ferð til Newyork. Varsjá: Æsingar eru víða í Pól- landi gegn þjóðverjum út af því, að þeir krefjist breytinga á austur- landamærum. Talmyndasýningar hófust í Reykja- vík í gær. Ritstjórar: Ingimar Eydal. Gilsbakkaveg 6. Friðrik Ásmundsson Brekkan. Aöalstræti 15. Prentsmiðja Odds Bjömssoniur. vantar mig frál.okt. Jóhanna Pór, Norðurgötu 3. Halldóra Halldórsdóttir ddin 21. júli 1930. Móðurkveðja. Að sjá þig nú dána, það særir mig hart, en sælunnar ann þér at hjarta. At mönnum þú einasta athvarfið varst, áhyggjur mínar og sorgir þú barst. Að líða upp til himins í Ijósanna veldi voru laun þín á æfinnar kveldi. Pú varst í anda svo hugprúð og hraust, þótt holdið af veikindum þjáðist. Þú sagðist á Alföður setja þitt traust og sólar hans náðar og kærleika nautst, Án mínnar hjálpar þó stundum þú stríddir, stundirnar þolgæði prýddir. Er leit eg þitt slðasta svefnhöfga mók þá særðist mitt hjarta af trega. Eg grátbað til himins, það huggun mér jók. Honum sé lof, sem að gaf þig og tók. Fljótt rénnur timaglas stopulla stunda, stutt er að bíða samfunda. Margur vill sýna mér samúð — en katt samt finst mér húsið mítt tóma; frá störfum er heim kem, þá stílar mér alt að stundlega lífið sé hverfult og valt. Hjartað mitt saknaðar heltekur þráin — æ — hún er mér horfin og dáin. En altaf eg kærleik og almátt hans finn, sem ekkjuna huggaði forðum og gaf henni lifandi soninn sinn, svo mun á himninum frelsari minn gefa mér, dóttir, þig dýrðinni skréyffa, úr dauða í ljósengil breytta. ------e ■■

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.