Dagur - 04.09.1930, Blaðsíða 2

Dagur - 04.09.1930, Blaðsíða 2
176 DAGUR 50. tbl. mrn K ifVfVfffffffffffffffl Þakjárn 111. U Og 2B. mm tm HK HK m Slétt jám. •5 •5 AáW m m w* Þakhryggir. •€88 •S •5 m* Nýkomið í •5 •m Kaupfélag Eyfirðinga. •S WAmummmmmm My ndastof an Gránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10 — 6. Guðr. Funch-Rasmussen. inn á tún annars manns; en þau segja, að prófastur hafi haft hina >mestu sæmd< af þessu. Af því má nokkuð marka siðferðisástandið á bænum þeim, þegar rán hins ríka á hendur hinum fátæka er talið til sæmdarverka og kristilegra athafna. --------------0----- Marga mun reka minni til þess, að það var aðalmálgagn íhalds- flokksins, sem varð fyrst til þess að benda opinberlega á það í vet- ur, að Lárus Jónsson læknir væri 3. innlendi sérfræðingurinn í sál- sýkisfræðum. Gumaði þá Mbl. mikið af þekkingu L. J. og taldi hann svo snjallan, að hann þyrfti ekki annað en að sjá sjúkling í svip og tala við hann nokkur orð, til þess að komast að raun um í hvaða deild í geðveikrahæli hann ætti heima. Á þenna hátt talaði málgagn íhaldsmanna á meðan þeir héldu að hægt myndi að hafa gagn af L. J. við kviksetningartil- raunina á dómsmálaráðherra. Þetta vopn snerist að vísu óþægi- lega í höndum þeirra, er á héldu, því L. J. sendi Mbl. ákveðin mót- mæli gegn ósannindum, er blaðið hafði flutt um skoðun Lárusar á heilsufari dómsmálaráðherrans. En Mbl. brást þeirri drengskapar- skyldu að birta mótmælin, svo að það varð að útvega þeim rúm í öðru blaði. Mbl. lýsti átakanlega þeim hörmungum, er dunið hefðu yfir sjúklingana á Nýja Kleppi, þegar þeir hefðu verið sviftir sérfræði- legrí læknishjálp við brottför Helga Tómassonar þaðan. Það hefði því mátt ætla að Mbl.-liðinu hefði geðjast það vel og glaðst af, þegar heilbrigðisstjórninni tókst að fá þríðja sérfræðinginn að Kleppi. En raunin varð öll önnur. Kom þá í ljós, að umhyggja Mbl. fyrir sjúklingunum hafði verið uppgerð ein og hræsni. Fylgifisk- ar blaðsins gerðu alt, er í þeirra valdi stóð, til þess að hindra það, að sjúklingarnir fengju að njóta hjálpar og aðstoðar eina innlenda sérfræðingsins, er um var að gera eins og málum þá var komið. Þegar Mbl.-liðið sá að því hafði mistekizt að svifta sjúklingana á Nýja Kleppi allri læknishjálp, tók það til þeirra ráða í gremju sinni að ofsækja nýja lækninn á allar lundir og hefur það haldið rógi sínum um Lárus Jónsson slita- laust áfram allt til þessa dags. Meðal annars hefir Mbl. fullyrt, að hann hafi verið rekinn vegna drykkjuskapar af þeim spítölum, er hann vann við erlendis og Mbl.- menn hafa látið drýgindalega yfir því, að þeir hefðu aflað sér vott- orða erlendis frá um þessi efni. Væri sumum af stéttarbræðrum Lárusar Jónssonar vel trúandi til þess drengskaparbragðs að reyna að grafa upp einhverjar gamlár syndir L. J. með aðstoð erlendra manna, til þess. að hampa þeim framan í almenning hér heima. Framkoma þeirra í öðrum efnum gerir það ekki ótrúlegt. En skjóta mundi mega að þessum snuðrur- um um lífernishátt L. J. því, er eitt sinn var sagt um skinhelga vandlætara: »Sá yðar, sem er syndlaus, kasti fyrsta steininum«. Lárus Jónsson læknir hefir ekki haft skap til að þegja með öllu við dylgjum og persónulegum á- rásum Mbl. á sig. í Tímanum 16. f. m. tekur hann til máls. Þar seg- ii hann meðal annars: »Dr. Helgi Tómasson fór nýlega utan á Læknafund í Noregi — að sögn sem fulltrúi Læknafélags ís- lands. Hann notar tækifærið til þess að láta norsk blöð, Tidens Tegn og Aftenposten, birta langt viðtal við sig, þar sem hann segir fullum stöfum, að eg hafi verið rekinn af spítölum í Danmörku vegna drykkjuskapar, enda þótt hann viti, að þetta eru tilhæfulaus ó- sannindi. — Tilgangurinn er sýni- lega aðeins sá að rægja mig bæði hér heima og erlendis og koma ó- orði a spítalann. — Hefði þó mátt búast við að dr. Helgi teldi sig hafinn upp yfir slíka lítilmensku«. Eftir að L. J. hefir lýst brott- AUGLÝSING UM FRAMBOÐ Á KOLUM. Mentaskólinn á Akureyri óskar framboðs á 80—100 sinál. kola — pólsk kol »Rober« áskilin — og 20 smálestum »kokes«. Kolin og »kokes«ið sé á staðnum eigi síðar en 1. okt. og séu afhent eftir þörfum. Námuvottorð sé sýnt, áður en byrjuð eraf- hending. — Framboðum sé skilað á skrifstofu skólans laugar- daginn 6. september næstkomandi kl. 1 e. h. Ennfremur er óskað framboðs á flutningi á kolum til skól- ans og séu kolin jafnan heimflutt eftir þörfum. Peim framboð- um sé skilað á sama stað og sömu stundu sem fyr segir. Lægsta heildarboð verður tekið Mentaskólanum á Akureyri, 28. ágúst 1930. Sigurður Guðmundsson. Fluttur. « Hefi flutt vinnustofu mína í Ráðhústorg 1 (beint á móti Landsbankanum). Inngangur í hornið. Guðjón Bernharðsson, gullsmiður. rekstrarummæli dr. Helga og Mbl. »tilhæfulaus ósannindi« birtir hann máli sínu til sönnunar tvö vottorð frá geðveikraspítalanum í Middelfart, sem hann vann við 1 15 mánuði, og ennfremur vottorð frá Karli Jónssyni lækni, sem vann samtímis L. J. í 6 mánuði á spítala í Danmörku. Afsanna öll þessi vottorð rógburðarfleipur Morgunblaðsmanna. En þrátt fyrir það þó búið sé að reka ósannindin til baka á þenna hátt, er lítill eða enginn vafi á því að Mbl.-menn munu halda áfram ofsóknum sínum og rógi um Lárus Jónsson lækni. ------o------ Álíavita-spíriius verður manni að bana. Fyrir síðustu helgi vildi það til á Siglufirði, að nokkrir menn á gufuskipinu »Iho« tóku spiritus af áttavita og drukku; alls voru það 9 menn, sem talið er að liafi bragðað eitrið. En bæði mun vera að þeir hafi drukkið misjafnlega og að þol manna gagnvart verk- unum eitursins sé misjafnt, því 3 af mönnunum veiktust hættulega og einn þeirra dó eftir 30 kl.st.; hinum varð lítið eða ekki meint við. Hinir tveir, sem veiktust, voru fluttir á sjúkrahúsið og tókst lækninum að bjarga lífi þeirra, og mátti þó að sögn ekki tæpara standa. — Maðurinn, sem dó, hét Jón Johnsen og átti heima í Rvík. Sagt er að hið lögskipaða eitur- merki hafi vantað á áttavitann, er slíkt vitanlega trassaskapur af þeim, er þar eiga hlut að máli, en getur þó naumast talizt nein af- sökun fyrir þá, sem lögðu sér eitr- iioirriiaour tek að mér slátrun sauðfjár í haust. Zophonfas Jónasson, Norðurgötu 19. fyrir sláturfé nýkomin. Kauptélag Evfirðinga Járn- og Glervöru-deildin. Járn-rúmin marg-eftirspurðu eru komin aftur. Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og Glervöru-deildin. ið til munns. — Allir vita að ræki- lega hefir verið auglýst að lögboð- ið er að áttavita-spiritus væri drepandi eitur, og er það gert til þess að engum geti komið til hug- ar að leggja sér hann til munns. Hið sama ætti auðvitað að eiga sér stað með brenzlusprítt og allan annan vínanda, sem notaður er til iðnaðarþarfa,þar sem það er ekk- ert launungarmál að þeir siðferð- islegu aumingjar eru margir, sem nota slíkan vínanda til drykkjar. óskandi væri, að þetta slys á Siglufirði yrði slíkum mönnum æ- varandi viðvörun, því það verður að teljast sérstök tilviljun, að ekki hlauzt enn yerra af. -------0--------

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.