Dagur


Dagur - 02.10.1930, Qupperneq 2

Dagur - 02.10.1930, Qupperneq 2
DAGtm 55. tbl. 194 w £ S» 3B Timburfarmur nýlega kominn. Betra timburenséðsthefirhér imörgár. Allar tegundir fyrirliggjandi. Pantanir afgreiddar um alt land. Kaupfélag Eyfirðinga. liiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Jarðarför konunnar minnar, Ragnheiðar Stefánsdóttur er and- aðist 25. sept., er ákveðin föstudaginn 10. okt. og hefst með húskveðju á heimili hinnar látnu, Hallfríðarstöðum í Hörgárdal kl. 11 fyrir hádegi. Hallur Benediktsson. My ndastof an Gránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10—6. Guðr. Funch-Rasmussen. inni, þá má búast við hínum bezta árangri Dr. Kerschagl hefir afhent félagi nokkru meðal sitt, og stendur það undir stöðugu eftirliti dýralækna, svo að menn geta ávalt verið vissir um að efnin, sem meðalið er búið til úr, séu fersk og að öllu leyti eins og þau eiga að vera, og er það mjög þýðingarmikið. Meðalið er mjög ódýrt, enda hefir uppfyndinga- maðurinn afsalað sér ölium ágóða af uppfyndingu sinni, til þess að hún geti komið sem allra flestum að fullum notum. Vegna velferðar íslenzks landbún- aðar og fjárræktar vona eg, að þessi lækningaaðferð verði reynd; og ættu menn að snúa sér til dýralæknanna i landinu - hér á Norður- og Austurlandi til dýralæknanna Sig. Ein. Hlíöar, Akureyri, og Jóns Páls- sonar Reyðarfirði - þvi þeir geta útvegað meðalið Contortin, og eru að öðru leyti ávalt reiðubúnir tii að hjálpa bændum með ráðum og dáð i þessu vandamáli. Pað verður að stofna svo til að ormaveikinni verði fullkomlega út- rýmt úr landinu, það er hægt, og ef fjárræktin á að geta haldið áfram að vera tryggur atvinnuvegur, verð- ur það að takast; mikið léttir það undir,þegar túnræktinni miðaráfram, svo menn þurfi ekki að nota slæm úthey úr flóum og mýrum til fóð- urs, því það er einmitt í óræktar flóum og mýrum, að ormarnir þríf- ast; á ræktudu landi og vel hirtum, þurrum engjum gætir þeirra þar á móti ekki. — En hver bóndi ætti að álíta það skyldu sina að vera með til að gera tilraunir og notfæra sér þau meðöl, sem vísindin geta boðið honum til útrýmingar veik inni. Innilutningsbann á fólki. Eftir því, sem blöð frá Vesturheimi herma, hefir nýja stjórnin í Kanada ákveðið að stöðva fólks- innflutning frá Evrópu þangað til lands um stundarsakir. Ástæðan til þessa inn- flutningsbanns er talin sú, að vinnulýður i Kanada gengur tugum þúsunda saman atvinnulaus og getur enga björg sér veitt. Ófriðarbliku dró upp á hinn friðsæla eyfirska himin nú í vikunni. Nokkrir verka- menn eru að vinna að vegagerð á akbrautinni fram fjörðinn, sem tekin hefir verið í tölu þjóðvega. Hafa þeir eina kr. i kaup á tímann. Petta þótti einhverjum verklýðsforingjum á Akureyri of lágt kaup, fóru fram eftir á fund vegabótarmannanna á mánudaginn og vildu fá þá til að krefjast hærra kaupgjalds. Verka- mönnum þótti þetta vera slettireku- skapur og svöruðu ónotum. Hurfu þá hinir heim við svo búið, en höfðu við orð, að þeir myndu koma í annað sinn og vera þá liðsterkari. A þriðjudaginn var fullyrt að þeir hefðu verið að undirbúa herferð fram í fjörðinn, en úr henni hefir ekkert orðið. »Verkamaðyrinn« skrökvar. Seg/a ritarar blaðsins ósatt af ásettu ráði ? »Verkamaðurinn« skýrir frá því á þriðjudaginn, að stjórn Verkamanna- félags Akureyrar hafi »tilkynt vega- málastjóra, að vinna (við vegabætur hér í grend) verði stöðvuð á morgun (þ. e. í gær), ef kaupið ekki verði hækkað«. Síðar í sama tölublaði er skýrt frá því, »að samningaumleitanir séu hafnar við ríkisstjórnina og hún pegar hefir faoðist til nokkurs undanhalds, svo vinnutriöur héldist«‘ o. s. frv.; verði því ekki hafist handa um stöðvun vinnunnar, segir blaðið. Hér með skal því lýst yfir, að tilkynningu þeirri, er stjórn Verka- mannafélags Akureyrar sendi vega- málastjóra á mánudaginn var, þar sem hótað var að stöðva vinnuna, ef kaupið yrði ekki hækkað, hefir ekki verið svarað einu oröi. Pað er því eng- inn flugufótur fyrir því, að ríkis- stjórnin hafi boðist til nokkurs undanhalds, svo vinnufriður héldist, eins og »Verkamaðurinn« segir. En hvers vegna fara jafn heið- virðir og sannleikselskir menn og ritarar »Verkam.« með rakalausa lygi? -------o------- * Leturbreyting DagS. S íms keyti. (Frá FB.) Reykjavík 28. sept. Vélbáiurinn Sleipnir, sem hvarf af Reykjuvíkurhöfn, staldraði við á ísafirði 2 — 3 daga án þess að hon- um væri gaumur gefinn, hélt svo áfram til Aðalvíkur, rak þar á land og brotnaði mikið. Vélbátur frá ísa- firði var sendur þangað til að hand- taka Tryggva Helgason, sem tók bátinn. Tryggví er nú fyrir rétti. Hjörtur Ólafsson trésmiður á ísa- firði er nýlátinn af áfengiseitrun; rannsókn er hafin út'af þessu dauðs- faili. Norðmaður, Haasköld að nafni sern mun hafa látið Hjört fá spírit- us, var stöðvaður á Lyru við Færeyjar ísfiskmarkaður fer hækkandi í verði í Englandi; 24. þ. m. seldi Skúli fógeti afla sinn þar fyrir 1527 pund sterl. Flestir botuvörpungar veiða í ís. Afli góður á Halamiðum, en mest er það ufsi sem veiðist. Fiskiútflutningur sennilega svipaður í september og vanalega. — Tveir þurkdagar hafa komið nú í vikunni og lagaðist mikið við það* Purkhús- in eru almennt tekin til starfa. Rvík 1. okt. London: Birkenhead lávarður er látinn, 58 ára gamall. 22. sept. var tala atvinnulausra i Englandi 2.109.558; er það 6245 fleira en næstu viku á undan og 946.718 fleiri en á sama tíma í fyrra. Berlín: Ríkisstjórnin áformar að draga úr útgjöldum, sem nemur 121 miljón marka árlega. Hindenburg er samþykkur áformum stjórnarinn- ar. Fái stjórnin ekki þingmeirihluta, er talið líklegt að hún fresti þingi um nokkra mánuði, og verður þá stjórnareinræði á meðan. -------o------ H úsgagnaverkstœði Ólafs Ágústssonar. í 54. tbl. Dags, 26. sept., er smá- grein um »Framfarir í iðnaði« er orðið hafi á verkstæði Ólafs Ágústs- sonar trésmíðameistara. Höfuðtilgangur greinarinnar virð- ist sá, að Ijúka lofsorði á sænskan mann, er á verkstæðinu hefir starfað nú um hríð; Eflaust er þessi umræddi Svíi duglegur og áhugasamur á sínu sviði. En að þakka honum allar »framfarir í iðnaði«, er orðið hafa á húsgagnaverkstæði Ólafs Ágústs- sonar, getur ekki kallast nema oflóf. Pað er á vitund flestra bæjar- manna og nærsveita, að Ólafur Ágústsson hefir starfrækt húsgagna- verkstæði sitt nú um 16 ára skeið, og að hann sjálfur hefir frá upphafi látið sér ant um að auka starfstæki sfn, og framleiða vönduð húsgögn, sem að öðru leyti voru íslenzkur iðnaður, Petta hvorttveggja hefir honum tekist, og hefir hann alla jafna fylgst með kröfum tím- anna af skilningi og smekkvísi. í umræddri grein er sagt um þenna sænska mann: »Megum vér kunna honum, þakklæti fyrir, útlend- um manni, að hann í þessu efnic — húsgagnasmíði og iðnaði — »hugsar lengra, og sér betur en margir aðrir ísiendingar*. Hvert þessum ummælum er stefnt, skulu engar getur leiddar að, en flestum mun þau óþörf virðast. Vitni um fyrirhyggju íslenzkra smiða og handiðnaðarmanna eru til sýnis hvar sem litið er. Og í stofum manna hér á Akureyri og víðar lofa smiðsgripir Ólafs Ágústssonar meistara sinn. Akureyri 27. sept. 1930.| F. H. Berg. Eg skal kannast við faðernið að greinarstúf þeim er hér ræðir um. En satt að segja skil eg ekkert i að hún skuli geta valdið misskilningi þeim er mér virðist. ofanstandandi bera vitni um. »Höfuðtilgangur« hennar hélt eg væri augljós — sá að benda á framfarir í íslenzkum iðnaði. Mér hafði skilist að hr. johannsson hefði annast uppsetn- ingu vélanna á verkstæði hr. Ólafs Ágústssonar og að það naumast gæti álitist móðgun við hann eða nokkurn annan að þess væri getið. Mér finst það svo mikið velferð- armál að íslenzk iðnaðarframleiðsla verði samkeppnisfær, að við höfum fulla ástæðu til að vera þeim þakk- látir, sem að því stuðla — og þar sem eg segi að þessi maður hugsaði lengra og sæi betur en sumir hverjir íslendingar, þá get eg ekki skilið að íslenzkum iðnaðarmönnum geti fund- ist sneitt vera að sér, þar sem þeir þó munu hafa rekið sig á þá örð- ugleika, sem því eru samfara, að sannfæra almenning um, að íslenzkar vörur virkilega séu samkeppnisfærar hvað verð og gæði snertir, þó þær í raun og veru séu það og meira til. — Mér finst það ekkert »oflof« þó bent sé á að útlendur maður í »þessu efni« sjái betur en margir íslendingar — en að slíkt fréttist ætti vera mönnum hvatning til að kaupa íslenzka framleiðslu frekar en útlenda, þar sem þeir geta það sér að skaðlausu, og eg vil í því sam- bandi ennþá benda á verkstæði hr. Olafs Ágústssonar og framleiðslu hans - og reyndar annara íslenzkra iðnaðarmanna. F. fl. B. Samningi þeim, sem á sínum tíma var gerður fyrir tilverknað Tryggva Þórhalls- sonar milli togaraeigenda og háseta, mátti segja upp af hvorum aðila fyrir sig fyrir 1. okt. í haust. Hvorugur aðilinn hefir sagt samningnum upp, og framlengist hann því af sjálfu sér næsta ár. Geysir söng á Iaugardagskvöldið. Hvor- ugur ritstjóra þessa blaðs gat verið þar viðstaddur, en þeir, sem á hlustuðu, létu prýðilega af.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.