Dagur - 09.10.1930, Blaðsíða 1

Dagur - 09.10.1930, Blaðsíða 1
DAGUR Kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. Akureyri, 9. Október 1930. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsfmi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé ko'min til af- greiðslumanns fyrir 1. des. 56. tbl. I. íhaldsblöðin hampa enn þeim ósannindum Magnúsar Guðmunds- sonar, að skuldir ríkissjóðsins hafi í árslok 1929 verið 18,5 milj. kr. Fyrir löngu helir verið sýnt fram á, í hverju þessi blekkingavefur M. G. og íhaldsblaðanna liggur. Alþingi hefir heimilað ríkisstjórn- inni 12 milj. kr. lántöku. Á árinu 1929 tiygði stjórnin sér 5lh milj. kr. bráðabirgðaviðskiftalán í Eng- landi, en notaði ekki nema 2 lh milj. kr. af því. Lán þetta var hluti af 12 milj. kr. heimildinni og var notað til þess að greiða ríkissjóðs- skuldir, er fyrir voru. Pvi var það að heildarupphæð skuldanna hækk- aði ekkert við þessa lántöku, heldur var aðeins um skuldafærslu að ræða. En Magn. Guðm. fer ekki ráð- vandlegar að en það, að hann leggur alla upphæð bráðabirgðatánsins, 5lh milj., við skuldarupphæðina, sem fyrir var, ekki aðeins þann hluta, sem nolaður var til greiðslu annara skulda, heldur einnig það, sem aldrei var tekið til láns. Með þess- um falsreikningi fékk hann út 18,5 miljónir. Sannleikurinn er sá, að skuldir ríkissjóðs hækkuðu alls ekkert á árinu 1929. Petta veit Magn. Guðm- og þetta vita íhaldsblöðin; það er þvl vísvitandi blekking, er þau halda því fram, að ríkissjóðsskuld- irnar hafi verið 18,5 milj. I árslok 1929. Pó kastaði fyrst tólfunum þegar M. G. og blöð hans fóru að reikna út, hvað skuldirnar yrðu háar, þegar búið væri að nota 12 milj. kr. láns- heimildina að fullu. Eins og áður er fram tekið, var bráðabirgðalánið partur af 12 milj. kr. héimildinni. Nú þóttist Magn. Guðm. sanna það, að þegar 12 milj. kr. lánsheimildin væri að fullu notuð, þá yrðu skuldir ríkissjóðs komnar upp I rúmar 30 milj. Þá upphæð fékk hann með því að bæta 12 milj. við I8V2 milj. og er það óneitanlega rétt samlagning út af fyrir sig'. En í þessum útreikn- ingi M. G. felst fyrst og fremst sú reginblekking, að upphæð bráða- birgðalánsins telur hann tvisvar sinnum. Fyrst leggur hann upp- hæðina við föstu skuldirnar, sem fyrir voru, og sfðan telur hann sömu upphæðina aftur, þeg- ar hann leggur 12 milj. við 18,5 milj, Alveg er það óhugsandi að M G. sé það flón, að honum hafi ekki verið Ijós hans eigin rangfærsla í þessum útreikningi. F*að vill líka svo vel til að fengin er alláþreifanleg sönnun fyrir þess- um falsreikningi M. G. íhaldsblöðin eru sem sé hætt að halda því fram, að ríkissjóðsskuldirnar fari upp I 30 milj. með 12 milj. kr. lánsheim- ildinni. Pau draga 5 milj. frá þeirri upphæð og fá þá auðvitað út 25 milj. Peim er auðsýnilega farið að velgja við því að fylgja M. G. eftir á þeim blekkingaferli hans að telja sömu upphæðina tvisvar sinnum og er það raunar allrar virðingar vert eftir ástæðum. En svo kemur hér annað til greina, sem gerir alt skvaldur þeirra Magn Guðm. og Jóns Porl. um hækkandi ríkisskuldir að markleysu. Þegar Magn. Guðm. tók hið ill- ræmda enska lán 1921, fór meiri hluti þess, um 8 milj., til bankanna, aðallega íslandsbanka. Pá upphæð færði M. O. ekki sem skuld á lands- reikningunum, taldi rangt að gera það, af því að bankarnir, en ekki ríkissjóður, stæðu straum af þeim hluta lánsins. Á slðustu ráðherraárum jóns þorlákssonar, 1926 og 1927, tók hann um 8 milj. kr. lán fyrir hönd ríkissjóðs, og fór það lán að mestu til veðdeildarbréfakaupa. J. F*. fór hér í slóð Magn. Guðm., taldi það ekki skuld ríkissjóðs, af því að veðdeildin stæði straum af því. Hliðstæð þessum tveimur ofan- greindu lántökum þeirra M* G. og J. P. er hin fyrirhugaða 12 milj. kr. lántaka núverandi stjórnar að því leyti, að lánsféð fer aðallega til stofnana, sem standa að mestu straum af þvi um afborganir og vexti. Pað stingur því alveg I stúf við fyrri kenningar þeirra M. G. ogJ.P. og þeirra eigin reikningsfærslu, er þeir halda því fram, að þessar 12 milj' eigi að teljast til skulda ríkis- sjóðsins. Samkvæmt reikningsfærslu þeirra lána, sem þeir sjálfir tóku fyrir hönd ríkisins, vaxa rikisskuld- irnar lítið eða ekkert við 12 mílj. kr. lántökuna. í niðurstöðum þessara málsatriða liggja því fyrir eftirtaldar sannanir: 1. Magnús Guðmundsson hefir búið til skuldaupphæð, sem hvergi á sér stað. 2. Pessa tilbúnu skuldaupphæð tvi- telur hann svo, til þess að geta fengið út þá heildarupphæð, sem honum líkar. 3. Blöð M. G. treysta sér ekki til að fylgja honum til enda þess- arar blekkingarleiðar og telja því ekki hina skálduðu upphæð nema einu sinni. 4. M. G. og J. P. halda því fram, að lán þau, er þeir hafa sjálfir tekið fyrir hönd ríkissjóðs og aðrar stofnanir eiga að standa straum af, eigi ekki að teljast til skulda ríkissjóðs. 5. Hið væntanlega 12 milj. kr. lán, sem núverandi stjórn er heimil- að að taka, telja sömu menn að eigi að teljast til skulda ríkis- sjóðs, þó að þeir komist þar I algerða mótsögn við sjálfa sig. 6. Samkvæmt síðasttaldti skoðun þeirra M. G. og J. P., og vilji þeir halda fast við hana, játa þeir um leið, að peir ha(a báðir gert sig seka um ranga færslu lands- reikninga og gefið með pví lalska mynd a( skuldum ríkissjóðsins i stjórnartfð sinni. 11. Síðustu mánuðina hafa blöð í- haldsins klifað á því af mikilli þrá- kelkni, að lánstraust ríkisins værí komið í mikinn voða eða jafnvel með öllu glatað. Á yfirborðinu hafa blöð þessi látist vera mjög hug- sjúk út af þessu ástandi, en i und- irdjúpunum hefir soðið I þeim kampakætin yfir því, ef þeim skyldi takast að koma þeirri trú inn I al- menning utan lands og innan, að ísland gæti hvergi fengið lán til nauðsynlegra framkvæmda. Pað gat i þeirra augum orðið vísir til þeirr- ar veiku vonar, að islenzka þjóðin bæði íhaldið að taka við stjórnar- taumunum. ÖIl rógiðja íhaldsblað- anna í þessa átt stefnir að því marki. Orsökina til glötunar lánstrausts- ins segja íhaldsblöðin vera þá, að landsstjórnin og flokkur hennar hafi ekki dregið Islandsbanka upp úr gjaldþrotafeninu á þurt land. Pað er heldur trúlegt, eða hitt þó heldur, að útlendir fjármálamenn telji íslenzka ríkið færara til lántöku, ef það væri áður fjötrað í stórfeid- um ábyrgðum fyrir ólífvænlega bankastofnun. Pað er satt, að erfitt er um lántöku nú með svo hag- feldum kjörum, sem þörf er á. Til þess að koma slíkri lántöku á, þarf áreiðanlega lægnari og betur viti borna menn en Magnús Guðmunds- son og Kúlu-Andersen. En það er enginn flugufótur fyrir því, að erf- iðleikar við hagkvæma lántöku nú fyrir íslenzka rikið stafi af því, að JARÐARFÖR Hannesar Ein- arssonar frá Skógum fer fram Laugardaginn 11. þ. m. frá kirkj- unni á Akureyri, kl 1 e. h. Akureyri 6. Oktober 1930 Fyrir hönd systkina hins látna. Benedikt Einarsson. fslansbanki var ekki endurreistur með ríkrshjálp; erfiðleikarnir eiga rót sína að rekja til drýgðra fjármála- synda íhaldsmanna á liðnum tím- um. Má þar fyrst nefna veðsetning tollteknanna fyrir enska Iáninu frá 1921, sem Magnús Guðmundsson tók með aðstoð dansks drykkju- ræfils, og þar sem yfilýsing um veðsetninguna stendur á hverju lánsskjali. Petta íhaldshneyksli stend- ur alstaðar í vegi á lántökuleiðum erlendis eins og hræðilegur draug- ur. Hefir borgarstjóri Reykjavíkur meðal annars fengið að kenna á honum, þegar hann hefir verið í lántökuerindum fyrir bæ sinn. Fleira kemur og til, sem veldur örðug- leikum með að koma erlendu fjár- magni inn i landið, svo sem tekju- halli frá stjórnartíð íhaldsins að ó- gleymdum hinum gífurlegu miljóna- töpum bankanna, sem stöfuðu nær eingöngu frá taumlausri óreiðu óg botnlausu fjármálasukki versta sor- ans úr íhaldsflokknum. En þrátt fyrir þessi Ijón á vegi, er unnið að því með festu og fjár- málalegum hyggindum að sigra torfærurnar, því nauðsyn nýrrar lán- töku er næsta brýn eins og málum er komið. Pörfin fyrir nýtt fjármagn til stuðnings og eflingar heilbrigð- um framförum hrópar hátt. Og þeirri þörf verður fullnægt þrátt fyrir illgirnislegar og ómannlegár tilraunir Morgunblaðsins og fylgi- liðs þess með að koma í veg fyrir það. Nauðsyn nýrrar lántöku ætti ekki að vera torskilin nokkrum mannii Pað gefur að skilja að eitthvað þarf að koma í það mikla gap, er mynd- aðist í fjárveltuna við 20 til 30 miljóna tap bankanna. Pað stóra skarð hafa óreiðumenn landsins, sem nálega allir tilheyra Morgun- blaðsliðinu, höggvið i veltufjár- magnið. Er það meira en litil ó- svífni, er þessir menn krefjast þess, að skilamenn landsins taki hinar þungu afleiðingar af fjárglæfrum þeirra og óheilbrigða braski á bak sér. Petta skildi Alþingi og þess- vegna veitti það stjórninni 12 milj.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.