Dagur - 09.10.1930, Blaðsíða 3

Dagur - 09.10.1930, Blaðsíða 3
56. tW. DAGUR 199 »>■••• «■•-« •••••••• •~m-i Nokkrar góðar lífsœr til sölu. Upplýsingar gefur Jón Sigurðsson, Brekkugötu 25. Nýkomið i Hatlahuð Akureyrar: Dömuhattar í afar fjölbreyttu og fallegu úrvali: Verð frá kr. 10.00. Einnig Höfuðföt á unglinga og börn. Ennfremur Dömusokkar i ýmsum litum, mjög vandaðir, Skinnhanzkar, Ullarvetlingar, Rúskinsbelti, Dömu- töskur og Veski, Ullarhúfur og Treflar á börn, Lynlásar, Legghlífar og síðast en ekki sízt, Dömukragar og Uppslög í sérlega vönduðu og fallegu úrvali, og m. m. fleira. Sigríður Kristjansdótiir. fæst í Kjötbúðinni. w unniir, sumar með fáséðum lit, lömb og veturgamalt, verða til sölu við Gránusláturhús á morgun árdegis. Konráð Vilhjálmsson. Samtaka! >Finanstidende« (danskt vikublað) birtir 17. f. m. grein umfjárhagog atvinnulíf íslands. Par er meðal annars sagt frá því, að síðasta Al- þingi hafi gefið stjórninni heimild til þess að taka 12 milj. kr. að láni erlendis, að nokkrum hluta þeirra peninga eigi að verja til að endur- greiða enska lánið (»det saa ofte omtalte engelske Laan«), en að eftir því sem Morflunblaðiö sefli, hafi stjórnin þrátt fyrir mikla viðleitni ekki tekist að útvega neitt lán.* Orein þessi er nafnlaus. En rit- gerðir um íslandsmál, sem áður hafa birst í »Finanstidende«, hafa jafnaðarlega verið eftir hinn alþekta danska kaupmann, Aage Berleme, og ekki ástæða til að ætla annað en að þessi sé það einnig. Má nú íhaldið vel við una, að Morgun- blaðsrógurinn sé breiddur út um Norðurlönd af þessum dygga danska bandamanni stórkaupmannaklíkunn- ar i Rvík. Tíminn. Skíp. Ooðafoss kom í gærkveld að vestan, frá Reykjavik og snýr aftur við sömu leið og hann kom. Brúarfoss er væntanlegur í dag að vestan. Hann tekur hér fryst ket til útflutnings. Skólastjðrastaðan víð barnaskóla Akur- eyrar er veitt Snorra Sigfússyni. Hannes J. Magnússon kennari kemur með Esju næst. • Á dönsku: »Efter hvad »Morgenbladet« meddelet, er det imidiertid enduu ikke lykkedes Regeringen trods ihærdige forsög at optage noget Lsan«. BraunsVerzlun,Akureyri hefir nú á boðstólum betri og fjölbreyttari vörur en nokkru sinni áður, og ætti enginn að láta hjá líða að kynna sér verð og vörugæði hjá okkur áður en þeir festa kaup annarsstaðar. — Til dæmis viljum við nefna: Karlm. & UNGL. ALFATNAÐIR, bláir og misl. Sv. ALKLÆÐI, margar teg. VetrARFRAKKAR karlm. og ungl. CHBVIOT, blátt, herra og dömu. VetrarhÚFUR karlm. & ungl. FLAUEL.margir litir. GARDINUTAU, hv. & misl. LOÐHÚFUR frá kr. 22.00 til 23.00. FLÓNEL, LÉREFT, TVISTDÚKAR. RYKFRAKKAR karlm. frá kr. 45.00 til 125.00. HÖRLÉREFT. RYKFRAKKAR kven frá kr. 37.00 tii 100.00. SÆNGURVERAEFNI. hv. og misl. Rykfrakkar Við peysuföt frá kr. 62.00 til 120.00, okkar viðurkenda góða snið. RykfrAkkar á ungl., allar stærðir. SÆNGURDÚKUR sá bezti sem hægt er að fá. MaNCHETSKYRTUR hv. Og. misl. FLIBBAR. FIÐURLÉREFT. BlNDI, SLAUFUR, SKINNHANZKAR hr. og dömu. DÚNLÉREET. TAUBUXUR frá kr. 7.75. SPORTBUXUR há kr. 9.50. STOUT í undirlök. STORMJAKKAR margar teg. VINNUFATNAÐUR. VATTTEPPI frá 16.00. NÆRFATNAÐUR hr., dömu, barna. BAÐMULLARTEPPI frá 2.50. MATROSAF0T drg., allar stærðir. BORÐTEPPIfrá 5.00. DIVANTEPPI frá 10.00. SPORTF0T. Alpahúfur, enskar húfur. FERÐAT0SKUR fleiri tegundir. PEYSUR. Sokkar, baðmullar, ullar, silki. Smátöskur frá kr. 1.00. SVUNTUR kven og barna. handklæðl hv. og mislt. Regnhlifar. Qöngustafir. Smávörur í fjölbreyttu úrvali. ATH. KVENVBTRARKAPUR af nýjustu gerðum með hverri skipsferð. Virðingarfyllst. Páll Slgurgeirsson. Jarðarför eiginkonu okkar og móður, Hólmfríðar Jóns- dóttur, fer fram á Grund föstudaginn 17. þ. m. og hefst kl. 12 á hádegi. Grund i Eyjafirði 8. okt. 1930. Eiginmaður og börn. Frétíir. Oómsmálaráðherrann fór utan með Botniu um miðja siðustu viku. Úr Þingeyjarsýslli er Degi skrifaö 23. f.m.: •Pegar Jónas jónsson var hér á ferð um Pingeyjarsýsluí byrjun sept. héldu sveitung- ar hans og vinir honum samsæti í þing- húsi hreppsins að Yztafelli (7. sept). Samsætið hófst kl. 5 síðdegis og stóð til kl. 10*/2 um kvöldið. Um 100 manns voru þarna mættir, bæði karlar og konur, ungt og gamalt fólk. Veitt var súkkulaði og kaffi. Margar ræður voru fluttar, þar á meðal minni ráðherrans, konu hans og dætra. Ráðherrann tók þrisvar til máls, þakkaði viðtökurnar og trygða- og vin- áttubönd sinna gömlu og kæru sveitunga. Karlakór Ljósvetninga söng milli þess, sem ræður voru haldnar. Skemtu menn sér hið bezta og þótti þetta ósvikin á- nægjustund. Þegar J. J. fór um Bárðardal i sömu ferð, héldu Bárðdælir honum samæti að Sandvík, Par voru nokkru færri mættir en að Yztafelli. Til skemtunar var hið sama, ræðuhöid og söngur. Það er eftirtektarvert, að gamlir sveit- ungar ráðherrans, sem þekt hafa hann alt frá barnsárum og fylgst hafa æ siðan með gerðum hans sem stjórnmálamanns, þeir kunna manna bezt að meta hann og viröa — því þeir þekkja hann manna bezt«. Gjaldkerastöðuna viö Útvegsbankann hér hefir Steinþór Guðmundsson fyrv. skóla- stjóra hlotið ftá 1. þ. m. Siguröur Guömundsson skólameistari kom heim úr Reykjavikurför í síðustu viku, Hjónaefni: Ungfrú Sveinlaug Halldórs- dóttir og Gústaf Andersen, málari, hér i bre, Bendikt Sveinsson forseti fór nýlega austur í Norður-Þingeyjarsýslu í þeim er- indum að vigja nýju brúna á Hafralónsá í Þistilfirði. Knattspyrnumót fyrir Norðurland var haldið hér á Akureyri Laugardaginn og Sunnudaginn 4. og 5. þ. m. Kept var um bikar er knattspyrnufélagið »VaIur« í Reykjavik hafði gefið. Þátttakendur voru þrjú félög: »Magni«, »Þór« og Knatt- spyrnufélag Akureyrar. »Magni* og »Þór« keptu á Laugardaginn og vann »Magni« með 2:L Kl. 10 á Sunnudagsmorguninn keptu »Þór« og K. A. Vann K. A. með 5:2. Kl. 4 á Sunnudaginn keptu Magni og K. A. Vann K. A, með 4:1. Bar því K. A. sigur af hólmi og fékk sem sigur- vinning bikarinn, er form. íþróttaráðs Ak. Axel Kristjánsson, afhendi félaginu að loknu mótinu. Fór mót þetta hið besta fram, og var til óskiftrar ánægju fyrir á- horfendur og alla íþróttavini þessa bæjar( Siflfús Halldórs, ritstjóriblaðsinsHeims- kringlu í Winnipeg, kom hingað til bæjar- ins með Goðafossi i gær, ásamt konu sinni. Setjast þau hér að, og verður Sigfús skóla- stjóri gagnfræðaskólans nýja; var hann eini umsækjandinn um þá stöðu. Sigfús Halldórs er þektur gáfu- og dugn- aðarmaður, og hyggja menn þvi gott til starfs hans við nýja skólann hér. Barnaskóli Akureyrar hefir á undanförn- um árum verið settur um 12. október. Ekki mun verða gengið svo frá öllu í nýja barnaskólanum um næstu helgi að hægt verði að byrja skólann á venjulegum tíma, en lengi mun það ekki dragast. — Hann- es Maguússon hefir verið settur kennari við skólann i stað jóns Sfgurðssonar. Skýrsla um keunararskólann í Reykja- vík 1929—1930 er fyrir nokkru komin út. í skólanum voru 43 reglulegir nemendur og auk þess 4 óreglulegir. Á föstu kenn- araliði skólans urðu þær breytingar, að síra Magnús Helgason lét af skólastjórn s. 1. haust eftir að hafa stýrt skólanum í samfleytt 21 ár við hinn bezta orðstlr, en við tók Freysteinn Gunnarsson. ÁinÍ Jónsson frá Múla, fyrv. ritstjóri ísafoldar, er kominn anstur á Seyðisfjörð og byrjaður þar á útgáfu nýs blaðs, er nefnist Austfirðingur. Um stefnu blaðsins, eða hvort hún er nokkur, er Degi ókunn- ugt og lætur sig litlu skifta. Björn Lindal og frú hani komu heim með íslandi fyrir viku. Er Lfndal sagður furðanlega hress orðinn eftir uppskurðinn. Gullbrúðkaup áttu á laugardaginn var Vilhjálmur Þorsteinsson og Valgerður Einarsdóttir frá Nesl i Höfðahverfi, nú til beimilis hér i brenum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.