Dagur - 09.10.1930, Blaðsíða 2

Dagur - 09.10.1930, Blaðsíða 2
198 DAGUR 56. tbl. SffflfffSfllfliffllfllfl Karlmannaföt. Drengja matrósaföt. Vetrarfrakkar, handa fullorðnum og drengjum, í geysistóru úrvali. Munið, að við gefum 5°|0 afslátt gegn greiðslu. Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeildin. Myndastofan Gránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10—6. Guðr. Funch-Rasmussen. kr. heimildina. Að sú heimild hefir enn ekki verið notuð, stafar ein- göngu af því, að stjórninni hefir ekki líkað þau lánskjör, sem fyrir hendi hafa verið. Pað er t. d. óðs manns æði að taka lán með þeim vaxtaókjörum, sem Magn. Guðm. gerði 1921, þó veðsetningu tolltekn- anna sé slept. Nú veltur á mestu að fá fjármagn inn i landið með sem hagkvæmustum kjörum, ekki sízt vegna ræktunarmálanna og húsabygginga í sveitum Iandsins. í tið íhaldsstjórnarinnar voru þau mál aigerlega látin sitja á hakanum sem kunnugt er. Fjármálamenn Ihaldsins börðust, meðan þeir gátu, gegn stófnun Byggingar- og land- námssjóðs, sem var stærsta sporið, sem stigið héfir verið, til viðreisn- ar þeim málum. Pað eru bíræfin ósannindi, að lánstraust landsins sé í voða eða glataði íhaldsblöðin, sem hafa ver- ið látin hrópa þessi ósannindi út um stræti og gatnamót, hljóta á sínum tíma að verða dregin fyrir dóm almenningsálitsins og krafin reikningsskapar á þessum upplogna rógi sínum. Og tvöföld verður sekt þeirra, þar sem þau bæta gráu of- an á svart og kenna núverandi landsstjórn um þann fjármálalega ófarnað, sem þau eru að lýsa. Svo er fyrir að þakka að fleira blasir við augum erlendra fjármálamanna en veðsetning tollteknanna, miljóna- töp bankanna og tekjuhalli á árun- um 1926 og 1927, sem alt verður að skrifast á syndaregistur íhalds- ins. Við augum útlendinga biasir einnig önnur og fegri sjón á ís- landi. Pað eru hinar stórfeldu fram- farir síðustu ára, sparsemi, vinnu- gætni og háttprýði mikils meiri hluta þjóðarinnar og mikill tekju- afgangur ríkissjóðs síðan 1927, að Framsókn tók við völdunum. Petta nægir til þess að halda Iánstrausti landsins í sæmilegu horfi, þrátt fyrir allar fjármálasyndir íhaldsins og rógmælgi blaða þess. Kómið hefir það skýrt í Ijós síð- ustu mánuðina, að til eru svo illa innrættir íhaldsmenn, að þeir myndu hrósa happi, ef vissa fengist um það, að landstjórninni reyndist ó- kleift að útvega hið umrædda lán til stuðnings framförum landsins. Sömu menn myndu og gleðjast yfir því, ef stjórnin neyddist til að taka lán með sömu eða svipuðum ókjörum og vanvirðu og óskila- menn landsins neyddu Magnús Guðmundsson til að taka árið 1921. Enginn vafi er á því að verstu teg- undina í íhaldsflokknum dreymir sæta drauma um að svona muni fara. En sem betur fer* eru engar minstu líkur fyrir að þessi vesæli draumur vesælla manna rætist nokk- urntfma. -------o------- Frá því hefir áður verið skýrt hér í blaðinu að Samband ísl. sam- vinnufélaga hafi heypt Gefjun að hlutafélagi því, er áður var eigandi verksmiðjunnar. Kaupverðið var 200 kr. hver 100 kr. hlutur. Pegar eigendaskiftin voru um garð geng- in, kröfðust 8 af 30 starfsmönnum verksmiðjunnar kauphækkunar á þá leið, að þeir sendu forstjóranum, hr. Jónasi Pór, skjal það, er svo hljóðar: »Hr. verksmiðjustjóri! í tilefni af eigendaskiftum á klæða- verksmiðjunni »Gefjun« hafið þér nú þegar sagt upp — frá næstu áramótum að telja — verkafólki því er við verksmiðjuna vinnur. Pó haf- ið þér jafnframt óskað eftir því - fyrir hönd hinna nýju eigenda — að sama fólk vinni í verksmiðjunni næsta ár. Nú er yður manna kunnugast um, að launakjör þau, er verkafólk »Gefjunar« hefir búið við, eru mjög léleg og langt fyrir neðan þann taxta, sem verklýðsfélögin hér hafa sett, og atvinnurekéndur yfirleitt hafa viðurkent. Hinsvegar má öllum vera Ijóst, af þeirri glæsilegu sölu, sem nú hef r farið fram, að verksmiðjan er allmikið gróðafyrirtæki og hefir möguleika til að borga betur fram- leiðsluafl sitt — vinnuaflið. Að öllu þessu athuguðu þykj- umst vér undirrituð — verkamenn og verkakonur við klæðaverksmiðj- una »Gefjun« — hafa ástæðu til að krefjast endurbóta á launakjörum okkar, og leyfum okkur því hér með að fara þess á leit, að þér — þegar í stað — gerið við okkur formlega samninga um vinnu í verk- smiðjunni næsta' ár, þar sem lág- markskaup karlmanna sé ákveðið kr. 225.00 á mánuði, en lágmarks- kaup kvenna kr. 150.00 á mánuði. Með því að þessar launakröfur eru enn nokkru neðan við taxta verklýðsfélaganna og hljóta að telj- ast mjög hógværar, þá gerum við ráð fyrir, að þér munuð fúslega fallast á þær. En ef svo verður ekki, viljum við þegar taka fram, að okk- ur er full alvara með að bæta kjör okkar. Og verði þessum hógværu kröfum okkar vísað á bug, getur svo farið, að aðrar hærri komi í staðinn. Biðjum um ákveðið svar innan 48 klst. frá afhendingu bréfs þessa. Verði okkur ekki svarað fyrir þann tíma, skoðast það sem neitun. Freysteínn Sigurösson, Jón Jónsson, Skalti Eiríksson, Kristján Jónsson, Sigurtaug Dalberg, Elínborg Helgadóttir, Halltríöur Sigurðardóttir, Guörún Hallgrimsd.« Ofanrituðu bréfi þessara 8 starfs- manna svaraði forstjóri verksmiðj- unnar þegar á þessa leið: »Höfum í dag meðtekið bréf yðar, þar sem þér farið fram á að nú þegar verði gerður við yður form- legur samningur um vinnu í verk- smiðjunni fyrir næstaár, og að lág- markskaup karlmanna verði ákveðið kr. 225,00 um mánuðinn og lág- markskaup kvenmanna kr. 150.00. Ástæðurnar, sem þér færið fyrir kröfu yðar eru aðallega tvær 1) að kjör verkafólksins hafi verið mjög léleg og 2) að þar sem verksmiðj- an hafi nú verið seld fyrir glæsi- legt verð og sé þvi stórgróðafyrir- tæki. Hvað fyrra atriðinu viðvíkur, get- um vér ekki fallist á, að kjör verka- fólksins í verksmiðjunni hafi verið mjög léleg, a. m. k. ekki eins slæm og kjðr verkafólks yfirleitt, sem við aðra atvinnu hafa fengist, og vissu- lega hefir sumt af yður, sem hafið sett naín yðar undir áðurnefnt bréF, verið á annari skoðun, þegar þér lögöust mjög hart á að fá atvinnu við verksmiðjuna fyrir tiltölulega stuttum tíma síðan, og voru þó föstu launin við verksmiðjuna a. m. k. 10 prc. lægri en þau eru nú. Viðvíkjandi síðara atriðinu, að verksmiðjan sé stórgróðafyrirtæki, af því að hún hefir verið seid fyrir hátt verð, þá er það ekki skynsam- Ieg ályktun, að verksmiðjan sé fær- ari um að greiða hærri laun verka- fólki þegar hún þarf að standa straum af helmingi hærri hðfuðstól en áður. En þó svo hefði verið að hún hafi verið rekin sem stórgróða- fyrirtæki hingað til, þá er það held- ur engin sönnun fyrir því, að hinir nýju eigendur reki fyrirtækið á sama hátt og það hefir verið rekið hing- að til. Að öllum málavöxtum athuguð- um, sér því verksmiðjan sér ekki fært að verða við launakröfum yð- ar, þar sem þær eru mikið hærri en þau laun, sem verksmiðjan sér sér fært að greiða. Vér viljum að endingu taka það fram, að þótt undirritaður léti þess getið, er hann tilkynti eigendaskift- ný og mjög vönduð.með þreföldu og fjórföldu hljóði, hefi eg til sölu. Til sýnis heima hjá mér, Spítalaveg 15, Akureyri. Sigurgelr Jónsson. in, að hinir nýju eigendur myndu að sjálfsögðu óska þess, að sem flestir af starfsfólkinu héldi áfram að vinna við fyrirtækið eftir að hin- ir gildandi kaupsamningar væru út- runnir, þá bar ekki að skoða það sem neina beiðni um vinnu fram- vegis, og viljum vér sérstaklega taka það fram, að vér þykjumst hafa fullan og óskoraðan rétt til þess að velja sjálfir starfsfólk við verksmiðjuna án íhiutunar nokkurra annara manna. Á hótanir í bréfi yðar ætlum vér ekki að minnast að sinni, eru þær oss aðeins lítt skiljanlegt sýnishorn á þroska réttlætis- og sómatilfinn- ingu yðar. Virðingarfylst. Klæðaverksmiðjan »Gefjun«. Jónas Pór.« -------o------ SimskeytL (Frá FB.) Rvík 5. okt, Breska risaloftfarið R 101 lagði af stað f gær til Indlands: Skips- höfnin var 42 menn og auk þess 11 farþegar, meðal þeirra var flug- málaráðherrann Lord Thomson. Ný- komin fregn frá Beauvais á Frakk- landi hermir, að kviknað hafi í loft- skipinu yfir Allonnehæð, og hafi það gjöreyðilagst. 46 menn fórust. Rvík 5. okt. Átta af 54 mönnum, sem voru með loftfarinu R 101 komust lífs af. Meðal þeirra sem fórust var Thomsson flugmálaráðherra Bret- lands. Fyrnefndir 8 menn voru f afturhluta skipsins og stukku eða hentust út, þegar skipið klofnaði af sprengingu í 100 feta hæð. Stýris- vængur hefir fundist mílu vegarfrá hæðinni, sem skipið datt niður á. Rvík 7. okt. Dresden: Lufthansaflugvél hefir farist milli Berlínar og Dresden. I flugvélinni voru 8 menn og fórust þeir allir. Bukarest: Manistjórnin hefir beð- ist lausnar. Helsingfors: Kosningaúrslit í borgum benda til þess, að jafnað- armenn vinni stórsigur. Sumstaðar hafa þeir tvöfaldað atkvæðatölu sína. Kommúnistar hafa kosið með þeim. ísafirði: Tryggvi Helgason braust út úr fangelsinu á ísafirði og er ófundinn. Dómur í smyglunarmálinu f Stykkishóimi er kveðinn upp f Reykjavík Jónas Böðvarsson stýri- maður var dæmdur í 10 daga fang- elsi upp á vatn og brauð og f 3520 kr. sekt; en greiðist sektin ekki, þá í 120 daga fangelsi. Guðmundur Stefánsson bflstjóri hefir fengið 1000 kr. sekt og 45 daga fangelsi, ef sektin ekki er greidd. Áfengið var gert upptækt. -----_o--------

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.