Dagur - 16.10.1930, Blaðsíða 1

Dagur - 16.10.1930, Blaðsíða 1
DAOUR /cemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- son í Kaupfélagi EyfirÖ- inga. ' ••••• XIII .á, J Akureyri, 16. Október 1930. Afgreiðsian er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. • • •• 57. tbl. • #-• #-• • •- Fjármálastefnurnar. i. í raun og veru er það ekki nema sjálfsagt, að hver sú stjórn, sem með vö!d fer í land nu, eigi að iáta svo mikið gott og gagnlegt eftir sig liggja, sem frekast eru tök á, er það réttmæt krafa þeirra borgara, sem fela henni völdin; og eins og nú er ástatt í öllum þingræðislöndum, þá starfar hver stjórn á meðan hún situr eftir stefnu og í anda þess flokks, sem meiri hluta hefir á þingi, og sem kallað er að myndi stjórn. Flokkur sá, er að stjórninni stend- ur, ber þess vegna ábyrgð á gerðum hennar að svo miklu leyti sem stjórn in framkvæmir vilja meiri hluta þings- ins og starfar samkvæmt stefnu f lokks- ins, hverjar vinnuaðferðir, sem hún annars kann að velja sér. — Að ðllu jöfnu verður að gera ráð fyrir, að hver stjórn, hvers flokks sem hún er, skoði sig sem þjón allrar þjóðarinnar, finni til þeirrar á- byrgðar, sem þvi fylgir, og geri á- valt sitt bezta. En aftur á móti verð- ur ekki um það deilt, að oft er tals- verður m u n u r á þessu »bezta«. Veldur þar auðvitað miklu um, að misjafnlega starfshæfir menn, mis- munandi greindir, útsjónarsamir og samvizkusamir veljast í stjórnir þær, er myndast af hinum pólitísku flokk- um. En það, sem mestu veldur, er þó alla jafna hinar mismunandi stefnur, sem flokkarnir — og stjórn- irnar þar af leiðandi - fylgja. II. Allir vita, að hér á landi voru í- haldsstjórnir ráðandi síðustu kjör- tímabilin fram að 1927, er Fram- sóknarflokkurinn vann kosningasig- ur og myndaði stjórn. Öll þessi ár hafði íhaldið því tækifæri til að sýna hverri stefnu það fylgdi og í hvaða anda stjórnir þess störfuðu - og það gerði það líka á eftirminnilegan hátt. Styrkur íhaldsstjórnanna lá einkum f hinu nána sambandi þeirra við stórútgerðina og stórkaupmenn í kaupstöðunum og þá einkum í Reykjavík, en þessi styrkur varð um leið ógæfa þeirra, sem var fólgin í því, að þær urðu of háðar þeim til- tölulega fáu mönnum í flokknum, sem ranglega eru kallaðir >fjárafla- menn< — þ. e. a. s. þeim tiltölulega fáu, sem hafa tækin til fjáröflunar í höndum sér. Afleiðingarnar urðu þær, að i raun og veru urðu það þessir menn, sem mörkuðu stjórn- inni stefnu, eins og þeir mörkuðu og marka enn flokknum stefnu. Nú er það kunnugra en fráþurfi að segja, að allir þessir menn setja einsíaklingshyggjuna sem fyrsta og helzta boðorð í öilum viðskiftum manna á milli og í opinberum mál- um, Pað varð því heill þeirra sjálfra — heill nokkurra einstaklinga og fámennrar stéttar, sem þeir báru fyrir brjósti, í staðinn fyrir heill allra einstaklinga og allra stétta þjóðfélagsins eins og vera ber. Stefnur og stefnumismunur kem- ur aldrei betur né berlegar i Ijós en í fjármálum, kemur það af því, að eins og högum þjóðfélaga nútím- ans er háttað, verða öll landsmál að snúast um þau, póiitik nútímans er fjármálapólitík fyrst og fremst, hverju nafni sem hún nefnir sig, enda lýsir stefna íhaldsins hér á landi sér allvel í allri ráðsmensku þess: Öllum fjárstraum, sem það opinbera réð yfir eða gat haft áhrif á, en það er að segja öllu fjár- magni og öllu lánstrausti þjóðar- innar var beint að sjávarsíðunni, ekki til þess að styðja hinn vinn- andi Iýð þar til samhjálpar i atvinnu sem getað hefði leitt af sér efna- legt sjálfstæði fyrir hann og nýjar framkvæmdir í atvinnugrein hans, sem kæmu honum sjálfum fyrstog fremst til góða, heldur til þess að greiða götu stórútgerðarinnar og gefa henni aðstöðu til að hreiðra sem bezt um sig á kostnað allra annara í þjóðfélaginu. Peim sem að henni stóðu var veitt aðstaðatil að geta boðið verkafólki hærra kaup á vissum tímabilum, en sveitabænd- ur áttu tök á að greiða, þar sem atvinnuvegur þeirra — móðurnær- ing landsins — var hafður að al- gerðri hornreku og átti engan kost að fá hina minstu stoð af hálfu þess opinbera. Pegar bændur svo voru orðnir fólkslausir í sveitunum sáu margir þeirra sinn kost vænst- an að hröklast frá búskap og ger- ast verkamenn í bæjum og kaup- túnum. Pessi straumur fólksins úr sveitunum, sem á fyrst og fremst upptök sín í röskun jafnvægisins á milli atvinnuveganna, er langtfrjá stöðvaður enn, þrátt fyrir að hinar miklu ræktunarframfarir og bygg- ingaframkvæmdir í sveitum nú sem stendur geri horfurnar nokkru betri. Allir sjá hversu óheilbrigð fjár- málastefna það er, að taka alt frá öðrum og gefa hinum, þar sem báðir eru jafn réttháir, báðirhöfuð- atvinnuvegir þjóðarinnar jafn nauð synlegir fyrir velgengni hennar og framtfð, má með sanni segja um það, að líf og velferð þjóðarinnar, bæði andlega og efnalega, sé undir því komið, að atvinnuvegirnir b!ómg- ist og haldist í hendur í fullkomnu jafnvægi — framfarir annars eru of dýrkeyptar með þvi að Iáta hinum blæða til ólifis. Pörfin var brýn að hefjast handa til viðreisnar landbún- aðinum, eins og Framsóknarflokk- urinn jafnan hefir krafist og eins og gert hefir verið af núverandi stjórn af miklum dugnaði og fyrir- hyggju. í stað þess var landbúnað- inum enn meira íþyngt á dögum íhaldsins með hinni hóflausu geng- ishækkun, sem varð drjúg byrði á öllum landsmönnum, þó engir hafi. að líkindum orðið harðara úti en bændur. III. Frá sjónarmiði samkepnis- og ein- staklingshyggjumanna hefði þetta háttalag þó altsaman ef til vill ver- ið afsakanlegt, ef það hefði sýnt sig, að þeir, sem bezta áttu afstöð- una, hefðu verið menn til að nota sér hana og hefðu ekki verið fyr- irhyggjulitlir braskarar og fjáreyðslu- menn frekar en fjáraflamenn. En sökum þessara ókosta sézt það æ betur og betur að fjármálastefna í- haldsins, eins og hún lýsir sér í verkinu, hefir hefnt sín greypilega, en það allra versta við þá hefnd er að hún kemur að mihstu leyti nið- ur á þeim, sem sökina áttu, heldur á öllum fjöldanum, öllum, sem hafa barist áfram, til þess að hafaofanaf fyrir sér og sínum með heiðarlegri vinnu, bæði til lands og sjávar, og standa í skilum, þeir verða að bera afleiðingarnar í dýrtíð og allskonar álögum. Pað sýndi sig nefnilega, að »fjár- aflamönnununu var ekki trúandi fyrir fjármunum. Fjáreyðslu þeirra og fyrirhyggjuleysi hefir alþýða manna orðið að súpa seyðið af undanfarið og er ekki búin að bíta úr nálinni ennþá fyrst um sínn. Skuldasúpunrnar uxu fjársýslu- mönnum yfir höfuð. Lán var tekið á lán ofan, og hámarki fjármálalegr- ar eymdar var náð með hinu marg umtalaða og marg illræmda enska láni með 9,88°/o vöxtunum ogveð- setningu tolltekna ríkisins, sem þá- verandi fjármálaráðherra, Magnús Ouðmundsson, bar ábyrgð á. Til hvers voru þessi lán tekin? Pvi er fljótsvarað í hðfuðatriði, þar sem þau að mestu leyti hurfu í hina botnlausu hít, sem stórspekúl- antar Ihaldsflokksins höfðu opnað með fyrirhyggjuleysi og fjárbraski; þeir stóðu ekki í skilum við bankann, sem var látinn. afskrifa töpin, og Jarðarför Magneu dóttur minnar, er andaðist 11. þ. m., er ákveðin næstkomandi Laugar- dag og hefst kl. 1 e. h. frá heimili mínu Eyrarlandsveg 14B. Akureyri 14. Okt, 1930. Kristján Helgason. Móðir okkar, Guðiaug Sveins- dóttir á Hjalteyri, andaðist hér þ. 13. þ. m. Verður fiutt héðan að MöðruvöIIum, og jarðsungin þar miðvikudaginn þ. 22. þ. m., kl. 12 á hádegi. Akureyri 16. október 1930. Börnin. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda vináttu og hluttekningu við frá- fall og jarðarför konunnar minn- ar Ragnheiðar Stefánsdóttur. Hailur Benediktsson. varð að fá nýtt og nýtt fé til áfram- haldandi reksturs — það skal látið ósagt, hvort þeir vildu ekki eða gátu ekki staðið í skilum — enda kemur það í sama stað niður, þvi alt ber að éinum brunni, hvort eð er. En þjóðin, alþýðan — hin vinnandi, skilvísa, þolinmóða alþýða, varð að borga, hún varð að beygja bakið undir byrðarnar sem henni voru bundnar á herðar. En þeim, sem töpunum ollu var látið haldast uppi aö halda hinni >heilbrigðu< atvinnu sinni áfram — safna nýjum skuld- um, valda nýjum töpum, alt þangað til þeir gengu af bankanum, sem þeir árum saman höfðu misnotað, gjaldþrota; og til þess að kóróna alt saman heimtuðu svo þessir sömu menn ábyrgð ríkisins fyrír allri skuldasúpu fslandsbanka, sem þeir voru búnir að koma á hausinn. Petta er í stuttu máli fjármála- stefna íhaldsins hér á landi — alt annað en glæsilegur ferill, jafnvel þótt hún sé ekki hér rakin atriði fyrir atriði, en látið nægja að fylgja höfuðlínu hennar, eins og hún ligg- ur fyrir dregin af íhaldinu á meðan það fór með völd í landinu. En það ætti að vera nóg til þess að sýna fram á, hversu þeir menn hafa búið í haginn, sem nú láta mál- pípur slnar æpa um, að núverandj

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.