Dagur - 16.10.1930, Blaðsíða 2

Dagur - 16.10.1930, Blaðsíða 2
202 DAGUR 57. tbl. ffllfffffsiiflfffffffff*® £ Regnkápur og j| | Regnfrakkar 3 afar fjölbreytt úrval. Allar stærðir *J| §gjf karla, kvenna og barna. Kaupfélag Eyfirðinga. J* SMNl Vefnaðarvörudeildin. miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiis My ndastof an Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10 — 6. Guðr. Funch-Rasmussen. stjórn hafi glatað lánstrausti rikisins — stjórnin, sem fékk það vanda- sama hlutverk að leysa af hendi að bæta úr þessum og öðrum yfirsjón- um fyrirrennara sinna á fjármála- sviðinu, að reisa við efnahaginn og jafnframt auka allar framkvæmdir og framfarir inn á við, svo að öll- um óvilhöllum mönnum, utan lands og innan, ber saman um, að þær aldrei hafi verið jafn miklar og hraðfara, síðan landið bygðist, og að halda uppi fjármálaheiðri landsins út á við. — Pað má reiða sig á, að það hef- ir verið — og er — alt annað en létt verk, þar sem svo að segja við hvert spor, sem stigið er í rétta átt verður að yfirstíga hindranir, sem íhaldsstefnan hefir reist og brúa fen þau, er hún hefir grafið. IV. Hér í blaðinu hefir áður verið minst á hina lúalegu íhaldsiðju, sem blöð þess hafa verið látin halda uppi I seinni tíð, að níða fjárhaginn niður og spilia fyrir lánstrausti ríkisins.— Auðsjáanlega eru íhaldsblöðin nú komin f klípu út af rógi sínum, sem getur fengið alvarlegar afleiðingar, ef einhver tekur hann trúanlegan. Nú eru það auðvitað ekki þær af- Ieiðingar, sem blöðin eru hrædd við, þvl tilætlun þeirra getur naumast hafa verið nokkur önnur en sú, að spilla fyrir lánstraustinu, ef verða mætti, að það gæti skapað stjórninni erfiðleika. En það sem þau óttast — og með fullum rétti — er al- menningsálitið; það er ekki ósenni- legt, að það geti orðið flokknum dýrt spaug við næstu kosningar að hafa verið staðinn að athæfi, sem beinltnis hefir það markmið að hnekkja áliti þjóðarinnar út á við og spilia fyrir atvinnulífi hennar. Pess vegna setja þau nú upp sakleysis- svip faríseans og spyrja, hvort það séu landráð að skýra frá fjármáia- stefnu núverandi stjórnar. Nei, sei, sei, nei, það eru engin landráð fólg- in í því! — en þá verður að skýra rétt frá: þá verður að byrja með að skýra frá fjármálastefnu og fjár- málastjórn íhaldsins, svo að lesend- um gefist kostur á að sjá saman- burðinn og dæma um, hvernig sú stefna var, sem Framsóknarstjórnin brýtur í bága við; og að því loknu verður að skýra frá því, að Fram- sóknarstjórnin hefir hafist handa til viðreisnar landbúnaðinum, að bænd- um nú — í fyrsta sinn í sögu þessa iands-ergert jafn hátt undir höfði í fjárframlögum af hálfu þess opin- bera og öðrum; að ræktunin vex hröðum skrefum, og að bændur eiga kost á að húsa bæi sfna betur en sögur fara af áður, er að þakka fjár- málastefnu núverandi stjórnar og Framsóknarflokksins. Ennfremur verður að skýra frá, að samgöng- urnar kringum landið eru bættar og skipum fjölgað í því skyni, (íhaldinu hefir nú reyndar verið það alveg sérstakur þyrnir í augum), að síma- línum er fjölgað, vegir lagðir og ár brúaðar örar og í stærri stíl en áður hefir verið — mættu einkum nyrðstu sýslur landsins muna tvenna tímana, ef litið er um öxl til stjórnarára í- haldsins —, að sjávarútvegurinn er að breytast, frá því að vera leikvöll- ur fyrirhyggjulítilla fjáreyðslumanna og braskara, í tryggan atvinnuveg, þar sem öllum, er að honum vinna, er trygður arður af starfi sínu, nær þetta einkum til sítdarútvegsins hér norðanlands með einkasölunni og ríkisverksmiðjunni — Svona mætti telja æði lengi, en íhaldsblöðunum láist það, þegar þau segjast vera að skýra »satt og rétt« frá fjármála- stefnu stjórnarinnar. — Rógur þeirra og illmæli um lánstraust ríkisins á fremur lítið skylt við þá stefnu. En sá sem vill athuga málin rólega og hiutdrægnislaust sér muninn á fjár- málastefnu íhalds og Fiamsóknar, og hann æfti heldur ekki að vera f vafa um, hver stefnan er heilbrigðari. -------o------- S im s k ey ti. (Frá FB.) Rvík, 10. okt. Hæstaréttardómur er upp kveð- inn f máli réttvísinnar gegn Jó- hannesi bæjarfógeta, er hann dæmd- ur í 800 kr.- sekt og málskostnað. Dómstjóri lét þess getið, að ágrein- ingur hafi orðið um dómsúrslitin. 11. okt. Til viðbótar skeytinu í gær skal þess getið, að bæjarfógetinn var dæmdur í 800 kr. sekt fyrir drátt á skiftum f nokkrum búum, en var sýknaður af ákærum réttvísinnar um fjárdrátt. 12. okt. Agúst Einarsson, ógiftan mann úr Hafnarfirði, þrítugan að aldri, tók út af botnvörpungnum Ólafi á heimleið frá Englandi hér á dögun- um og drukknaði hann. Eftirtalin skip hafa selt isfisk sinn því verði, sem hér er greint, talið í sterl.pundum : April 777, Pemberton 940, Hannes ráðherra 1100, Baldur 721, línuveiðarinn Ólafur Bjarna- son 480 Allsherjarmanntal á íslandi fer fram 2. desember næstk. Stjórnarráðið hefir fyrirskipað, að rjúpur skuli alfriðaðar þetta ár. Atvinnumálaráðuneytið hefir fest kaup i fimm sauðnautum í Noregi, og Ársæll Árnason og félagar hans í tveimur. Dýrin verða öll geymd i Ounnarsholti, en þau eru ókom- in enn. Flugmennirnir Boyd og Connor flugu frá Harbourgrace í Newfound- Iandi til Scillyeyja í Bretlandséyjum. 14; okt. Madrid: Pesetinn hefir enn fallið, nýtt iágmark 49,15 á sterlingspund. Sveinbjörn Jakobsson frá Ólafs- vík, fullorðinn mann, vantar síðan á fimtudagskvöld, og Pétur Quð- mundsson vélstjóra, sömuleiðis fullorðinn mann, vantar einnig síðr aná föstudagskvöld. Leit eftir þeim hefir engan árangur borið; óttast menn, að Pétur hafi fallið I höfnina af slysni, en hinsvegar er sagt, að Sveinbjörn hafi haft peninga með- ferðis og verið búinn að týna þeim, þegar síðast fréttist til hans akandi í bifreið um borgina. -------o------ Gefjun. Eins og áður hefir verið skýrt frá hér i blaðinu, hefir sumt af starfsfólki Oefjunar krafist kaup- hækkunar, upp f 225 kr. á mánuði fyrir karlmenn og 150 kr. fyrir kon- ur. Áður hafa starfslaunin verið 170—180 kr. fyrir karla og 100 kr. fyrir konur. Framkvæmdarstjóri verksmiðjunn- ar neitar að verða við þessum kröfum. Út af því ræðst blaðið »Verka- maðurinn* með fúkyrðum á hinn nýja eiganda Gefjunar, Samband ísl. Samvinnufélaga. Telur blaðið S. í. S. feía í fótspor verstu verk- lýðskúgara, sem arðræna verkalýð sinn, en safna of fjár í eigin sjóði. Peir, sem rita um mál þetta í Verkam., þykjast hafa rök fyrir sig að bera. Pað er skjallega sannað, segja þeir, að Oefjun hefir grætt 125 þúsund krónur. Annars hefði S. f, S. ekki keypt verksmiðjuna fyrir 125 þús. kr. fram yfir hluta- fjárupphæðina. »Pennan geysiarð höfðu eigendurnir reitt af hinum bláfátæka og illa launaða verkalýð, og álíka arði mátti búast við í fram- tíðinni*, segir Verkam. Pessvegna »gæti verkalýðurinn með fullum rétti krafist bættra launa, þegar sannað væri og opinberað, hvílfkan feikna ágóða vinna hans hefði gefið af sér«. Og kröfur verkalýðsins skv. þessu eru um 36% hækkun að meðaltali. Pað er auðséð, að höfundar þess- ara árásárgreina á S. í. S. þykjast hafa góð rök fyrir sig að bera. Peir álíta 125 þús. kr. sjóð, sem Gefjun hefir safnað á 20-30 rekst- ursárum, óyggjandi sönnun fyrir því, að verksmiðjan hefði getað og geti framvegis greitt 36% hærri laun en hún hefir gert. Af þessum 125 þús. kr. sjóði, sem Gefjun hefir safnað, má gera ráð fyrir að þriðjungur til helming- ur séu vextir, sem' lagst hafa við þann árlega reksturshagnað, er safnast hefir saman smátt og smátt. Helmingur til % sjóðsins væri þá raunverulegur reksturshagnaður, eða eftir skoðun Verkam. »arðrán«, tekið frá verkalýðnum. Til þess að vera viss um að ekki sé hallað á verka- lýðinn f þessum útreikningi, skal hér gert ráð fyrir að aðeins 35 þús. kr. af sjóðnum séu vextir, en 90 þús. kr. sé »arðrán« frá starfs- fólkinu. Nú hefir Oefjun greitt starfsfólki sínu verkalaun að upphæð samtals nálægt einni miljón króna, nákvæm- lega talið kr. 931,534,00. Ef verksmiðjaa hefði frá byrjun greitt starfsfólki sínu 36% hærri laun. eins og krafist er nú, þá hefði sú hækkun numið kr. 335,352,00 (36°/o af 931,534 kr.) eða nærri fjórum sinnum hærri upphæð en reksturságóði hennar hefir numið öll undangengin rekstursár til sam- ans. Hvaðan hefði nú Oefjun átt að taka þessa peninga, 335 þús. kn, til þess að greiða starfsfólkinu um- fram það kaup, sem greitt hefir verið ? Af árlegum arði var ekki unt að taka þetta fé. 90 þús. kr. arður nægir ekki til að greiða 335 þús. kr. hærra kaup. Pað er því augljóst, að hefði Oefjun greitt svo mikið hærri Iaun, eins og krafist er nú og Verkam. telur sanngjarnt, þá væri verksmiðjan Oefjun ekki lengur til. Hún hefði orðið að hætta starfrækslu og verið gerð upp sem þrotábú fyrir mörg- um árum eða áratugum. Og Akur- eyri og Eyjafjarðarsýsla hefðu að líkindum fengið laglegan skell, vegna ábyrgðar bæjar og sýslu fyrir verk- smiðjuna, Pá hefði líka ekkert starfs- fóik við Gefjun verið lengur til. Pað hefði þá að vísu ekki verið rænt neinum hluta af verðskulduð- um launum sínum, eins og Verkam. telur verið hafa, heldur orðið að vera án launanna og stunda aðra atvinnu í þess stað. Má vera að það hefði verið fólkinu ávinningur. Um það skal ekkert dæmt hér. En ekki er það líklegt, eftir þvf að dæma, hve atvinna við verksmiðj- una hefir verið eftirsótt. Pessar athugasemdir ættu að nægja til þess að sýna það, aðrök Verkami höfundanna fyrir kauphækk- un þeirri, sem krafist er, falla um sjálf sig. Með þeim er þvert á móti sýnt og sannað, að kauphækkunar- kröfurnar eru kringum fjórum sinn- um hærri en nokkurt vit er f, mið- að við undangengna reynslu um afkomu og hagnað verksmiðjunnar, jafnvel þó að til þess væri ætlast að verksmiðjan legði aldrei neitt f

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.