Dagur - 06.11.1930, Blaðsíða 1

Dagur - 06.11.1930, Blaðsíða 1
DAGUR fcemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XIII. ár. Akureyri, 6. Nóvember 1930. 60. tbl. i ••• • • •-•-• -•- Vaxtaiumi og domiir Hæstaréttar. Eftir 1Ö mánaða umhugsun kvað Hæstiréttur loks upp dóm 10. okt. s. I. í vaxtatökumáli Jóhannesar Jóhannessonar fyrv. bæjarfógeta. Dómurinn er orðréttur á þessa leið: íÁkærði, Jóhannes Jóhannesson, sæti 800 kr. sekt til ríkissjóðs, og komi 40 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún verður ekki greidd innan mánaðar frá birtingu dóms þessa. Svo greiði ákærði allan kostnað sakarinnar, bæði í héraði og Hæsta- rétti, þar með talin málaflutnings- laun sækjanda og verjanda í Hæsta- rétti, málaflutningsmannanna Péturs Magnússonar og Magnúsar Ouð- mundssonar, 200 kr. til hvors. Dóminum skal fullnægja með að- för að lögum.< Eins og almenning mun reka minni til, komst undirrétturinn að þeirri niðurstöðu í máli þessu, að Jóhannes Jóhannesson hefði gert sig sekan um brot gegn 142. gr. hegningarlaganna, er hljóðar svo: >Ef að embættismaður notar em- bættisstöðu sína ranglega sér til ávinnings, eða til þess að gjöra nokkuð það, er hallar réttindum einstakra manna eða hins opinbera, þá varðar það sektum, einföldu fangelsi eða embættismissi, ef verkið ekki að öðru leyti er svo vaxið, að þyngri hegning liggi við því«. í forsendum undirréttarins er ákæruefnið sundurliðað sem hér segir: »1. að taka sig ekki fram um að ávaxta búafé búunum til hags, 2. að taka sjálfur þá vexti, sem búaféð raunverulega hefir gefið, á meðan það stóð inni hjá honum og 3. að taka innieignir búa úr bönk- um og sparisjóðum og flytja þær í sjóð embættisins og sinn eigin bankareikning, til ávöxtunar fyrir sjálfan sig«. Dómur undirréttarins féll á þá leið, að ákærði skyldi sæta einföldu fangelsi i 15 daga, en fullnustu refsingar hans skyldi frestað og hún niður falla að liðnum 5 árum frá uppsögn dómsins, ef viss skil- orð laga yrðu haldin. Hæstiréttur hefir komist að annari niðurstöðu. Hann telur, að meðferð Jóh. Jóh. á fjármunum dánar- og þrotabúa komi ekki undir 142 gr. hegningarlaganna, heldur hafi hann orðið brotlegur við 144 gr. sömu laga, sem fjallar um vanrækslu í embættisrekstri. Vanræksian sé í því fólgin, að hann hafi dregið skifti á búunum óhæfilega lengi. Á þeim grundvelli dærnir rétturinn Jóh. Jóh. í sektir en ekki fangelsi. Hæstiréttur hefir með öðrum orðum sýknað Jóh. Jóh. af ákærunni um fjárdrátt. Dómnum fylgja að sjálfsögðu langar forsendur. í þeim segir svo: >Ákærði hefir viðurkennt, að hann almennt hafi fylgt þeirri reglu að ávaxta eigi fé búa, þeim til hagnað- ar, á meðan þau voru undir skift- um, og verður þetta að vísu eigi talin góð eða hagkvæm stjórn á fé búanna, þar sem um verulegar fjárhæðir var að ræða, og búskiftin tóku svo langan tíma, að ávöxtun fjárins hefði verið verulegt fjárhags- atriði fyrir þau.« Ennfremur segir í forsendunum: >Ákærði hefir viðurkennt, að vextir af því fé, er hér ræðir um, og geymt var í bönkunum, hafi runnið til sín sem embættistekjur, til reksturs embættisins, en eigi til búanna.« Og enn segir svo: >Pá er það sannað, að ákærði hefir haft þá venju að hefja inn- stæður, er bú hafa átt í bönkum og sparisjóðum, og leggja þær í sjóð embættisins,* og >að ákærði hefir í mörgum búum hafið inn- stæður búsins úr sparisjóði án þess að séð verði af aðalreikningsbókum eða skiftabókum embættisins, að úttektin hafi verið nauðsynleg vegna útborgana úr búinu.« Af ofangreindu eru eftirfarandi atriði Ijós: 1. Hæstiréttur telur stjórn Jóh. Jóh. á fé búanna eigi góða eða hag- kvæma. 2. Hæstiréttur segir, að Jóh. Jóh. hafi játað, að vextir af fé búanna hafi runnið til sín en ekki til réttra eigenda. 3. Hæstiréttur segir það sannað, að Jóh. Jóh. hafi gert sér það að reglu, að taka innstæður búa úr bönkum og sparisjóðum og leggja þær í sjóð embættisins, það er að segja, í bankareikning Jóh. Jóh. sjálfs, og þetta hafi hann gert án nokkurrar nauð-. synjar vegna útborgana úr bú- unum. En þrátt fyrir þetta sýknar réttur- inn Jóhannes af ákærunni um fjárdrátt. Allt þetta var honum leyfi- legt að dómi Hæstaréttar. En hvers- vegna var Jóh. Jóh. þetta leyfilegt? Af því að hann neitar því að hafa gert þetta í ávinningsskyni fyrir sjálfan sig. Pá neitun tekur Hæsti- réttur góða og gilda. En úr því að Jóh. Jóh. dró sér ekki vextina í ávinningsskyni, hvers- vegna var hann þá að draga sér þá? Hæstiréttur hefir það eftir Jóhann- esi, að hann hafi hagað þessu þannig, af því hann hafi ætlað að skifta búunum þá þegar eða mjög fljótt eftir að innstæðan var hafin. En það sýnist ekki skifta miklu hver ætlun Jóh. Jóh. var, úr því að hann framkvæmdi ekki þessa ætlun sína. Og svo rammt kvað að því framkvæmdaleysi, að Hæstiréttur dæmdi Jóh. Jóh. í 800 kr. sekt fyrir vanrækslu í því efni. Nú hlýtur sú spurning að vakna: Hversvegna gerði fyrv. bæjarfógeti Reykjavíkur sig sekan um slíka van- rækslu? Hversvegna dró hann búa- skiftin von úr viti? Ólögfróðum almenningi verður greitt um svörin, Pau eru á þessa leið: Auðvitað til þess að njóta sem lengst vaxtanna af búafénu. Samkvæmt útreikningi reikningsglöggra, bankafróðra manna hefir Jóh. Jóh. hagnast á þessu um full 60 þús. kr. Jóhannes segist ekki hafa hagað þessu þannig í hagnaðarskyni fyrir sjálfan sig og Hæstiréttur tekur það trúanlegt og dæmir eftir því. í forsendur dómsins vantar alveg skýringu á því, hversvegna jóhann- esi datt í hug að hirða að ástæðu- lausu vexti af annara fé, án þess að ætla sér að græða á því. Hitt er öllum vitanlegt, að hver sem ætlunin var upphaflega, þá hefir Jóhannes grætt stórfé á vaxta- hirðingunni. Hæstiréttur hefir dæmt Jóhannes í 800 kr. sekt og málskostnað sam- kvæmt 144 gr. hegningarlaganna, fyrir að hafa skilað annara pening- um of seint; aftur á móti er hann dæmdur sýkn saka fyrir að taka annara fé og skila því aldrei. í svona löguðum dómi botnar almenningur ekki. Hvar sem til spyrst standa rhenn undrandi yfir þessum dómi Hæstaréttar. Flokksblöð Jóhannesar Jóhannes- sonar hafa haldið því fram, að menn hefðu ekki leyfi til að gagnrýna dóma Hæstaréttar. Auðvitað nær þetta ekki nokkurri átt. Öll verk manna hljóta að mega og eiga að dæmast, og dómar Hæstaréttar eru ekki annað en verk skeikulla manna. Hitt er annað mál, að dómum Hæstaréttar verður ekki breytt. Nú stendur alveg sérstaklega á i þessu máli. Um leið og dómurinn var upp kveðinn, lýsti dómsforseti því yfir í heyranda hljóði, að ágrein- ingur hefði verið um úrslit málsins í Hæstarétti. Einhver dómaranna hefir þá verið ósamþykkur niður- stöðu dómsins. Pegar svo er, getur engum blandast hugur um að gagnrýning sé ekki aðeins leyfileg, heldur einnig sjálfsögð. Flokksblöð Jóh. Jóh. hafa enn- fremur staðhæft, að mál þetta hafi frá upphafi ekki verið annað en pólitískt ofsóknarmál. Hæstiréttur hefir ekki aðeins dæmt Jóh. Jóh. í 800 kr. sekt, heldur og til þess að greiða allan kostnað sakarinnar bæði i héraði og Hæstarétti. Hefir réttur- inn þar með ómerkt staðhæfingu íhaldsblaðanna með dómi stnum. Morgunblaðið óskaði Jóhannési til hamingju með dóminn! ------o------ Kafli úr ræðu Snorra Sigfússonar, við setningu Barnaskóla Akureyrar. Svo er mælt, að öllum Iifandi verum í heimi hér sé ætlaður þroski til þeirrar fullkomnunar, sem þeim er eiginleg eftir náttúrunnar lögum. Proski þessi eða vöxtur er i raun réttri ekki annað en >stöðug« breyt- ing, sífeld röð breytinga, svo smárra að vér hvorki sjáum þær, né verð- um þeirra eiginlega varir. En lög þau, sem þær lúta, eru föst og á- kveðin og standa í nánu sambandi vlð eðli verunnar og líf. Hver verð- ur að vaxa og þroskast fyrir sig, siálfur, enginn getur gert það fyrir hann. Proskinn er lífsstarf manns sjálfs og verður ekki frá því skilinn. —Pú gætir svo sem reynt að hnoða einhverju utan á líkama litla barns- ins í vöggunni, ungans í hreiðrinu, ormsins í moldinni eða jurtarinnar á túninu og telja þér síðan trú um að allar þessar verur hefðu vaxið þetta. En slikt mundi þér fljótt reyn- ast fáránleg blekking og sjálfsagt mundirðu hæddur verða og hrjáður tyrir vitleysuna, því hver meðal- skussinn mundi þykjast sjá hið skoplega við þessar tiltektir þinar, án þess þó að hann gerði sér veru- lega grein fyrir því vaxtarlögmáli, er alt hið lifanda lýtur. En þetta er í sjálfu sér litlu bjánalegra né skop- legra heidur en það, þegar stoppað er fróðleik í barnið, meiri en það getur veitt viðtöku, og svo er full- yrt, að það vaxi andlega að réttri tiltölu við hvern skamt, sem þannig er í það hlaðið. Hitt er þó Ijóst, eða ætti. að vera ljóst öllum heil-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.