Dagur - 06.11.1930, Blaðsíða 4

Dagur - 06.11.1930, Blaðsíða 4
116 DAGUR 60. tbl. ••••••• Lux sápuspænir skemma ekki hina viðkvæmustu silkisokka. kUA Hinn upprunalegi fíngerði vefnaður verð- ur þvældur og ljótur, sé hann ekki þveginn á réttan hátt. Sé LUX notað, halda sokkarnir hinu upprunalega útliti og gljáa, hinir fín- gerðu þræðir skemmast ekki þótt þvegnir séu mörgum sinnum. — LUX er algerlega skaðlaust, sökum hinna fíngerðu efna sem í því eru. Eigið ekki á hættu að nota önnur efni, sem skaðleg áhrif hafa á hinn fíngerða vefnað. L U X. WLX 202-160 LEVER BROTHERS LIMITED. PORT SUNLIGHT, ENGLANO ’Qfréttir. Úveitt prestaköll. Dóms- og kirkjumála- ráðuneytið hefir falið biskupi að auglýsa á venjulegan hátt þau prestaköll, sem laus eru, önnur en Þingvallaprestakall. Hin aug- lýstu prestaköll eru Reykholt, Breiðabóls- staður á Skógarströnd, Staðarhólsþing í Dalssýslu, Brjánslækur, Breiðabólsstaður í Vesturhópi, Grenjaðarstaðir, Þingmúli og Stóranúpsprestakall. Háflug. Sigurður Jónsson flugmaður flaug 17. f. m. í Veiðibjöllunni í 11, þús. feta hæð yfir Reykjavík. Er þetta hæsta flug, sem flogið hefir verið hér á landi. Flug- maðurinn var þrjá stundarfjórðnnga á leið- inni upp, en einn stundarfjórðung niður. Tólf stiga frost var i þessari hæð. Farþeg- ar voru fjórir. Kosinn VÍBSlUÖÍSkUP. Prestar í Skálholts- biskupsdæmi hafa nýlega kjörið vígslu- biskup í stað Valdemars sál. Briem, 64 neyttu atkvæðisréttar. Úrslit urðu þau, að síra Sigurður P. Sívertsen prófessor hlaut kosningu með 33 atkv. Síra Guðm. Einars- son á Mosfelli fékk 10 atkv., síra Porsteinn Briem 9, síra Bjarni Jónsson dómkirkju- prestur 8 atkv. og nokkrir 1 atkv. Jón Steingrímsson bæjarfógetafulltrúi er settur sýslumaður í Snæfellsnes- og Hnappa- dalssýslu. Hann fór suður með íslandi fyr- ir síðustu helgi. Er hann þó væntanlegur hingað til bæjarins aftur í desembar og dvelur þá hér um stundarsakir. Bæjarstjörnarfundur var haidinn á þriðju- daginn var. Frumvarp til fjárhagsáætlunar 1931 var þar til 1. umræðu og vísað til 2. umræðu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að niðurjöfnun útsvara verði tæp 213 þús. kr. AIls nemur tekju- og gjaldaupphæð hvoru megin 384,530 kr. Kosnir voru fjórir menn í niðurjöfnunar- nefnd fyrir árið 1931. Kosningu hlutu: Böðvar Bjarkan, Halldór Friðjónsson, Hall- grímur Daviðsson, Axel Kristjánsson. Til vara: Brynjólfur Sveinsson, Stéinþór Guð- mundsson, Jakob Karlsson, Einar Gunnars- son. — Þá voru kosnir 3 menn til að standa fyrir manntalinu 2. dés. n. k. ásamt bæjarstjóra og sóknarpresti. Kosnir voru: Dr. Kristinn Guðmundsson, Jón Guðmunds- son timburm. og Vigfús Friðriksson mynda- smlður. með stjðrnu í enni, 3 — 4 vetra gömul, er í óskilum í Nesi í Aðaldal, sfðan um mitt sumar. Hefir eigi handsamast fyrir styggð. Hross þetta sást á Peistareykjum snemma í sumar. Réttur eigandi vitji hennar sem fyrst til undirrit- aðs gegn borgun áfallins kostnaðar og auglýsingar þessarar. Nesi 3L okt. 1930. STEINGR. BALDVINSSON. * P il s n e r 2ezt. — Ódýrast. Innlent. \ Haustmöf fyrir ungmennafélaga verður háð hér á Akureyri 8. og 9. þ. m. að til- hlutun Ungmennasambands Eyjafjarðar og U. M. F. A. Hefst það í Skjaldborg kl. 4 e. h. á Laugardag. A mótiuu verða einkum fræðandi fyrir- lestrar ög umræðufundir, ennfremur kvik- myndasýning og önnur skemtiatriði. Fyrir- lestra flytja: Séra Friðrik Rafnar, Sigfús Halldórs frá Höfnum, skólastj., Snorri Sig- fússon skólastj., Friðgeir H. Berg og Jón Rögnvaldsson garðyrkjumaður. Allir innan U. M. F. í. fá aðgang að mótinu. Enn fremur gestir þeirra, meðan húsrúm leyfir. Ungmennafélagar ættu að nota þetta sérstaka tækifæii og sækja fyrirlestrana. Gagniræöaskólinn nýi var settur á laugar- daginn var. Aðsókn að skólanum er mjög mlkilj • ••- • • • •-•• • • • •• •• § • •••• • • •• •••••• •••• •• •-•- m STYÍTiR VETRARKVRLDIN (0 8 ll að sitja yfir ilmandi kaffibolla; en þá þarf kaffið líka að vera gott. • Notið því eingöngu CÖ <o cö -M w „S0LEYAR“-KAFF1Ð ^ — brent og malað — í gulu pökkunum. \ I heildsölu hjá: l.Bryn/olfsson & Kvaran \ AFHENOING úr frystihúsi okkar fer aðeins fram á þriðjudögum og laugardögum frá kl. 9 f. h. til kl. 4 e. h. Kaupfélag Eyfirðinga. TILKYNNING. Lann 30. f. m. framkvæmdi notarius publicus á Akureyri útdrátt á skuldabréfum stúknanna Isafold-Fjallkonan nr. 1 og Brynju nr. 99 í húseigninni »Skjaldborg« við Hafnarstræti og voru útdregin þessi: Úr 1. flokki Nr. 10—17—19 og 23. — 2. — — 6—8—9—13—21—52—58—65—69 og 95. — 3, — — 9-10—22—27—29-49—59—69-93—110 —120—124—130—138 og 141. Bréf þessi verða greidd við sýningu eftir 1. Desember n.k. af undirrituðum, ásamt áföllnum vöxtum af skuldabréfum stúknanna. Akureyri 1. November 1930. ____________GUÐBJÖRN BJÖRNSSON, ALFA-LAVAL 1878—1928. í 50 ár hafa ALFA-LAVAL skilvindur verið beztu og vönd- uðustu skilvindurnar á heimsmarkaðinum. ALFA-LAVAL verksmiðjurnar hafa altaf verið á undan öðrum verksmiðjum með ný- ungar og endurbætur, enda hafa Alfa-Laval skilvindurnar hlotið yfir 1300 heiðursverðlaun og fyrstu verðlaun, auk annara verðlauna. Reynslan, sem fengin er við smíði á yfir 3,500,000 Alfa-Laval skilvindum, tryggir það að A L F A-L A V A L verði framvegis öll- um öðrum skilvindum fremri að gerð og gæðum. Mjólkurbú og bændur, sem vilja eignast vandaðar vélar til mjólkurvinslu, kaupa hiklaust Alfa-Laval mjaltavélar, skilvindur, strokka, smjörhnoðara og aðrar Alfa-Laval vélar. Samband isl. samvinnufélaga. VÍgdíS MarteÍnSdÓttÍr andaðist á Landa- kotsspítala í Reykjavík 15. oktober síðastl. eftir þunga legu og var banamein hennar meinsemd í höfðinu. Foreldrar hennar voru Marteimi Halldórsson á Lundar- brekku í Bárðardal og kona hans Kristín Jónsdóttir, Jónssonar prests í Reykjahlíð. Ólst Vigdís upp hjá þeim, en dvaldist eftir það, lengst æfinnar með Kristbjörgu systur sinni, ekkju Sigurðar ráðherra í Yzta-Felli. Vigdís var vel gefin og vel að sér, kvenna högust, prúð í öllu hátterni og mjög vinföst. Mun enginn hafa annað en alt drengilegt og gott af henni að segja. ÚR hefir fundist á veginum út Kræklingahlfð. Geymt hjá Stefáni Árnasyni á Kífsá. Kítti nýkomið. Xaupfélag Eyfirðinga. Gamla búðin. Ritstjóri: Ingimar Eydal, Gilsbakkaveg 6 Prentsmiðja Odds Björnaso&ar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.