Dagur - 04.12.1930, Blaðsíða 1

Dagur - 04.12.1930, Blaðsíða 1
D AOUR icemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirö- inga. Afgreiðslan er hjá Jórti Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin tii af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri, 4. Desember 1930. 64. tbl. Jarðarför föður míns Jóhanns Benedikts Jónssonar, er andaðist 28. nóv, er ákveðin þriðjudaginn 9. des, að Ytri-Bægisá í Hörg- árdal kl. 11 fyrir hádegi. Hallur Benediktsson. Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að okkar ástkæra eiginkona, dóttir og systir, Ingibjörg Þorláksdóttir, andaðist á sjúkrahúsi Akureyrar þriðjudaginn 2. desember. Jarðarförin ákveðin síðar. Aðstandendur. Hér með tilkynnist, að elsku litli drengurinn okkar, Stefán Heimir, sem andaðist þriðjudaginn 25. nóv., verður jarðsunginn föstudaginn 5. des. Athöfnin hefst á heimili okkar, Aðalstræti 10, kl. 1 e. h. Steinunn Jónsdóttir. Freymóður fóhannsson. Ríkisskuldirnar ny jiii|IA. G. i. Morgunblaðsmenn, með leynjrit- stjórann Magn. Ouðm. í broddi fylkingar, halda þvi fram, að skuldir ríkissjóðsins hafi við síðustu áramót verið 18.5 miij. kr. Pessa upphæð fá þeir út með því að búa til 5 lh milj. kr. skuld og leggja við skuldar- upphæðina i árslok 1928. M. O. hóf þenna blekkingaleik á síðasta þingi. Fjármálaráðherrann rak þegar ósannindin ofan í hann og sýndi með skýrum rökum fram á, að bráðabirgðalánið, sem tekið var í Englandi á árinu 1929, hefði alls ekki hækkað heildarskuld rikis- sjóðsins, þar sem það hefði gengið til afborgana annara skulda, eða þá að öðrum þræði runnið til sjálf- stæðrar stofnunar, er stæði straum af sínum hluta. Þrátt fyrir þetta halda blöð thalds- flokksins blekkingum sínum um skuldir rikisins áfram. A árinu 1929 var fengið loforð fyrir bráðabirgðaláni i Englandi að upphæð 5.5 milj kr. Tæpur helm- ingur þess var notaður á árinu. Af þvi gekk Vh milj. kr. til þess að greiða skuld við Landsbankann. Sildarverksmiðjan fékk upp undir lh milj. af því. Afgangurinn, rúm lh milj. var óeydd i sjóði um áramót. Sézt af þessu að það eru hin frek- legustu ósannindi að skuldirnar hafi vaxið um 5V2 milj. á árinu 1929, eins og fhaldsmenn vilja haida fram. En það er ekki allt búið enn með blekkingar Morgunblaðsmanna i þessu efni. Eftir að 12 milj. kr. lánið í Hambros Bank er tekið, telja þeir ríkisskuldirnar komnar upp í 30 miljónir. Pannig segja þeir að skuldirnar hafi þrefaldast á þeim þremur árum, sem Framsókn hafi setið að völdum. Ekki verður sannleikanum mis- þyrmt öllu meira en Mbl.-menn gera hér. Það er margsannað að 5'/2 milj. kr. bráðabirgðalánið, sem tekið var á árinu 1929, er samkvæmt lögum hluti af 12 milj kr. láninu. Magnús Ouðmundsson hefir loksins viður- kennt þenna sannleika í Mbl. 15. f. m. og þar með meðgengið blekk- ingarsekt sína og Morgunblaðsins. Og M. O. gerir þetta svo greinitega sem verða má á þann hátt, að hann vitnar i 2, gr. laga nr. 2, 27. febr. 1930 (Stj.tíð. 1930 A bls. 2). Sú gr. hljóðar svo: »Lán það, sem ríkisstjórnin tók með lánssamningi við Barcleys Bank, Limited, London, dags. 27. sept. 1929, að úpphæð 250000 sterlings- pund, skal teljast hiuti af láni þvi, sem heimilað er í 1. gr., og stað- festist umræddur lánssamningurmeð lögum þessum.« Hinn 13 s. m. segir Morgunbl.: »Skuldirnar eru nú, þegar nýja lánið er tekið, um 30 milj. kr.« — Pessa upphæð fær blaðið með því að telja lánið hjá Barcleys Bank ekki hluta af 12 milj. kr. láninu, þvert ofan í yfirlýsingu Magn. Ouðm. Mbl. segir: 5'/2 milj. kr. lánið er ekki hluti úr 12 milj. kr. láninu. M. O. segir tveimur dögum síðar: Petta er lygi úr Mbl.; og M. G. sannar ósann- indin upp á blaðið með því að vitna til áður greindra laga. Oetið skal þess, að játning M. O. var knúin fram vegna áskorunar frá Tímanum. Mikið má vera, ef Magnús Guðmundsson hefir ekki, eftir slika játningu og löðrung til Mbl., gengið út og grátið beisklega yfir eymd sinni og Morgunbl. II. Magnús Ouðmundsson og Jón Porláksson tóku í stjórnartíð sinni 16 milj. kr. lán fyrir hönd ríkisins, er gekk til sjálfstæðra stofnana. Pessar 16 miljónir töldu þeir ekki til skulda ríkissjóðs og færðu þau rök fyrir, að ríkið þyrfti ekki að standa straum af afborgunum og vöxtum þessara lána. Pau væru því rikissjóðnum óviðkomandi. Um það má deila, hvort þessi reiknings- færsla þeirra M. O. og J. P. sé rétt eða röng; ýmsir fjármálamenn líta svo á, að hún sé alröng. En hvað sem um það er, þá er ekkert vit eða samræmi í því að telja á einum tima slík lán til skulda ríkisins en á öðrum tíma ekki. Lánið hjá Ham- bros Bank er hliðstætt 16 milj. kr. lántöku þeirra M. O. og J. P. að því leyti að það gengur til sjálf- stæðra stofnana, sem standa straum af því. Eins og kunnugt er, telja Ihaldsmenn 12 milj. kr. lánið eiga að teljast til ríkisskulda, en neita því á hinn bóginn, aö 16 milj. kr. lánið eigi að teljast á sama hátt. En þeir hafa aldrei reynt að færa nein rök fyrir þessari fáránlegu fjár- málaspeki sinni og er heldur ekki við því að búast, því heiibrigð skyn- semi mótmælir henni afdráttarlaust. Sé nú faliist á þá kenningu Mbl.- manna, að 12 miljóna lánið eigi að teijast til ríkisskuida, pá eru íhaldsmenn orönir sekir um pað bíræfna reikningsfals aö reyna aö fela 16 milj. kr. af rikisskuld- um frá stjórnarlíö sinni. A þessu faisi á að reyna að halda flokknum uppi og gylla hann í augum kjósenda landsins. Illa er sá flokkur kominn, sem þarf á slikri svikagyllingu að halda. III. Eftir því sem íhaldsblöðunum segist frá, voru ríkisskuldirnar 11,3 miljónir, þegar íhaldsstjórnin skildi við, og eru þá aðeins taldar þær skuldir, sem ríkissjóðurinn átti að standa straum af. í árslok 1928 voru skuldirnar samkv. landsreikn- ingnum fyrir það ár 13.6 miljónir. Höfðu þær þannig hækkað á árinu um 2.3 miljónir. En aðgætandi er að í þessari upphæð felst 3 milj. kr. stofnfé til landsbankans, sem hann greiðir 6% í vexti af, þó að endurskoðandi landsreikninganna, Magn. Ouðm., vissi þetta ekki fyr en fjármálaráðherra gaf honum upp- lýsingar um það á síðasta þingi. Samkvæmt reikningsfærslu fhalds- manna á að draga þessar 3 milj. frá og hafa þá skuldirnar í árslok 1928 verið 10.6 milj. eða lækkað um 700 þús. kr. á því ári. 1 árslok 1929 höfðu ríkisskuldirn- ar enn lækkað um 1 milj. kr., úr 10.6 milj. niður í 9.6 milj. og var það 400 þús. kr. meira en ráð var fyrir gert í fjárlögunum. Jafnhliða hafði peningaeign ríkisins I sjóði vaxið um meira en miljón kr. óg var í árslok 1929 fullar 6 miljónir Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10 — 6. Guðr. Funch-Rasmussen. eða nálega 2h hlutar á móti skuld- um rfkisins. íhaldsmenn hafa borið mikið lof á sjálfa sig fyrir það, hvað sérhafi farist fjármálastjórnin vel úr hendi, ríkisskuldirnar hafi ekki verið nema á 12. milj., þegar þeir hrökluðust frá völdum. Oeta menn nú borið saman fjárhagsástæðurnar þá og við síðustu áramót. Sá samanburður verður á þessa leið samkv. reikn- ingsfærslu fhaldsmanna sjálfra: Pegar íhaldsstjórnin fór frá völd- um, skuldaði ríkissjóður 11.3 milj. og voru þá rúmar 3 milj. f sjóði um næstu áramót (1927). f árslok 1929 voru ríkisskuldirnar 9.6 milj. og rúmar 6 milj. i sjóði. Á þessum tveimur árum höfðu skuldirnar þannig lækkað um 1 rnilj. og 700 þús. og sjóðeign vaxið um hátt á 3. milj. Hafði því hagur rlkissjóðs- ins batnað um nálægt 4'h milj. kr. auk þess sem verklegar framkvæmd- ir voru meiri á þessum árum en nokkru sinni áður. Dánardægur. í fyrradag andaðist hér á spítalanum Ingibjörg Þorláksdóttir frá Kotá, eiginkona Ingólfs Árnasonar frá Skálpagerði. Banamein hennar varberkla- veiki, sem hún hafði þjáðst af Iengi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.