Dagur - 04.12.1930, Blaðsíða 4

Dagur - 04.12.1930, Blaðsíða 4
234 IMttJUR 04 tbl. Fréttir. Fullveldisdagurinn. Fym íorgöngu stú- dentafélags Akureyrar var fullveldis ís- lands minnst í Samkomuhúsinu i. þ. m. Ræður fluttu tveir af kennurum Mennta- skólans, þeir Brynleifur Tobiasson og Stein- dór Steindórsson, en þriðju ræðuna flutti Davíð skáld Stefánsson. Sagðist þeim öll- um vel og var gerður hinn prýðilegasti rómur að máli þeirra, Ræðurnar voru frem- ur stuttar, en snjallar, og tóku til samans nálægt einni klukkustund, — Lúðrasveitin Hekla spilaði nokkur lög bæði á undan og eftir ræðuhöldunum og fórst það vel. Var samkoma þessi hin ánægjulegasta. Aðsókn bæjarbúa var dágóð, en nokkuð mun það hafa dregið úr henni að ofsarok af suðvestri var þenna dag. Bókasafn guðspekistúkunnar hér i bænum verður framvégis opið til útlána fyrir almenning á miðvikudögum frá kl. 6—8 síðdegis. Bókaútlán annast Sigurgeirjóns- son Spítalaveg 15, þar heima. Hákon VII. Noregskonungur átti 25 ára ríkisafmæli 25. f. m. Var þá mikið um hátfðahöld í Noregi, einkum í Oslo. Fjárhagsáætlanir hafnarinnar, rafveitunn- ar og vatnsveitunnar fyrir 1931 voru til 1. umræðu á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar í fyrradag. Niðurstöðutölur hafnar- sjóðs, tekju- og gjaldamegin, voru 104 þús, kr„ rafveitunnar 128.500 kr. ogvatns- veitunnar 34.500 kr. Brunar. Bærinn Fagraneskot í Reykjadal brann til kaldra kolanýlega. Einnigbrann kjötreykingarhús í Garði í Aðaldal um sömu mundir og brann þar inni eitthvað af kjöti. 0------ Tárin eitruð, Enskur liffræðingur hefir gert þá uppgötvun, að tár séu eitruð. Engin mannhætta segir hann þó að stafi af þeim, heldur séu það sýklar og bakteríur, sem þau drepi. Sé tára- vökvinn svo baneitraður fyrir þess- ar- smáverur, að enda þijtt hann sé þynntur út 40 þúsund sinnum, eyðileggi hann sýklana. Segir hann að eitur þetta gagnsýri allan líkama mannsins og sé hin öflugasta vörn gegn allskonar sjúkdómshættu. Heppin kaup. Barnakennari nokkur f Sviþjóð varð fyrir þvi slysi ekki alls fyrir löngu að velta um koli blekbyttunni sinni, er hann sat við heimavinnu. Blekið ataðist út um allt vestið hans og kom það sér bagalega, þvf að kennarinn var bláfátækur og mátti varla sjá af aurunum fyrir nýtt vesti. Samt fór hann i fatabúð og keypti þar gamalt vesti af nýdánum kaup- manni fyrir nokkra auta. Næsta dag, þegar hann ætlaði að fara að klæða sig í véstið, finnst honum það vera einhvernvéginn skritið i bakið og fer með það til konu sinnar. Hún sprettir upp saumnum og finnur þá sér ti! mikillar undrunar umslag í millifóðrinu og innan i því 15 þúsund krónur í reiðupeningum. Snéru hjónin sér nú til lögmanns og báðu hann að koma sér i sam- band við erfingja kaupmanns þessa, og urðu þeir svo glaðir yfir arfinum og ráðvendni barnakennarans, að þeir bórguðu honum 4 þúsund kr. i fundarlaun. Búfjártryggingar. Samkvæmt lögum nr. 28, 7. maí 1928, um búfjártryggingar hefir ráðuneytið mælt svo fyrir, að frá 1. janúar 1931 og þangað til öðruvísi verður ákveðið, skuli ársiðgjöld, fyrir hverja búfjár- tegund vera sá hundraðshluti af virðingarverði gripanna sem hér segir: Fyrir kýr lv2 af hundraði. — naut 1/2 — — stóðhesta v* — — hrúta 9 — Þetta birtist hérmeð til leiðbeiningar öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 15. nóvbr. 1930. Tryggvi Þórhallsson. Vigfús Einarsson. ALFA-LAVAL 1878—1928. í 50 ár hafa ALFA-LAVAL skilvindur verið beztu og vönd- uðustu skilvindurnar á heimsmarkaðinum. ALFA-LAVAL verksmiðjurnar hafa altaf verið á undan öðrum verksmiðjum ’með ný- ungar og endurbætur, enda hafa Alfa-Laval skilvindurnar hlotið yfir 1300 heiðursverðlaun og fyrstu verðlaun, auk annara verðlauna. Reynslan, sem fengin er við smíði á yfir 3,500,000 Alfa-Laval skilvindum, tryggir það að A L F A-L A V A L verði framvegis öll- um öðrum skilvindum fremri að gerð og gæðum. Mjólkurbú og bændur, sem vilja eignast vandaðar vélar til mjólkurvinslu, kaupa hiklaust Alfa-Laval mjaltavélar, skilvindur, strokka, smjörhnoðara og aðrar Alfa-Laval vélar. Samband isl. samvinnufélaga. JÖrðíil Tunga S íms keyti. (Frá FB) Rvík 30. nóv. Sambandsþing Alþýðuflokksins samþykkti í gær, að sambandsstjórn- ina skipi 17 menn; forseti, varafor- seti og 7 aðrir skulu vera búsettir í Reykjavík og auk þess tveir i hverjum landsfjórðungi. Meðal þeirra, sem kosnir voru í sambandsstjórn- ina í Reykjavík, voru Jón Baldvins- son (forseti), Héðinn Valdimarsson (varafors.), Haraldur Ouðmundsson, Stefán Jóhann, Sigurjón Olafsson, Ólafur Friðriksson. Fyrir Norðurland voru kosnir Erlingur Friðjónsson og Ouðmund- Skarphéðinsson og til vara Halldór Friðjónsson. Meðal annara i stjórn- inni eru Finnur Jónsson á ísafirði, Jónas Guðmundsson á Norðfirði og Emil Jónsson í Hafnarfirði. Enginn kommúnisti var kosinn í sambands- stjórnina, og munu fæstir þeirra hafa verið á fundi, er kosning fór fram. Morgunblaðið segir, að komm- únistar muni hafa verið á sérstökum fundi að stofna kommúnistasam- band um land allt. Kolanámueigendur í Rínarbyggð- um og Westpfalen hafa sagt upp launasamningum frá árarnótum. íhaldsmenn hafa unnið sigur í tveimur aukakosningum, sem ný- lega hafa farið fram í Bretlandi. Stjórnin í Austurríki hefir beðist lausnar. Rvík 30. nóv. Eftirfarandi tillaga var samþykkt á sambandsþingi Alþýðuflokksins með 43 atkv. gegn 1: >10. sambandsþing Alþýðusam- bandsins telur ástæður þær, sem verið hafa fyrir hlutleysi Alþýðu- flokksins við núverandi ríkisstjórn, ekki lengur fyrir hendi<. Rvík 2, des. Otto Sverdrup er látinn. Aðfaranótt 1. des. var fárviðri í Skaftafellssýslu. Símastöðin á Flögu í Skaftártungu brann þá nótt til kaldra kola. Eldingu laust niður í skiftiborðið og klauf það. Húsið stóð þegar i Ijósum loga, og fólk komst nauðulega út og missti allt sitt innanhúss óvátryggt. Húsið var vátryggt. Skeði þetta um miðja nótt í ofvióri. Húsið, sem brann, var 8 ára gamalt, að nokkru leyti úr timbri, en sumpart úr steinsteypu. ------o------- Fornleifafundur. Sænskur fornfræðingur íAmeríku hefir í fjallahéruðunum i Austur- Peru fundið greftrunarstaði, sem hann telur engan vafa á að stafi frá eldri tíð en Inka-menningin. Eru það fjölmargar grafhvelfingar, er geyma múmíur löngu liðinna kyn- slóða, vefnað og ýmsa muni aðra, er varðveizt hafa þarna ágætlega sökum rnikilla þurviðra á þessum slóðum. Til þess að komast þarna að, varð að brjótast yfir illfæra fjallgarða Mið-Andesfjallanna, og í snarbrattri fjallshlið voru grafhellar þessir hundruðum saman, byggðir úr kalksteinsbjörgum, með þremur og upp i tiu múmíum hver. í Fnjóskadal fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Tungu 25. nóv. 1930. Sigtryggur Jónatansson. Jarðræktarfélag Akureyrar hefir til sölu Lúðvíksherfi með tœki- fœrisveroi. JÓN J. JÓNATANSSON. hússins Fagrastræti 1 er til sölu og laust til ábúðar 14. maí. Benedikt Pétursson. íeÉífli Næstl. sumar ts2i£? rauð hryssa tvævetur, ómörkuð með gráleita blesu, Hver sem kynni verða var við hryssu þessa, bið ég gera mér aðvart. Hranastöðura 25: nóvember 1930.' Pétur Ólafsson. Alþýöusambandspingínii lauk kl. 12 á laugardagskvöldið var og hafði þá staðið yfir s daga. Jörðin Steindyr i Grýtubakkahreppi er til leigu eða sölu nú þegar, og laus til ábúðar f næstu fardögum. Semja ber við undirritaðan eig- anda jarðarinnar, sem gefur allar nánari upplýsingar. Fagrabæ 25; nóvember 1930. Sigurður Benidiktsson. B. B. (Brödrene Brauns) Rjól Og Munntóbak er BEZT. — í heildsölu hjá Tóbaksverzlun IslandsM. Ritstjóri: Ingimar Eydal, Gilsbakkaveg 6. Prexitsmiðja Odds Bjömssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.