Dagur - 11.12.1930, Blaðsíða 1

Dagur - 11.12.1930, Blaðsíða 1
DAOUR Semur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. 1 J A A A A AA' Afgreiðslan §§H ÆWm Ægm er hjá jóhí þ. þ&t, ||^g|| \ mP ||||| |j||| HM BKB ® Norðurgötu 3. Talsimi 112. ■M/ ' HH * 1 'H H 1#| H[ HH H Uppsögn, bundin viö ára |j|j|l tájpl ||||| |ll|| pp|j |f||| j|||| H mót, sé komin til af- Akureyri, 11. Desember 1930. 65. tbl. XIII. ár. j HIÉysi jaUanna, íhaldsmenn hafa haldið því fram, að hlutleysi jafnaðarmanna gagnvart Framsóknarstjórninni byggðist á því, hversu mikilla gæða þeir yrðu að- njótandi frá hendi stjórnarinnar. Pingmenn og blaðamenn Jafnaðar- mannaflokksins hafa gert allt aðra grein fyrir hlutleysi sínu. Svör þeirra til íhaldsmanna hafa jafnan verið á þá leið, að þó þeir væru að vísu ekki ánægðir með Framsókn, þá dyldist þeim það ekki að Ihaldið væri langtum verra; af tvennu illu væri sjálfsagt að taka það skárra, á meðan það bezta væri ekki fáanlegt. A þessari skoðun þeirra hefir hlut- leysið verið reist. Nú nýskeð hefir sambandsþing Alþýðusambandsins lýst því yfir með 43 atkv. gegn einu, að það »telur ástæður þær, sem verið hafa fyrir hlutleysi Alþýðuflokksins við núverandi ríkisstjórn ekki lengur fyrir hendi*. Engin greinargerð eða rökstuðn- ingur hefir enn fram komið opin- berlega fyrir þessari samþykkt Al- þýðusambandsþingsins. En sam- kvæmt áður sögðu hefir ekki annar skilningur getað legið að baki sam- þykktarinnar en sá, að jafnaðarmenn hafi komist að þeirri niðurstöðu, að núverandi ríkisstjórn sé að minnsta kosti eins ill í þeirra garð og íhald- ið, eða jafnvel enn verri. Pað er dálítið torskilið, að sósíal- demókratar, sem öllu réðu á þingi þessu, skyldu láta samþykkt þessa frá sér fara. Hitt þarf engan að undra, þó kommúnistar séu fúsir til að greiða atkvæði með afnámi hlutleysis við núverandi ríkisstjórn. Pað má telja víst, að þeim sé ekki eins illa við neitt eins og frjálslynda umbótasljórn og finmst hún hver- vetna vera í vegi fyrir byltingabrölti sínu. Alhliða umbætur í þjóðlífinu eru ekki hentugur jarðvegur fyrir byltingafræ kommúnista. Ödru máli væri að gegna, ef biksvart íhald settist að völdum. Pá er mun hægra að æsa alþýðu manna upp til of- beldis og hryðjuverka. I jaróvegi í- haldsins geta ófriðarfræ kommúnis- mans tekið skjótum vexti. Petta vita rauðliðar og þess vegna er þeim það ósárt, þó að umbótastjórn falli og íhald komi i staðinn. Peir eru séðir menn. Eðlilegt framhald af samþykkt Sambandsþingsins um afnám hlut- leysisins er vantraustsyfirlýsing á landsstjórnina á næsta þingi. En • •*• • ••• ♦ •• • • • • • •-•-•-••• eigi hún að bera árangur, verður þingflokkur jafnaðarmanna og íhaids- menn á þingi að fallast í faðma. Verður broslegt að sjá þá í faðm- lögum Haraid Ouðmundsson og Ólaf Thors, Héðinn og Magnús Guðmundsson, Jón Baldvinsson og Sigurð Eggerz, Erling og Magnús guöfræðing o. s. frv. Pá verður kommúnistum skemmt. Síðan setjast íhaldsbroddarnir í valdastólana með hlutleysi jafnaðar- manna fyrst um sinn, eða þangað til að íhaldið hefir sett á stofn ríkis- lögreglu til þess að berja á verka- lýónum. Úr því þarf (haldið ekki á hlutleysi jafnaðarmanna að haida. ------o------ Opið bréf til sr. Gunnars Beneiiiktssonar. i. »í nótt avaf eg með minna móta, en hugsaði í meira lagi«, Sr. G. B. I Verkam. 25. nóv. Pað er miðnætti. Vetrarnóttin, köld og kyr, grúfir yfir sofandi sveit. Aðeins á einum stað glampar Ijós í glugga. Pú einn vakir. Syndir annarra varna þér svefns ...... Nóttin líður. Dagsbrún ris í austri. Fölur máninn bregður deyjandi geislum yfir háreist, vörpulegt stein- hús og hrynjandi torfkirkju. Sveitin er þögul. Svefnþungur söfnuður nýtur værra draurna. Andvaraleysi auðvaldsins liggur eins og mara yfir bæjum og býlum. Pað glottir í gervi grárrar morgunskímunnar gegnum gluggana í Saurbæ. Pú ert risinn úr rekkju. Góður hirðir er árrisull og lætur svefninn fyrir sauðina. II. Mig undrar ekki þótt þú vakir og hugsir, sr. Gunnar. Pað hafa aðrir gert á undan þér af minni orsökum. Unglingur mætti eg karli nokkrum á förnum vegi. Hann hafði flutzt af Austurlandi um vorið til sonar síns og tengdadóttur: Nú var komið haust, og karlinn sagði mérsumar- sögu sina. Hún var óglæsileg um flest, og henni lauk með þessum orðum: »Pú trúir mér nú líklega ekki, en satt er það samt. Eg hefi ekki sofnað svefn í sumar«. »Aum- ingja maðurinn, hefir þér ekki liðið ógurlega ?« spurði eg. »0, nóg hefi eg haft að hugsa«, sagði karlinn og glotti íbyggnislega. Undanfarna daga hefi eg borið saman öriög þín og karlsins, sr. Gunnar. Margt er líkt um ykkur. Báðir vakið þið, en þó mjög mismunandi lengi. Verður ekki annað sagt, en karlinn skari þar fram úr, að þér óiöstuðum. Báðir haldið þið á lofti verkum ykkar, en þar ert þú mun hlutskarp- ari. Karlinn hvíslaði sumarvöku sinni í eyra einstöku manni. Pú auglýsir náttlanga vöku í Verkamanninum. Báðir hugsið þið mikið og um sama efni: spillingu heimsins. Báðir eruð þið sammála um illt innræti andstæðinganna. Um annað er ykkur ólíkt farið. Karlinn ber sig vel, þú berð þig illa. Karlinn hafði litlar ástæður til langrar vöku, en þú miklar, en vakir skammt. Pú segist aðeins birta nokkrar hugsanir þínar í Verkamanninum þessa löngu vetrarnótt. Eg trúi því vel, að þú dyljir sumar. Hversu margt og stórt hlýtur þú ekki að hugsa, sr. Gunnar? Hversu ofthefir ekki vanþakklátur heimur snúið baki við boðskap þínum? Hversu oft hefir þú ekki verið hrópandinn í eyðimörkinni, er þú stóðst í prédik- unarstóli ? Hversu oft hefir þú ekki árangurslaust leikið hlutverk hæn- unnar og reynt með gaggi þínu að safna eyfirzkum ungum undir merki kommúnismans? Hversu oft hefir þú ekki tekið á þig þrautir og þjáningar Iangrar ferðar úr fásinninu fremmra, til þess að njóta samvista og geðblöndunar vina þinna og andlegra jafnoka, Steinþórs Guð- mundssonar og Jóns G. Guðmann? Eg skil það vel, að þú vakir og hugsir. Má víst telja, að það verði oftar en þessa einu nótt. Ættir þú framvegis að birta skýrslu um það í Verkamanninum, hve oft þú vaknar og hve lengi þú vakir. Mætti það verða ungum kommúnistum til fyr- irmyndar og gott til athugunar al- vöru þeirri, er vakir að málsbaki. III. Pað hefir ekki verið venja að deila við þig í blöðum eða tímarit- um. Pú hefir haldið fram ýmsum fáránlegum skoðunum, en jafnan fengið að prédika óáreittur. Myndi svo enn verða, ef eigi gengir þú svo í berhögg við drengskap og sannleika, að úr hófi horfði Skal því venjan um eintöl þin rofin, og þér og öðrum bent á nokkur atriði, í grein þinni »Mentaskóli Norður- iands* i Verkamanninum 25. nóv. s.l., er illa sæma góðum dreng í ábyrgðarmikilli stöðu, og önnur, er Hjartans þökk fyrir samúð, hjálp og hluttekningu við andlát og jarð- arför litla drengsins okkar. Steinunn Jónsdöttir Freymóður Jóhannsson. betur hæfa lélegum prédikara en þekktum rithöfundi og stjórnmála- manni. Pú rifjar upp skólagöngu þina. Hrifinn lýsir þú dvöl þinni í skóianum hér, er þú kannt þó eigi að nefna réttu nafni. Er það að vísu meinlaus villa, þótt endurtekin sé, en óþægilegur vitnisburður um takmarkaða hæfileika til visindalegra rannsókna. »Aldrei varð maður var við neinar reglur, sem settar væru til höfuðs manni«, segir þú með frábærri smekkvísi á íslenzkt mál. Eg er þér algerlega sammála um heillavænleg áhrif Gagnfræðaskólans á Akureyri á stjórnarárum Stefáns skólameistara. En undrun þykir mér sæta, hafir þú, eða skóiabræður þinir, aldrei rekizt á reglur, er hlýða varð, hvort ykkur var ljúft eða leitt. Gerist það hvarvetna, er lögum er fylgt og stjórn beitt. Er það og einn hróður Stefáns skólameistara af mörgum, að hann beitti ákveðnum reglum og tók fast í taumana, ef út af var brugðið. En brot á regl- um skólans voru framin af einstöku nemendum eigi síður þá en nú. Eg er nemandi Stefáns skólameist- ara og geymi um hann góðar einar minningar. En því siður ber eg hann þvi oflofi, að eigi hafi hann þurft lög og reglur við stjórn skól- ans. Minnir það um of á likræðulof fákænna presta, og myndi honum lítt að skapi, mætti hann heyra. I næsta kafla hellir þú úr skálum reiði þinnar yfir Menntaskólann i Reykjavík. Mun eg ekki að þessu sinni deila við þig dóma þá, er þú fellir yfir honum. Stendur það og öðrum nær en mér. Verða og eigi bornar brigður á, að lestri greinar þinnar loknum, að þeir menn finnist, er hent hefir sú ógæfa, að »bera kufda í brjósti eða jafnvel haturc til skólans »og hafa svívirt hann opinberlega í ræðu og riti og hafa aldrei þótst geta gert það nógu rækilega<; — Um hitt munu skiftar skoðanir, hve vel slíkt hugarfar sæmir þjónum guðs á jarðríki. Nú segir þú, að likt sé komið á um Menntaskólann á Akureyri. SpiIIingin hafi haldið þar innreið sína með »nægilega óhæfum skóla- stjórac, Sigurði Guðmundssyni. Reyndar hafi hann stjórnað skól- anum glæsilega i fyrstu, en farið síhrakandi, og er nú svo komið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.