Dagur - 11.12.1930, Blaðsíða 6

Dagur - 11.12.1930, Blaðsíða 6
240 DÁGUB 65. tbl. Þarf- legar vörur til jólanna t. d: Vetrarírakkar, karlmanna og ungl. Rykfrakkar, karlm., kvenna, barna. Peysufatakápur, bláar og mislitar. Karlm. og ungl. alfatn. bláir og misl. Drengja Matrosaföt. Matrosahúfur. RÚSkínnStakkar með rennilás. Skíðastakkar, úr stormtaui. Loðhúfur, Skinnhúfur karlm. og drg. Hatlar, harðir og íinir. Enskar húfur. Skinnhanzkar, hr. og dömu, fóðraðir Manchetfskyrtur. Flibbar, íinir og stífir Hálsbindi, Slaulur, íreflar, siiki og uii Nærfafnaður. Sokkar. ÖSkjur með axla-, sokka- og erma- böndum. Vasaklútaöskjur. Pyjamas, hr. g dömu Vetrarkápur, kvenna og barna. Kvenkjúlar, Ullar, tricotine. Náttkjölar, tricotine, moll, flónels og lérefts. Verð frá kr. 3.50 til 22.00. Undirföt, tricotine. Nærfafnaður, aiisk. Sokkar, silki, ísgarn, ull, baðmull. Hvítar Gamachebuxur á smábörn. Borð- og Divanteppi, Valtteppi, Rúm- teppi. Kaffidúkar, Hv. Matdúkar & Serviettur. Handklæði, .Forlæggere’, Gúlfrenningar fliklæði, Silkiflauef, Ullarflauel, Uflarkjúlatau, Cheviot, Gardínutau. Gardinur, afpassaðar, Sængurvera- efni rósótt. Hvítt Sængurveradamask, Fiðurléreft aiis. Regnhlifar og Göngustafir. Verðið við hvers manns hæfi. BRAUNS VERZLUN. Páll Sigurgeirsson. Bókafregn. Sveinbjöm Egilson: Ferðaminningar, II. bindi, 1. og 2. hefti. Útgefandi Þorsteinn M. Jónsson; Akureyri MCMXXX. Prentsm. Odds Björnssonar. Þessi tvö hefti segja frá því tímabili í ferðavolkssögu Svein- bjarnar, er hefst með því, að hann sezt um kyrrt á Borgundarhólmí, til þess að lesa undir stýrimanns- próf, eftir 4 ára sjóferðir með skandinavískum og brezkum skip- um, til Indlands, suður fyrir Afríku og um Eystrasalt. En síð- ustu blaðsíður síðara heftisins skila honum — með stýrimanns- prófi og fleiri Indlands- og fe- landsfarir að baki — til Montreal í Canada. Öll ber frásögnin vott um hið sama og fyrri heftin: látlausan mann með afbrigðum og bljúgan gagnvart allri fegurð, hvort sem hún er óafvitandi í honum sjálf- um, eða í öðrurn og öðru; örlæti, er ekki sézt fyrir, hispursleysi og drenglyndi, fróðleiksfýsn, ■ rétt- dæmi og sannleiksást. Er auðsjá- anlegt þeim, er um sömu slóðir hafa ferðast og Sveinbjörn, að allsstaðar hefur hann þrætt sann- leikann í frásögn sinni, svo sem hann vissi hann réttastan. Þessir kostir höfundar koma ó- beinlínis í ljós, því ekki tranar hann sjálfum sér fram sem sögu- hetju. En þetta gerir þó ekki bókina læsilegasta, heldur hitt, hve fróð- leg og skemmtileg frásögnin er og áthugasemdir höfundar um hitt og þetta, sem á dagana drífur og fyrir augun ber. Er ekki einungis stór-skemmtilegt fyrir landa hans að lesa frásagnir hans um þessa fj-arlægðarheima, heldur einnig vekjandi til skynsamlegra hugs- ana -og víðari sjóndeildarhrings, hvort sem menn fylgja höfundin- um inn að veldisstóli ægilegustu lastabæla, og virða fyrir sér þátt- takendur, eða fylgja honum um blómskrúð og stjörnudýrð Austur- álfu og brunabeltisnótta, eða í haglstorma og fellibylji úthafsins. Mun mörgum þykja, sem lesa, að enn séu sögur að gerast með ts- lendingum, og mikið djásn þætti þessi bók ef hún væri rituð um að helzt fyrir 1800. Og hverjum er ekki bæði skemt- un og ábati að lesa um skoðanir þessa langferðamanns á »villi- mennsku« öðruvísi litra þjóða og »siðmenningu« okkar, í einu og öðru atriði; á viðskiptum hans við trúboðana meðal hinna svokölluðu »heiðingja« (höf. gekk á presta- skólann áður en hann fór í sigl- ingar, og kastaði alls ekki trúnni, þótt hann færi þaðan) ; lýsingar hans, beinar og óbeinar, á lífi og hugsunarhætti lægri stéttanna í einu mesta stórveldi heimsins? o. s. frv. Því höfundurinn á mikið af þeirri íslenzku brjóstgreind, sem hefur gert Vilhjálm Stefánsson að frægasta langferðamanni sinnar tíðar, þótt hér sé sú brjóstgreind af eðlilegum orsökum, eigi- svo fullkomin. En í rauninni ætti við að skrifa miklu ítarlegar um þessa bók, því gera má ráð fyrir, að hún komist á flest eða öll íslenzk heimili, sem bækur kaupa. Og það gera þau vonandi öll eða vel flest enn. Og víst á bókin það skilið. Freysteinn Gunna/rn- son: Stafsetningar- orðabólc. Útg. Þorst. M. Jónsson. Prentsm. Odds Bjömssonar. Ak. 1930. Bók þessi bætir úr hinni brýn- ustu þörf. Því að stafsetningar- kver Björns Jónssonar er ekki lengur viðunandi leiðarvísir um Sænsk handverKfæri Skóflur allskonar, gaflar, undirristuspaðar, höggkvíslar, rákajárn, gref, garðhrífur o. fl. o. fl. ~3ssa Sœnsk handverkfœri eru hezt xsssr. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA. íslenzka réttritun, er ný er til öndvegis gengin. En auk þess er stafsetningar- orðabók þessi miklu ítarlegri en Björns var; þessi er 136 blaðsíð- ur, og mun a. m. k. jafn stór í brotinu og hin var. Er því auðvit- að um miklu meiri orðaforða að ræða í þessari bók, og mun sízt af veita, svo vandritað mál sem ís- lenzkan virðist vera öllum þorra manna, þó eigi sé til annars litið 4en stafsetningar. Greinilega sýnir bókin hvernig réttrita skal hinar ýmsu beygingarmyndir sagna, og er það mikill kostur. Sá ljóður er einn á bókinni, að höfundurinn virðist gagntekinn hafa orðið um of af orðskýringum Finns prófessors Jónssonar. Gæt- ir þess að vísu mjög lítið í svo orðmargri bók, svo að til baga megi teljast. Breyskur er rétt rit- að hjá höfundi, eir vitlaust skýrt. Væri skýring hans rétt, þá ætti að rita orðið með z. Aftur á móti er vafalaust réttara að rita kyn- oka og segin saga, en kinoka og seginsaga, eins og höf. gerir (að dæmi Finns?). Og því skyldi höf. vera að vitna til nýnorskrar rétt- ritunar til dæmis. Nýnorskan er hneykslanlegt ambögumál, er nauða sannana-fátæk hlýtur að vera um íslenzka réttritun. — En þessar smá-aðfinnslur draga ekkert úr nauðsyn nálega hvers manns er íslenzku ritar, að eign- ast stafsetningarorðabók Frey- steins. Hafi báðir þökk, höfundur og útgefandi. — S. H. f. H. ------o------- Krókódilatár. Su saga gengur um krókódílana, að þeir gráti eins og í hryggðarskyni, þegar þeir eru búnir að gleypa bráð sína. Flestir kannast við þá samlikingu að nefna það krókódíla- tár, þegar einhver gerir sér upp klökkva af tómri hræsni. — Nú er mælt að dýrafræðingar hafi fundið ástæðuna fyrir gráti krókódilanna •og er hún á þessa leið. Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10 — 6. Guðr. Funch-Rasmussen. Pegar krókódílarnir sofa, liggja þeir venjulegast með gapandi ginið. Er það vafalaust geit í því skyni að vera fljótari að leggja undir tönn hvern þann gest, er að garði ber. En tse tse flugan notar sér þetta tækifæri ög bregður sér upp í krókó- dilinn og fer að stinga og kroppa í viðkvæmustu blettina í góm hans. Vaknar hann því við vondan draum og á nú úr vöndu að ráða, því flugan er barteitruð. Bráðlega verður kropp flugunnar honum svo hvum- leitt, að hann skellir saman skoltin- um og gieypir fluguna, en með því hefir hann rennt niður sýklum svefn- sýkinnar. Pá fer krókódíllinn að fella tár, en ekki vita menn, hvort þau koma af óþægindum flugubitsins eða af veikinni, þegar hún er að byrja. o Enska i útvarpi. Dagur birti nýlega grein um: »Enskukennsluna og útvarpið« eftii Kjærstine Mathiesen, M A. Að Kjærstine Mathiesen sé í alla staði starfi sínu vaxin, munu engir efa; enda mun hún hafa meðmæli jafn ágætra Og dómbærra manna, sem prófessoranna Sir Wllliam Craigie og Chester N. Gould. Er því ágæt- lega séð fyrir því að enskukennsla útvarpsins komi að sem fyllstum notum. Vill Dagur brýna fyrir öllum, er ástæður hafa, að notfæra sér ensku- kennslu útvarpsins. Enska er nú sú tunga, er náð hefir meiri útbreiðsiu f heiminum, en nokkurt annað tungumál og sá, er ensku kann, getur undir öltum kringumstæðum notað hana sem viðskiftamál, hvar og hvenær sem þörf gerist. Bækur þær, sem notaðar verða við útvarpskennstuna, fást eins og áður hefir verið auglýst hjá F. H. Berg, Strandgötu 27 Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.