Dagur - 18.12.1930, Qupperneq 1
D AGUR
temur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Gjaldkeri: Ámi Jóhanns-
íon í Kaupfélagi Eyfiró-
inga.
Afgreiðslan
er hjá J6ni Þ. Þ6r,
Norðurgötu 3. Talslmi 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
Akureyri, 18. Desember 1930.
66. tbl.
fólagleðin.
jólahátíðin nálgast. Enn einu sinni
minnumst við þess, að búið er að
boða frið á jörðu nítján undanfarn-
ar aldir. En þrátt fyrir þann boð-
skap virðist friðarhugsjónin eiga
langt í land enn þjóða á milli og
einstaklinga. Enn leitast flestir við
að troða skóinnhver niðuraf öðrum í
eigin hagsmunaskyni. Stéttabarátta,
stéttadeilur og stéttahatur hefir aldr-
ei risið hærra en nú á tímum. Við-
sjár og óheilindi þjóða á milli dafna
vel í skjóli sjálfshagnaðarhvata og
valdafiknar. Taumlausar samkeppnis-
hugsanir yfirráðamanna og valdhafa
gera heimsfriðinn ótryggan. Kær-
leikshoðun kristindómsins er fjarri
þvi að ná föstum tökum i hegðun
og hugarfari alls fjöldans. Viður-
kenningin á réttmæti kenninga meist-
arans fráNazaret er fyrir flestum lítið
annað en varajátning og sýnist ekki
marka djúp spor í sálarlifi manna eða
breytni þeirra gagnvart hver öðrum.
Á meðan svo er, getur hinn »kristni
heimur* ekki talist meira en hálf-
kristinn.
Prátt fyrir þetta er lýst friði á
jörðu einu sinni á ári — hverja jóla-
nótt. Þá er eins og menn renni til
sjálfra sín og vilji við það kannast
í orði og verki að sterkasta aflið í
tilverunni sé kærleikurinn og að án
hans verði mannkyninu ekki bjargað
frá eymd og kvölum. Á þeirri stundu
er eins og menn í sameiningu eygi
friðarstjörnu í fjarska og fái einhverja
hugmynd um það, að þegar birta
hennar nái að lýsa í fullu veldi,
verði líf manna miklu dásamlegra
en áður hefir verið. Pað er þessi
innri þrá eftir fullkomnara og feg-
urra lífi, sem einkum gerir vart við
sig á jólunum. Pað er þessi þrá,
sem, þrátt fyrir allt, veitir rétt til að
nefna jólagleði á nafn, því hún
bendir í þá átt, að í innsta eðli séu
mennirnir góðir og að þrátt fyrir
allt, sem áfátt er, megi gera sér
von um batnandi menn í batnandi
framtfð. Án þessarar niðurstöðu ætti
jólagleðin engan rétt á sér.
Víst er það fallegur siður að lesa
bænir og syngja sálma á jólunum.
Pó er meira um vert að minnast
hinna dásamlegu orða Krists: »Pað,
sem þér gerið einum af mfnum
minnstu bræðrum, það hafið þér
gert mér*. — Kærleiksverkin taka
langt fram öllum sálmasöng og
bænalestri.
Jólagleðin nær til margra en ekki
allra. Sumir eiga döpur jól og sitja
f sorgum, þegar aðrir gleðjast og
fagna.
Nýlega hefir atburður skeð hér
við land, sem veldur því, að margir
eiga um sárt að binda um næstu
jól. Pað er óvenjulega sviplegur og
stórfeldur ástvinamissir.
Togarinn Apríl fórst fyrir skömmu
með allri áhöfn, alls 18 manns. Allir
voru þeir á bezta aldri, vaskir og
dugandi.
Petta er dýr fórn til Ægis fyrir
landið allt, en þó langsamlega dýr-
ust fyrir eftirlifandi ástvini.
Með þessu hryggilega slysi urðu
6 eiginkonur ekkjur og 18 börn
föðurlaus.
Oeta má nærri að á skortir um
jólagieði ekknanna og föðurlausu
barnanna og annara, sem eiga á
bak að sjá ástvinum sínum af völd-
um sjóslyssins.
»Berið hver annars byrðar*, sagði
sá, sem fæddist á jólunum.
Fjársöfnun er hafin til hjálpar
þeim, er bágt eiga af völdum slyss-
ins og nú sitja í myrkri sorgarinn-
ar um þessi jól.
Jarðneskir fjármunir megna að
visu ekki að bæta úr ástvinamissi,
en hlýjan og hugarfarið, sem að
baki býr, getur verið geisli í sorg-
armyrkrinu.
Ef einhverjir eru hér á Akureyri
eða grend, sem vilja og geta vottað
hluttekningu sina á þann hátt að
láta eitthvað af hendi rakna íþessu
skyni, er Dagur fús til þess að veita
því viðtöku og koma því til skila,
Pegar allt kemur til alls, er bezta
jólagleðin í því fólgin að gleðja þá,
sem bágt eiga.
o
Barnabókasöfn.
Öllu námi hefur verið skift í tvo
höfuðflokka: Skólanám og. sjálfs-
nám, í dýpstum skilningi er þó allt
nám sjálfsnám, því enginn getur
lært eða numið fyrir annan. En
sjálfsnám hefur það verið kallað, er
menn afla sér fræðslu án vegsögu
annara, hvort heldur er í hinum
mikla skóla lífsins, eða af lindum
bókménntanna. Slík þekking hefur
jafnan þótt haldgóð, og síður hætt
við að hún lenti í glatkistunni en
skólaþekkingin, og að slíkri þekk-
ingu hefur íslenzk alþýða orðið að
búa allt fram á þennan dag. Og
þannig hlýtur það alltaf að verða
að sjálfsmenntunin verði grundvöll-
urinn, sem lífsstarf og lífsskoðanir
alls fjöldans verða að byggjast á.
Af þeirri ástæðu er það enganvegin
þýðingarlaus þáttur í þjóðaruppeld-
inu, að greiða sem mest fyrir allri
viðleitni til sjálfsmenntunar, og stór-
kostlegt ásökunarefni væri það, ef
sú viðleitni væri að einhverju leyti
heft.
Hvergi finnur víðsýnis- og fróð-
leiksþrá mannsandans frekar full-
nægju en í bókunum, og það hafa
menn skilið fyrir löngu, og kostað
kapps um, að eignast góð bóka-
söfn. Að undanteknum örfáum eru
slík söfn á frumbýlingsstigi hjá
okkur, og eina tegund bókasafna
vantar algjörlega, og það er bóka-
söfn fyrir börn; og þrátt fyrir auk-
inn skilning á gildi bókasafna er
þó skilningsleysiö svo mikið enn,
að æskan hefir gleymst. Pað vantar
enn skilning á því, hvílíkir feikna
uppeldismöguleikar liggi í góðum
barnabókasöfnum, það vantar skiln-
ing á því, hve hrópleg vanræksla
það er, að reyna ekki að sjá fyrir
lesþörf og fróðleiksþrá barnanna,
sem nær því hvert augnablik standa
á einhverjum krossgötum, og þarfn-
ast vegsögu. Qóðar bækur fullnægja
svo mörgum þörfum barnsins. Pær
kenna barninu að nota tímann. Pær
fullnægja fróðleiksþrá barnsins og
auðga hugmyndaheim þess. Pær
eru barninu til ánægju og þær auka
þroska þess, eins og öll þekking,
sem menn kafa sjálfir eftir.
Ef að leiðtogar æskunnar bæta
ekki úr lestrarþörf hennar, þá reynir
hún að gjöra það sjálf. Sum börn
eru fróðleiksfús, önnur aftur miður.
En fróðleiksþrána má glæða og
slökkva eftir því hvernig uppfylltar
eru hinar andlegu þarfir barnanna.
En þegar svo fer að barnið reynir
að fullnægja lesþörf sinni og fróð-
leikslöngun án nokkurrar vegsögu,
getur svo farið, að hinar óvöldustu
glæpasögur á lélegu máli verði til
að móta hugsunarhátt þess, alveg
eins og kvikmyndirnar eru nú að
verða einn sterkur þáttur í uppeldi
barnanna. Eins og það er vanræksla
að sjá börnunum ekki fyrir góðum
bókum, þá er hitt það engu síður
að láta afskiftalaust hvað börnin lesa,
því »það verður í bók þess svo
varlega að skrifa, sem veikur er
fæddur úg skammt á að lifa.c
Hér á Akureyri hefir ekki verið
betur séð fyrir lesþörf barnanna en
annarstaðar. Amtsbókasafnið hefir
engar barnabækur, og barnaskólinn'
átti á þessu hausti lítið fleiri bindi
en árin, sem hann er búinn að starfa.
Við slíkt er ekki unandi í öðrum
eins menntabæ og Akureyri er.
Annaðhvort verður að láta Amtsbóka-
safnið bæta úr þessari þörf, eða
efla svo bókasafn barnaskólans að
það verði þeirri stofnun samboðið
og væri það liklega eðlilegri leið.
Barnabækur á íslenzkri tungu eru
ekki ýkja margar, og ekki fjölbreytt-
ari en það, að barnaskólar í stærri
bæjum gætu eignast þær allar, auk
þess sem þar þyrftu að vera ýmsar
úrvalsbækur, sem ekki eru sérstak-
lega ætlaðar börnum, svo sem fs-
lendingasögurnar, æfisögur mikil-
menna o. s. frv. Pað vlrtist sann-
gjarnt að eitthvað af þeim styrk,
sem bærinn leggur Amtsbókasafninu,
gengi til bókasafns barnaskólans til
sltkra bókakaupa, ef ekki er um
neinn sérstakan styrk að ræða. Að-
alatriðið er að skólinn eignist gott
bókasafn, ef á annan hátt verður
ekki bætt úr þessari vöntun.
Pað hafa heyrst raddir um það,
að fróðleiksfýsn barnanna væri slökt
i barnaskólunum. Sé svo, er það
þungur dómur yfir þeim, og þvi
fyrirkomulagi, sem þeir eru reistir
á. En hvað sem satt er í því, þáer
sá skóli áreiðanlega beztur, sem skil-
ar nemendum sínum út i lifið með
opnum og leitandi hug, hvað sem
einkunnir annars kunna að segja.
Andlausar skólastofnanir, þótt glæsi-
legar séu að utan, verða aldrei
neinir vitar, sem benda fram, því
þar hefir ekki ríkt »Sá heiti blær,
sem til hjartans nærc, sem þó er
svo áreiðanlega mikils virði hverjum
æskumanni, þvi i honum felst hæfi-
leikinn til að þrá og leita. Bóka-
söfnin auka á gildi skólanna, og
þau geta áreiðanlega átt þátt í að
æskan hverfi þaðan ekki með náms-
leiða, heldur opnum hug og spyrj-
andi. Og geti bókasöfnin bjargað
slíkum hæfileika gegn um brim og
boða skólanámsins, væru þau mik-
ils virði.
Ef andlegt lff einhvers bæjar eða
einhverrar sveitar er fátækt og ó-
frjótt, þótt vænta mætti annars eftir
ástæðum, er þá ekki orsökin sú, að
æskan var ekki alin upp til að lifa
andlegu lifi ? Gleymdist ekki að sjá
fyrir hinum dýpstu andlegu þörfum
hennar? Við erum alltaf að leita, og
stöndum tvíráðir frammi fyrir svo
ótalmörgum viðfangsefnum, og eitt
af þeim er uppeldi æskunnar, en
ef við gjörum ekki alltaf eins og
við vitum bezt, erum við að svíkj-
ast undan merkjum. Ef við reynum
ekki að búa æskuna út með ein-
hvern neisla af eldi andans og á-
hugans út i lífið, þá eigum við allt-
af andlausa æsku og andlausa þjóð
og þá er uppeldisstarfið ekki nema
háift. Hannes J. Masnusson-