Dagur - 29.12.1930, Qupperneq 1
DAGUR
temur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Gjaldkeri: Ámi Jóhanns-
son f Kaupfélagi Ejrfirö-
inga.
Afgreiðslan
er hjá Jónx Þ. Þár,
Norðurgötu 3. Talsími 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðsiumanns fyrir 1. des.
• #~# # # # # # # #-#-#-#-•-# # #-#"#-#-• • #'#-#■
#•# -# -#-
Akureyri, 29. Desember 1930.
67. tbl.
Frá Barnaskólanum.
Kennsla byrjar í skólanum næstkomandi Laugardag.
Skólastjórinn.
XIII. ár. +
Utvarpið.
Ríkisútvarpið, eða Útvarpsstöð
íslands í Reykjavík, hóf reglu-
bundna starfsemi fyrra sunnudag.
Hefir heyrsf prýðilega vel til stöðv-
arinnar hér fyrir norðan, nema hvað
nokkrar truflanir hafa átt séi stað
við og við og er að þeim nokkur
bagi. Að undanteknu útvarpsefni er
stöðin enn starfrækt á ábyrgð
Marconi-félagsins, og verður hún
ekki vígð fyr en félagið afhendir
hana í hendur ríkisins til fullnustu.
Aðalútvarpsefnið hefir verið sem
hér segir: Hljómleikar, söngur, bæði
einsöngur og kórsöngur, fréttir, inn-
lendar og útlendar, upplestur, er
indi og messur.
Meðal þeirra, er upp hafa lesið,
er frú Marta Kalman, Friðfinnur
Ouðjónsson leikari og Haildór Kilj.
an Laxness.
Einsöng hafa t. d. sungið Krist-
ján Kristjánsson, Sigurður Birkis
og María Markan.
Meðal þeirra er flutt hafa erindi
má nefna Sigurð Nordal prófessor
(útvarpið og bækurnar), Sigurð
Skúlason mag. (um Rorláksmessu),
síra Sigurð Einarsson (um uppeldis-
stofnun í Prag), Ásmund Ouð-
mundsson dósent (um ísleif biskup),
Einar Arnórsson prófessor (um
Pjóðabandalagið).
Aðalútvarpstíminn er frá kl.
síðdegis og þar til um kl; 10 og
stundum lengur.
Útvarpskennsla í tungumálum
hefst strax upp úr nýjárinu.
Útvarpsráðið skipa: Helgi Hjörv-
ar kennari (formaður), Alexander
Jóhannesson prófessor, Páll ísólfs-
son tónskáld, sira Friðrik Hallgríms-
son dómkirkjuprestur og Ouðjón
Ouðjónsson skólastjóri. Útvarps-
stjóri er Jónas Porbergsson.
Nýlega höfðu um 2000 manns
fengið sér viðtæki. Að líkindum
hækkar sú tala mjög á næstunni.
Takmarkið þarf að vera að útvarp-
ið nái til allra heimila á landinu og
ekki sízt t sveitum landsins. Hin
dreifðu býli úti um byggðir íslands
þarf þetta merka menningartæki að
leysa úr fjötrum einangrunar og fá-
breytni. Til þess að svo megi verða,
þarf að gera almenningi svo auð-
velt sem unnt er að afla sér við-
tækja. Pað verður helzt með því
móti að viðtækjaverzlunin selji
mönnum tækin með þeim skilmál-
um að þau megi greiðast hægt og
hægt með smáum afborgunum.
......o .......
A
S ims key ti.
(Frá FB.)
Rvík, 26. des.
Atvinnuleysið 15. þ. m. var sem
hér segir: i Bretlandivoru 2219592
menn atvinnulausir og var það
700.000 minna en næstu viku á
undan, en 996.035 fleira en á
sama tíma í fyrra. í Þýzkalandi
voru 3.997.000 atvinnuleysingjar
og í Bandaríkjunum 5.300.000.
Fylgir þessu ástandi mikill skort-
ur og kvalir meðal atvinnuleys-
ingjanna.
Rvík 29. des.
Talið er að hámarki atvinnu-
leysis í Evrópulöndum verði náð
um miðjan janúar, og að þá verði
7/2 milj. atvinnuleysingja í þess-
um löndum.
Joffre marskálkur er hættulega
veikur.
Búist er við, að samkomulag ná-
ist í dag milli prentara og prent-
smiðjueigenda. Sömuleiðis er bú-
ist við, að samkomulag náist í
'deilunni um garnastöð Sambands-
ins.
Atvinnuleysingjar hér sendu
nefndir manna á fund borgar-
stjórans og ríkisstjómarinnar, til
þess að krefjast atvinnu. Gengu
þeir undir rauðum fána, báru
kröfuspjöld upp í stjórnarráðs-
húsið og sungu þar og einnig fyr-
ir utan hús Scheving Thorsteins-
son lyfsala, þar sem bæjarskrif-
stofurnar eru, söngva sína við
raust. Engar óspektir urðu.
-----—0-------
Fr éttir.
SkipstraruL Togari frá Hull strand-'
aði austan á Melrakkasléttu 18. þ. m.
Annan togara bar þar að og tókst hon-
um að bjarga öllum strandmönnunum,
12 að tölu.
Dánardægur. Jóhannes Sigfússon
fyrverandi yfirkennari í Reykjavík er
nýlega látinn. Hann var Eyfirðingur að
ætt og uppruna, alinn upx> í Núpufelli
hjá foreldrum sínum; faðir hans var
Sigfús Thorlacius, en hann var einn af
sonum séra Einars Thorlaciusar í Saur-
bæ. Jóhannes gekk ungur í lærða skól-
ann og síðan í prestaskólann og lauk
þar námi, tók þó aldrei prestsvígslu, en
gerði kennslu að æfistarfi sínu. Var
hann fyrst lengi kennari við alþýðu-
skólann í Flensborg og síðan kennari
við lærða skólann í Reykjavík í 25 ár og
lét fyrir fáum árum af því starfi. Hann
var jafnan vel þokkaður af lærisveinum
sínum og ætíð talinn mikill heiðurs- og
sæmdarmaður. Hann mun hafa verið
kominn hátt á áttræðisaldur.
Að morgni 22. þ. m. andaðist að
heimili sínu hér í bæ Ásgrímur Péturs-
son yfirfiskimatsmaður, eftir örstutta
legu í lungnabólgu. Ásgrímur var 62
ára að aldri, vel gefinn maður, vinsæll
og prýðilega starfhæfur. Hann var
Húnvetningur að ætt, bróðir Péturs, er
fyrrum bjó á Gunnsteinsstöðum í
Langadal, og síra Hafsteins, sem ný-
lega er dáinn. Ásgrímur sál. lætur eftir
sig konu og 5 ung börn.
Nýlega er látin að Kristnesi Jóhanna
Jónsdóttir, ógift stúlka á fimmtugs-
aldri. Hún dó af slagi.
Látin er að Háhamri í Eyjafirði ung
stúlka, Rósa Guðmundsdóttir, dóttir
hjónanna þar. Hún andaðist. úr berkl-
um.
Landsspítalinn var vígður laugai'dag-
inn 20. þ. m. Vígsluræður fluttu heil-
brigðismálaráðherrann og landlæknir og
var þeim ræðum varpað út. Ráðherrann
gat þess, að bygging þessi væri stærsta
og jafnframt dýrasta hús, sem reist
hefði verið hér á landi, kostnaður við
það orðinn 1% miljón kr., enda ekkert
til sparað að hafa allt sem vandaðast.
Stofnunin ætti í senn að vera bæði
sjúkrahús og kennslustofnun.
í ræðu sinni lýsti landlæknir stofnun-
inni allrækilega. Hinn 15. júní 1926 var
hornsteinninn að byggingunni lagður.
Landlæknir lauk lofsorði á dugnað
kvenþjóðarinnar og þar næst land-
stjórnarinnar við framkvæmdip þessa
máls. Vígsludaginn tók spítalinn á móti
þremur fyrstu sjúklingunum, en alls
getur hann tekið á móti rúmum 100
sjúklingum nú sem stendur, en þegar
starfsmannahús er reist, má bæta við
30 sjúklingum. Þriðja hæð er nú notuð
til íbúðar fyrir starfsmannaliðið. En
þar á síðar að verða deild fyrir þá, er
hafa útvortis berkla. Þá gat landlæknir
þess, að innan skamms kæmi út bækl-
ingur með myndum, sem lýsti stofnun-
inni nákvæmlega. 'Ennfremur tók hann
það fram, að daggjöld sjúklinga yrðu
hærri á landspítalanum en í öðrum
sjúkrahúsum, en aftur á móti losnuðu
sjúklingarnir í þessari stofnun við alls-
konar aukagjöld, sem ættu sér stað
annarstaðax.
Með stofnun landspítalans hefur ís-
lenzka þjóðin stigið langt spor fram á
leið í heilbrigðis- og menningaráttina.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð við andlát og jarðarför
Ingibjargar Porláksdóttur.
Akureyri 27. des. 1930.
Aðstandendur.
Innilegt þakklæti votta eg öllum
hér í bæ og víðar, er fyr og síðar
hafa auðsýnt mér hjálp og vinsemd.
Bið eg góðan Ouð að iauna þeim
og-gefa þeim gleðilegt nýtt ár.
Akureyri 29. des, 1930
Anna Halldórsdóttir.
Úska viöskiftamönnum mínum
gleöilegs og farsœls
komandi árs,
og pakka viðskiííin ájiöna árinu. - Get
pess jainframf, að eg-eins og aö undan-
förnu — kaupi flestar landbúnaöarafurðir
framvegis.
Virðingarfyllst.
Kristjdn Sigurðsson.
Itorfaníiii! geta kýreigendur
rUl lUllulli fengiðleittum bæinn*
Oddeyrargötu 6 A.
/. G.
Póstþjófnaður. Peningabréfum, með
um 600 kr. í, var stolið úr ábyrgðar-
póstpoka frá Siglufirði með síðustu
ferð »Drottningarinnar« suður. Sam-
kvæmt skeyti frá Höfn til póststjórnar-
innar í Rvík er upplýst, hver valdur er
að póststuldinum, en sökudólgurinn
ekki nafngreindur.
Nýlátinn er £ Landakotsspítala í
Reykjavík Hinrik Erlendsson læknir í
Hoi-nafirði.
Áramótamessw. Gamalárskvöld: Ak-
ureyri kl. 6 e. h. Nýársdagur: Lög-
mannshlíð kl. 12 á hád., Akureyri kl. 4
e. h.
Hjónabond: Ungfrú Sigríður Guð-
mundsdóttir og Jónas Kristjánsson for-
stjóri Mjólkursamlagsins. — Ungfrú
Guðrún Sigurbjömsdóttir og Sigurður
Helgason innlagningamaður. — Ungfrú
Ragna Jónasdóttir og Guðmundur Frí-
mann trésmiður. — Ungfrú Guðrún
Guðmundsdóttir og Eggert St. Melstað
slökkviliðsstjóri. — Ungfrú Jónborg
Þorsteinsdóttir og Magnús Þorsteinsson
írá Upsum.